Morgunblaðið - 02.11.2004, Side 30

Morgunblaðið - 02.11.2004, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ✝ Björn Tryggva-son fæddist í Reykjavík 13. maí 1924. Hann lést á Landakotspítala 23. október síðastliðinn. Björn var sonur hjónanna Tryggva Þórhallssonar, f. 1889, d. 1935, og Önnu Klemensdótt- ur, f. 1890, d. 1987. Systkini Björns eru 1) Klemens, f. 1914, d. 1997, 2) Valgerð- ur, f. 1916, d. 1995, 3) Þórhallur, f. 1917. 4) Agnar, f. 1919, 5) Þorbjörg, f. 1922 og 6) Anna Guðrún, f. 1927. Björn kvæntist 22. nóvember 1952, Kristjönu Bjarnadóttur, f. 10. mars 1928, d. 3. mars 1990. Börn þeirra eru 1) Anna Guðrún, f. 1956, var gift Halldóri Gíslasyni en þau skildu. Börn þeirra eru Björn, f. 1983 og Valgerður, f. 1985. 2) Bjarni Þór, f. 1959, kvænt- 1977. Hann var skipaður aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans 1967 og gegndi því starfi til 1994, þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var ritari bankaráðs bank- ans frá stofnun hans 1961 og þar til hann lét af störfum. Hann var formaður samvinnunefndar banka og sparisjóða frá 1961, sat lengi í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans, í samninganefnd bankanna, í sam- starfsnefnd um gjaldeyrismál og í skólanefnd bankamannaskólans. Hann tók um árabil þátt í nefndum um viðskipti Íslands við Austur- Evrópu og Nígeríu. Hann starfaði ötullega að ýmsum hagsmunamál- um starfsmanna bankans, m.a. uppbyggingu á orlofshúsum fyrir starfsmenn. Björn vann öflugt starf í þágu Rauða kross Íslands. Hann var for- maður Rauða krossins 1971–1977 og í stjórn Hjálpartækjabankans 1977–1990. Um fjögurra ára skeið helgaði hann málefnum Vest- mannaeyinga starfskrafta sína frá því að eldgosið hófst þar 23. jan- úar 1973. Útför Björns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ur Guðrúnu Rögn- valdardóttur. Börn þeirra eru 1) Helga Kristjana, f. 1987. 2) Ragna Sigríður, f. 1989. 3) Svava Hildur, f. 1993. Björn kvæntist 2001 Dóru Hvanndal, f. 28. desember 1955. Dóttir þeirra er Valgerður Bjarnar, f. 1999. Björn varð cand. juris frá Háskóla Ís- lands 1951. Hann starfaði sem lögfræð- ingur í Landsbanka Íslands frá 1951–1957. Hann var varafulltrúi Norðurlandanna í bankastjórn Alþjóðabankans 1957–1958 og jafnframt viðskipta- fulltrúi við sendiráð Íslands í Washington. Frá 1958–1967 gegndi hann stöðu skrifstofustjóra í Landsbankanum og síðar Seðla- bankanum. Hann var starfs- mannastjóri Seðlabankans 1964– Afi minn var karakter. Litríkur karakter. Hann lifði lífinu, óð næst- um því yfir það með sinni óþrjótandi orku. Minnist ég þess hve gaman var að fara í pössun til hans í Jökul- grunninn. Þá var Casion spilað af miklum móð. 1.000 króna verðlaun voru í boði fyrir sigurvegara kvölds- ins. Ekki vék keppnisskapið frá afa þrátt fyrir að hann væri að spila við barnabörnin. En iðulega héldu þó allir sáttir heim með 1.000 krónur í vasa að spilaorrustunni lokinni. Skíðaíþróttin var ástríða afa. Í ófá skipti brunaði maður niður brekk- urnar á eftir honum. Í miðri brekku opnaði hann faðminn, lét skíðastaf- ina hanga, faðmaði að sér vindinn og gólaði. Lærði maður þetta fljótt af honum. Var manni svo gefið horn- auga í skíðaferðum með skólanum þegar maður æddi öskrandi niður brekkurnar með hendurnar útréttar. En skíðaferðir eru engar skíðaferðir án þess. Svo margs er að minnast: Holtsdalurinn. Krókódílafjallið. Opna hliðið. Sjerókíinn. Bláfjöll. Sporðagrunn. Gula