Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Page 8
AFI MINN KVAÐ RlMUR
en ég horfði fagnandi til „borgarinnaf
FYRIK OG UM síðustu aldamót
var BorSeyri við HrútafjörS sá
verzlunarstaSúr, sem meginþorri
Vestur-Húnvetninga bafði sín við-
skipti við. í bemsku minni var
Borðeyri í bugarheimi mínum eins
og höfuðborg alls heimsins. Það-
an komu flestar lífsnauðsynjar:
Rúgmélið; af því kom aldrei nóg á
heimili foreldra minna, þvi þau
voru fátæk, em brauð var sá mat
ur, sem ég fékk aldrei nóg af, þvi
að matarlyst mín var óseðjandl
Svo komu þaðan bankabyggið og
hrísgrjónin, sem voru höfð í mjólk
urvellinga þegar mjóikurráð á
heimilinu leyföu það. Hveiti var
eiginlega munaðarvara ásamt
kaffi og sykri ,sem fólk sparaði
við sig á öllum tímum árs, en
seinni hluta vetrar vantaði það
vikum og mánuðum saman á fá-
tæktar-heimilum. Þegar faðir
minn fór með ullarhárið til Borð-
eyrar, keypti hann brennivín í
tveggjapottakút, það hafði hann til
glaðnings kunningjum sínum, sem
komu á sunnudögum um sláttinn,
á öðrum tímum árs var þvi ekki
hreyft, eða það var ekki til. Það
voru líka nokkrar vörutegundir,
sem ekki var hægt að vera án:
Ijáblöð, tindaefni, móttakakaðall,
naglar og ljábrýni. Allar þessar
vörur önguðu af indælli, framandi
kaupstaðarlykt, sem dró í vitin
eins og forsmekkur fjarlægs un-
aðar. '
★ DRAUMUR UM BRÝNI
Þegar ég var á níunda ári, útbjó
faðir minn orf handa mér og ég
fór að bera ijá í gras. Ljárinn var
mjó spík, slitin upp að bakka, en
brýnið var nauðbrýnd flaga, þrir
til fjórir þumlungar á lengd. Fað-
ir minn keypti varla meira en eitt
ljábrýni á ári, það þurfti hann að
nota sjálfur. Mér fannst mikill
mannsbragur að ganga að slætti,
en illa gekk mér að láta spíkina
bíta, en hitt var þó verra, að ég
var ööruhvoru að skera mig í
putana. Oft hugsaði ég um það, að
ef ég hefði fulllangt brýni, mundi
ljárinn bíta betur og fingurgóm-
arnir vera óhultari fyrir slysum.
Stundum dreymdi mig áð nótt-
unni, að ég væri búinn að eignast
Ijábrýni með skrautlegum miða á
hliðinni. Ég man ekki eftir því
á langri æfi, að mig'hafi langað
til að eignast annan hlut fremur.
En lengi var þessi ósk f jarlæg eins
og heilt konungsríki.
I
★ AFI MINN, JÓN BJARNASON
Afi mínn, Jón Bjarnason var
mér frá blárri bernsku mjög kær,
ekki vegna þess að hann sýndi
mér sérstaklega mikla hlýju, held-
ur miklu fremur af því að mér
þótti hann skemmtilegur og upp-
lífgandi á heimilinu. Hann hafði
miklu meiri dálætí á Birni bróður
mínum. Björn var þremur árum
eldri en ég og mér margfalt
greindari: gætinn stilltur og kinda
glöggur, sem þá þótti fyrsti vott-
ur um væntanlegan manndóm, þeg
ar aldur og þroski kæmu til sög-
unnar. Afi minn var þegar ég man
fyrst eftir honum, ellilegur í út-
liti: Hárið var hvítt og skeggið,
sem áður var rautt, vax orðið grátt
i vöngunum. Hann var blindur á
öðru auga, hafði misst sjón á því,
af slysi, sem ég veit ekki hvernig
vildi til. Hann sá vel með hinu
auganu og það var skýrt og oft
barmafullt af glettni og háði, sem
ég fór ekki varhluta af þegar mig
henti afglöp og ég gerði asna-
stykki, sem kom fyrir margsinnis
á hverjum einasta degi. Þegar ég
var að byrja að læra kver Helga
Hálfdánarsonar og allar bjargir
virtust bannaðar með að því yrði
í mig troðið, sagði hann:
„Það má gott kallast, ef strákur-
inn verður einhverntíma prim-
signdur". Um leið skaut hann út
úr sér meinlegri hlátursgusu, en í
heila auganu glampaði á háðið og
spottið, sem mér þótti verra en
stórflenging.
Eitt sinn var það, að ég og
Björn bróðir minn vorum að snúa
flekk með afa okkar. Birni varð
það óvart á að reka hrifuskaftið í
andlitið á honum, það kom, { tóft
• •