Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 15
Ekki sést annað á þossari lýsingu
en kirkjan sé enn timburkirkja.
En nú £er eymd landsmanna
vegna einokunarverzlunar og arð-
ráns konungsvalds að segja til
sin í Selárdal eins og annars stað-
ar á landinu. Staðarhaldarinn fær
ekki risið undir þeim kostnaði að
halda trékirkju við. Timbrið er o£
dýrt. Fiskurinn hefur lækkað í
verði. Verðtollarnir hafa minnkað
að mágni vegna aflabrests og þó
einkúm að verðgildi. Tekjumissir
prestsins bitnar á útliti og reisn
kirkjunnar.
Breytingin úr trékirkju í torf-
kiikju virðis.t koma smátt og
smátt. Stafir og þil fúna, ekki sízt
niður við jörðina, og veggir úr
torfi eru hlaðnir utan að til skjóls
og hlífðar, fýrst á hliðunum, og
þekjan er gerð úr torfi, og loks sér
hvergi í við að utan nema fram-
þilið er enn úr tré. Svipuð virðist
breytingin hafa orðið á öðrum
kirkjinn, og mó enn vitna til grein
ar Magnúsar Más prófessors í
Sögu, þeirrar er ég nefndi áðan.
Það er á árunum cftir 1750,
sem þessari breytingu í torfkirkju
■ lýkur. Þá er jafnframt breytt lög-
un kirkjunnar. Stúka, sem hafði
gengið út úr kórnum, nokkru
m.iórri en kirkjan, er felld niður,
kórinn lengdur og látinn ailur
vera jafnbreiður kirkjunni. Tvær
stúkur, sem voru í henni sín hvoru
megin fyrir framan kórinn, eru
felldar niður og beinir torfveggir
hlaðnir báðum megin. Mjókkaði
framkirkjan nokkuð við þetta.
J meira en 5 aldir hafði guðs-
húsið í Selárdal verið af viði gert.
Nu hafði því verið breytt í mold-
arhús á hálfri öld, en þiljað var
það þó enn að innan og með fjala-
gólfi. Hélzt það í þessari mynd í
rúma öld, og hafa þá flestir eða
aliir að líkindum verið búnir að
gleyma því, að nokkru sinni hefði
öðru vísi kirkja en torfkirkja
staðið í Selárdal.
Laust eftir miðja síðustu öld
stóð þannig á, að kirkjan í Selár-
dal var að falli komin og þurfti
gagngerðrar endurbótar við. Þá
var horfið að því ráði að byggja
nýja kirkju úr tré.
Prestur í Selárdal var þá séra
Einar Gíslason. Var gamla kirkjan
rifin sumarið 1861 og bygging
nýrrar kirkju jafnskjótt hafin. En
ekki var það fyrr en 3. ágúst 1862,
7. sunnudag eftir Trinitatis, að
Ólafur Johnsen prófastur á Stað
á Reykjanesi kom í Selárdal og
vígði „þá nýbyggðu trjáviðar-
kirkju þar”, eins og komizt er að
orði um það. Kii’kjunni er þann-
ig lýst, að hún sé sterkt ti’jáviðar-
hús, vandað og prýöMegt utan og
innan. Lengd hússins að innan er
17 álnir, en breiddin er 7 og 3/4
;áli.n. Hæð undir bita er 3 álnir og
15 þumlungar, og þaðan í sperru-
verk 4Vá alin. Byggingarkostnaður
kirkjunnar var — þegar frá hafði
verið dregið verð á seldum fúa-
viðj úr gömlu kirkjunni . 1212
ríkisdalir. Mun presturinn, séra
Einar Gíslason, liafa orðið að
greiða drjúgan hluta þeirrar upp-
hæðar, á áttunda liundrað dala, úr
eigin vasa.
Þessi kirkja stendur enn að
stærð og formi, en vitanlega hef-
ur hún fengið ýmsar aðgerðir.
