Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Side 9

Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Side 9
rjóðiið og ég sá skugga þeirra bak við galdramann- inn mikla. 'Særingamenriina athugaði ég gaurngæfilega og einkum Sherap, er sat við hægri hlið mína. Óskiljanlega sítt hárið var eins og saman- hringuð slanga á höfði hans. En Yama hafði orðið við kalli okkar og eins ofsalega og nú- kwarrfir, hc*f ég vípp rödd mína eins dji'ipt og ég gat! — Yamataka! Yamataka! Yamataka! Hvítglóandi og stingandi augu var hið fyrsta sem ég sá. Úr venjulegri mannhæð blíndu þau á okkur og skutu gneistum af mannvonzku og hatri. Umhverfis augun sveif annarleg þokuslæða, sem í bylgjum tók á sig ákveðna' mynd. þar til þau sprungu út eins og blóm og urðu að hinum 24 höndum Yama. — Flver þeirra var tæki ti] ein- hvers kvalræðis. Þá fór fyrsta höfuðið að myndast utan um augun og svo hvert á fætur öðru, bar til þau voru orðin níu og öll voru þau böðuð bláhvítum bjarma, sem sí og æ titraði og blakti. Þarnæst komu axl- irnar í Ijós og á báðum hengu kippur af höfuðkúpúm og slógust saman við hreyf- ingu óvinarins með miklum hávaða. Mig hryllti við og ég leit undan. Þegar ég leit þangað aftur, bjóst ég við, að Yama væri horfinn, en þarna var hann enn og einblíndi á mig. Nú sáust varirnar einnig. — Þær voru þykkar og græðg- islegar og vígtennur stóðu út á milli þeirra, tennur, sem voru stærri en í nokkru rán- dýri. Og Yama var aðeins sá fyrsti. Hann var sá, sem mestum erfiðleikum var bund ið að særa, en á eftir honum komu fram aðrir minniháttar árar. Eg þekkti ára lostans, Nguh Nukh hafði Sherap kallað hann. Höggorms- rnyndaður líkami hans iðaði í skinninu og engdist sundur og saman eins og lostafull mannvera haldin brennandi fýsn. Dans hans gerir ástina ruddalega og lága Þá birtist ári hungursins rn'-ð hold- lausa lirni og b”””+ op skorp- ið skinn, og svo ári réiðinnar með þjáningarf”11a andlits- drætti og liða1 ■ '1 a’ausan lík- ama, sem Jh eyfðist með krampakenndum viðbrögð- um, Margir fleiri árar birtust en að síðustu virtust ógnir og skelfingar liggja í loftinu og það var verst af öllu. Yama hóf djöfladansinn. Við hverja smáhrevfingu var glamrið í kipnunum eins og nístandi hæð m gagnvart evmdinni og n- Ynni í mar.n legu samféla; ”<? fann and- blæ dauðans fúra um mig. Hvað gerðist, ef særinga- mennirnir misst.u ráðin yfir þessum árum, "om beir höfðu sjálfir manað fram? Sú eina hugsun nægði tii þess, að ég svitnaði af angist, því að Yama og allur hers skari var eins verulegur ‘Snd minni og ég sjálfur. Eg þóttist þess fullviss, að allt landið myndi fyrirfarast, ef hann fengi. að leika lausum hala. Þá fann ég, að sams konar ótti hafði gripið' særinga- mennina. Árarnir reyndu að losa sig við hin ósýnilé'gu bönd, og særingamennirnir beittu allri orku gegn þeim. Og ég, þótt ég héldi, að þetta væri annað hvort dáleiðsla eða sjálfsefjun, fann, að ég lagði allan minn viljastvrk til þess að yfirbuga djöfla- skarann. Eg var nærri farinn að slá til þeirra til bess að hrekja þá út í myrkrið, þegar mér varð ljóst, að ekkert dugði nema máttur sálafinn- ar gegn Yama og her hans. Hverju sem ég hafði á'ður neitað eða trúað, var ég nú meðal núkhwa, sem barðist við djöfla. En myndum við bera sigur úr býtum eða myrkravöldin? Eg