Morgunblaðið - 02.11.2004, Side 31

Morgunblaðið - 02.11.2004, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 31 MINNINGAR unni allri innilegustu samúðarkveðj- ur. Birgir Ísl. Gunnarsson. Margs er að minnast þegar ég rifja upp samstarf og vináttu okkar Björns Tryggvasonar. Við voru jafn- aldrar nærri því upp á dag og kynnt- umst þegar á barnsaldri. Báðir hóf- um við störf við Landsbankann að námi loknu og áttum síðan eftir að vera nánir samstarfsmenn fyrst þar og síðan í Seðlabankanum í fjóra ára- tugi. Björn hóf störf við lögfræðideild Landsbankans 1951 og vann þar til ársins 1956 þegar hann var kosinn til að vera í tvö ár varafulltrúi Norð- urlanda í stjórn Alþjóðabankans. Þetta var ekki fullt starf á þessum tíma og vann Björn því einnig að hluta við sendiráðið í Washington, en á það hlóðust á þessum tíma ný störf vegna lánasamninga Íslands við Bandaríkin. Var þessi dvöl vestra Birni góður skóli fyrir þau verkefni sem hans biðu síðar á starfsævinni. Eftir heimkomuna var Björn ráð- inn skrifstofustjóri seðlabankahluta Landsbankans sem þá var orðinn stjórnunarlega sjálfstæð eining. Eft- ir að Seðlabanki Íslands var stofn- aður árið 1961 varð Björn skrifstofu- stjóri hans og síðan aðstoðarbanka- ostjóri sex árum síðar, en því starfi gegndi hann allt til starfsloka 1994. Aðeins er unnt að nefna hér fáein þeirra margvíslegu verkefna sem hann sinnti á þessum langa tíma. Hann var alla tíð ritari bankaráðs og lengi ráðgjafi bankastjórnar um ým- is lögfræðileg efni og undirbúning lagasetningar á sviði peningamála, og má þar til dæmis nefna frægan kafla um verðtryggingu fjárskuld- bindinga í Ólafslögum. Innri stjórn- unarmál bankans voru mjög á hans könnu, t.d. sá hann lengi um starfs- mannamál og var fulltrúi bankans í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans. Á meðan jafnkeypisviðskipti við Aust- ur-Evrópu voru við lýði var Björn oftast fulltrúi bankans í samninga- nefndum á því sviði og á honum lentu einnig erfið samningamál um fjár- hagskröfur á hendur Nígeríu. Yfirleitt má segja að hafi það oftar komið í Björns hlut en annarra að bregðast við þegar eitthvað óvænt verkefni eða vanda bar að höndum. Að nokkru leyti var þetta eðlilegt vegna stöðu hans í stjórnkerfi bank- ans en stafaði þó ekki síður af lynd- iseinkunn hans sjálfs. Björn var allra manna fúsastur til starfa, áhlaupa- maður að hverju sem hann gekk og taldi þá ekki eftir sér hvorki tíma né erfiði. Hann tók beinlínis fagnandi hverju nýju verkefni sem að höndum bar og lagði sig allan fram um að leysa það af hendi. En svo vildi hann líka gjarnan að aðrir tækju við þegar aftur var komið á sléttari sjó. Þessir eiginleikar Björns, snerpa og ósérplægni, nutu sín til fulls þeg- ar það kom í hans hlut, sem for- manns Rauða kross Íslands, að skipuleggja móttöku flóttafólksins frá Vestmannaeyjum nóttina eftir gosið á Heimaey. Notaði hann þá að- stöðu sína sem starfsmannastjóri Seðlabankans til að taka stóran hluta starfsliðs bankans í þjónustu Rauða krossins. Verður framgöngu hans á þeirri örlagastundu lengi minnst. Við sem best kynntumst Birni í lífi og starfi eigum margar minningar um lífsgleði hans og þrótt, en ekki síður um hlýjan hug og löngun hans til að láta gott af sér leiða. Hann var alinn upp í Laufási við Laufásveg og bar svip þess merka ættfólks síns sem þar hafði búið frá því fyrir alda- mótin 1900. Það var því gleðilegt að hann skuli hafa átt þess kost að búa þar aftur síðustu æviárin. Við Dóra sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur á skilnaðarstund. Jóhannes Nordal. Látinn er í Reykjavík Björn Tryggvason, föðurbróðir minn. Mig