Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Page 3
ÞEGAE prestssetrið á Borley brann, sendi
bandaríska stórblaðið Life einn af ljósmynd-
urum sínum, David E. Shermann, yfir til Eng-
lands til þess að taka myndir, ef hæ-gt væri, af
hinum frægu rústum. ,Áralngun:nn varð ein-
hverjar ævintýralegustu myndir, sem nokkru
sinni hafa verið teknar. Meðan hinn frægi ljós-
myndarj leyndist í kolsvörtum rústunum, þaut
stór steinn beint í loft upp, eins og sjá rná af
myndunum hér að neð'an. Myndin til hægri er
stækkað brot úr m.ynd o-g sýnir hinn fljúgandi
stein í myrkrj dyragættinni.
DIMMT febrúarkvöld um níu
leytið árið 1939 var hrópað
„Eldur“ í litla þorpinu Bor-
ley, fimm kílómetra frá Sud-
bury í Suffolk í Englandi.
Þorpsbúar sáu logana frá
hinni alræmdu byggingu, þar
sem meira en heila öld höfðu
gerzt atburðir, sem voru ofar
mannlegum skilningi. Ef til
vill létti íbúunum við að sjá
þessa voldugu hálfgotnesku
byggingu með turnum og
draugum standa í ljósum log-
um. En jafnvel logarnir megn-
uðu ekki ag koma fyrir katt-
arnef hvorki myrtum nunn-
um, sem ganga aftur, né hin-
um fjörugu vofum, sem í
mörg ár herjuðu þetta hús.
Það er stöðugt reimt í prests
setrinu Borley og vísindin
standa ráðþrota gagnvart
þessu furðulega fyrirbæri.
Þar að auki höfðu hinir ár-
vöku miðlar andanna, sem
stjórnað var af brezka sálar-
rannsóknarfélaginu, séð þenn
an eldsvoða fyrir. Árið áður
hafði sá boðskapur komið í
andaborð, að saga Borleys
væri öll og bláklædd kona á-
samt leiðsögumanni mundi
birtast í hinu gamla húsi.
Þáverandi eigandi þess,
Gregson, stóð í anddyrinu og
var að sýsla við bækur og
skjöl, þegar lampi, sem stóð
skammt frá, valt skyndilega
um koll. Steinolían flaut yfir
skjölin og bækurnar og Greg-
son varð að flýja. Á örstuttri
stundu var húsið umlukt
sindrandi eldtungum, og þeir,
sem fyrstir komu að, segjast
hafa séð tvær dularfullar ver-
ur hverfa í garðinn.
Hvað var það, sem olli þess-
um skrípaleik í hinu skugga-
lega húsi, sem byggt var 1863
á rústum gamals klausturs, og
sem í mörg ár var bústaður
mikilsvirtra andans manna,
sem þjónuðu litlu Borley-
kirkjunni, þar sem aðalsfjöl-
skyldan Waldegrave átti í-
burðarmikla hvelfingu með
ríkulega útskornum líkkist-
um?
Það hafa verið skrifaðar
margar og þykkar bækur um
Borley og frægir miðlar hvar-
vetna að úr heiminum heim-
sótt húsið til þess að revna
að varpa ljósi á þetta dular-
fulla mál. Það eru til háir
pappírshlaðar í skjalasöfnum,
og hraðritaðar frásagnir af
samtölum við andana í Bor-
ley. Augu alheimsins hafa
beinzt að þessari byggingu,
en enn hefur ekkert gerzt,
sem afhjúpar hinar athafna-
sömu vofur. Borley er ein
stærsta og dularfyllsta gáta
okkar tíma á þessu sviði.
Og sagan um Borley hefur
að geyma auk venjulegra lýs-
inga af atvikum, þar sem að-
dráttarafl jarðar er yfirunnið,
frásögnina um hina nítján ára
gömlu nunnu, Mary Laire,
sem árið 1667, samkvæmt eig-
in lýsingum gegnum miðla og
andaborð,var myrt af elskhuga
sínum, grimmum Waldgrave,
sem hafði numið hana á brott
úr klaustri í Le Havre. Þessi
nunna og tryggur fylginautur
hennar — lítill api — leikur
aðalhlutverkið í Borley mál-
inu. í gamla daga gátu menn
séð hana eigra eirðarlaust
alltaf sömu leið við múrinn,
sem er umhverfis húsið. Hún
gekk frá nokkrum furutrjám
bak við húsið og niður að lít-
illi á, sem lá þvert fyrir garð-
inn. En sumir íbúanna, meðal
annars gamall og hraustur
prestur að nafni Bull, sáu
nunnuna einnig við glugga
hússins. Bull varð meira að
segja að láta múra fyrir glugg
ann á borðstofunni, því að
stundum stillti nunnan sér
upp fyrir utan hann og horfði
á, meðan fjölskyldan sat að
snæðingi.