indíánatjaldið. Söngur með handahreyfingum. Laugardalslaugin. Laufás. Svo ekki sé minnst á glasanúmerið. Þessari óþrjótandi orku hans mun ég aldrei gleyma og hvernig hann lét ekkert stöðva sig. Takk fyrir mig. Valgerður. Þegar Hannes Hafstein varð ráð- herra árið 1904, kallaði hann til sín sem ráðgjafa og samstarfsmenn í ráðuneytið tvo sýslumenn, þá Egg- ert Briem sýslumann Skagfirðinga og Klemens Jónsson, sýslumann Ey- firðinga og bæjarfógeta á Akureyri, sem tók við embætti landritara og gekk næstur ráðherranum að völd- um og áhrifum. Klemens var fæddur árið 1862. Hann þótti nákvæmt yfirvald og réttsýnt. Auk embættisstarfa hafði hann áhuga á sögu og gróðurrækt og lét til sín taka á þeim sviðum auk ým- issa annarra framfaramála. Um sanngirni hans og réttsyni er m.a. sögð sú saga að fátækur verkamaður hafi eitt sinn komið á skrifstofu hans og sagst ekki geta greitt gjöld sín né aðrar skuldir vegna þess að kaup- maðurinn, sem hann vann hjá neitaði að greiða honum í öðru en úttekt úr búðinni. Klemens fór með manninum til kaupmannsins og krafðist þess að hann greiddi innistæðu mannsins í peningum þegar í stað. Kaupmaður- inn þorði ekki annað og taldi pen- ingana upp úr skúffunni en henti þeim yfir borðið á gólfið fyrir fram- an. Þegar verkamaðurinn ætlaði að kasta sér á knén til að tína upp aur- ana, greip Klemens í öxlina á honum og sagði honum að láta þá vera. Greiðslustaður launanna væri hér á borðinu en ekki á gólfinu. Svo varð að vera sem sýslumaður bauð. Það þarf engan að undra að þegar Klemens flutti suður varð hann einn af máttarstólpum Oddfellow-regl- unnar. Fyrri kona Klemensar var Þor- björg Stefánsdóttir f. 3. júní 1866. Elst barna þeirra og það eina sem náði fullorðinsaldri var Anna Guðrún f. 19. júní 1890. Anna náði háum aldri dó 27. janúar 1987. Anna var glæsileg kona og greind. Fyrir konungskomuna 1907 sem sögð var hafa kostað helminginn af fjárlögum landsins það árið, fór Klemens landritari í ferðalag til þess að ákveða áfanga og áfangastaði væntanlegrar ferðar. Í þá ferð tók hann með sér Önnu dóttur sína. Mörgum áratugum síðar sagði Anna frá þeirri ferð í útvarpsviðtali og mundi þá hvert smáatriði eins og gerst hefði í gær. Hún giftist Tryggva Þórhallssyni þá presti á Hesti í Borgarfirði 16. september ár- ið 1913. Þórhallur Bjarnason biskup var fæddur árið 1855 og kona hans Val- gerður Jónsdóttir, árið 1863. Þau bjuggu að Laufási við Laufásveg. Jörðin náði a.m.k. milli Skothúsveg- ar og Njarðargötu, frá Laufásvegi niður í Vatnsmýri. Neðan við íbúðar- húsið var fjós og hlaða og hænsnahús þar sunnanvið. Milli fjóss og íbúðar- húss var hár steinveggur úr til- höggnu grjóti, tilvalið mark fyrir fót- bolta. Þegar Þórhallur biskup þurfti í bæinn, lét hann sækja hest og söðla. Hestasteinninn, sem hann batt klár- inn við, stendur enn við tröppurnar í Laufási til minja um samgöngur þess tíma. Öll umferð til Suðurnesja og Hafnarfjarðar lá um Laufásveg, ofangarðs hjá Laufási hjá Kennara- skólanum og Pólunum. Tryggvi, son- ur þeirra Laufáshjóna, fæddist í Reykjavík 9 . febrúar árið 1889 Hann andaðist aðeins 46 ára gamall hinn 21. júlí 1935.Hann þótti einn glæsi- legasti stjórnmálaleiðtogi síns tíma og setti svip sinn á alla stjórnmála- baráttuna. Þetta voru þær stoðir, sem stóðu að Birni Tryggvasyni Eftir daga Þórhalls biskups bjuggu í Laufási til skiptis börn hans Tryggvi og Anna með sínum börnum