beið eftir svarinu heila eilífð og bað kom eins og gleðibylgia yfir mig. Yama var að hverfa hægt og hægt og að lokum var hann alveg horfinn. Einnig hurfu allir fylgifiskar hans. Við vovum eftir, hópur særinga- manna, framan við stóran stein, sem Drukh Shim sat á. Og ég varð þess vísari, að ef við hefðum verið einum manni fáliðaðri, mundi Yama hafa borið sieur af hólmi. Eg leit ekki til hinna. Mig hrvllti enn við bví. sem ég bafði orðið siónarvottur að. Eg sat kyrr eins og bergnum- inn. bar til síðasti særinga- maðurinn var horfinn út í binn heilaga skóg. Það dimmdi og dimmdi og loks vorum við Sherap einir eft- ir. — Og hverju trúir þú nú, spurði hann. — Eg veit ekki, svaraði ég. Eg á við, að ég sá Yarna og ára hans og ennþá er ég viss um, ag ég sá þá og þeir litu út eins og þú hafðir lýst þeim. En hverju ég trúi á morgun og hver skoðun mín verður eftir nokkra klukkutíma, hef ég ekki hugmynd um. Aldrei get ég gleymt þess- um verum, sem ág sá fá sýni- iega mynd í hinum heilaga skógi Haja Combas. Enn í dag fvlgir minningin mér, hvert sem ég reika. Ég trúi ekki á yfirnáttúrlega hluti, — en ég sá bá þó, meðan ég sat í töfra- hring særingamanna. Það gerðist eitthvað í rökkrinu undir tíbetsku trjákrónunum, eitthvað óskiljanlegt og enn þá er það sama gátan. Málmeyjar- kortan Framh. af bls. 5. hitt herbergið er, og með henni séu allmiklar gættir, einkum að neðanverðu, sem Hálfdan hefur ekki við gert. Héldu þeir prestur og bóndi svo aftur hina sömu leið og komu að Felii urii fótaferðar- tíma. Stigu þeir af baki norð- an undir kirkjugarði, og spretti prestur reiðtygjum af Grána og sleppti honum. Svo er sagt, að í Málmey hafi engri konu orðið meint síðan, enda hefur engin þeirra árætt að vera þar lengur en tuttugu ár. „Heilan fimmeyring? Viilduð þér bíða augnablik, meðan ég fer í næsta banka og fæ skipt, svo að þér getið fengið til baka.“ Nunnan Framli. af bls. 3. urnefnd frú Foyster fann eitt sinn á eldhúsborði sínu 24 eggjabikara af mjög gamalli gerð, Annað sinn lá í forstof- unni hlaði af gömlum sálma- bókum, og voru þær vel þegn- ar, þar sem sálmabækur voru af skornum skammti í kirkj- unni. Einnig hafa utanaðkom- andi menn, sem hafa dvalizt á prestssetrinu til þess að freista þess að leysa gátuna, orðið varir við þetta. Þannig fann formaður sálarrannsókn- arfélagsins, Price, sem er sér- fræðingur í Borleymálinu, dag nokkurn á gólfinu ein- baug með ártalinu 1864 greyptu í. Þennan einbaug hafa aðrir einnig rannsakað. Frú Foyster fann eitt sinn í horni nokkur gömul klæði frá tízkunni í kringum 1870, — bláan frakka, forugan og myglaðan, — en seinna hvarf hann aftur. Þennan frakka þykjast menn síðar hafa séð á dularfullri veru, sem eigrar eirðarlaust um rústirnar. Annað undarlegt fyrirbrjgði í Borley eru hinar tíðu breyt- ingar hitastigsins. Þetta er mjög rakt og gamalt hús, en sendinefnd sérfræðinga frá Cambridge, sem hefur skrifað skýrslu um húsið, hefur mælt þessar tíðu hitabreytingar. Það getur verið 11 gráðu hita stigsmunur í ákveðnum her- bergjum í Borley. Þetta er fyrirbrigði, sem ekki er vitað um annars staðar 1 heiminum. Einnig gjósa skvndilega upp ókennilegar lyktir og hverfa síðan aftur. Og á sama hátt og til eru góðar vofur og slæmar, þá er einnig um ým- ist góða eða slæma lykt að