Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Page 2

Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Page 2
JÓNAS HALLGRÍMSSON: til eilífs harms döpur leið og drótta sekra. HELVITI Mér finnst það ivera fólskugys að fara niður til helvítis og eyða aldri sínum innan um brennu illan geim, ólíkan drottins sólarheim, svo hrollir huga mínum. Skötubarðvængjuð fjandafjöld flaksast þar gegnum eilíft kvöld, glórir í glóðir rauðar; þar er ei nema eldur og ís; allt í helvíti brennur og frýs, Satan og sálir dauðar. lesið nema með miklum lærdómi, ef það á að skiljast til fulls,” segir Gröndal. „íslenzk þýðing á kvæði Dantes er ekki hugsanleg hema undir fornyrðalagi, því blærinn á sjálfu frumkvæðinu hefir á sér full- kominn fornaldarsvip“. Það er ástæðulaust að rengja umsögn Steingríms: þýðing hans er tóm tilraun. Og samanburður, þó ekki sé nema við aðrar þýðingar, leiðir í ljós, að hún cr alveg ófullnægjandi, ónákvæm og stundum vill- andi. Víða skilur þýðandi frumkvæði sitt ófullkomn- um skilningi, eða misskilur það bcinlínis; hann megn- ar ekki að skila heilli og óbrenglaðri merkingu text- ans; óþvinguð kveðandi, gagnsæjar og Ijóslifandi lýsingar Dantes, myndir og líkingar, fara oftast for- görðum. Steingrímur fylgir bragarhætti frumkvæð- isins af allmikilli íþrótt, — en rímsins vegna leggur hann flest í sölurnar annað. En það er gaman að hugmynd Benedikts Gröndals um fornyrðislag á Dantc', — sem að vísu lýsir takmörkuðum skilningi kómedíunnar, en þeim mun betur oftrú manna á þennan bragarhátt sem kannski er ekki úr sögunni enn í dag. Gísli Brynjúlfsson þýðir upphaf 3ju kvið. unnar undir fornyrðislagi: Um mig liggur, 1 sú er alda bíður leiðin auð * til angurþjóðar, tun mig liggur 1 Hafði hinn háleiti höfundur minn ráð réttvísi rfk í huga, skóp mig almætti hins æðsta guðs, ( æðsta speki, ást hin fyrsta. Áður var ekki en eg um var gjörð, nema það eitt, er ætíð var, mun og eg um aldur standa: Látið eftir von þér, er inn um skuluð. 1 Það er líklegast að væntanlegur Ðanteþýðandi a íslenzku verði sjálfur að smíða sér bragarhátt vi sitt hæfi og kvæðisins. 2Dante Alighieri frá Flórens fæddist árið 126 > • undir stjörnumerki tvíburanna eða milli 2lsta maí og 20sta júní, sumir segja 30sta maí. Þetta cl raunar ekki nema getgáta, eins og margt annað 11111 ævi Dantes, og byggð á hans eigin orðum í inngangs' kviðu Divina Commedia. Þar kveðst hann á miðúj æviskeiði sínu hafa hrokkið upp, einn síns llðs 1 myrkum skógi, en rétti vegurinn týndur: Nel mezzo del cammin di nostra vita mi ritrovai per una selva oscura, che la diritta via era smarrita. Á miðöldum reiknuðu menn æviskeið mannsillS 70 ár; för Dantes hefst samkvæmt fyrstu kviðullllj á páskum árið 1300; eftir þessum útreikningi m hann að vera fæddur 35 árum fyrr. í þeirri vd halda menn í ár upp á 700 ára afmæli skáldSlllS; Dante óx upp í Flórens kominn af sæmilegu og naut tíðkanlegrar menntunar; hann tók Þatt _ hernaði og stjórnmálum sinnar sturlungaald þegar hann hafði aldur til; hann festi ást á ung stúlku í Flórens, Beatrice Portinari, og orti 11 hana og missti hana; þá sögu segir hann í æS^U verki sínu, Vita nuova, í hinum ljúfa stíl, il ð° c stil nuovo, sem þá blés nýju lífi í hefðbundinn aS kveðskap. Þar segir að lokum frá því hversu Be riee vitrast Dante í sýn eftir dauða sinn. Hann^ ^ hana stíga til himins í englaskara og heitir þvl ^ kveða henni næst verðugra kvæði sem engri la neskri konu hafi verið ort annað slíkt. Eitthvað hc U1 hann þá verið farinn að grufla út í gleðileik sl11’^ Næstu árin líða við nám og störf; Dante sökkvir ^ niður í fræði og bókmenntir sinna tíma, hoimsPe 40-0 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.