Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 9
MAGNÚS F. JÓNSSON trésmiður í Reykjavík, er háífátt- ræður a'ð alcti i. Hann smíðar nær allar hrífur, sem seldar eru í landinu og er jafnframt stórframleiðandi í kustsköftum. Hann á ágæta trésmiðju að Hagamel'47 .og.vinnur þar öllum .stundum ásamt einum meðstarfsmanni osr konu sinni. Hann fæddist að Torfustöðum í Miðfirði í Húnaþingi 1891, sonur Jóns Jónssonar bónda þar. Ólst hann þar upp, staðfesti þar ráð sitt ogr hjó í aldar- fjórðung. Áður lærði hann trésmíði og fór auk þess í siglingar. Meðan hann var hóndi gegndi hann mörgum trúnaöarstörfum fyrir sveit sína og Iagði á margt annað gjörfa hönd. Hahn hef- ur alla tíð verið fróðleiksfús og fræðagjam og hefur ritað margt um fyrri daga. Árið 1950 kom út bók á forlagi Norðra, sem hann hefur ritaö. Hét hún: Skammdegisgestir. Hún segir frá mönnum, málefnum og atburðum, sem Magnús hefur kynnzt á langri ævi. Jónas Jónsson frá Hriflu ritaði formála fyrir þessari bók. — Fyrir nokkru kom Magnús F. Jónsson að máli við mig og sat hjá mér góða stund. Kom þá í ljós, að hann átti töluvert af rituðum minningum í fórum sínum og talaðist svo til milli okk- ar, að hann kæmi með þættina til jmín og ég setti þá sajnan í þeirri röð, sem mér þætti heppilegust — og birti síðan i Sunnu- dagblaðinu. Fyrsti þátturinn kemur hér, en hinir koma i næstu blöðum. Alls hygg ég, að þættirnir verði sex eða sjö. — Kg vi) taka það fram, að ég hef engu breytt í máli Magnúsar F. Jónsson- ar, aðeins raðað köflum hans. Magnús ritar gott mál, en það sem mér finnst mest um vert, er hversu glöggt auga hann hefur fyrir sérkennum manna og næma tilfinningu fyrir atburðum og jafnframt fyrir hinu gamansama. — Magnús F. Jónsson hætti búskap árið 1944 og flutti þá til Rcykjavíkur. Hann neitar af- dráttarlaust að láta taka mynd af sér. Svo að við verðum að bregða út af venjunni — og birtum ekki mynd af höfundi. Én það hygg ég, að lesendur fái glögga mynd af Magnúsi um leið og þeir kynnast frásögnum hans. Vilhj: S. Vilhjálmsson. vanheila augans, en meiddi hann þó ekki að neinum mun, en karl- inn kveinkaði sér og Bjöm fór að skæla því hann var mér í skapi þegar hann var ungur og unni afa okkar mikið. Ég hélt að hann þyrfti ekki að orga þó að hann hefði komið eitthvað við blinda augað, það væri ónýtt hvort eð væri. Þá sagði afi minn: „Það er bezt að þú snúir einn, þú ert vís til að reka hrífuna upp í heila augað mitt”. Eftir þetta kallaði hann mig oft skrattakoll og vandist ég því smám saman og kunni vel við það, því mér fannst það tákna karlmennsku og óbilgjarna hreysti, því það hafði ég margsinnis heyrt, að skrattinn væri engin skræfa. Afi minn atti mér miskunnar- laust til þess að reka fé úr túni að vorinu, því það var ógirt og lá undir þrotlausum ágangi. Þessir frárekstrar urðu mér leiðigjarnir enda þótti mér karlinn hlífa Birni bróður mínum við þessum leiðu snúningum. Einn heitan sólskins- dag var það, að afi minn sat á hey- meis sunnanundir bæjarstafnin- um. Hann var að gera við reiðinga. Við bræður vorum þar hjá honum. Björn dró þræði í nálar fyrir hann og var honum með fleira hjálpleg- ur. Nokkrar ær með stálpuðum lömbum linntu ekki ásókn í tún- hólana, ég hafði varla stundar- frið því afi minn skipaði mér að reka þær hvað eftir annað. Þessir frárekstrar báru lítinn árangur. Ærnar, þessir þrálátu túnhundar, eltu mig hægt og bítandi heim á leið í hvert skipti, ákveðnar i því að láta ekki undan. Ég var sein- ast orðinn yfir mig reiður yfir hlífðarlausum skipunum afa míns. Loks neitaði ég með öllu að fara eitt fet. Þá stóð gamli maðurinn úpp af meisnum og skipaði mér með hörðu a'ð reka túnvargana suður fyrir Illukeldu, sem var hæst landamerkjum Torfustaða- þá drattaðist ég af stað. Þegar ég var kominn út fyrir túnfótinn, barði ég saman hnefunum og bölvaði afa mínum með þeim kröftugustu eiðum, sem ég þá kunni. Ég sveikst ekki um að reka túnbitana þang- að, sem mér var sagt, svo hélt ég heim á leið. Reiðin sauð í mér. ^egar ég var kominn það langt heimleiðis, að ég vissi, að til min sást, iét ég mig falla ofan í krappa laut og lagðist þar fyrir. Æmar, sem ég hafði verið að reka sneru fljótlega heimleiðis og gengu fram hjá mér þar sem ég lá hreyf ingarlaus í gjótunni, en. ég lét mig. það engu skipta, lét mig dreyma um að afi minn og anna'ð heima- fölk héldi að ég hefði orðið bráð kvaddur út úrþessum rekstrar- þrældómi. Núi leið nokkur timi. Mérfór að hálfleiðast að'liggja þarna eins og dauðm hlutur, en reiöin sjatnaði smámsaman, þó var ég staðráðinn í að liggja þarna enn um, isinn; en sú fyt'irætlÞn átti sétr ekki langan aldur. Allt í einu komu óvinirnir, túnsæknu æmar i hala- rófu og voru nær þvi búnar.að ganga ofan á mig i lautinni, cn afi og Björn bróðir minn fylgdu þeim fast eftir. Þegar afi minn sá mig risa upp úr bælf mínu; sagði hann: „Þarna hefuröu þá legið skratta kollur, mér datt aldrei í hug að néitt hefði orðið að. þér”. . Það leyndi sér ekki að Björn bróðir minn varð feginn að sjá mig heilan, en ég fylgdist nú með þeim hálfpartinn skömmustulegur þvi ég fann að þetta sjálfdauða- bragð hafði að miklu - leyti mis- heppnazt. Við þrir rákum nú æm- ar upp í Seljafjall, en þangað þótti mér alltaf gaman að koma. •Um kvöldið þegar ég var hátt- aður var ég alsáttur við afa minn og sái’iðraðist eftir að hafa. böllvað honum og hélt því með sjálfum mér að gera það aldrei oftar. ÚUNNUtUerSPLA? ALÞÝDVDUk&S) -

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.