Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 4
er upp á þýðendnrtia að þeir geri ekki mjög hastarlega í bólið sitt. Samt er bók eins og Þá bitu eng- in vopn (eftir Elliot Ness og Oscar Fraley; ísafold) hneýksli hvernig sem á hana er litið. Það er eins og þýðandinn hafi unnið með bundið fyrir augun og hendurnar aftan við bak.. Útgáfa bókarinnar og meintar vinsældir koma einungis til af því að sagan er sjónvarps- efni í Keflavík; það er smánarlegt að eitt elzta og virðulegasta for- lag landsins, forlag Bjarnar Jóns- sonar, skuli þannig gerast hand- bendi amríska dátasjónvarpsins á íslandi. CKKI hef ég neina tölu á þeim að- “ iljum sem fá'st við bókaútgáfu á íslandi—■ ef þeir verða þá tald- ir. En margir virðast stunda þenn- an starfa af meira kappi en forsjá og harla litlum hyggindum. leita 9V0 ýmsra bragða að koma mis- jafnri vöru sinnl á framfæri. Út- varpið styður þá dyggilega og hefur bókaþátt fyrir jólin þar sem íesið.er í belg ög biðu úr flestöllu sem berst á bókamarkað, og yfir- gnæfir þá náttúrlega ruslið og moðið hið frambærilega. Þótt þeir séu hlutlausir þarna í útvarpinu mættu þeir gjarnan læra að gera einhvem greinarmun góðs og ills. Og náttúrlega hafa lesendur tekið eftir þeim 'aðsendu skrumgreinum um sumar bækur sumra forlaga sem þyrptust hvaðanæva í blöðin dagana og vikúrnar fyrir jóí. Þetta er enn eitt sölubragöið, og kunna forlögin ýmis ráð til að koma því- lfkum auglýsingum á framfæri. En hvemig skyldi höfundunum sjálf- um líða undir þessum lestri, — bara vel? Þeir mega þó vita hvern- ig lofstírinn og umtalið allt er til- komið. Það eru að sönnu ekki nema minniþáttar forlög sem beita slík- um og þvllíkum brögðum; hin sem nokkuð eiga undir sér þurfa þeirra ekki með. Slðustu árin hafa bóka- félögin þrjú, Almenna bókafélag- ið, Mál og menning, Menningar- sjóður verið einna mest fyrir sér fslenzkra forlaga; af einkaforlög- um jafnast varla nokkuð á við þau nem'a Helgafell stundum. Þetta bendir til að lesendur kjósi frem- ur að kaupa bækur af „sínu" fé- lagi eða umboðsmönnum þess gegn ímynduðum afslætti en í hverri annarri verzlun eins og hverja aðra vöru. Þeir um það. En bókafélög- in hafa margt unnið vel og ágæt- lega — þótt það hendi þau stund- um að slá undan fyrir lágum smekk og jólasöluvonum. Þau virðast öll reyna eftir megni að vanda til bókagerðar sinnar og tekst stundum vel. Og Almenna bókafélagið gefur bækur sínar út árið um kring sem mætti verða öðrum forlögum til eftirbreytni. Menningarsjóður sætir stund- um umræðu og gagnrýni umfram önnur bókaforlög: ýmsum þykir skömm til koma að ríkið kosti bóka útgáfu. Þessi gagnrýni er sízt rétt- mæt meðan sí og æ aukast umsvif pólitískra menningarfélaga í bóka- útgáfu. Og Menningarsjóður hef- ur virzt vel rekið forlag undan- farið, gefið myndarlega út ýmsar þarflegar bækur. Það nægir að nefna orðabókina í fyrra, Róma- Veldi þá og í vetur; ekki sjást neinar líkur á að önnur forlög hefðu ieyst þessi verkefni af hendi. Liklega er bókagerð Menn- ingarsjóðs jafnbezt íslenzkra for- laga um þessar mundir; bækur hans eru íburðarlausar en alla- jafna vandaðar. Og forlagið hefur fitjað upp á þarfleeri nvbreytni f bókagerð með smábókaflokk sín- um. Hinsvegar fer því fjarri aS Menningarsjóði sé mörkuð ákveð- in stefna eða hann sinni öllum þeim viðfangsefnum sem honum væru ætlandi. Er nokkur ástæða „il að vera að drasla lengur með úr- elt áskriftarkerfi sem varla er for- laginu nema fjötur um fót? Hvern- ig veljast ný íslenzk skáldrit til útgáfu hjá Menningarsjóði? Ekki verður séð að ríkisforlaginu gangi nein skylda til að gefa út ónýt verk sem aðrir vilja ekki líta við, né það eigi að keppa við aðra út- gefendur sem minna eiga undir sér um útgengileg verk. Hins veg- ar m’ætti Menningarsjóður gjarn- an sinna alþýðlegri, aðgengilegri útgáfu sígildra íslenzkra skáld- mennta sem oft er vanrækt. Ber- sýnileg er skylda forlagsins við fræðaútgáfu og vísindi. Og af nóg- um viðfangsefnum er að taka sem aðrir forleggjarar vanrækja eða 36 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ treystast ekki til við. Menningar- sjóður gæti til að mynda unnið stórvirki að þýðingu og útgáfu klassískra erlendra bókmennta ef sú stefna væri tekin upp. Hann gæti beitt sér fyrir nýbreytni í bókagerð sem ekki veitir nú af. Þvílíku forlagi hæfir bezt að vinna þau verk sem ekki eru unn- in af öðrum - og yrðu ékki nema þá fyrir fordæmi og hvatningu. Og það er meira en nóg að gera hér í fúsinninu. JjAÐ spillir engu að lýsa hér í “ stuttu máli sumu þvi, sem er ábótavant í íslenzkri bókaútgáfu — þótt oft hafi áður verið fjallað um vankanta hennar og annmarka. 1) Alltof mikill hluti árlegrar bókaútgáfu eru einhliða gróða- bækur, stílaðar upp á það eitt að sópa upp fé í skyndisölu fyrir jól- in. Mikið af þessum bókum er með öllu ómerkilegt; en þess eru einn- ig dæmin að þeSSi útgáfusiður spilli nýtilegum verkefnum fyrir höfundum og útgefendum. 2) Sjálf bókagerðin er of fá- breytileg sem sjálfsagt kemur til af því meðal annars að hér virð- ist helzt litið á bækur sem munað og gjafavöru. Hér er mikið verk óunnið í ódýrarl, fjölbreyttari bókagerð sem. allstaðar tiðkast ann ars staðar, tU að venja fólk við bækur sem sjálfsagða, daglega neyzluvöru, gefa þvi kost á sifk- um bókum. 3) Meðan þessu fer fram van- rækja útgefendur sigildar islenzk- ar bókmenntir, fomar og nýjar — nema stundum koma fyrirferðar- mikU ritsöfn i klossuðu svörtu skinnbandi. Við þurfum að eiga klassfskar bókmenntir okkar í vönduðum fræðilegum útgáfum, og bæði þær og hið helzta úr seinni tíma bókmenntum þarf jafn an að vera til f handhægura lestr- arútgáfum við almenningshæfi. 4) Útgáfa vfsindarita og visinda leg útgáfa bókmennta er fátækleg og miðar aUtof hægt. Og aUtof fátt er skrifað og gefið út á ís- lenzku um vísindi og fræði við hæfi almennings. Það nægir að nefna til dæmis hversu fá viðhlít- andi rit við eigum um okkar eigin menningu og sögu sem okkur ætti þó að vera frumnauðsyn að þekkja.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.