og Dóra og Ás- geir, síðar forseti með sína fjöl- skyldu. Þar fæddist Björn, sjötta barn þeirra Önnu og Tryggva. Lauf- ás fékk seinna töluna 46 við Lauf- ásveg. Tæpu ári síðar fæddist strák- ur í nr. 54 við sömu götu, 4 húsum sunnar. Mæðurnar voru vel kunnug- ar og engum vafa undirorpið að þær hafa rætt sín vandamál og skoðað af- kvæmi hvor annarrar. Þar lágu leiðir okkar Björns fyrst saman og það gerðu þær lengst af næstu áratugi, stundum sundur um tíma uns þær nú skilja um sinn tæpum 80 árum síðar. Einstök atvik frá samvistum okk- ar Björns fyrstu árin eru fallin í gleymsku, enda varð Tryggvi for- sætisráðherra og flutti úr Laufási í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í águst 1927 og bjó þar næstu árin. Eigi að síður kom Björn oft í Laufás á þeim árum í heimsókn til frænd- fólks síns. Fyrstu minni mín af þess- um heimsóknum eru frá 15. eða 16 apríl árið 1931. Björn þá tæplega 7 ára en ég 6. Þegar leið á daginn átti Björn að fara heim í Tjarnargötu. Ég fylgdi honum á leið norður Laufás- veginn. Þegar við komum að Skot- húsvegi, sáum við mannfjölda fyrir utan ráðherrabústaðinn sem lét ófriðlega með hrópum og köllum. Okkur leist ekki á blikuna og snerum aftur í Laufás. Tilefni ólátanna var það, að þingmenn höfðu ætlað að samþykkja vantraust á ríkisstjórn Tryggva og senda hana heim en Tryggvi sneri á andstæðinga sína, rauf þing fyrir nefinu á þeim og sendi þá heim. Í kosningunum sem fylgdu í kjölfarið og fram fóru í júní, vann flokkur Tryggva hreinan meiri- hluta á þingi og var hann forsætis- ráðherra fram í maí 1932, þegar mágur hans Ásgeir Ásgeirsson tók við stjórnartaumunum. Björn minntist oft dvalar sinnar og fjölskyldunnar í ráðherrabú- staðnum. Börnin voru áminnt um það að ganga vel um allt innanstokks og skemma ekkert því mublurnar væru eign ríkisins. Einhverju sinni hafði Björn tekið nokkuð hastarlega í Önnu Guðrúnu systur sína og fékk skammir fyrir. Varð honum þá á orði „á ríkið hana líka?“ Eftir að Björn fluttist aftur í Lauf- ás vorum við meira saman. Hluti af Laufáslandi hafði verið tekinn undir íbúðarhúsabyggð og faðir minn byggt hús við Sóleyjargötu beint neðan við Laufás og ekkert nema gatan og Laufástúnið á milli. Þarna var leikvangur okkar Björns. Í fót- bolta á túninu á sumrin á skíðum á veturna. Í fótboltanum náðum við ekki langt. Þó minnist ég sérstak- lega eins leiks fyrir Víking í 3. flokki á vellinum sem hvarf undir Þjóðar- bókhlöðuna, sem við töpuðum naum- lega en það var ekki einsdæmi fyrir Víking á þeim árum. Æfingar okkar féllu niður yfir sumarið þar sem Björn var alltaf í sveit. Ýmist norður í Fjósatungu hjá Ingólfi alþingis- manni eða austur á Klaustri hjá Lár- usi, en þeir voru meðal dyggustu stuðningsmanna Tryggva. Tími tunnustafanna var liðinn þegar við Björn byrjuðum á skíða- íþróttinni en furuskíði með leðuról yfir tána fengust hjá L.H. Möller á rúmar 20 krónur. Fyrst var það Laufástúnið síðan Thor Jensen túnið og svo Öskjuhlíðin. Frá fermingu til fertugs varð hlé á þeirri íþróttaiðkun hjá okkur félögunum en þá fórum við í endurhæfingu í Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum og urðum þá full- færir í Bláfjöll og loks, undir farar- stjórn Valdimars Örnólfssonar, í austurrísku Alpana. Laxveiði var sú önnur íþrótt sem Björn náði færni í. Kom sér þar vel mikill líkamlegur styrkur og ódrepandi dugnaður hans. Björn var vel til forystu fallinn enda í