Vísir - 24.12.1962, Page 8

Vísir - 24.12.1962, Page 8
24 V í SIR . Mánudagur 24. desember 1962. KRISTUR ER I HEIMINN BORINN Fimm manns eru hér frammi fyrir Kristi. Nú sem fyrr eru þeir ímynd jafn margra áfanga í æviferli mannsins. — Fyrst er María mey. Þetta likneski hennar stendur við að- aldyr hinnar frægu dómkirkju í Reims. Höfundur myndarinn- ar er með öllu ókunnur. María er í heimsókn hjá Elísabet frændkonu sinni og snýr sér að henni. Hún stendur þarna, ung mey, þroskaleg, al- vörugefin. í sálu hennar endur- ómar boðskapur sá, er engillinn flutti henni. Fyrirheit hans hef- ur kveikt sæla von í brjósti hennar. Hún mun eignast son og hann mun „verða kallaður sonur hins hæsta“. En þrátt fyrir gleði sína virð- ist svo sem hún horfi með kvíða til framtíðarinnar og skynji, að hlutskipti sitt muni verða þung- bært. KRISTS ER VON Á næstu mynd, sem er eftir Filippo Lippi hefur fyrirheitið rætzt. í innilegri móðurgleði og auðmjúku þakklæti beygir hún sig niður að barninu: „Sjá, ég er ambátt Drottins, verði piér efti^orðum þínum.“ Brátt berast henni ógn- þrungnir fyrirboðar og tákn þess, er koma skal. Heródes konungur sækir eftir lífi sonar hennar. En þegar hún fer með son sinn i helgidóminn tii að færa hina lögboðnu þakkarfórn kemur gamail maður, guð- hræddur og skyggn, til hennar og segir: Sonur þinn „er settur .... til tákns, sem móti verður mælt, — já, sverð mun jafnvel nísta þína eigin sálu.“ Og svo varð. Á myndinni stendur María undir krossi sonar síns. Hún horfir á hann deyja: Það er fullkomnað. Hún finnur hversu sverðið nístir sálu sína, og nú skilur hún til fuils hver örlþg þau voru, er henni höfðu áður verið boðuð. KRISTUR KROSSFESTUR Næsta mynd sýnir einn af Iærisveinunum. Er Jesú neytti kvöldmáltíðarinnar með Iæri- sveinum sinum mælti hann til þeirra: „Sannlega segi ég yður, einn af yður mun svíkja mig.“ Meistaralega túlkar Jóh. Seb. Bach atburð þenna í hinni djúp- úðgu Mattheusar-passion sinni. I dramatiskri kórfúgu lætur Bach lærisveinana syngja: „Herra, er það ég, er það eg ....?“ Siðan fylgir harmljóð úr hinum kunna sálmi: „Hver hefur ljóstað þig?“ (Lag: Ó, höfuð dreyra drifið) og efldur kórinn svarar: „Það er ég“. „... þar kom að því, að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og iagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í 'gistihúsinu“. (Lúk. II, 6.—7.). (Hluti úr mynd, Fæðing Jesú, eftir ítalska listamanninn Filippó Lippi. Byrjun 15. aldar). í mynd sinni nuin Rienmen- schneider einmitt hafa viijað túlka þetta augnablik. Læri- sveinninn snýr andiiti sínu undan. Hann horfir aftur fyrir sig, út úr altaristöflunni, til safnaðarins, eins og hann vildi segja: — Það er ég, það erum við allir, sem höfum svikið Jesúm. Með óviðjafnanlegu innsæi hafa báðir þessir miklu meist- arar, Bach og Riemenschneider, hér túlkað bámark passíunnar. Það er þessi sektarjátning, sem gerir okkur öli að aðiium i þess um mikla harmleik og tengir okkur persónulega órofabönd- um við píslarsögu Jesú Krists. KRISTUR SVIKINN Síðasta myndin sýnir nútima- manninn í gerfi beiningamanns- ins, eftir Barlach. Styðst hann við hækjur sínar. Axlir hans eru kýttar, magnþrota fær hann vart haldið uppi höfði sínu. Hann er gagntakandi ímynd mannlegrar örbirgðar og fall- valtleika. Hann hefur hér upp augu sín, sem eru nálega slokknuð. Og hann ákallar Guð sinn í auð mýkt hjarta síns. Allt er glatað. Vonin ein lifir. Þar með er hringnum lokað. * — — Þessar fimm myndir, sem hér hefur verið brugðið upp, segja í rauninni meira. Þær túlka ekki aðeins tilveru okkar sem einstaklinga, heldur einnig písiargöngu þjóðanna i gegnum aldirnar: Maríumyndin í Reims er frá byrjun 13. aldar. Ber hún þess merki, að hún er til orðin á því skeiði sögunnar er listrænn þroski í Frakklandi hafði náð vissu hámarki. List kristinnar kirkju stendur þá i morgun- roða óvæntrar þróunar, hafði hún þá brotið af sér hinn kreddubundna strangleika, sem áður ríkti. Fegurð náttúrunnar og einkum þó ásjóna mannsins eru nú að vakn? til nýs lifs í myndlistinni. Þess vegna tókst jjl . m-. mm • - mm „En á þessum dögum tók Maria sig upp . . . og heilsaði Eiísabetu . . . ' og Elísabet mælti: Blessuð sért þú meðal kvenna, og biessaður sé . 4 ávöxtur kviðar þíns ... Og Maria sagði: önd mín mikiar Drottin ... s því að hann hefur litið á lítilmótleik ambáttar sinnar; því sjá, héðan »af munu allar kynslóðir mig sæla segja“ (Lúk. I, 39—48.). (María í heimsókn hjá Elísabetu.' Höggmynd við aðaldyr dómkirkjunnar í Reims, Frakklandi. 13. öld. Höf. ókunnur). það nú að túlka í mynd Maríu endurskin nýrrar vonar og hinn ar fyrirheitnu sælu. Hér er feg- urð, tign og yndisþokki kon- unnar, — sem áður höfðu að- eins þekkzt í iistum áður hjá Fom-Grikkjuni, — samofið kristilégum innileika. Guðsmóðir Lippis er frá byrjun 15. aidar. En um þær mundir er liðið að lokum tíma- bils hinnar gotnesku listar. Nú er ekki lengur litið á jörðina sem táradal. Fegurð náttúrunn- ar hefur nú fyrir aivöru göngu sína inn í heim myndlistarinn- ar. Reims-íímabilið hafði því aðeins revnzt vera skamm- vinnur morgunroði, sem aftur hafði horfið fyrir þunga hins gullhlaðna himins gotneslcu listarinnar. En nú, um miðja 15. öldina, er kominn hábjartur dagur. Má auökenna tímabil Filippo Lippis á ítaliu sem óskastund andlegs og listræns jafnvægis. Virðist það heldur ekki vera nein tilviljun, að þessi innilega mynd af Guðs- móður skyldi einmitt koma nú fram. í ævi Maríu, eins og myndin sýnir hana, er einnig náð áfanga jafnvægis sálar og OG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.