Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Qupperneq 10
Hún gerði
kónginn
viti sínu
fjær af
hræðslu
42 SUNNUBAGSBLAS — ALÞÝÐUBLAÐIÖ „r
ÐINA VINHOVER var fædd í
Kaupmannahöfn, en foreldrar
hennar voru þýzkir. Hún giftist
ung skósmið frá Holtsetalandi, en
skóarinn dó eftir fárra ára hjóna-
band, og þá fluttist Dína fljót-
lega aftur til Kaupmannahafnar.
Þar varð hún kunn undir nafn-
inu Dína skóarans. Hún virðist
hafa verið stúlka, sem gekk í
augun á karlmönnum, og það orð
komst fljótt á, að hún væri ekki
fastheldin á blíðu sína, enda
•gerðust ýmsir danskir aðalsmenn
til að létta henni ekkjustandið.
Þegar saga þessi þefst var Dína
komin um þrítugt. Friðrik 3. var
þá fyrir tveimur árum tekinn við
konungdómi í Danmörku, en enn
hafði honum ekki tekizt að draga
til sín þau völd, sem hann æskti
eftir. Háaðallinn var voldugur og
réð miklu, og einna hæst aðals-
mannanna bar mág konungsins,
Corfitz Úlfelt. Hann var kvæntur
Leónóru Kristínu, eftiriætisdótt-
ur Kristjáns 4. og hálfsystur
Friðriks konungs, og því er ekki
að leyna, að tignarstöðu sína átti
Friðrik 3. Danakonungur.
Ú)felt að verulegu leyti þeim
tengslum að þaltka.
Friðrik konungur átti þýzka
drottningu, Soffíu Amalíu af
Braunscliweig. Henni höfðu fylgt
ýmsir Þjóðverjar til dönsku hirð-
arinnar, og meðal þeirra var ung-
ur hirðmaður að nafni Jörgen
'Walther. Hann var sagður enginn
gáfumaður, en hann var vopn-
djarfur og framgjarn og fyrir þær
sakir hafði konungur gefið hönum
aðalstign. í Kaupmannahöfn
komst Walther í kynni við Dínu
Vinhofer og gerðist hún frilla
hans.
í árslok 1650 kom Walther að
máli við kónung og hafði heldur
betur sögu að segja. Hann kvaðst
hafa komizt að því, að Úlfelt sæti
um líf konungs pg hefði ákveðið
að myrða hann á eitrí. Þetta
kvaðst Walther hafa eftir góðri
heimild, því að vinkona sin, Dína,
hefði verið ástmær Úlfelts, og
eitt sinn er hún lá falin i lok-
rekkju hans, hefði hún heyrt á
tal þeirra hjónanna, Úlfelts og
Leónóru Kristínar, um þetta mál.
Friðriki konungi varð mikið um
þessi tíðindi. Hann lét óðara kalla
Dínu fýrir sig, og hún staðfesti
allt sem Walther hafði sagt, og
það þótti konungur tæki það skýrt
fram, að ósannindi myndu kosta
hana lífið. Hún bætti því meira
að segja við, að Úlfelt væri fað-
•irinn að ;því barni, sem hún
gengi með, og hún kvaðst vita,
hvar hann geymdi það eitur, sem
ætlunin væri að nota.
■ Konungur virðist hafa trúað
þessari frásögn, en hann var var-
færinn maður og lét engan gruna,
hvað hann hefði komizt á snoðir
um, allra sízt Úlfelt sjálfan. —