Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 7
ingur á kynþáttavandamálum eða Urnburðarlyndi gagnvart öðrum einförum, hornrekum — í einum stílnum var það meira að segja svo, að feita (og um leið heimska) sielpan í bekknum gekk lengst í Þyí, að stríða blökkustúlkunni, og ^egar almenningsálitið snerist á Sveif með blökkustúlkunni, fékk Su feita að finna fyrir því, á á- Þreifanlegan hátt, að hún var — ieit. í sumum stílanna var litið á úlakkan hörundslit sem eitthvað leiðinlegt sem þó verður að þola, eins og freknur eða gilda fót- i°ggi, í öðrum, sem einnig voru úetur stafsettir og samdir og úentu á meiri greind, var hörunds liturinn vegsamaður — það var kétra og fegurra að vera þeldökk Ur. og það sáu félagarnir líka að iokum eða skildu það aldrei. t ^NNAR STÖR flokkur hafði sætt éhrifum frá æsibókmenntum: Slíepasögum af ómerkilegasta tagi, húrekasögum, stríðsbókum og hvikmyndum. Þetta voru harð- soðnar frásagnir: nákvæmar lýs ’Ogar á manndrápum, pynding- úm ofbeldi, blóði og þjáningum. Hver einstakur stíll kom að iafnaði óafvitandi hlægilega fyr- ir> vegna þess hve kæruleysislega Var farið með „harðsoðnar" 'úissjur á röngum stöðum, en heildarmyndin var langt frá því að vera hlægileg, — hún var átak ar*leg. Sögurnar voru oft mjög siðferðilegar: glæpamennirnir Voru hengdir eða skotnir í dögun, °g sá sem stal bíl og þeyttist út á bjóðveginn með 160 km hraða var viss með að liggja fáum mínútum siðar sundurtættur fyrir utan veg- 'hn. Ellegar öll von var gefin UPP og menn voru seldir í hendur ’hiskunnarlausum nazistaböðlum eða aftökusveitum. Hörmungar stríðsáranna: fanga húðir, hernám og vopnaviðskipti °§ hörmungar eftirstríðsáranna: h.iarnorkuhætta og stjórnmála- hiannaharðstjórn, sem flest full 0rðið fólk hefur skipað ákveðinn Sess í samhengi, sem hægt er að h°la, sem menn verða að lifa við °ða reyna að sigrast á, þetta kom fram í stílum barnanna (tjáð í hiissjum, oft illa viðeigandi) sem Óljós angist, sem var efld af ókunn ugleika. Eða það er kannski rétt ara að segja, að þessi börn vita of mikið um tæknileg atriði í sam- bandi við gerð fangabúða og notk un gasklefa. Þau virðast hafa erft vantrú þeirra, sem lifðu hörmung ar stríðsins af, á framtíðina, en sú vantrú var sprottin upp úr reynslu. Þeir stílar, sem fjölluðu um ást ir voru undarlega fáir, þegar til- lit er tekið til þess, hve margar ,,vikublaðssögur“ af öðru tagi komu fyrir. Og vikublöðin eru ekki vön að draga af sér, þegar ástin er annars vegar. Ástarmál komu þar lítið yið sögu. Aðeins ein ritsmíð fjallaði beinlínis um kynferðis- mál. Annars kom aðeins fram í þeim mikil og óskilgreind um- hyggjuþörf, tjáð með óljósu orða lagi, og öryggisþrá. í einni sög- unni sátu unglingarnir, fimmtán eða sextán ára ga,mlir og hófu að tala um framtíðina eftir „fyrsta kossinn”. Atburðarásin var með litlum frávikum þessi: Maríanna liggur í rúminu og leiðist, hún vill hvorki tala við móður sina né litla bróð ur, skólabækurnar getur hún ekki lesið, og það rignir stríðum straum um fyrir utan. Þá hringir síminn allt í einu. Það er Jörgen, foringi strákahópsins, sem er öðru vísi en allir hinir, en þó viðurkenndur. Hann býður henni á dansleik. Gleðin og tilhlökkunin verða mik- il. Á dansleiknum svíkur hann hana og tekur saman við beztu vin stúlku hennar. Hún hefur glatað þeim báðum og heldur að sorgin ætli að leggja sig í gröfina. Elleg- ar sögunni lýkur þannig, að hann dansar við hana allan tímann, hún horfir djúpt inn í dreymandi augu hans, hann fylgir henni heim í óveðrinu og lýkur sterkum örm um xun hana, svo að „hún skalf eins og ísköldu vatni væri hellt niður á bak á henni“. Þetta síð- asta er auk þess að vera rétt at- hugun á tilfinningu vikublaða- orðalag jafngamalt vikublöðun- um. Sögur af þessu tagi voru álíka margar eftir pilta og stúlkur. Og um allar ritsmíðarnar má segja, að erfitt var að sjá af efninu, hvort höfundurinn var piltur eða stúlka og líka hvort hann var úr kaapstað eða sveit. ÞAÐ ER augljóst, að efni, sem hefur verið siktað eins mikið og þetta, verður að taka með margs konar fyrirvara. Sumir móður- málskennararnir höfðu meira að segja misskilið verkefnið í veiga miklum atriðum. Unglingunum var þarna auk þess gert að taka þátt í samkeppni, þar sem full- orðnir menn settu skilyrðin og efnið skyldi metið með augum fullorðinna manna. Þessar kröfur uppfylltu unglingarnir með því að líkja eftir þeim ritum^ sem þeir þekkja og þeim finnst auðveldast að þekkja sig sjálfa í. Þeir fyrir varar, sem verður að gera, eru óendanlega margir, ef unnt á að vera að segja eitthvað um ung- linga á aldrinum 14—17 ára á grundvelli þessara stíla. Það er t. d. alkunna, að það er auðveld ara að skrifa um eitthvað ljótt en eitthvað fagurt, léttara að skrifa sorglega en skemmtilega. Samt hlýtur lesandinn að spyrja sjálfan sig, hvers vegna um 1500 börn hafa kosið að fjalla um ein- stæðinga, gamalmenni, blinda menn, afbrotafólk, — hvers vegna gerði allur þessi hópur sér far um að tjá vonleysi, örvæntingu — Framh. á bls. 479 Meðfylgjandi grein, sem er eftir LULU GAU- GUIN, birtist fyrir skömmu í danska blaðinu Akt- uelt og fjallar því að sjálfsögðu um danskar að- stæður og dönsk viðhorf. En engu að síður kann margt í henni að eiga við víðar, jafnvel hér á landi, og því birtum við þessa grein í lauslegri þýðingu. ALÞÝÐUBLAÐXÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 47 ^

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.