Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 9
til alvarlegra átaka myndi draga. Yfirvöldin lögðu sig fram við að afstýra þeirri hættu. Lyf og hjúkrunargögn voru send til Indí- ánanna, og trúboða einum var fal- ið að reyna að koma á sáttum. Hann hélt þegar til viðræðna við Krákufót og að því samtali loknu skipaði höfðinginn mönnum sínum, að láta af hermdarverkunum. Eft- ir það gekk smíði jámbrautarinn- ar átakalaust fyrir sig. Tveimur árum síðar, 1885, brauzt út uppreisn í Kanada. Louis Riel, sem var franskur að kyni eins og fleiri Kanadamenn, ákvað að ná Vestur-Kanada undan stjórn Breta, og hann taldi Cree- Indíánana á að gera uppreisn. Einir gátu Cree-Indfánarnir þó ekki gert sér vonir um sigur, en hefðu Svartfætlingar staðið með þeim, hefði vigstaðan verið allt önnur. En Krákufótur fékkst ekki í leikinn. — Ég er vinur hvitu mannanna eins og Cree-Indíánarnir, sagði hann. — Til uppreisnar verður að vera ástæða. Mikill óréttur verður að hafa átt sér stað, svo að ástæða sé til að gera uppreisn. Og við verðum að vita, hvort sú að- gerð myndi vera okkur til gagns. Hvers vegna ættum við að drepa menn? Segið hinni löglegu stjórn, að við viljum vernda friðinn. Ég hef talað. Fyrir þessa afstöðu sína veitti stjómin Krákufæti heiðurslaun og nokkru síðar var honum ásamt fleiri höfðingjum boðið til stór- borganna á austurströndinni. Það, sem hann sá þar, hafði mikil áhrif á höfðingjann, og gerði honum enn ljósara en fyrr, að uppreisn væri vonlaus. Á þetta benti liann í ræðu, er hann hélt við heimkom- una. Þar sagði hann meðal ann- ars: — Það væri til einskis að rísa upp gegn hvítu mönnunum. Þeir eru eins margir og flugur í sumarhita. NOKKRUM ÁRUM eftir uppreisn artilraun Riels fór heilsu Kráku- fótar að hraka, og honum hnign- aði ört. 25. apríl 1890 andaðist hann í tjaldi sínu skammt frá þeim stað, er samningurinn hafði ver- ið gerður 13 árum tfyrr. Dánar- beður hans stóð hátt; hann hafði slegið upp tjaldi sínu efst uppi á hæð, þar sem hvergi var skjól að finna. Þetta kann að þykja undar- lega valinn tjaldstaður, en höfð- ingjar reistu alltaf tjöld sin ofar en almúginn. Og Krákufótur var mikill höfðingi. Til er gömul frasögn um síðustu daga Krákufótar, Þremur dögum fyrir andlát hans,þegar sýnt var að hverju stefndi, söfnuðust ætt- ingjar hans og fomir vinir sam- an til að heiðra hann í síðasta sinn. Nokkru síðar voru þeir nán- ustu kallaðir inn í tjald hans og þá flutti hann þeim hinztu ræðu sína, og samkvæmt sögunni var hún á þessa leið: — Eftir stutta stund verður Krákufótur horfinn frá ykkur, hvert veit ég ekki. Enginn veit, hvaðan við komum eða hvert við förum. Hvað er lífið? Glampi af mauriidi á sumárnóttu. Andar- dráttur vísundsins í vetrarkulda. Það er skuggi, sem bærist í gras- inu og sólskinið eyðir. Hann bað alla að vera hljóða, og síðan söng hann sjálfur and- látssöng sinn. Meðan hann var að syngja féll sólargeisli inn um tjalddyrnar og skreið hægt inn gólfið að beði hans. En í sama mund og geislinn var kominn að því að snerta hann, fór ein af gömlu konunum að gráta. Sólar- geislinn hvarf samstundis, og í sömu andrá lézt Krákufótur, höfð inginn mikli. \ ALÞÝBÚSbVm - fKálUtflMflfiBUP 41

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.