langar til að minnast hans svolítið. Ég kynntist Birni frænda fyrst þegar ég kom heim frá Þýskalandi 1961. Um 1970 byrjuðum við að fara saman á skíði, fyrst í Hveradali en svo í Bláfjöll, þegar þar var opnað. Seinna fórum við oft saman á gæsa- skytterí og á rjúpu austur í Holtsdal, nálægt Kirkjubæjarklaustri, en sá staður var Birni einkar hjartfólginn, því þar hafði hann verið í sveit sem strákur. Seðlabankinn keypti land þarna og við tókum nokkra daga í senn í veiðiskap. Það var rétt fyrir jólin í fyrra sem Björn veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við heimsóttum hann á Landakot í sumar og sýndi hann okkur nokkrar léttar armbeygjur. Í haust fótbrotnaði hann og lagðist þá í rúmið. Þá fékk hann einnig lungna- bólgu. Hann bar ekki sitt barr eftir það. Blessuð sé minning hans. Björn Agnarsson. Bank, bank. Sunnudagsmorgunn heima á Sunnubraut í Kópavogi. Ár 1963. Kl. 9, fæstir farnir að rumska. Uppi fótur og fit. Björn frændi enn mættur á gráa ameríska drekanum með krakkana. Eldhress og stóru- ndrandi á því að ekki séu allir komnir á lappir og jafnhressir og hann. Hann og fjölskylda hans voru raunar alltaf miklir aufúsugestir á heimili okkar og Björn í sérlegu uppáhaldi hjá móður minni. Og seinna urðu hann og Björn bróðir góðir veiði- og skíðafélagar. Alltaf hefur og verið gott með Önnu Guð- rúnu og Bjarna Þór eldri börnum hans og okkur systkinum. Björn frændi fór um á þessum ár- um og lengi eftir eins og stormsveip- ur. Botnlaus kraftur og fjör. Eftir- minnilegar eru líka heimsóknir Björns og fjölskyldu í Stóru Gröf í Skagafirði, þar sem ég dvaldist í góðu yfirlæti mörg sumur og Björn vissi af gestrisni þar á bæ og góðri veiði í Héraðsvötnum. Ekki er langt síðan fór að draga af honum og undir það síðasta þekktist hann ekki sem sami maður. Ég hef aldrei skammast mín fyrir ætternið. Og ekki vantaði stórveldi og gæðin í kvenlegginn föðurmegin og ekki voru slorlegar kanónur karl- arnir. Faðir minn framkvæmdastjóri í stærsta fyrirtæki landsins, SÍS, Björn aðstoðarbankastjóri í Seðla- banka, Þórhallur bankastjóri Búnað- arbanka og Klemens Hagstofustjóri. Þegar ég byrjaði að bauka í við- skiptum ráðfærði ég mig stundum við Björn, frænda, ráðagóða, sem alltaf tók mér opnum örmum. Jana fyrri kona hans dó fyrir aldur fram. En Björn fann ástina aftur hjá Dóru eftirlifandi eiginkonu sinni. Þau eiga saman litlu valkyrjuna hana Val- gerði. Dóra reyndist frænda mesta stoð og stytta ekki síst þegar hinn vondi sjúkdómur byrjaði að herja á hann. Björn var annálaður stuðbolti í samkvæmum og átti meðal annars það fræga snilldarnúmer að geta staðið á fætur með glas fullt af vatni á enninu án þess að slettist úr. Björn var mikill félagsmálamaður m.a. lengi formaður Rauða krossins. Og drifkraftur í skíðaklúbbi með Valdimar Örnólfs og fleiri góðum og í ævilöngum spilaklúbbi með traust- um æskuvini sínum Valgarð Briem lögmanni og öðrum skemmtilegum sómamönnum. Ég fékk stundum að hlaupa þar í skarðið af lítilli getu en af þeim mun meiri ánægju. Reikna með að við Laufásingar viljum muna Björn sem glaða storm- sveipinn í fjölskyldunni. Ég bið Dóru, Valgerði, Önnu Guðrúnu og Bjarna Þór og fjölskyldum þeirra Guðs blessunar. Tryggvi Agnarsson. Björn Tryggvason var jafnaldri eldri bróður míns, sem féll ungur frá, og var Bóbó, eins og við kölluðum hann, góður vinur okkar. Umhyggja og vinskapur Bóbós við Bangsa bróður verður seint þökkuð. Ég fæddist á Laufásvegi 42, þriðja húsi frá Laufási, og var mikill umgangur milli okkar strax frá unga aldri. Sumarið 1935 þegar við bræður og Bóbó vorum gestir ömmu minnar í Sölleröd í Danmörku barst