Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Page 4

Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Page 4
skógi; cn þat5 má skilja aS skógurinn sé táknmynd mannlegs lífs, vegurinn sem hann týndi sá þröngi og hlykkjótti. Þessar inngangshendingar kviðunnar þýddi Ágúst H. Bjarnason í grein um Dante (í Ið- unni 1921): Á miðju skeiði mannsævinnar ég í myrkum skógi villzt hafði til muna 1 og gat ei lengur greint hinn rétta veg. Æ hversu erfitt veitir mér að muna * þær mörgu ógnir sem þá fyrir bar; — því ennþá finn ég í mér skelfinguna, sem engu minni en dauðans angist var. En til að lýsa frelsun þeirra, er fann ég, í firnum þeim, sem lifa varð ég þar, mig lýsa fýsir því sem frekast man ég. Þetta er á föstudaginn langa. Sólin er að koma upp handan við hæð eina framundan sem ferða- langurinn reynir að klífa, en þrjú óargadýr varna honum vegarins, hlébarði, ljón, úlfynja sem hann '"•æðis' miklu mest. Hann hrökklast undan þeim inn í skcginn aftur. í þessari neyð ber skyndilega fyrir hann mann sem virðist hafa þagað langalengi, en skáldið biður um hjálp hvort sem hann sé heldur maður eða vofa. Þarna er Virgill kominn og býðst til að hjálpa Dante áleiðis. En þeim er ekki auðið að komast rakleitt framhjá ófreskjunum þremur; þeir hljóta að taka á sig langan krók í neðra, fyrst niður gegnum alla píslarstaði vítis, síðan upp um hreins- unareldinn, áður en þeir komist upp í sóiskinið framundan. Þar er hin jarðneska paradís, Edensgarð- ur gamli. Lengra en svo fær mannleg skynsemi ekki leiðbeint Dante; vilji hann komast lengra þarf hann leiðsagnar guðlegrar náðar. Þar mun Beatrice koma til móts við hann. Og það er raunan hún sem hefur sent Virgil að hjálpa honum í þessum þreng- ingum. Kvæðið hefst sem sagt á miðju skeiði mannsæv- innar: ferðalangurinn. eða pílagrímurinn, Dante sem þar segir frá er 35 ára gamall. En skáldið sem yrkir um för hans er orðinn fimmtugur að aldri, lífsreynd- ur, landflótta stjórnmálamaður. Honum hefur hlotn- azt sá skilningur sem píiagrímnum auðnast fyrst að kvæðislokum, sem veruleiki kvæðisins staðfestir. — Pílagrímurinn er villtur vegar, hræddur og hikandi; skáldið fær- honum leiðsögn mannlegrar og guðlegrar vizku og náðar: en þeir taka báðir þátt í kvæðinu; raddir þeirra hljóma stundum saman, stundum má greina þær aö. Pílagrímurinn Dante ferðast um dánárheima: kvæðið er frásögn af raunverulegu fólki, atvikurh og fyrirbærum þar. En hvert atriði kvæð- isins hefur miklu víðtækari merkingu en ferðasög- unnar einnar; við hókstaflega merkingu þess bætist r^arghæH táknlee merking. Dante hefur sjálfur út- '■•c*,,* : hróf' f‘l vinar s’ns oe vehmnara, Can Gran- -ir'h h"orn'e hann vilii að kvæðið sé lesið. ereint sundur fjögur merkingarsvið þess, bókstaf- legt, allegóriskt, móralskt og anagógiskt. Hann tekur til dæmis upphafið að 114da sálmi í saltaranum — sem hinir dauðu syngja í Purgatorio á leið sinni yfir veraldarhafið að strönd hreinsunareldsins: Þegar. ísrael fór út af Egyptalandi, Jakobs ætt frá þjóðinni, er mælti á erlenda tungu. varð Júda helgidómur hans, ísrael ríki hang. Bókstaflega er hér sagt frá brottför ísraelsmanna frá Egyptalandi með Móses. Allegóriska merkingin er endurlausn mannsins fyrir Krist. Móralska merkingin er að manninum beri að leita guðlegrar náðar. Anagógiska merkingin segin fyrir eilífa frels- un sálarinnar frá fjötrum holdsins. Þessi þrjú síðar- töldu merkingarsvið, sem öll greinast frá bókstaflegu eða sögulegu merkingunni geta öll saman kallazt allegórisk; þau eru öll útlegging hins bókstaflega, innifalin í því og óaðgreinanleg frá því. Og á þenn- an hátrt á að lesa hans eigið kvæði. Merkingarsvið þess eru kannski ekki öll virk í senn; lesandinn verður að fara fyrirhafnarlaust milli þeirra ætli hann sér að hafa full not kvæðisins; en þau eru öll saman óriúfandi þáttur þess. Það er hægt að lesa ^an'e með "msn móti alveg eins og menn fara með vmSum hætti tii Ameríku fljúgandi, á skipi, í kaf- bát. En í þessu dæmi þurfa menn að vera við því búnir að skipta fyrirvaralaust um farartæki eða fafa með þeim öllum í senn — sem ekki væri ráðlegt 4- venjulegri Ameríkuferð. Með þessu móti segir Divina Commedia bókstaf- lega frá för Dantes um dánarheima, þar sem öllu er skipað niður af stærðfræðilegri nákvæmni sem sjálft form kvæðisins endurspeglar, táknlega frá leið mannsins til guðs, ævarandi frelsis frá jarðneskn áþján. Dante í kvæðinu er skáldið, heimspekinguf' inn, stjórnmálamaðurinn frá Flórens, en hann er líka ímynd allra manna, leið hans skilningsleið mannsins á sjálfum sér. Virgill er skáldið sem lof' söng Rómaveldi og sagði fyrir kristindóminn og ÞV1 allra manna beztur leiðsögumaður til guðsríkis; hann er ímynd mannlegrar vizku, eins og Beatrice er í' mynd guðlegrar náðar; hún er líka stúlkan sem Dante elskaði í bernsku, jarðnesk ímynd himneskrar dýr®' ar. Víti er trektlaga gímald undir norðurhveli jarðan þar sem syndarar taka út réttmæta refsingu sina hring fyrir hring niður í jarðarmiðju þar sem Satan er freðinn fastur í eilífri kvöl og bryður ógnarkjiiftum sínum þrjá höfuðsyndara heimsins« Júdas sem sveik Krist, Kassíus og Brútus sem svikU Caesar. Júdas var ívið verstur: því veit höfuð hanS inn en hinna út. Hreinsunareldurinn gnæfir sta ^ fyrir stall á ofurháu fjalli á suðurhveli jarðar, mitt1 sjálfu veraldarhaflnu með Edensgarði efst; þaðaö liefst Dante með Beatrice á hærra stig, til himna siálfra þar sem hinir útvöldu eru eitt með drottm sfn'’m við ævarandi föenuð. Þetta er ferðalag °m -f1-’ ci'o-fnrur f-vrffViriF' mannipes hnga. mannleg^ Hfs g”ðfræði pkáldsins skilningsform mannieg® ven’deika. Og það er mannlegur veruleiki kvseðis ins, bókstaflegur og táknlegur, sem heillar lesendur öld eftir öld: ógnir heljar, kvalafull barátta hreinS unareldsins, hrein andleg tilvist hinna hólpnu himnum bar sem allt líf er ný og ný tilbrágði líesS' 4@8 SiJNMUDAGSBLAÍ) - alþýðublaðið

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.