í’æða. Skvndilega emkannski yndislegur ávaxtailmur um allt húsið, en daginn eftir er kominn andstyggilegur mykjuþefur. Sérfræðingar hafa rannsakað þetta, en ekki getað gefið neina skýringu á fyrirbrigðinu. En þetta er ekki allt Heyrzt hafa dularfullar raddir hrópa í mvrkrinu. Eins og til dæmis angistaróp eins og þetta: „Gerðu það ekki, Carlos“, sennilega frá hinni óham- ingjusömu nunnu. Nunnan heyrist líka tala við persónu að nafni „Faðir Enoch“ og álitið er, að þessi „Faðir En- och“ sé rómversk-kaþóiskur prestur, sem hafi neitað að gefa henni hið heilaga sakra- menti, af bví að hún lifði í syrd með Waldegrave. í augum Bulls prests og fiölskvldu hans var nunnan að sjáifsögðu furðulegt fyrir- bæri, en þau voru farin að verijast henni, litu á hana sem siálfsagðan hlut og iið í hbui bversdagslega lífi. 'Við höfum áður hevrt um glugg- ar>n. sem múrsð var yfir, en þr>ð var að mestu léyti gert 'til þess að börnin yrðu ekki h'ædd. Siáifur hafði prestur- inn lúmskt gaman af þessu yfirnáttúrlega umhverfi og í Borley lét útbúa sér lystihús með út- sýni úr öllum hliðum $1 múrsins, þar sem nunnan var á vappi um hábjartan dag. Það er sannarlega spaugilegt og þeirra tíma tákn að hugsa sér hinn háæruverðuga and- ans mann sitja í lystihúsi.sínu ásamt vinum sínum, revkja pípu og drekka te í ró og næði, meðan nunnan gekk með sorgarsvip frá furutrján- um að ánni Þetta er eins og viktorianskt málverk og gæti verið eftir einhvern af mál- urum þeirra tíma, til dæmis Böcklin eða Gustav Doré. Menn hefðu getað sparað sér mikið ómak, ef unnt hefði verið að taka ljósmynd af nunnunni sem óyggjandi sönn unargagn. En það er engini mvnd til af henni frá hennar „góða tíma“, og nú er hún grafin í vígðri mold. Greftrun hennar eða öllu heldur kjálkabeins, sem talið var úr henni og hluta úr höf- uðkúpu, sem fannst í kjallara í Borley, átti sér stað í Liston- kirkiugarðlnum 29. maí 1945 í viðurvist m. a. Harry Price, sem áður er nefndur. Greftr- unin var gerð samkvæmt róm versk-kaþólskum sið af hin- um háæruverðuga presti A. C. Henning, og ósk nunnunn- ar þannig uppfýjlt. Á legstein hennar gátu menn með góðri samvizku sett áletrunina RE- QUIES'CAT IN PACE (Hvíl þú í friði). En hinar órólegu sálirnar í Borley hafa enn ekki fundið frið. Alltaf Öðru hvoru birt- ast í dagblöðum nýiar fregn- ir af hinum fræga stað. Meira en- hundrað vitni hafa ná- kvæmlega rannsakað hvern krók og kima í rústunum og stöðugt gerast atvik, sem eru ofar mannlegum skilningi. Þegar bandaríska stórblað- ið LIFE sendi einn af .Ijós- mvndurum sínum, David E. Shermann. til Borley, festi hann með linsu sinni á liós- næma plötu einhverja undar- legustu mvnd. sem sögur fara af. Eitt af hinum óskilj- anlegu aðdráttaraflsfvrirbrisð um gerðist, meðan hinn frægi liósmvndari lá í levni í sót- svörtum rústunum. Stór múr- steinn flaug marga metra í loft imp. Gátan er sem sagt enn ó- leyst. Vísindum nútímans hef ur ekki ,enn, þrátt fyrir ít.rek- aðar tilraunir, tekizt að varpa ljósi á hina dularfullu at- burði. sem hafa gerzt og ger- ast á prestssetrinu í Borley. Fylgirit Alþýðublaðsins. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Prentun: Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sunnudagsblaðið 9

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.