Hið eirðarlausa eigr nunn-
unnar lagðist niður, en í stað-
inn komu orðsendingar, sem
hún sendi íbúunum, einkan-
lega konunum. Það skildist af
þessum orðsendingum, að hún
var mjög ung og mjög óham-
ingjusöm þegar hún lézt hin-
um óhugnanlega dauðdaga.
Hún skrifaði með spegilskrift
á móðu og sömuleiðis skildi
hún eftir sig litla bréfmiða og
miðunum var svarað af prests
fiúnum. Kona nokkur að
nafni Glanville, sem var bú-
sett í Borley um tíma, átti
langt eintal við nunnuna gegn
um hina svokölluðu „plan-
cette“aðferð. Plancette er sam
kvæmt leksikonum þunn þrí-
hyrnd plata, sem hv.ílir &
grannri undirbyggingu. En
Glanville komst einnig í sam-
band við nunnuna með því að
falla í trans. Af þessum sam-
tölum er vitað, að nunnan var
myrt 17. maí 1667, og að síð-
asta orðið sem leið fram af
munni hennar var ,,vatn“.
Aðrar heimildir skýra hins
vegar svo frá, að hún hafi ver-
ið kyrkt og þá fær þessi skýr-
ing ekki staðizt. Kannski er
skýringin sú, að hinn ungi
Waldegrave hafi kastað henni
í ána. Hún var í fylgd með
apa og þessi api á að hafa
varið hana fyrir „elskhugan-
um“. Seinna hafa menn fund-
ið dálítið neðar í garðinum
beinagrind af apa. Samtalið
var annars á bessa leið:
Hver er Mary?
Mary
Mary Laire, 19 ára,
19 ára,
19 ára, þegar hún lézt.
Hvar liggur þú grafin?
Við enda múrsins.
Hvað viltu, að við gerum?
T.átið ljós loga við altarið.
Hvers vegna?
Eg er svo óhamingjusöm.
Nunnan frá Borlev á að hafa
verið mjög sorgmædd á svip.
Þeir, sem voguðu sér í áttina
til hennar eins og til dæmis
landbúnaðarverkamaðurinn
Cartwright, hafa sagt svo frá,
að hún hafi runnið saman við
múrinn og trén og horfið.
Annars hafa hinir ýmsu and-
ar og vofur í Borley oft. gert
vart við sig með undarlegum
hætti. Ein af prestfrúnum, frú
Foyster, fékk eitt sinn hnefa-
högg frá vofu beint í andlitið
og gekk í marga daga með
glóðaraugu. Sápustykki, pipar
og salt-baukar og vínflöskur
þutu um loftið. Á ákveðnum
tímum hevrðust undarlegar
klukknahringingar. Stólar og
borð voru flutt til. Það fund-
ust ókennileg fótspor og und-
arlegir dynkir hevrðust. Mynd
ir á veggium skekktust í tíma
og ótíma, viðarbútum úr kam-
ínukassanum var þeytt um
stofuna. blekbyttum var velt
um koll, Ijós slokknuðu, hurð-
um var læst án lykla og svo
mætti lengi telja. Stundum
heyrðist úr garðinum hófadyn
ur og vagnaskrölt. Sumir
draugfróðir menn tala um
tvær gerðir drauga, góða °g
vonda drauga. Þegar hinir
vondu hafa grasserað og sett
allt á annan endann. bá koma
hinir góðu til skjalanna og
reyna að færa hlutina í samt
lag aftur ellegar bæta fyrir
unninn skaða.
Þannig bar það við, að áð-
Framh. á bls. 9.
„SKRIFTIN á veggnum“.
Blýantsskrifaðar upplýsingar
í „Bláa herberginu“ í prest-
setrinu í Borley. Eru þetta
bænir frá hinni myrtu
nunnu? Það má greina orðin
„prayers“ (bænir) og „get
light“ (sækið ljós).
Margar og þykkar bækur hafa verið
skrifaðar um hina dularfullu atburði
í Borley, en gátan er enn í dag óráðin
Sunnudagsblaðið 3