Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Qupperneq 5
Kort af nor'ðanverðu Atlanzhafi gert af Sigurði skólameistara
Stefánssyni um 1590.
vxtnílegra athugana um notkun
sagnanna og þar með gerð þeirra
og tilgang; sumar þeirra liggja
raunar svo í augum uppi, eru svo
sjálfsagðar, að þörf kann að vera
að minna sérstaklega á þær. Svo
er um skemmtigildi fornsagna
sem hver getur reynt á sjálfum
sér sem les sögurnar eða hlýðir
Þeim sér til skemmtunar. Og hver
hefur aldrei reynt það? Og það er
sjálfsagt mál, að skilningur sam-
félagsins sem skapaði og notaði
sögurnar leiðir til skilnings á
sögunum sjálfum; vitneskja um
notkun þeirra fyrrum kann að
auðvelda sjálfum okkur not sagn-
anna, réttan skilning þeirra. Þótt
fraeði um upptök, efnivið, sögu-
svið sagnanna séu gullvæg eru
bær þó merkastar sem samtiðar-
fyrirbæri — þá og nú.
pYRlR nokkrum árum kom ut þýð-
ing þeirra Hermanns Pálsson-
ar og Magnúsar Magnúesonar á
Njálu i sama bókaflokki og Vín-
landssögur nú (Penguin Classics);
væri vissulega gaman ef fram-
hald yrði á slíkri útgáfu íslenzkra
fornrita. Og Njála var á dagskrá
í enskri skemmtibók sem kom út
í fyrra (Fatal Fascination. A Cho-
ice of Crime. Hutchinson of Lon-
don, 1964), og hefur vakið athygli
hér heima eins og gerist þegar
vikið er að íslenzkum efnum er-
lendis. Þar f jalla f jórir kunnir höf-
undar (Nigel Balchin, C. S. For-
ester, Eric Linklater, Christopher
Sykes) um fjögur sögufræg saka-
mál, reyna að varpa á þau nýju
Ijósi um leið og sögð er skemmti-
leg saga. Líklega mundi Hermann
Pálsson kalla slíka þætti fræð-
andi, jafnvel uppbyggilega sagna-
skemmtun, ef þeir væru fornir.
Nigel Balchin íjallar um Njáls-
brennu i sínum þætti i bókinni.
Afstaða hans til Njálu ætti að
vera kunnugleg islenzkum lesend-
um: hann telur söguna sagn-
fræðilega rétta, hún sé höfð eftir
sjónarvottum og hafi gengið síðan
í munnmælum, óbrengluð að
kalla, unz hún var skráð á 13du
öld. Mannlýsingar og atvik sög-
unnar -samsvari veruleikanum í
öllum megingreinum, fólki og at-
burðum á lltu öld; sagan verði
skýrð og skilin sálfræðilegum og
félagslegum skilningi með hlið-
sjón af þjóðfélagsháttum á íslandi
á söguöld. En vandamál þjóðveld-
isins eru ekki einangruð söguleg
fyrirbæri; þau spegla vandamál
sem öll siðuð samfélög hafa átt
við að etja fram á okkar dag;
og þau eru 1 dag vandamál alls
heimsins fremur en einstakra
samfélaga. Þjóðasamfélag nútím-
ans, þjóðvíg nútímastyrjalda sjást
í hnotskurn i ættasamfélagi og
ættavígum þjóðveldisaldar; Njáls-
brenna er eins konar forspeglun
þess heimsbruna sem yfir getur
dunið á hverri stundu, og lá við,
að yrði út af Súezdeilunni eða
Kongó eða Kupu. En þegar þar að
kemur brennur fleira og meira
inni en Njáll og hans fólk, segir
Balchin.
Samkvæmt þessum skilningi
skipar Balchin niður söguhetjum
og atvikum Njálu. Njáll er sjáíf-
ur, róttækur menntamaður,
stjórnvitringur, friðarsinni, en
kann ekki að taka upp baráttuna
gegn illum öflum sinna tíma. —
Samanber Chamberlain og Hitler.
Synir hans eru ofstækismenn og
striðsæsingamenn, eins konar fas-
. istar. Flosi er frjálslyndur stjórn-
málámaður, ívið vinstrisinnaður
rétt eins og framsóknarmaður i
stjórnarandstöðu. Hann vill hlita
lögum, en gefst upp, þegar skipu-
lagið, þjóðfélagið bregzt vonum
hans og gripur þá til örþrifaráða.
Allir eru þeir bundnir af siðum
og hugmyndum ættasamfélagsins
þar sem þeir lifa — og það veldur
ógæfu þeirra, stendur þeim fyrir
eðlilegri samfélagsþróun. Alveg
eins og þjóðernis- og sérhyggju-
hugsun stendur heimsfélagi fyrir
þrifum nú á dögum. Hvað er þá
til ráða? Vitaskuld, segir Balch-
in, áttu Njáll, Flosi, Hallur af
Síðu, Ketill úr Mörk óg aðrir góð-
viljaðir menn að taka höndum
saman, yfirvinna sérhyggju aetta-
ALhÝJSOBLAÖH* - 6WNm>AftSBLAE> 277