fyrirsvari fyrir bekkjarfélaga sína, ferðafélaga og spilafélaga en með þeim stofnaði hann á skólaárum sínum spilaklúbb sem ber nafn hans og enn starfar. Þess hefði mátt vænta að afkom- andi stjórnmálamanna og ráðherra myndi gerast þátttakandi í stjórn- málabaráttunni. Það hugnaðist hon- um ekki. Fann hann aldrei samleið með stjórnmálaflokkunum og mátti helst á honum skilja að hann aðhyllt- ist orðtak föður síns „Allt er betra en Íhaldið“. Í einkalífi sínu var Björn ham- ingjusamur maður. Hinn 22. nóvem- ber árið 1952 gekk hann að eiga Kristjönu Bjarnadóttur Snæbjörns- sonar læknis og alþingismanns í Hafnarfirði. Það var mikil mann- kosta kona sem andaðist langt um aldur fram árið 1990. Við Benta nutum þess að eiga margar samverustundir með þeim hjónum og börnum þeirra Önnu Guðrúnu og Bjarna bæði á öræfum Íslands og á erlendri grund, en þó oftast á heimilum okkar til skiptis. Allt voru það sælustundir og meðal þess sem varpar björtustum ljóma á liðna tíð. Andlát Kristjönu var okkur mikið harms efni. Björn giftist síðar Dóru Hvanndal kennara og eignað- ist með henni dótturina Valgerði, sem varð mikill augasteinn Björns og eftirlæti. Þau Dóra fluttu í Laufás og þar var heimili Björns síðan, Bobo í Laufási var kominn heim. Dóra annaðist mann sinn af miklu ástríki í veikindum hans uns yfir lauk. Ég kveð með söknuði æskufélaga minn og vin og við Benta sendum með þakklátum huga öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Valgarð Briem. Björn Tryggvason var formaður Rauða kross Íslands á árunum 1971– 1977. Hann var öflugur leiðtogi og naut virðingar jafnt innan Rauða kross Íslands sem og á alþjóðlegum vettvangi Rauða kross hreyfingar- innar. Björn vann ötult og óeigingjarnt starf á þeim tíma sem eldgosið geis- aði í Vestmannaeyjum. Hann hafði sem formaður Rauða krossins yfir- umsjón með hjálparstarfi félagsins til handa þeim Vestmannaeyingum sem leita urðu skjóls á meginlandinu og vann að uppbyggingarstarfi þeg- ar Eyjamenn sneru heim. Undir forystu Björns efldist Rauði krossinn mjög. Félagið hóf rekstur söfnunarkassa sem renndi styrkum stoðum undir hjálparstarf Rauða krossins hérlendis sem erlendis. Stjórn og starfsfólk Rauða kross Íslands sendir fjölskyldu Björns hugheilar samúðarkveðjur og minn- ist hans af alúð og virðingu. Úlfar Hauksson, formaður Rauða kross Íslands, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Fallinn er í valinn forustumaður og fyrirmynd. Maður sem á einni nóttu vakti þjóðarathygli og virð- ingu. Ekki síst Vestmannaeyinga, sem nutu skipulagsgáfu hans og for- ustuhæfileika við móttöku þeirra sem flóttamanna í náttúruhamförun- um 1973. Án nokkurs fordæmis eða fyrir- myndar tókst honum sem formanni RKÍ, með fulltingi kvennadeildar RKÍ í Reykjavík, að taka á móti rétt fimm þúsund eyjaskeggjum, er flúðu eld og eimyrju. Slíkur var krafturinn í skipulaginu að innan sólarhrings hafði öllum ver- ið í skjól skipað og fyrir lá skrá um skammtíma heimilisfestu þeirra, sem til lands flúðu slyppir og snauð- ir. Segja má með sanni að á þessari nóttu, 23. janúar 1973, hafi Björn Tryggvason stimplað svo rækilega mannúðar- og líknarstarf Rauða krossins í vitund alþjóðar að enn nýt- ur starfið á landsvísu. Með Birni er genginn heilsteyptur baráttumaður, sem með fórnfúsu sjálfboðastarfi er fagur vitnisburður þess framlags, sem fjöldi sjálfboða- liða í starfi Rauða krossins má líta á sem verðuga