Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 8
Loddaklettur frh. Frh. af bls. 4. burSi þeim, er nú skal greina. Einhverju sinni endur fyrir löngu, stóð smali yfir fó sinu í Hvamminum, þá vissi hann eigi fyrr til en bjarndýr sótti að honum. Smalinn barg sér með naumindum und- an dýrinu, upp á klettinn og lá þar, unz bangsa tók að leiðast biðin og snéri frá. Þegar smalinn sá sér færi á, þá renndi hann sér niður á jafnsléttu og tók til fót- anna heimleiðis. Björninn varð þó bráðlega yar við flótta hans og rann á eftir honum sem ákaflegast, enda dró skjótt saman með J>eim. í>á kastaði smalinn af sér burunni til þess að létta slg á hlaupunum, en björninn tafðist um stund við að snudda yfir hennL | Von bráðar tók bersi þó að elta smal- ann á ný, þar sem honum þótti lítill veiö- ur í úlpunni, en þá fleygði flóttamaður- inn af sér annarri flík. Þannig gekk þetta alla leið heim til bæjar. Smalinn henti af sér einu fatinu eftir öðru, en í hvert skipti tafðist bjöminn um hríð við að snudda í fötin, sem hinn lagði af sér, þar til smalamað- ur að lokum slapp úr hindarhljóði, fá- klæddur mjög. Nú er Loddaklettur miklu lægri en fyrr, og nálega hulinn af skriðuföllum. ÞRENGSLAVATN | Innarlega í Lónafirði er lón nefnt Sóp- Jandi, en samnefnt dalverpi gengur upp frá jfevi austan í fjöllin. Austur úr dalverpinu higgur þröngt skarð, sem farið er um faustur til Barðsvíkur á Ströndum, og kall- |ast þar Þrengsli. Þar er vatn á fjallinu, ;8em heitir Þrengslavatn og býr náttúru- íatelnsmóðirin í því, að því er munnmæli iberma. Eins og kunnugt er af slíkum sögn- |um annars staðar frá á landinu, þá var ÍÞað trú fólks, að náttúrusteinsmóðirin ikæmi upp úr vatninu hverja Jónsmessu- nótt til þess að hrista af sér hina göfugu steina. Einn þeirra var óskasteinninn, sem flestir höfðu mesta ágimd á, en svo vom ýmsir fleiri, er ekki vom til að foramá, svo sem t. d. hulinshjálmssteinninn og lausnarsteinninn. Engum hafa þó orðið not af steinum frá Þrengslavatni, svo kunn- ugt sé, en munnmæli ganga um tvo menn, er þangað bjuggu ferð sína endur fyrir löngu í þeim tilgangi að afla sér hinna máttugu steina. Þeir komu að vísu aftur með heila limi, en firrtir viti, svo að aldr- ei vitnaðist hvað fyrir þá hafði komið. ÍUALTARI Staðarheiði í Grannavík liggur á milli ' bæjanna Kollsár og Staðar. Leiðin liggur rum eins konar dal, opinn til beggjá enda, i eða langt skarð á milli fjalla. Þar er sjáv- .armegin fjallshryggur, sem einu nafni ^Þeitir Staðarhlíð. Yzt á hlíðinni em hamranafir miklar, I kallaðar Maríuhorn, sem er alþekkt fiski- : mið í ytri hluta Djúpsins. I klettum í Maríuhoms er láréttur hamrastallur, sem PA NTAGIL j , Undir Staðarhlíð í Jökulfjörðum, norð- miðum, enda stundaðir þaðan vor- og án megin, eru svo nefndar Staðareyrar. haustróðrar fram undir lok 19. aldar eða Eyramar era gömul verstöð Jökulfirð- lengur. Skammt fyrir utan Eyrarnar er inga. Þar var fyrrum þéttfiski á nálægum gljúfragil mikið, sem heitir Pantagil. — 8 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ t ■ ’VM-.