frétt af andláti föður Björns, Tryggva Þór- hallssonar. Þetta sumar kenndi Onk- el Niels, síðari maður ömmu minnar, okkur bræðrunum og Bóbó skotfimi með litlum loftriffli. Skaraði Bóbó fram úr í skotfimi eins og í öllum öðr- um íþróttagreinum, m.a. sundi, sem við stunduðum við ströndina í Skods- borg. Í MR var Bóbó einnig í flestu fremstur meðal jafningja. Við hófum síðan laganám í Háskóla Íslands haustið 1944. Fórum við félagarnir úr MR í ferðalög innanlands annað slagið. Síðsumars var farið í réttir, á sveitaböll og skemmtanir víðsvegar um landið. Björn keyrði oftast í þess- um ferðalögum tíu manna yfirbyggð- an Ford-vörubíl, sem við fengum lánaðan, enda mikill reglumaður. Oft bjargaði Bóbó okkur úr ýmsum æv- intýrum, m.a. þegar óvart var tjald- að í Borgarfirði, innan girðingar þar sem naut voru geymd. Var forvitið naut komið af stað með annað tjaldið og staðan tvísýn er syfjaðir stúdent- ar tóku við sér. Mörgum árum síðar fór hópurinn ásamt fleiri vinum að spila bridge yf- ir vetrarmánuðina undir forystu Björns Tryggvasonar. Í dag er Bóbó áttundi meðal látinna spilafélaga, þ.á m. fjórir bekkjarbræður úr MR auk hans. Einn þeirra, Guðjón Guðnason læknir, andaðist með bros á vör úr hjartaslagi við spilaborðið í Laufási (árið 2000), eftir að hafa unn- ið fjögur hjörtu áður en hans eigið hjarta gafst upp. Ég vil votta eiginkonu Björns Tryggvasonar, börnum hans og fjöl- skyldum þeirra alla samúð. Blessuð sé minning góðs vinar. Niels P. Sigurðsson. Ágætur vinur minn og samferða- maður til fjölda ára, Björn Tryggva- son, fv. aðstoðarbankastjóri, er lát- inn eftir erfið veikindi, einkum síðasta misserið. Björn hóf að loknu lagaprófi starfsævi sína í Landsbanka Íslands árið 1951 en fluttist þaðan ásamt hópi starfsmanna þess banka til starfa í Seðlabanka Íslands við stofn- un hans árið 1961. Á þeim vettvangi hófust kynni okkar og efldust brátt til varanlegrar vináttu, sem aldrei bar skugga á. Vináttutengslin voru margvísleg, þó lengst af einkum við samstarfið í bankanum svo og í fé- lagsstörfum á vegum starfsmanna Seðlabankans. Björn var sérlega öt- ull við að koma upp sumarhúsum fyrir starfsmennina, en Holtsdalur á Síðu var honum sérstaklega kær og þar veittist honum ómæld unun við störf og leik. Upp úr 1980 hófum við þátttöku í gönguferðum um óbyggð- ir landsins, sem voru okkur til mik- illar ánægju og upplyftingar eftir átök hversdagsins. Einnig voru farn- ar skíðaferðir í Bláfjöllin og fleiri staði innanlands svo og erlendis, einkum til Alpalandanna. Í þessum ferðum var Björn ávallt mjög virkur og kappsamur iðkandi og á kvöld- vökum naut hann sín vel í góðra vina hópi og var jafnan hrókur alls fagn- aðar. Birni Tryggvasyni voru falin margvísleg störf á vegum Seðla- bankans og á opinberum vettvangi, einkum sem fulltrúi í viðskiptanefnd- um, sem sendar voru m.a. til Nígeríu og austantjaldslandanna. Þá eru þjóðkunn störf hans sem formaður Rauða kross Íslands, þeg- ar eldgosið stóð í Vestmannaeyjum, og naut hann alþjóðavirðingar fyrir framgöngu í fjölþættum hjálpar- og endurreisnarstörfum fyrir þolendur hamfaranna. Björn var röskur mað- ur og ósérhlífinn – hann gaf sig allan í hvert það starf er hann tókst á hendur. Hann vann sinni stofnun af heilindum og var einkar trúr sínum yfirboðurum. Það urðu honum mikil og sár von- brigði við starfslok, að fá þá kveðju yfirvalda, að reyta skyldi skraut- fjaðrirnar af áunnum lífeyrisréttind- um nær fjörutíu ára ævistarfs. Björn var vel að manni og hraust- ur lengst af ævi. Hann var samvisku- samur og ötull fjölskyldufaðir og sinnti börnum sínum af natni og al- úð. Ljóst var að yngsta