Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S taddur í Kaupmannahöfn 10. des- ember fyrir réttu ári blasti við mér heilsíðugrein um heyrnarlaus börn og vandamál þeirra í Politik- en, jafngildir heilli opnu hér í blaðinu. Reyndist vera sú fimmta í greina- flokki sem saman höfðu tekið Mona Samir Sørensen og Anne Bech-Danielsen, og sá enn ekki fyrir enda skrifanna. Fyrri greinar höfðu birst 2., 3., 5. og 6. desember. Á að- alstöðum blaðsins náði ég að festa mér þrjár í viðbót en eina var einhverra hluta vegna ekki að finna í auglýstu eintaki. Hér var um eins konar rannsóknarblaðamennsku að ræða er tók fyrir allar hliðar tilveru heyrnarlausra barna, daglegt líf, uppeldi og velferð. Hinar mörgu hindranir sem á vegi þeirra verða og almenn vandamál, jafnframt möguleika til menntunar og réttarstöðu í þjóðfélaginu. Skemmst frá að segja um að ræða viðamestu, skilvirkustu og hlutlægustu úttekt á vanda- málum barna, sem fæðst hafa heyrnarlaus/ heyrnarskert eða misst heyrn í frumbernsku, sem nokkru sinni hefur borið fyrir augu mín. Eðlilega hafa flest þeirra ekki vott af því sem nefnist heyrnar-, mál- né talminni, und- irstöðum þess að talmál nái að þróast á nátt- úrulegan hátt. Frá fyrsta degi eru þolendur þannig sviptir því sem vísindamenn skilgreina sem útvörð allra annarra skilningarvita mannsins, eru um leið sammála um að sé mikilvægast þeirra. Svo mikilvægur er þessi útvörður manninum að hann er í viðbragðsstöðu og fullmótaður við fæðingu. Þá er heyrnin til muna flóknara og merkilegra skilningarvit en menn almennt gera sér grein fyrir, jafn sjálf- sögð og hún er þeim sem fengið hafa í vöggu- gjöf, með sanni kraftbirtingur sköp- unarverksins. Um þýðingu heyrnarinnar verður ekki deilt, skiptir sköpum fyrir þroskamöguleika mannsins frá fæðingu og langt fram eftir aldri, allt líf hans frá vöggu til grafar. Að fæðast án heyrnar eða missa hana í frumbernsku, á unga aldri, gelgjuskeiði eða seinna á lífsleiðinni fullkominn viðsnúningur náttúrulegra samskipta manna á meðal, og í flestum tilvikum ber missirinn í sér af- drifaríkar afleiðingar. Aðalatriðið að rétt sé brugðið við frá upp- hafi, um leið að menn geri sér nokkra grein fyrir því að um stigbundið svið er að ræða, helst í þá veru að ekki er mögulegt að alhæfa meinið og búa til algildar lausnir. Aldur og aðstæður gegna hér eðlilega stóru og afger- andi hlutverki í lífi hvers og eins. Einstakir öðrum lánsamari um skilning aðstandenda sinna, alast upp í menntuðu, heilbrigðu og fordómalausu umhverfi, eru undir hand- leiðslu sérkennara sem eru færir um að miðla þeim táknmáli og/eða varalestri. Hvað hverj- um hentar betur sem aðalmál fer að sjálf- sögðu eftir því hvar einstaklingurinn er á vegi staddur, þ.e. hvort hann sé fæddur heyrn- arlaus/heyrnarskertur eða hafi misst heyrn- ina eftir að nokkrum málþroska var náð, jafn- vel altalandi, sömuleiðis skiptir næmi og metnaður vitaskuld miklu. Álitið er að 5% hverrar þjóðar eigi við heyrnarleysi/heyrnarskerðingu að stríða, segir okkur að hér á landi séu þeir um 15.000. Af þeim munu sirka 250 vera fæddir heyrn- arlausir/ heyrnarskertir en sirka 14.750 misst heyrnina, orðið fyrir heyrnarskerðingu í frumbernsku, á unga aldri eða seinna á lífs- leiðinni. Inn í þessa tölu falla auðvitað ein- staklingar er daprast heyrn með árunum og það er ekki svo lítill fjöldi og er eðlilegur gangur náttúrunnar. Þessi skipting gekk mjög í sundur fyrir nokkrum áratugum, fækkaði stórlega í fyrri flokknum, mikið til vegna tilkomu lyfja, aðallega