íW! - -íi»- ?: ri-U' nú á tímum er nefndur Maríualtari. — Munnmæli herma, að á fyrstu öldum byggðarinnar, meðan heiðni ríkti í land- inu, hafi Asatrúarmenn haft helgi á fjall- inu, en þó einkum á stalli þessum, þar sem helgiathafnir fóru fram, jafnvel mann- blót. Eftir trúskiptin var stallurinn vígð- ur að kristnum sið, hlaut þá nafn guðs- móður og svo fjallið. A Stað í Grannavík er Maríukirkja. Munnmælin segja, að gilið dragi nafn sitt af Pantaleon presti Ölafssyni, sem hélt Stað í Grunnavík um miðbik 16. aldar, Munnmælasagnir herma, að Pantaleon prestur hafi verið rammgöldróttur, en skjallega mun ekki mikið um hann vitað utan það, að hann var einn þeirra presta, sem lentu í átökum siðaskiptanna hér á landi. Hann tók því þátt í biskupskjöri Sigvarðar ábóta árið 1548 er kaþólskir klerkar Skálholtsstiftis kusu eftirmann Gissurar biskups Einarssonar. Prestur stundaði sjóróðra frá Staðareyrum, en til þess að stytta sér leið heim úr verinu, þá fór hann venjulega upp áður nefnt gljúfragil, með hest sinn í taumi, segir sagan. Gljúfrin eru raunverulega hin mestu hengiflug, og hverri skepnu ófær öðrum en fuglinum fljúgandL Fleiri sagnír í næsta blaði. Ertu litblindur? Frh. af bls. 7. og dökkrauðum. Aðstoðarmaðurinn velur síðan grænan ullarbút og biður þig að taka úr bútahrúgunni á borðinu þá búta, sem hafa samskonar eða svipaðan lit. Ef þú hefur eðlilegt litarskyn, stenztu prófið með ágætum, — þér gengur grelð- lega að velja réttu litina. En ef þú ert litblindur, geturðu illa eða ekki greint grænt frá gráu, brúnu og öðrum skollit- um. Tilraunin 'endar með því, að þér er fenginn í hendur skærrauður ullarbútur og þú beðinn að benda á svipaða liti I hrúgunni. Ef þú bendir þá á dökkgræna liti, brúna og ef til vill dökkgráan, þá ertu greinilega litblindur og ekki fær um að greina milli rauðra og grænna um- ferðarljósa. Þann, sem hefur heilbrigt litarskyn, rekur í rogastanz, þegar hann gerir þess háttar tilraunir á litblindri manneskju. Fæstir trúa að óreyndu, að önnur eins skynvilla geti átt sér stað hjá fólki, sem sýnist heilbrigt að öllu leyti. Onnur einföld tilraun er kölluð „Ishi- hara,” og til hennar þarf fjölda af kort- um, sem á era prentaðir margir deplar með margvíslegum litbrigðum. Meðal þeirra er stór tölustafur í frumlit. Mann- eskja með greinilega sjón sér tölustaf þennan greinilega, en sá litblíndi greinir hann ekki vel, því fyrir sjónum hans, hylja deplamir tölustafinn að nokkra leytL Af þessari ástæðu segir sá litblindi, að tölustafurinn 6 sé 5, að 8 sé 3, og að 4 sé 7. Fyrir augum hans rennur sem sé hluti af tölustafnum saman við deplana. Það kemur mörgum spánskt fyrir sjón- ir, að til skuli vera fólk, sem lifir heila ævi án þess að gera sér Ijóst, að það getur ekki gert greinarmun á ýmsum al- gengum litum. En ástæðan til þessa er einkar einföld. Sem bömum lærist þessu fólki, að gras er grænt, himinninn blár og tómatar rauðir. Blær litarins fremur en liturinn sjálfur hjálpar til við skilgrein- inguna, og svo gerir vaninn sitt til. Enda þótt litblinda sé erfðakvilli, getur hún aukizt með árunum. Sumt fólk tekur eftir