barnið, Val- gerður, var mikill sólargeisli inn í hans líf og var hann óspar á að dásama hana og vegsama meðan honum entust kraftar. Að leiðarlokum þakka ég og kona mín vináttu og órofa tryggð, sem geymast mun í minningunni. Við sendum Dóru, Önnu Guðrúnu, Bjarna Þór og Valgerði svo og öðr- um aðstandendum hugheilar samúð- arkveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar. Jóhann T. Ingjaldsson. Við fráfall Björns Tryggvasonar hefur stórt skarð verið höggvið í þann hóp nær 60 starfsmanna Seðla- banka Íslands sem fluttist úr Lands- bankanum og hóf störf við stofnun bankans árið 1961. Björn varð þá skrifstofustjóri hins nýja banka og var raunar fyrstu árin allt í öllu, eða eins og hann orðaði það gjarnan sjálfur „jack of all trades“. Hann var einkar vel búinn undir þetta starf og til að taka virkan þátt í að móta starf- semi bankans, lögfræðimenntaður og hafandi um tíma verið varabanka- stjóri fyrir Norðurlönd við Alþjóða- bankann í Washington og viðskipta- fulltrúi við sendiráðið þar. Auk margvíslegra starfa sinna sem skrifstofustjóri og síðan aðstoð- arbankastjóri, hafði Björn á hendi starfsmannastjórn fyrstu tvo ára- tugina. Í því erfiða og oft vanþakk- láta starfi reyndist Björn starfs- mönnum afar velviljaður og átti hann virkan þátt í framgangi ýmissa hagsmunamála starfsmanna. Má þar nefna mennta- og fræðslumál, en hann var einn af frumkvöðlum bankamannaskólans og sat í skóla- nefnd um árabil, auk þess sem hann stuðlaði að námskeiðahaldi innan bankans svo og lengri eða skemmri námsferðum starfsmanna. Einnig má nefna áratuga setu hans í stjórn eftirlaunasjóðs og samninganefnd um kjaramál, að ótöldum orlofshúsa- mál starfsmanna sem hann sýndi sérstakan áhuga alla tíð. Hann stóð lengi fyrir árlegum skógræktarferð- um til að fegra umhverfi húsanna, en í slíkum ferðum og yfirleitt þar sem starfsmenn komu saman til að skemmta sér, var Björn hrókur alls fagnaðar og kórónaði oft samkom- urnar með eftirminnilegu glasaatriði sem enginn gat leikið eftir. Björn var ímynd hreysti og heil- brigði og virtist hafa ótakmarkaða orku og áhuga á öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var góður yfirmaður og átti gott með að hrífa fólk með sér til starfa og góðra verka. Minnast má skjótra viðbragða hans í Vestmannaeyjagosinu, þá for- maður Rauða kross Íslands, þegar hann vakti upp samstarfsmenn sína í bankanum um miðja nótt og bað þá um að koma strax niður í banka til að undirbúa móttöku Eyjamanna, rað- aði þeim síðan niður á skólana í borg- inni þar sem þeir aðstoðuðu við að- hlynningu og fyrstu skráningu flóttafólksins. Björn var góð fyrirmynd starfs- manna og máttum við sem yngri og óreyndari vorum margt af honum læra. Hann var einstaklega ósérhlíf- inn og hugsaði ávallt fyrst og fremst um hag og framgang sinnar stofn- unar. – Fyrsta kynslóð starfsmanna Seðlabankans kveður nú með þakk- læti og söknuði góðan félaga og sam- starfsmann – mannkostamann sem vann þjóðfélaginu vel með fjölbreytt- um störfum sínum. Eiginkonu hans og fjölskyldu allri er vottuð dýpsta samúð. Stefán G. Þórarinsson. Björn Tryggvason, systkinin og Laufásfólkið settu lengi svip á bæinn og vöktu aðdáun margra. Meðal bernskuminninga minna var gamansaga ömmu minnar af því þegar pabbi kom til að segja henni frá þeim gleðitíðindum að bróðir minn væri kominn í heiminn. Er hann bankaði uppá í Tjarnargötu þorði hún ekki að opna. Ófriðlegur múgur var á götunni í áhlaupi á Ráð- herrabústaðinn er húsið var grýtt og rúður brotnar 22. apríl 1931. Börnin ung voru í háska. Þetta fór í kjölfar þess að Tryggvi Þórhallsson for- sætisráðherra rauf þing. Leiddi það til