Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Side 16

Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Side 16
ATON 77, yfirmaður háskóians í Saró, teygði illilega fram hökuna og horfði í reiði á blaðamanninn. Theremon 762 tók þessari heift með jafnaðargeði. Áður fyrr, þeg- ar greinar hans, sem nú birtust í fjölmörgum blöðum, voru ekki annað en fáránlegar hugmyndir byrjenda í blaðamennsku, hafði hann lagt fyrir sig „óvinnandi“ viðtöl. Þetta hafði kostað hann áverka, glóðarauga og beinbrot, en það hafði líka veitt honum talsvert hugrekki og sjálfstraust. Aton 77 tók til máls, og þótt rödd hans skylfi af niðurbældri geðshræringu, glataði tal hans þó ekki því nákvæma og dálítið smá- smyglilega orðavali, sem þessi frægi stjarnfræðingur var kunn- ur fyrir. „Herra minn”, sagði hann, „þér virðist með öllu blygðunarlaus og koma til mín með þetta ósvífna tilboð yðar”. Stjörnuljósmyndari stjörnu- turnsins, Beenay 25, rak tungu- broddinn fram milli þurra var- anna og sagði hikandi: „Já, en herra, væri ekki Aton^sneri sér að honum og lyfti annarri augabrúninni. „Blandið yður ekki í þetta, Bee- nay. Ég trúi, að tilgangur yðar hafi verið góður að koma með þennan mann hingað, en hér eft- ir leyfi ég enga óhlýðni”. Theremon fannst kominn timi til aðgerða. Aton rektor, sagði hann, ef þér leyfðuð mér að ljúka við að segja það, sem ég byrjaði á, þá held ég ....” „Ungi maður”, hreytti Aton út úr sér, „ég held ekki að neitt, sem þér gætuð sagt núna myndi vega upp á móti daglegum greinum yðar síðustu tvo mánuðina. Þér hafið stýrt blaðaherferð gegn til- raunum mínum og félaga minna til að skipuleggja aðgerðir gegn þeirri hættu, sem nú er orðið of seint að afstýra. Þér getið farið“, bætti hann við og sneri baki x blaðamanninn. Hann horfði von- leysislega út yfir sjóndeildarhring- inn, þar sem Gamma, sú bjartasta af sólunum sex, var að setjast. Hún hafði þegar fölnað og guln- að í mistri sjóndeildarhringsins, og Aton vissi, að hann myndi aldr- ei sjá hana aftur með fullu viti. Hann snerist á hæli. „Nei, bíðið þcr, komið þér liingað". Hann pat- aði ákaft með höndunum út í loft- ið. „Þér skuluð fá söguna". Blaðamaðurinn hafði ekki sýnt sig líklegan til að fara, og nú gekk hann hægt til öldungsins. Aton benti út um gluggann. „Beta er nú ein sólanna sex eftir á himninum. Sjáið þér hana?” Spurningin var varla nauðsyn- leg. Beta var nærri því í hádegis- stað. Rauðleitt ljós hennar gerði landið óvenjulega appelsinulitað, þegar geislar Gömmu voru horfn- ir. Beta var í hámarksfjarlægð. Hún var lítil, Theremon hafði aldrei séð hana jafnlitla fyrr, og þessa stundina réð hún ein himn- inum yfir Lagas. á himni, óhugnanlega ein. Andlit Atons varð rautt í skini hennar. „Eftir tæplega fjórar klukkustundir”, sagði hann, „mun siðmenningin, eins og við þekkjum hana, líða undir lok. Hún gerir það, af því að Beta er eina sólin á lofti, eins og þér sjáið”. Hann brosti kuldalega. „Þetta getið þér látið prenta; en það verður eng- inn til að lesa það”. „En ef þessar fjórar stundir líða — og aðrar fjórar — og ekk- ert gerist?” spurði Theremon hóg- værlega. , Hafið ekki áhyggjur af því. Það mun nógu mikið gerast". „Auðvitað. En ef ekkert gerist?” Beenay 25 tók nú öðru sinni til máls. „Herra, ég held, að þér ætt- uð að hlusta á hann“. „Látið greiða um það atkvæði, rektor Aton”, sagði Theremon. Einhver hreyfing komst á aðra viðstadda, sem til þessa höfðu sýnt fyllsta hlutleysL „Það er ekki nauðsynlegt”. sagði Aton og dró fram vasaúr sitt. „Fyrst Beenay vinur yðar leggur slika áherzlu á það, skal ég láta yður fá fimm minútur. Þér megið tala“, „Ágætt. Hvað gerir það til, þótt þér gefið mér leyfi til að fylgjast með því, sem gerist? Ef spádómar yðar rætast, kemur nærvera mín ekki að sök, þvj að þá mun ég ekki Alfa, sólin, sem Lagas sncrist um; var hins vegar hnattarins. Þar voru líka tvístirnin tvö, sem fylgdu henni. Rauða krýlið .Beta, næsti fylgihnöttur Ölfu, var ein Ud UCiU, rn.d II1X1II UU^UUl ert gerist, mégið þér eiga von í aðhlátri eða. einhverju verra. 'Þl . væri viturlegt, að hafa vinahend ur til áð fjáíla um 103110“. „Eigið þér við yður, þegar þéi Fyrri | r t; ■ i ’ ■ •.cu '■ ■í V':• ■ ' . ' ÍÁ 'í. iéi ■ <*<n »i«in.tin •■niii kiw 4g eOKKOBAGftSLÁÐ ■> élSrttíOHtAStm

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.