Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 5
ilS®P!s
ir',
'7'*' 'WtyH
Oltfift'.
.
í5'. ■'■-:*/
Uaiilc og Virgill í Iiliði vítis. Myud cftir Federico Zuccari (1540—1609). Myndirnar mcð grciuinni cru
úr bók Olof Lagercrantz.
mmmissh! > rr- Ws,-ii
la
^ar er leikið á allan tónstiga mannlegra tilfinninga
°g skynjunar. Unz kvæðinu lýkur þar sem skynjun
skáldsins yfirgengur sjálfa sig — i augnablikssýn
siálfs guðdómsins sem ekki verður lýst með orðum,
skynjun hinnar guðlegu ástar sem knýr heiminn.
J)ar lýkur kvæðinu, með þessum orðum í þýðingu
Ágústs H. Bjarnasonar:
Mcr andagiftin brást með öllu hér;
en eins og hjól, sem snýst á hveli förnu,
svo upptendraði ósk og vilja í mér
ástin, sem hreyfir sól og tungl og stjörnu.
4„Dante er miðsólin í miðaldarskáldskap Suð-
, urlanda, og mundi vera stórum dimmra, ef
hann væri ekki, eins og líka allur ágætur
skáldskapur lýsir og vermir allar þjóðir“, sagði
Senedikt Gröndal. „Dante og Shakespeare deila
vötnum; jafnoki þeirra fyrirfinnst ekki,” segir T.S.
Eliot. „Dante yrkir kvæði sitt eins og guð biblíuna,”
Segir Olof Lagercrantz í Dantebók sinni sem hér
er einkum farið eftir.
Um Dante hafa vitaskuld öll ógrynni verið skrifuð;
bað er höfuðkostur við bök Lagercrantz að hann
^arneinar yfirsýn yfir Dantefræði eigin sjálfstæðri
feynslu af kvæðinu; þar fer saman mikill fróðleikur
um Dante og persönulegur skilningur á vei-ki hans.
Og vitaskuld er Divina Commedia til í mörgum
útleggingum á flestar heimstungur. Þýðingar kvæð-
isins á sænsku, til dæmis, eru fjórar; og eina
þeirra, þýðingu Edvards Lidforss, telur Olof Lager-
cranitz einhverja þá beztu sem til sé. Af öðrum
þýðendum kómedíunnar' má nefna Dorothy Sayers
sem þýddi hana af mikilli bragíþrótt og guðfræði-
legum lærdómi fyrir Penguin Classics; sú útgáfa
er því flestum tiltæk sem lesa ensku. En það ber
flcstum sem bezt þekkja til Dantes saman urn að
kvæðið sé í raun réttri óþýðanlegt svo vel sé og
verði aldrei nema svipur hjá sjón í útleggingu; bezti
árangur sem þýðandi geti vænzt sé að koma les-
anda sínum til að læra itölsku. Þetta kann nú að
vera orðum aukið, cn svo mikið er víst, að kvæðiö
lieldur stöðugt áfram að laöa að sér nýja lesendur,
þýðendur, skýrendur; það er síður en svo nein elli-
mörk að greina á því á 700 ára afmæli skáldsins.
Dantemönnum ber einnig rækilega saman um ó-
rofa samhengi alls kvæðisins, einstakir þættir eða
hlutar þess verði ekki einangraöir fr-á heildinni.
Dorothy Sayers segir eitthvað á þá leið að þeir sem
minnst viti um Dante séu gefnastir fyrir að leggja
ut af lionum — og hafi þá jafnan tilvitnanir í In-
Framh. á bls. 479.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNTJ’DAGSBLAÐ 459