Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Síða 6

Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Síða 6
VONLEYSI ÆSKUNNAR HAUSTIÐ 1964 efndi GjeUerup forlag til stílakeppni í öllum skól- um landsins, sem þrír efstu bekk ir barnaskólans, 8,—10. bekkur, og 1.—3. bekkur gagnfræðaskól- anna gátu tekið þátt í. Efnið var: Smásága eða ljóð — skilið í víð asta skilningi. Þetta þýddi að heimilt var að skrifa um hvað sem var, á bundnu máli eða óbundnu. Tilgangur þessarar sam- keppni var samkvæmt bréfi for lagsins til skólanna m. a. sá, að hvetja nemendur til persónulegr- ar tjáningar. Alls bárust um 1750 „smásögur” og ljóð frá 600 skólum, Móðurmálskennarar skól- anna völdu úr þrjár beztu sögurn ar og þrjú beztu ljóðin og sendu til forlagsins og dómnefndar. Til þess að drekkja ekki dómnefnd- inni skipti forlagið haugnum milli tveggja ipanna, sem höfðu það hlutverk að lesa ritsmíðirnar og flolcka þær eftir vissum reglum, sem forlagið setti, þannig að um 100 smásögur og nokkru færri ljóð komu til lokadóms. Ég var annar þessara frumdómara og las þess vegna yfir 1036 smásögur og ljóð. Málfarslega skiptust ritsmíð- irnar í' tvo flokka: þær vanmátt- ugu, klaufalegu, illa stafsettu — og þær lipru, smellnu og vel stíl- uðu. En inntakið, sem reynt var að tjá, var hið sama bæði í klaufa legum og liprum stílum: sektar- kennd, angist og einmanaleiki. — Það var eftirtektarvert, að gæðin metin eftir reglum forlagsins, voru óháð forminu. Flestir hinna ungu höfunda höfðu tekið verk efnið: smásaga eða ljóð alvar- lega, en þær ritgerðir, sem voru samdar sem esseiur eða svip- myndir eða venjulegir skólastílar um sjálfvalið efni voru ekki frjáls ari að formi og inntaki en smá- sögurnar. Ljóðin höfðu mjög lítið fram að færa. Þau voru flest flat rímuð, fáein stælingar á gullald- arljóðum og einstaka tilraun til nútímaljóða. Ljóðin voru um þriðjungur allra verkanna, og þar sem sumar frásögurnar fylltu tvær eða þrjár stílabækur, bar mjög lítið á ljóðlistinni í heild inni. Ritsmíðirnar voru mjög líkar að hugblæ, mörg ákveðin efni komu hvað eftir annað fyrir í nær því algjörlega sama búningi, oð ákveð in áhrif mátti þekkja mjög víða. FLESTIR stílanna fjölluðu um samskiptavandamál af einhverju tagi: þá, sem voru útundan heima fyrir, þá, sem voru útundan í skól anum og meðal félaganna á göt- unni, og yfirleitt enduðu þeir hörmulega. Stúlkan, sem átti vond an stjúpföður og drykkfellda móð- ur, hóf nám í nýjum skóla, var þar ákærð fyrir þjófnað „og lét sig að lokum falla niður í svartan, skvampandi sjóinn í höfninni”. Drengurinn, sem byrjar á inn- brotum með slæmum félögum til þess að sýna, að hann sé maður með mönnum, verður uppvís að þessu, faðir hans flengir hann og „nú situr hann í unglingafang- elsi og iðrast illgjörða sinna“. Aðrir hlupu að heiman frá óþol- andi heimilum og höfnuðu á barna heimilum o. s. frv., o. s. frv. Allar slíkar stofnanir koma oft við sögu sem hótanir, sem refsing. Margt benti til þess, að barna og ung- lingaverndin taki á sig hreina miðaldamynd í vitund þessa unga fólks — og í smásögunum er refsað fyrir smáyfirsjónir, sem 1 „veruleikanum" myndu oftast af- greiddar án afskipta lögreglunn ar, með margra ára vatni og brauði. Þessi hugmynd um járnhart „réttlæti" þjóðfélagsins gagnvart börnum kemur einnig fram í mörg um barna og unglingabókum. en þó einkum í vikublöðunum, þött atburðirnir séu þar að vísu látnm gerast í öðrum löndum. Önnur vikublaðamynd, sem greinile§a hefur haft áhrif, er „lífsreynslu- saga“, (fyrirsögnin kom hvað eft ir annað fyrir) — svo kölluð sönn saga um einhverja homreku ÞÍ°D félagsins: Gamall flakkari finnst látinn með höndina kreppta vlð hjartastað utan um mynd af dótt- ur sinni, frægri leikkonu. það er krypplingur, yfirgefinn a börnum sínum, sem hugsar til 11 innar ævi á andlátsstundinni- útslitin húsmóðir, sem tekur ,0 margar svefntöflur, af því að dótt- ir hennar er farin „að selja sig‘ • Ég rakst einnig á nokkrar rit" gerðir, þar sem sælulífi ýfir' stéttanna í glæsilegum höllum var lýst, félagi minn var alveg a drukkna í slíkum lýsingum- einmn stað lék ungur, einmana greifi Chopin-lög fyrir fátæ^3; blinda stúlku; það var nærri ÞV1 hægt að sjá glansmyndina úr vik11 blaðinu fyrir framan sig: 8re' jnn skrautklæddur, en unga, fa lega stúlkan í tötrum. Dæmigerð fyrir allan þennan flokk var sagan um vandamál kyn blendingsdrengs eða -stúlku, en hún kom svo oft fyrir og i sV® líku gervi, að manni varð ljóst, a einmanaleikinn, vitundin um a^ vera öðru vísi og vekja athygl1’ eins óafmáanlegur og dökkt 110 und, og að það er ei hægt að hu88 ungling með því, að einmanale1 inn hverfi, fremur en kynblen ing með því, að hörundslitur dofni. Aðeins í fáum þessara 6 kom fram nokkur verulegur sJUu* 470 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐXÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.