Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Side 6
Teinæringrurinn Ormur frá Skarði í Breiðafirði. Teiknínguna gerði Sigurður málari Guðmundsson 1858.
samfélagsins, berjast fyrir friði og
sáttum, siðuðu samfélagi við lög
og rétt. Og þeirra vandi er okkar
vandi enn í dag, bara í stærri stíl.
Þetta kann nú að vera alveg
rétt. En hins er að gæta, að þá
hefði heldur ekki 'orðið nein
Njála. Að Njála er um ánnað og
meira en pólitík — þó vissulega
sé hún um pólitík líka.
' .WWí: t
AÐ kann að koma spánskt fyr-
ir sjónir að lesa Njálu sem póli-
tíska allegóríu og herma hana upp
á nútíðina. Þó má það allt eins
og lesa hana sem pólitískt deilu-
rit frá 13du öld, til dæmis. Eða
lífsreynslusögu frá þeirri lOdu.
Skiiningur Balchins stenzt að sínu
leyti; hvort sem hann gerir Njálu
fullnægjandi skil með þessu móti;
og þótt sjálfsagt megi hafí enn
betri not hennar með öðru lestr-
arlagi. Það má lesa sögurnar á
marga vegu, hagnýta sér þær til
margra hluta; en það er veruleiki
sjálfra þeirra, orðsins á bókinni,
sem stendur undir þeirri notkun.
Bærinn brennur enn yfir Njáli, og
þeir sigla enn Leifur og Eiríkur.
Þetta er mergur málsins; hitt er
okkar mál, hversu við notfærum
okkur þessa staðreynd.
278 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