Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 12
WAGNER dvaldist um skeið
í Berlín os bjó allan tímann
á Hotel Bellevue á Potsdamer
Platz. Dag nokkurn var hann
á gönguferð um hverfið í ná-
grenninu. Frá hliðárgötu
heyrði hann spil í lírukassa,
sem spilaði valsinn hans úr
„Lohengrin“. Hann stanzaði
og hlustaði á lagið sitt t:l
enda. Því næst gekk hann í
áttina að lírukassanum til
þess að kvarta yfir hraðanum
á laginu. Betlarinn hafði spil-
að það allt of hratt.
— Getið þér ekki sýnt mér.
hvernig á að leika lagið?
spurði betlarinn.
— Jú, ég er höfundur verks
ins og ætti þess vegna að
vita, hve>-nig á að leika það,
svaraði WagnA- og byrjaði að
snóa kassagarminum.
Betlarinn fvlgdist með af
gthvgli og lofaði hátíðlega að
l°ika lamð hér eftir með rétt-
up hraða.
Þepar Wawner var að ganga
um sömu slóðir nokkrum dög-
um síðar. heyrði hann aftur
valsmn s'nn frá lírukassan-
um. Hann fór sömu leið og
ætlaði að heilsa upp á sinn
gamla v>n, en hið fyrsta, sem
liann rak auffun í. var skilti,
sem hafði verið fest utan á
lírukassanum og hljóðaði svo:
NEMANDI RICHARD WA-
GNER!
• •
CHOPINTÖNLEIKAR hafa
verið haldnir um allan heim
að undanförnu í tilefni af 150
ára fæðmgarafmæli hans.
Hér er lítil saga af Chopin:
Hann var eitt sinn í kvöld-
verðarboði, og varla var mál-
tíðin á enda, þegar frúin bað
hann að leika svolítið á píanó-
ið. Hann hataði þetta eilífa
suð fólks um að spila, hvar
sem hann kom. Þess vegna
lék hann aðeins örstutta
etýðu.
— Hvers vegna svona lítið?
spurði frúin elskulega.
— Kæra frú, svaraði Chop-
in í sama elskulega tóninum.
— Ég hef borðað svo lítið hjá
yður!
ÞEGAR Marilyn Monroe kom
til Englands 1956, urðu brezk-
ir blaðamenn yfir sig hrifnir
af henni, að minnsta kosti all-
ir karlmennirnir í stéttinni.
Ein blaðakona við News
Chronicle var hins vegar á
annarri skoðun. Hún kallaði
hana „feita frú“ og hélt á-
fram: „Hún virðist vekja at-
hygli fyrir það að vera of
feitlagin á vissum stöðum.
Margar aðrar konur eru það
líka, en þær reyna þara að
^kýla því. Það gerir Marilyn
Monroe hins vegar ekki“.
Þegar Marilyn Monroe var
að bví spurð, hvað henni
fyndist um umæli blaðakon-
unnar. svaraði hún:
— Kona, sem hugsar um að
geðjast öðrum konum, þegar
hún klæðir sig, sóar bara tíma
sínum!
• •
í NÆSTUM heilan mannsald-
ur var Clark Gable hetja og
dýrlingur allra ungra stúlkna.
Þær féllu í yfirlið, ef þær sáu
hann og þar fram eftir göt-
unum. Hann var ímynd hins
fullkomna elskhuga, sem þær
allar þráðu.
Það kom þess vegna eins
og reiðarslag yfir alla aðdá-
endur hans, unga og gamla,
þegar hann fvrir nokkrum
árum síðan skýrði frá eftir-
farandi í blaðav'ðtali:
— Það gekk allt á afturfót-
unum hjá mér, þegar ég átti
að leika fyrsta elskhugahlut-
verkið mitt. Leikstjórinn
heimtaði, að ég væri gráðug-
ur á svipinn og ég gerði mitt
bezta, en allt koma fyrir ekki.
Loks hugkvæmdist mér að í-
mynda mér í hvert skipti, sem
ég horfði á stúlkuna, sem ég
átti að elska í myndinni, að
hún væri orðin að risastóru,
meiru og nýsteiktu buffi (bað
er eftirlætisrétturinn minn).
Nú gekk allt eins og í sögu
og leikstjórinn var himinlif-
andi. Síðan hef ég alltaf not-
að þessa aðferð í öllum elsk-
hugahlutverkum mínum!
• •
ÞÝZKA Ijóðskáldið Heine
gekk dag nokkurn á götu í
París ásamt starfsbróður sín-
um, franska rithöfundinum'
Honoré de Balzac. Framhjá
þeim gekk fín dama og strax-
og hún var komin framhjá,
hrópaði Balzac:
O, sástu hana? Hvílíkur
limaburður! Hvílíkt göngu-
lag! Svona nokkuð er ekkí
hægt að læra, — þetta er með
fætt. Ég þori að veðja við þig,
að hún er hertogaynja.
— Hertogaynja? svaraðí
Heine tortrygginn. — Ég hélt
að hún væri léttúðardrós.
Þeir veðjuðu og rannsök-
uðu málið. Þeir höfðu báðir á
réttu að standa!
*
/
A
HNOTT
H£í T-
OR
FUOL
ÖLOMA
8ÓÐ
*
*AMÖ
SPARA6
*
ORSAkA
BDR&
fíOOOA-
lEOI
*
AGO0-
ANN
SK ST
ftEVNA
v/eino
ULF
■
ou o
ftöQ
rjoft-
LAUS
AO
k
MÓTI
PA‘R
Æ
Krossgáta
númer 10
FJÖLMARGAR ráðningar
bárust við krossgátu númer
sjö. — Verðlaunin hlýtur að
þessu sinni:
Björn Arason
Hafnarstræti 92
Akureyri.
Hér birtist verðlaunakross-
gáta númer tíu. Eins. og áður
eru veitt ein værðlaun, hundr-
að krónur. Frestur til að skila
lausnum er tvær.vikur.' Laush
ir sendist í lokuðu umslagi og
utanáskriftin er:
Sunnudagsblaðið,
Hverfisgötu 8—10,
Reykjavík.
Lausn á krossgátu númer 7:
H V 1 L 0 • A •
• • • • • • • 0 R A • 'A ft A
• • • • • • A F • S P ft £ K
• • • • • • S U * • • ft|/ ft
• H • • • Ö • • • L £ / ö I
• o p • H l ý fi 1 • V S A N
• P Á L L • 6 ö T • M U N U
£ P L 1 Ij • • M « 0 U L L M
• • M • '0 F R I -0 A L £ &
• • 1 • M R • • • u • A & A
• • V A S 'A Þ J ó F U R • L
SUNNUDAGSBLAÐIÐ.
Fylgirit Alþýðublaðsins.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal.
Prentun: Prentsmiðja
Alþýðublaðsins.
ðL2 Sunnudagsblaðið