því, þegar á ævina líður, að litar- skynið rénar. Þetta á sérstaklega við um fólk, sem reykir pípu, notar munntóbak, tekur í nefið eða vinnur í tóbaksverksmiðjum. Hætti þetta fólk þessari tóbaksnotkun eða þessari vinnu, kemur í Ijós, jafnvel inn- an tíu daga, að litarskyn augnanna hefur aukizt. Athyglisvert er, að £ iðngreinum eins og vefnaði, klæðagerð, prentun og leir- kerasmíði er ekki gengið úr skugga um, hvort nemarnir séu litblindir eða ekki, og þó er talsvert viðkunnanlegra, að starfs- fólkið í þessum greinum hafi gallalausa sjón. Ekki síður undrar mann á, að skóla- böm skuli ekki vera látin ganga undír litaskynspróf. Augljós er sú hætta, sem stafar af þvi að leyfa litblindum mönnum að starfa við umferðarstjóm járnbrauta, en í þeirri starfsgrein eru ýms merki gefin með litum. Hver einasti borgari, sem fótavist hef- ur, þarf einhverntíma að gera skil á grænu og rauðu umferðarljósi. En meðal hinna fjögurra milljón manna, sem hafa yfir vélknúnu ökutæki að ráða í Stóra-Bret- landi, eru nálega 150 þúsund, sem geta ekki gert greinarmun á STANZ og FAHA umferðarmerkjum nema á stöðu þeirra á götuvitanum eða með því að lesa staf- ina, sem oft era á glerinu. En þessi orð er ekki unnt að lesa nema úr stuttri fjarlægð. Þess vegna eru lit- blindir ökumenn háskalegri en hinir. En snúum okkur nú að dýraríkinu til samanburðar. Naut sjá ekki rauða litinn fremur en litblindir ökumenn, og nauta- banarnir era ekki í rauðum búningum til að æsa þau upp. Naut „sjá ekki rautt” af þvi að þau sjái rauðan lit! Kýr, kettir, hestar, hundar og kindur eru litblind dýr. En aftur á móti geta asnar og apar greint liti, og fuglar sjá alla liti vel nema þann fjólubláa. Flugur eru gæddar litaskyni og hafa mikið „ofnæmi” gagnvart bláa litnum. Blámáluð herbergi eru því þeir staðir, þar sem flugur fyrirfinnast einna sízt. Til skamms tíma áttu vfsindamennirnir mjög erfitt með að skýra þá hæfni aug- ans, að geta greint hina fjölmörgu liti og litaafbrigði, en tala þeirra er um 160. — Einnig var þeim litblindan sama ráðgátan. En nú er vitað. að litaskyn augans byggist á þúsundum af litlum „stöfum” og „keilum” 1 nethimnu augans. Stund- um skortir þessa stafi og keilur nægjan- legan sveigjanleika til að fylgja eftir litabylgjum ljóssins, og er þá komin fram orsökin til litblindu. Er hægt að ráða bót á litblindu? Já, í sumum tilfellum, og einkum þegar kvillinn er á lágu stigi. Nýlegar rann- sóknir hafa sýnt, að skortur á A-, viss- um tegundum af B- eða C-bætiefnum, geta dregið úr litaskyninu. Bezta ráðið til að auka litaskynið er talið vera að neyta fæðu, sem inniheldur mikið af A-bæti- efnum. Þar í flokki er þorskalýsið mjög framarlega, ef ekki allra fremst, og er lækningamáttur þess sérstaklega áber- andi hjá börnum. Bílstjóri einn, sem eltur var uppi úti á þjóðvegi og stanzaður fyrir of hraðan akstur, svaraði, er hann var krafinn um ástæðuna: Eg var að enda við að þvo bílinn og var að þurrka hann. »*« Og svo var það maðurinn, sem skaut sig í magann til að losna við tannpínuna,

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.