Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 11
Jörgen Walther fékk hins vegar
að njóta trúmcnnsku sinnar, og í
febrúar 1651 var hann hækkaður
í tign og gerður að höfuðsmanni.
Hafi þessi verið tilgangur þeirra
hjúanna með uppljóstruninni (sem
ekkert bendir til, að hafi verið á
rökum byggð), þá var honum þar
með náð. Vegur Walthers við
hirðina fór stórum vaxandi með
hækkandi tign hans, en Úlfelt var
falllnn i ónáð, þótt hann vissi ekki
af því sjálfur.
En Dína gerði sig ekki ánægða
með þennan árangur. Um vorið
1651 fór hún heim til Úlfelts og
skýrði honum frá því, að skrifari
hans, Mikkel Langebæk, færi á
bak við hann, og hún gaf einnig
í skyn, að hann og fjölskylda
hans væru í mikilli hættu stödd.
Síðan snéri hún sér til sóknar-
prestsins við þýzku kirkjuna í
Kaupmannahöfn og fékk hana til
að skýra þeim Úlfelt og León-
óru Kristínu £rá því, að ráða-
gerÓir væru uppi um að myrða
þau bæði að næturþeli. Og þótt
séf þætti illt að verða að játa
það, væri Jörgen Walther meðal
forsprakkanna í þessu samsæri.
Úírik trúði hverju einasta orði
af þessu og varð sem frá sdr
numinn. Hann lét menn sína halda
vörö allar nætur umhverfis hús
sitt og i meginsal hússins kom
hann fjrrir tólf hlöðnum byssum,
og þar vakti hann sjálfur allar
nætur ásamt nánum vini sínum.
Þessu fór fram í nokkrar vikur.
Þá voru taugar Úlfelts komnar í
roegnasta ólag af óttanum og
spennunni, og 12. april 1651 snéri
hann sér til konungsins og baðst
verndar hans. Um leið skýrði
bann konungi frá því, að Walther
myndi vita um ráðagerðir, sem
stefndu að því að myrða hann.
Og i áheym tveggja aðalsmanna,
sem Friðrik konungur sendi á
fund hans, sagðist hann vona, að
konungurinn „bannaði þjónum
sinum og þeim, sem standa Hans
Sátign næst, að sýna honum of-
beldl eða myrða hann.”
bessl ummæli bárust kommgi
tll eyma, og nú var honum nóg
boðið. Þessar algjörlega rakalausu
ásakanir gat hann ekki þolað, og
hann skSpaði að Úifelt vaeri tek-
inn höndum. Úlfelt mótmælti
handtökunni, en nú fór fyrst að
renna upp ljós fyrir honum, því
að um þetta leyti komst hann að
því, hverju Dína hafði sagt kon-
ungi frá áður. Hann lýsti þau
ummæli rakalaus, en hafði ekki
annað upp úr krafsinu en að
Walther var fyrirskipað að halda
kyrru fyrir í Kaupmannahöfn og
láta þó ekki sjá sig við hirðina.
En nú fór konung að gruna, að
upplýsingar Dínu kynnu að vera
eitthvað málum blandnar. Henni
var stefnt fyrir borgarrétt Kaup-
mannahafnar, og að loknum vitna-
leiðslum var ljóst orðið( að luin
hafði farið með uppspuna emn og
lygi. Kéttárhöldin fóru fram í allra
áheyrn á Garnla Torgi, og þeim
lauk á þann veg, að Úlfelt og kona
hans voru lýst saklaus af ásökun-
um Dínu, og jafnframt var þeim
veitt leyfi til a'ð stefna henni og
krefjast dauðadóms yfir henni fyr-
ir falsákæru.
Úlfelt stefndi henni óðara fyrir
Ráðhúsrétt Kaupmannahafnar og
þar var hún dæmd til dauða 12.
júní. Hún neitaði stöðugt að taka
ákærur sínar aftur og hélt fast við
það að framburður hennar væri
sannieikanum samkvæmur, og hún
áfrýjaði dómi réttarins til Ríkis-
ráðsins. Um svipað leytt stefndi
Framhald á bls. 54.
Korfitz Úlfelt og Leónóra Kristín.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 43