pensilíns, þó einkum skyldubólusetningar gegn rauðum hundum, en samtímis fjölgaði jafnt og þétt í seinni flokknum vegna margs konar og stig- magnandi áreitis á heyrnarstöðvarnar. Sýklalyf eins og pensilín, einkum gagnlegt gegn sýkingum af völdum svonefndra gramjákvæðra gerla, var uppgötvað 1928. Lyfið slær á heilahimnubólgu og fylgikvilla hennar, og hefur stórlega fækkað tilfellum, ásamt með nýjum afbrigðum með víðtæka verkun, svo sem ampisíllíni, amoxillíni og prívmesillínami. Í seinna fallinu er stigmagn- andi hávaði í umhverfinu mikið til orsaka- valdurinn, til að mynda frá vélknúnum far- artækjum í stórborgum, lofti og láði, að ógleymdri háværri tónlist. Vel þekkt fyr- irbæri að iðkendum daprist heyrn ásamt því að njótendur hallir að mestri hljóðtíðninni munu naumast betur settir. Flestum má vera ljóst, að börn sem fæðast heyrnarlaus/ heyrnarskert eru hér alveg sér á báti, jafnvel eins til tveggja ára ungbarn með eðlilega heyrn er mun betur sett til mál- þroska eftir heyrnarmissi, ennfremur auð- veldara að ná til þess. Væri þó óréttlátt að vísa hér sérstaklega til Helenar Keller, sem mun hafa verið eins og hálfs árs þegar hún missti heyrn og sjón en náði því afreki að skilja og tala fjögur tungumál, þó á sinn sérstaka hátt. Með nokkrum rétti má segja að Helen hafi verið þvinguð, jafnvel lamin til máls, því hún streittist af lífi og sál á móti lengi vel. Litið til kvikmyndar um ævi hennar var hún í meira lagi erfiður og ódæll nemandi, þó nokkur spurn hvort ekki hafi verið beitt sömu aðferð- um við erfið heyrandi börn á þeim tímum, raunar alþekkt. Inn í ferlið fléttist einnig saga tveggja fórnfúsra kvenna, kennara og ritara, sem hver eftir annarri stóðu við hlið hennar, að ógleymdu auðugu foreldri sem öllu vildu fórna fyrir dótturina. Saga Helenar Keller er einstök, einkum þegar litið er til þess hve snemma hún missti heyrn og sjón, og þess annars hve mennt- unarskilyrði slíkra voru frumstæð í upphafi síðustu aldar. Gefur þó mikilvæga innsýn í þá þroskamöguleika sem þrátt fyrir allt eru fyrir hendi, þótt djúpt liggi. Ef tekið er dæmi af fjögurra ára barni sem missir skyndilega heyrn er það komið nokkuð áleiðis til málþroska þegar áfallið dynur yfir, hefur þar af leiðandi til að bera umtalsvert innbyggt hljóð-, mál- og talminni. Og þótt sjálfur málþroskinn sé enn ófullkominn hefur barnið mikla möguleika á að þroska hann áfram ef rétt er farið að hlutunum. Vitaskuld ennþá betur sett ef það er orðið stálpaðra, segjum sex, átta eða tíu ára, og hefur náð nokkrum og jafnvel drjúgum tökum á lesmáli, ef ekki framúrskarandi góðum eins og gerist í sumum tilvikum. Í framhaldi af þessu er mikilvægt að fram komi, að skyndilegur heyrnarmissir hefur að- eins í einangruðum tilvikum í för með sér að þolandinn missi líka mál og málkennd. Einnig að náttúran velur ekki út þá tornæmu til ferðalags inn í heim þagnarinnar, hvorki við fæðingu né í æsku, líkt og fólk almennt og það sem verra er kennslukerfið virtist lengstum álíta. Í hvorum hópnum fyrir sig skiptir sköpum að rjúfa þá einangrun sem viðkomandi eru dæmdir til að lifa með. Hér hefur sá ein- staklingur sem kemur þannig skaptur úr móðurkviði enga völ, þekkir ekkert annað, er jarðtengdur þögninni, elst upp með henni. Upplifir umhverfið sem hljóðlaust eða nær hljóðlaust fyrirbæri, þótt vitaskuld geri hann sér fljótlega nokkra en mismikla grein fyrir þessu skilningarviti. En hinn sem missir fyr- irvaralaust heyrn á unga aldri er að mörgu leyti ólíkt betur settur, innbyggt