fyrirmynd. f.h. vm.deildar RKÍ. Hermann Einarsson, formaður. Þegar það varð heyrinkunnugt að ég myndi taka til starfa sem banka- stjóri í Seðlabankanum 1. febrúar 1991 varð Björn Tryggvason einna fyrstur til að hafa samband við mig, bjóða mig velkominn til starfa og senda mér ýmis gögn og plögg sem hann taldi nauðsynlegt að ég kynnti mér. Kynni mín af Birni höfðu ekki verið mikil áður, en þarna hófst náið og gott samstarf sem aldrei bar skugga á. Fyrir það er ég þakklátur nú þegar komið er að leiðarlokum. Björn starfaði að bankamálum alla sína starfsævi. Að loknu lögfræði- prófi starfaði hann um nokkurra mánaða skeið hjá Barclays Bank í London en réðst síðan til Lands- bankans. Hann gegndi um tíma stöðu varafulltrúa Norðurlandanna í bankastjórn Alþjóðabankans. Þegar Seðlabankinn var skilinn frá Lands- bankanum 1961 varð Björn starfs- maður Seðlabankans, fyrst sem skrifstofustjóri og síðan aðstoðar- bankastjóri frá árinu 1967. Hann var jafnframt ritari bankaráðs frá stofn- un Seðlabankans og þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1994. Björn sinnti margvíslegum verk- efnum í Seðlabankanum. Hann starf- aði t.d. ötullega að ýmsum hags- munamálum starfsmanna bankans. Þá hafði hann um langt skeið með greiðslusamninga Íslands og Sovét- ríkjanna og annarra Austur-Evrópu- ríkja að gera. Ósennilegt er að marg- ir Íslendingar hafi verið betur kunnugir aðstæðum og innviðum í stjórnarstofnunum í þessum löndum en Björn. Þá kom hann einnig mjög við sögu í viðskiptum Íslands og Níg- eríu og fór nokkrar ferðir þangað suður þegar erfiðleikar voru sem mestir í samskiptum íslenskra út- flytjenda og Nígeríumanna. Björn gegndi jafnframt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir bankann. Hann var formaður Samvinnunefnd- ar banka og sparisjóða frá upphafi, hann sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans um langt árabil, í samninganefnd bankanna, í sam- starfsnefnd um gjaldeyrismál og í skólanefnd Bankamannaskólans í mörg ár. Sem aðstoðarbankastjóri starfaði hann að sjálfsögðu mjög ná- ið með öllum bankastjórum bankans og mun Björn hafa starfað með 13 bankastjórum á starfstímabili sínu. Björn kom víðar við en í Seðla- bankanum og enn er mörgum í minni skelegg forusta hans fyrir Rauða krossi Íslands þegar eldgosið varð á Heimaey árið 1973. Framganga hans og Rauða krossins þá vakti athygli og aðdáun, ekki aðeins hér heima heldur víða um lönd. Hann var for- maður Rauða kross Íslands frá 1971 til 1977. Björn var náttúrubarn í besta skilningi þess orðs. Hann var mikill útivistarmaður, íþróttamaður og náttúruunnandi og jafnan mjög vel á sig kominn líkamlega og langt fram á áttræðisaldur stundaði hann útivist sem margir yngri menn gátu ekki leikið eftir. Hann hafði sérstaklega einlægt viðmót, var opinn og inni- legur í öllum samskiptum. Björn rækti störf sín af stakri alúð og samviskusemi. Hann bar hag Seðlabankans og starfsmanna hans mjög fyrir brjósti. Hann var góður og tryggur félagi, tilfinningaríkur en jafnframt glaður í sinni og manna glaðastur á góðri stund. Síðustu tvö árin voru erfið fyrir Björn því heilsu hans hrakaði ört. Þá mæddi mjög á eiginkonu hans Dóru Hvanndal og enginn vafi er á að Valgerður, ung dóttir þeirra, var Birni mikill gleði- gjafi í þessum erfiðleikum. Ég vil fyrir hönd Seðlabankans senda Dóru, börnum Björns og fjölskyld- BJÖRN TRYGGVASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.