Sumarið 1961, þegar liundrað ár
voru liðin frá því að gamla torf-
kirkjan var jöfnuð við jörðu, fór
fram gagngerð viðgerð eða end-
urbygging á hinni gömlu timbur-
kirkju séra Einars Gíslasonar, og
sá um það verk einn af nlðjum
hans, Davíð Jensson húsasmíða-
meistari í Reykjavík. Vigði biskup
landsins kirkjuna þá urti sumarið.
Það var um það leyti sem rétt
100 ár voru liðin frá vígslu gömlu
trékirkjunnar, sem séra Einar
Gíslason lét reisa, að 30 manna
hópur tók sig upp frá Reykjavík
og hélt vestur í Selárdal. Vosu það
flest fyrrverandi sóknarmenn þar,
en nokkrir voru niðjar manna, er
starfað höfðu þar við kirkjuna.
Fararstjóri var Árni Jónsson heild
sali, sonur séra Jóns Árnasonar,
er þjónaði Selái’dalskirkju 1909-
1929, en Árni hafði átt drjúgan
þátt 1, að kirkian hafði verið end-
ui’byggð. Messað var í Selárdal, er
vestur kom, og var fleira fólk við-
statt en kirkjan rúmaði. Tvö börn
voru skírð í messunni. Þar voru
þrír prestar, núverandi sóknar-
prestur séra Sigux’páll Öskarsson,
fyrrverandi sólcnarprestur séra
Jón ísfeld og séra Tómas Guð-
mundsson á Pdtreksfirði.
Við þotta tækifær! voru ’kirkj*
unni gefnar rnargar og góðar gjaf-
ir. Hjónin Ingvaldur Benedikts-
son og Jónfríður Gísladóttir frá
Selárdal gáfu skírnarfont úr tré,
útskorinn, með silfurskál, íslenzka
smíð. Systurnar Guðrún og Ingi-
björg Þórðardætur gáfu baldýrað-
an hökul til minningár um móður
sína og stjúpa. - Bjarghildi Jóns-
dóttur ljósmóður og Gest Jónsson
á Skeiði. Loftur Bjarnason útgerð-
armaður í Hafnarfirði og kona
lians gáfu rykkilín til minningar
um þau Gest og Bjai’ghildi. Börn
séra Jóns Árnasonar gáfu 24
sálmabækur áletraðar. Erfingjar
Ólafs px-ófessors Lárussonar gáfu
2 sexarma kertastjaka til minn-
ingar um hann og konu hans. Frú
Bergljót Bjömsdóttir í Reykjavík
gaf kristalsvasa á altari til minn-
ingar um móður sína, frú Ólafiu
Lárusdóttur, systur Ólafs prófess-
örs, en þau systkinin ólust upp I
Selárdal, börn séra Lárusar Bene-
diktssonar, er þar var prestur fyr-
ir og um síðustu aldamót. AUmörg
fyrrverandi sóknarböm og nokkr-
ir aörir vinir kirkjunnar gáfu alt-
arisklæði og vandaða lcósan-lýs-
jpgu í kirkjuna. — Þarf varla að
taka það fram, að allir þessir grip-
ir era fagrir og vandaðir og mjðg
þarflegir kirkjunni.
Má af þessu ráða, að ýmsum
fjTrverandi sóknarbömum Selár-
dalspresta þyki starfsemi kirkj-
unnar i æskubyggð sinni ekki hafa
verið þýðingarlaus fyrir lifsfam-
að sinn síðar/ Til hins sama bendir
kveðja, er nokkrir gamlir Dala-
menn— þ. e. úr Ketildölum —.
sendu Selái’dalskirkju er hún var
vígð.
Þig efli drottinn, aldna
kirkjan mín,
að ungra heill var köllun þfn
að vinna. —
Þótt stundum skyggi önn á
áhrif þín,
þau era og lifa í hjörtum
barna þinna.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ Qf