heyrnar tal og málminni þegar jarðtengt. Sannarlega sak- ar svo ekki til áframhaldandi málþroska að þolandinn hafi verið gæddur góðri tónheyrn og tónminni. Hér er aftur um tvo aðgreinda hópa að ræða en skarast þó við ýmsar tilfall- andi aðstæður, allnokkrir sem missa heyrnina ungir finna sig helst í menningarheimi heyrn- arlausra, samlagast honum, einnig aðrir sem aðlagast veröld hinna heyrandi. Spursmálið er engan veginn hverjir séu meira heyrn- arlausir, það getur verið á sinn hvorn veginn, öllu heldu bættum a grunni. En í bá ungis hál sem heyr og er ein að táknm heyrnarl miklu en nokkrum þeirra og málsorða og í endu 1988 opn margar d heyrandi verða jaf ast hjá he tækniþró því mati m reynslu a il notkun sem miss þroska. E ið að vega Einneg urinn að þeim sem er náð og ir þeirri h komandi kenndinn tímanum að beita m fullkomle ar táknm mál að de réttari, h inmáli hv vitað fars Til að v komandi bandi við tengdur l miðla sem myndir o hér miklu þjálfa sjó hugnast a kominn m heyrnarm anlega st hana ósjá öllu kring sem einn Mörg s verða ekk við að mi gáfum og réttar að Cornford hlaut Nó nokkrum heyrnina lands þar fyrir hey skólastig í leiðinni var í efna sögðu óm Af eðli heyrn Bragi Ásgeirsson fjallar um heyrnarleysi ’Í Englandi geta heyrnarlausir fengiðkostnaðarlausu, en menn þurfa skilyrð þjálfaðra sérfræðinga.‘ Englendingurinn Jack Askley, þingmaður af Stoke of T misheppnaðs uppskurðs en lagði ekki árar í bát. Áfram málsvari þeirra sem eiga við mótlæti að stríða. STARF KENNARA Þær miklu umræður, sem framhafa farið að undanförnu umstörf kennara vegna kjaradeilu þeirra við sveitarfélögin hafa opnað augu margra fyrir mikilvægi kennara- starfsins. Ætla má að miklu fleiri átti sig nú á því en fyrir fáeinum vikum, að það er engin leið að fá hæft fólk til að gegna þessu dýrmæta starfi nema greiða því viðunandi laun. Menntun er meginundirstaða lífsgæða okkar Ís- lendinga nú og í framtíðinni – ekki fiskimiðin, ekki orka fallvatnanna, því að þetta er einskis virði ef okkur skortir menntun og þekkingu til að nýta það með skilvirkum og skynsam- legum hætti. Ef við drögumst aftur úr í menntun munum við líka dragast aft- ur úr í lífsgæðum. Það skilar sér margfaldlega að gera vel við það fólk, sem menntar börnin okkar. Skilning- ur á þessu er nú meiri en hann hefur verið. Það er líklegt til að styrkja stöðu kennarastéttarinnar þegar frá líður. Kjarasamningar náðust loks í kenn- aradeilunni í gær. Það skiptir miklu máli að þeir náðust á frjálsum grund- velli, en breytir ekki því að aðstæður voru um margt sérstakar. Báðir samn- ingsaðilar töldu sig hafa ástæðu til að ætla að þeir gætu farið verr út úr gerðardómi en því, að semja sín á milli. Kennarar fá með þessum samn- ingum einhverjar kjarabætur, en því verkefni að tryggja kennurum viðun- andi kjör er ennþá ólokið. Hugsanlega var óraunhæft að ætla að það gerðist í einum áfanga. Það skiptir gríðarlega miklu máli að þær umræður um menntakerfið og mikilvægi góðra kennara, sem nú eru hafnar, haldi áfram. Þær eiga ekki að einskorðast við grunnskólann; þær snerta líka leikskóla, framhaldsskóla og háskóla. Á öllum skólastigum er þörf á okkar hæfasta fólki og til þess að það takist að laða það að kennara- starfinu þurfa skólar á öllum skóla- stigum að geta keppt við önnur fyr- irtæki í launum. Það er því mikilvægt að ræða nýjar hugmyndir og nýtt skipulag í mennta- málum. Morgunblaðið hefur vakið máls á þeirri leið að hvert sveitarfélag fyrir sig semdi við kennara í sínum skólum, þannig að til