breyttra fjölskylduhaga, elnandi sjúkdóms Tryggva og síðar dauða. Ekki átti fyrir mér að liggja næstu árin að kynnast fjölskyldunni í Lauf- ási. Ég sá þau á förnum vegi og fylgdist með þroska þeirra og frama. Fimm ár skildu okkur Björn að. Einu sinni vorum við bræður í steypiregni í kynnisferð til Laugar- vatns, blautir og hraktir og biðum eftir rútu. Þá ók glæsikerra í hlað. Út steig hópur stæltra menntaskóla- stráka, Geir, Björn, Einar og Thor, og báru sig vel. Þetta væri gleymt ef ekki hefði verið fyrir þá sök að þegar þeir fóru virtist eitthvað hafa gleymst. Geir bakkaði með slíkum hraða eftir veginum að mig sundlar við minninguna. Í stríðslok flutti Agnar Klemens, frændi Björns, frá Ameríku og stofn- aði fjölskyldu í Klemmukassanum, húsinu við hliðina á okkur í Tjarn- argötunni. Þá gerði Laufásfólkið sér á ný tíðförult þangað, án þess að ég kynntist þeim náið. Þó fór svo að á næstu fjörutíu árunum kynntist ég þeim einu af öðru og naut hverrar stundar. Þau báru uppeldisstarfi Önnu Klemensdóttur fagurt vitni; stórbrotið fólk með skýru ættarmóti. Árin líða. Björn gengur í hjóna- band, kemst til vaxandi trúnaðar- starfa; getur sér gott orð. Er þau Jana koma heim frá Ameríku 1958 stendur heima að einkavinur okkar hjóna, Agnar Biering, hefur gengið að eiga ágæta konu úr Hafnarfirði, Sigríði Magnúsdóttur sem var bæði tengd og vensluð Jönu. Nýr kafli hófst og brátt leituðum við um skeið í sama farveg. Björn og Jana voru menningarfólk, skemmtileg, mikil á velli og áttu ósmáan frændgarð. Smám saman aukast kynnin og í ljós kemur að við Björn eigum fleira sameiginlegt en hér hefur verið rak- ið. Áar okkar í marga ættliði voru margir tengdir vináttu og samstarfs- böndum. Við vorum að sumu leyti mótaðir af því að feður okkar beggja féllu sviplega frá 1935 meðan við vor- um enn barnungir. Við vorum báðir aldir upp af atkvæðamiklum mæðr- um og venslafólki. Við áttum marga sameiginlega vini. Vinarþelið eykst. Þar kom að tókst með þolinmæði og lempni að fá Björn til sjálfboðinnar þjónustu í Rauða krossinum. Þetta var fram- andi starf því sem hann hafði áður stundað. Að góðu haldi kom að hann var félagsvanur og ósérdrægur. Hann tók fyrst að sér minni verkefni og síðan stjórnarsetu. Þar kom að hann var kallaður til forystu í sam- tökunum, lokkaður með því fororði að starfið væri hvorki erfitt né tíma- frekt. En sagan er ekki fyrirsjáanleg. Lítil og vanmáttug samtök gerðust ábyrðarrík. Að sumu leyti vegna þróunar veraldarinnar, stórviðburða og sjálfstrausts dugandi mannafla. Björn stóð við stýrið og kvaddi fjölda til þátttöku. Hann hlaut almenna að- dáun og aflaði sér víða vina. Samstarfið við Björn var skemmtilegt og átakamikið í senn. Hann var hamhleypa til starfa og ætlaðist til hins sama af öðrum. Hann hafði góða kennd fyrir verka- skiptingu og hagkvæmum vinnu- brögðum. Hjartað sló ávallt undir, var sagt um föður hans genginn. Þessi reynsluár reyndu á Björn, en ekki síður á fjölskyldu hans, Kristjönu Bjarnadóttur og börn þeirra Önnu Guðrúnu og Bjarna. Þau voru gestrisin og lögðu sig þar fram í þágu Rauða krossins. En vinátta okkar Björns hélst óbreytt þótt samstarfið breyttist. Ég kynntist nýrri hlið á honum sem var íþróttamaður og náttúruunnandi. Að ganga með honum til fugla og stang- veiða austur í Skaftafellssýslu var ævintýralegt. Þar var nýr Björn sem naut sín þar sem hann hafði ungur verið í sveit. Hann var þar hvarvetna vel látinn og elskaður af fornvinum sínum. Skyndilega breyttust fjölskyldu- hagir Björns er Jana féll frá. Svo skein sólin á ný í lífi hans er hann SJÁ SÍÐU 32 Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.