Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Síða 11
viku frá Riga án tollskoSunar. Út
mátti einriig flytjá þrjá vagria á
viku, og það notfærðu sér þeir
diplóniatar, sem höfðu áhuga á að
flytja burtu myndir, teppi og aðra
dýrgripi, sem hægt var að fá
fyrir sama og ekkert í Rússlandi.
I annan stað rakst ég á hóp her-
manna úr Rauða hernum, sem
bjuggu í hreysi í bakgarðinum og
stóðu vörð umhverfis hús okkar.
Þegai' ég bar mig upp undan
Þessu við utanríkisráðuneytið, var
hlér sagt, að varðmdnnirnir væru
þarna- til að vernda okkur vegna
þess hve kalt Rússum væri til
Breta eftir hernaðaríhlutun
þeirra. Eg svaraði því til, að bolsé-
vikar væru ekki vinsælir í Eng-
landi heldur, og það kynni að
konia til álita að láta Krassin fá
nokkra lögreglumenn til fylgdar,
hvar sem hann færi í London.
f’essari hótun var svarað með því,
að varðmennirnir hurfu eftir fá-
eina daga. — í þriðja lagi var
hiikið rými í húsi okkar, sem
viðsþurftum mjög á að halda, upp-
fekið, því að þar sat „upravdom
eoa húsvörður, en slíkt var skylda
1 öllum húsum í þá daga. Hann
liarðneitaði að víkja og við gátum
eidti annað gert en það sem við
gerðum. Dag nokkurn, þegar hús-
vörðurinn fór út, læstum við her-
öergisdyrum hans og neituðum að
ideypa honum aftur inn í liúsið.
f þá daga var auðvelt að ráða
fvam úr málum sem þessum.
Viðskiptasamningurinn, sem
atti að leiða til þess að „friðsamleg
verzlunarviðskipti” hæfust aftur
*dUi Rússlands og Stóra-Bret-
'ands, var undarlegt plagg.Megin-
efni þess var gagnkvæmt sam-
k°mulag undirskrifenda um að
^eir skuldbindu sig til að hafa
ekki í frammi áróður hinum í
óhag. Þetta var orðað á þessa
leið;
»að hvorugur aðili hafi í
rammi aðgerðir eða athafnir
jíandsamlegar hinum aðilanum né
afi í frammi utan landamæra
^hna neinn opinberan áróður,
Jeinan eða óbeinan, gegn brezka
eimsveldinu eða Sovétríkjunum;
nánar tiltekið, að ríkisstjórn Sov-
etl'íkjanna geri engar tilraunir,
d'rnaðarlegar eða diplómatískar
e®a á neinn annan hátt, til þess að
hvetja þjöðir Asíu til neins konar
áðgerða, fjaridsamlegra brezkum
hagsmunum eða brezka heims-
veldinu, einkum í Indlandi og
hinu sjálfstæða ríki Afghanistan.
Ríkisstjórn Bretlands skuldbindur
sig til hins sama, hvað snertir
lönd þau, sem áður voru hlutar
Rússaveláis, en nú hafa öðlazt
sjálfstæði.”
Setningin „hafa í frammi opin-
beran áróður”, felur í sér, segir
síðar í samningnum, „að samn-
ingsaðili aðstoði við eða ýti undir
áróður ulan landamæra sinna,”
og báðir aðilar féllust á „að gefa
starfsmönnum sínum og öllum,
sem undir þeirra stjórn eru sett-
ir, nauðsynleg fyrirmæli um að
fara eftir þeim ákv'æðum, sem að
framan segir.”
Sú skoðun, að Sovétríkin færu
ekki eftir þessu ákvæði um að
beita ekki áróðri, var stöðugt
árekstraefni næstu árin. Það virð-
ist auk þess hafa verið undarlega
skammsýnt, að láta bannið við á-
róðri aðeins ná til „opinbers” á-
róðurs þegar það er haft í huga,
að þriðja alþjóðahreyfing komm-
mnista, sem Lenin hafði myndað
á grundvelli alþjóðahyggju kenn-
iriga Marx og Engels, stóð í
ströngu um þessar mundir við að
grafa undan nærliggjandi „borg-
aralegum” ríkjum. Fagnaðarerind-
ið um „heimsbyltingu,” sem
Trotzky boðaði og sem var í sam-
ræmi við orð Lenins sjálfs, hlaut
að vekja andúð í nágrannalönd-
um, sem ekki lutu stjórn komm-
únista, en þau litu á það sem
stríðsyfirlýsingu. Ef spásögn
Trotzkys rættist, átti Moskva að
verða miðstöð kommúnistaríkja,
sem stöðugt myndi fjölga, unz þau
næðu um allan heim. Til þess að
ná þessu marki, gekkst Komin-
tern fyrir undirróðri og áróðri,
sem átti að valda hruni kapítal-
ismans.
Þessi var skoðun Trotzkys, og
til ársins 1927 tryggði mælska
hans, að á liann var hlýtt. Stalin,
sem var einn þeirra þriggja, er
tóku við völdum eftir lát Lenins,
sá þriðji var Zinoviev, var and-
vígur kenningu hans um „heims-
byltingu.” Stalin hélt því fram, að
Rússland væri þegar nógu stórt
Tsjitsjerín utanríkisráðherra
talistaríkjunum byrginn. Landið
gæti fullkomlega staðið á eigin
fótum og ætti að beita allri orku
sinni til að byggja upp fyrsta sós-
íalistaríkið. Þess vegna féll „nýja
efnahagsstefnan” fljótlega í
gleymsku. Komintern hafði hins
vegar hlutverki að gegna áfram
og hélt áróðursgildi sínu lengi,
og þau samtök áttu sök á flestum
þeim erfiðleikum, sem hindruðu
framkvæmd viðskiptasamningsins.
Þeir ráðamenn, sem ég hafði
mest samskipti við í Moslrva, voru
auðvitað Tsjitsjerín, utanríkisráð-
herra frá 1918, og Litvinov, sem
var skipaður aðstoðarutanríkis-
ráðherra 1921 og tók við af þeim
fyrrnefnda sem utanríkisráðherra
1930. Eg vona, að lesendur fyrir-
gefi mér, þótt ég fjalli hér nokkuð
ítarlega um Tsjitsjerin.
Georgi Vassilevitsj var ítalskur
að ætt. Forfeður hans, sem héttt
og nógu öflugt til að bjóða kapí-
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 49^