verði samkeppni milli sveitarfélaga um kennara. Kenn- arar hafa nú sjálfir léð máls á slíku. Ókostir miðstýrðra kjaraviðræðna hafa raunar komið svo skýrt í ljós und- anfarna mánuði að draga verður í efa að nokkur vilji endurtaka þann leik. Annar lykill að kjarabótum kennara felst, eins og Morgunblaðið hefur jafn- framt bent á, í því að koma á sam- keppni á milli einstakra skóla og láta fé fylgja nemendum. Ljóst er að und- anfarið hefur áhugi margra á einka- rekstri skóla farið vaxandi. Með hon- um má vafalaust slá margar flugur í einu höggi; stuðla að auknu frum- kvæði og fjölbreytni í menntakerfinu, bæta þjónustu við nemendur og for- eldra, stuðla að hagkvæmari nýtingu fjár skattgreiðenda og bæta laun kennara. Sem stendur skiptir mestu að tryggja frið um skólastarf í landinu og byrja á ný að byggja upp fólk, bæði nemendur og kennara. Þeir, sem ráða fyrir menntamálum, bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga, verða hins veg- ar að segja það mjög skýrt að mennt- un skiptir máli og það ber að stefna að því að halda áfram að bæta kjör þeirra, sem hafa að atvinnu að mennta fólk. „LITIR ORÐANNA MARGVÍSLEGIR“ Dagur íslenskrar tungu var hald-inn hátíðlegur í fyrradag, á fæðingardegi Jónasar Hallgríms- sonar, hinn 16. nóvember. Nú eru níu ár síðan menntamálaráðuneytið ákvað að beita sér fyrir því að þessi dagur skyldi helgaður sérstöku átaki í þágu íslensks máls. Af því til- efni hafa ýmsir einstaklingar verið heiðraðir „er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðastörfum eða kennslu og stuðl- að að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar“, eins og segir í reglum ráðuneytisins. Að þessu sinni taldi nefndin að Silja Aðalsteinsdóttir væri „einkar verðugur verðlaunahafi á Degi ís- lenskrar tungu“, og féllu verðlaun Jónasar Hallgrímssonar henni í skaut. Hún er þjóðinni að góðu kunn fyrir ritstörf sín, gagnrýni og blaða- mennsku og hlaut til að mynda Ís- lensku bókmenntaverðlaunin árið 1994 fyrir bók sína um ævi Guð- mundar Böðvarssonar. Sérstakar viðurkenningar fyrir að vinna ís- lensku máli gagn fengu Kvæða- mannafélagið Iðunn og Stranda- galdur sem stendur að baki Galdrasýningunni á Ströndum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók á móti verðlaunahafanum og þeim sem fengu viðurkenningar við hátíðlega athöfn á Ísafirði í fyrradag. Í sam- tali við Morgunblaðið í gær var haft eftir Silju af þessu tilefni að tungu- málið væri gríðarlega ríkt og litir orðanna margvíslegir. Jafnframt benti hún á að saga hvers orðs geti verið stór, og hvert þeirra geti haft ýmiss konar aukamerkingar. „Mað- ur verður að hafa það í leiðrétting- arhólfinu í höfðinu á sér, að merk- ingaraukar orðanna séu réttir miðað við það sem maður ætlar að segja,“ sagði Silja. Þessi orð hennar eru svo sannarlega eftirtektarverð. Ef Dagur íslenskrar tungu getur orðið til þess að fólk geti velt tungu- málinu fyrir sér með sama hætti og Silja þá er mikið unnið. Lykillinn að lifandi tungumáli er einmitt vilji fólksins sem það talar til að blása stöðugt í það nýju lífi. Þótt nauðsyn- legt sé að standa vörð um tungu- málið með margvíslegum hætti er ljóst að það lifir og þróast fyrst og fremst í munni og meðförum fólks- ins. Það er því brýnt að allir geri sér grein fyrir því stórkostlega tæki til tjáningar sem í því felst. Verðlaun á borð við þau sem veitt eru á Degi ís- lenskrar tungu þjóna einmitt þeim tilgangi að hvetja fólk til dáða á því sviði og er það vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.