Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 49 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa bað og jóga kl. 9, boccia kl. 10, myndlist kl. 13, vídeóhornið kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna, kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði og útskurður kl. 13–16.30, mynd- list kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, söngur, fótaað- gerð, félagsvist á morgun. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–14 opin handavinnustofa, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 15–15.45 kaffi. Félag eldri borgara Reykjavík | Staf- ganga kl. 11, brids kl. 13, námskeið í framsögn kl. 16.15, félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbburinn kemur saman kl. 15 í stofu V12 í Ármúlaskóla. Vilborg Dag- bjartsdóttir les úr verkum sínum og ræðir málin. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK Gullsmára. Spilað mánu- og fimmtudag. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Eldri bridsarar vel- komnir. Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Gler- málun kl. 9, málun og karlaleikfimi kl. 13, trélist kl. 13.30, boccia-hópur kl. 15. Vatnsleikfimi kl. 8.30 í Mýrinni, spænska 400 í Garðabergi kl. 10.45, opið í Garðabergi kl. 13–17. Félagsstarf Gerðubergs | Kl 10.30 helgistund umsjón sr. Svavar Stef- ánsson. Frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin m.a. fjölbreytt fönd- urgerð. Allar upplýsingar á staðnum, s.575–7720 og www.gerduberg.is. Félagstarfið Langahlíð 3 | Messa séra Tómas Sveinsson kl. 10.30. Bingó kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, perlusaumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi kl. 9–16 kortagerð á vinnustofu. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa – bútasaumur kl. 9–13, boccia kl. 10–11, saumar kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30 kaffi og nýbakað. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótsnyrting, hár- greiðsla. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl. 9–16, listasmiðja glerskurður, leikfimi, kl. 10–11 aðstoð við böðun, sönghóp- urinn: Hver með sínu nefi kl. 13.30. Miðarnir á Edith Piaf komnir, engin rúta. Hárgreiðslustofa 568-3139. Fótaaðgerðarstofa 897-9801. Fram- sagnarhópur mánudag kl. 10 kennari Soffía Jakobsdóttir. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, sundleikfimi í Grafarvogs- laug kl. 9.30. SÁÁ félagsstarf | Tveggja kvöld dans- námskeið verður dagana 22. og 23. nóvember í sal IOGT að Stangarhyl 4. Námskeiðið hefst til 20 báða dagana. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v. böð- un, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45, enska, kl 10.15– 11.45 spænska, Kl. 10.30 fyrirbæna- stund í umsjón sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkjuprests, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, pennasaumur kl. 9, handmennt kl. 9 til 16, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, glerskurður og frjáls spil kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Sviðaveisla kl. 12.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður á eftir. Áskirkja | Hreyfibæn kl. 12–12.45. Op- ið hús milli kl. 14 og 17. Samsöngur undir stjórn organista. Kaffi og með- læti. TTT-samvera milli 17 og 18 (upp- taka stuttmyndar). TEN-SING, leik- og sönghópar milli kl. 17 og 20. Breiðholtskirkja | Biblíulestur í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar kl. 20– 22. Tilvist og trú. Bústaðakirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Þar koma foreldrar saman með börn sín og ræða lífið og tilveruna auk þess að hlusta á fyrirlestra. Allar nán- ari uppl. á www.kirkja.is. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10 til 12. Umsjón Anna Arnardóttir. Leikfimi IAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. www.digraneskirkja.is. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Grensáskirkja | Hversdagsmessa hefst kl. 19. Boðið er upp á létta tónlist og gott andrúmsloft. Fyrir stundina er hægt að kaupa léttan málsverð á vægu verði. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara kl. 15. Við byrjum stundirnar á að syngja gömlu góðu sálmana, síðan lesum við í Orði Guðs, biðjum, syngjum meira, fáum fræðslu eða vitnisburð og endum á því að fá okkur kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Ad KFUM kl. 20. „Trú og stjórnmál“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra talar um efnið. Upphafsbæn: Ómar Kristjánsson, hug- leiðing: Miriam Óskarsdóttir. Ein- söngur: Miriam. Allir karlar velkomnir. Langholtskirkja | Foreldra- og ung- barnamorgunn kl. 10–12. Fræðsla frá Miðstöð ungabarnaeftirlits. Umsjón hefur Rut G. Magnúsdóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi. Allir foreldrar ungra barna velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðarstund í hádegi. Léttur málsverður á eftir. Kl. 14 Samvera eldri borgara. Að þessu sinni höldum við á Þjóðminjasafnið þar sem þjóðminjavörður leiðir okkur um sali. Allir sextíu ára og eldri velkomnir. Kl. 17.30 KMS (15 –20 ára) Æfingar eru í Áskirkju. Neskirkja | Á fimmtudagsfundi í Nes- kirkju 18. nóvember mun Sigrún Gunn- arsdóttir ræða um Trú og lýðheilsu. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 og síðan verða umræður til kl. 13. Kaffihúsið op- ið og allir velkomnir. Neskirkja | Hádegiserindi kl. 12.15. Krakkaklúbburinn, starf fyrir 8 og 9 ára kl. 14.30. Leikir, spil, föndur og margt fleira. Umsjón Guðmunda og Elsa. Fermingarfræðsla kl. 15. Stúlkna- kór kl. 16. 9–10 ára. Stjórnandi Stein- grímur Þórhallsson. Uppl. í 896-8192. 60+ kl. 17. Kór fyrir 60 ára og eldri. Njarðvíkurprestakall | Spilakvöld aldraðra og öryrkja í Ytri-Njarðvík- urkirkju á fimmtudagskvöldum kl. 20. Umsjón hafa Lionsklúbbur Njarðvíkur, starfsfólk kirkjunnar og sókn- arprestur. Njarðvíkurprestakall | Ytri- Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli sunnudaginn 21. nóvember kl. 11 í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar og Natalíu Chow Hewlett organista. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og und- irbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Kynning Maður lifandi | Verslunin Maður lif- andi, Borgartúni 24, býður upp á ráð- gjöf í hómópatíu kl. 13–15 í vetur. Krist- ín Kristjánsdóttir hómópati aðstoðar viðskiptavini og svarar spurningum. Ráðgjöfin er ókeypis. Staður og stund http://www.mbl.is/sos NÆSTU kyrrðardagar í Skálholti verða sem hér segir:19.–21. nóv.: Glíman við sorg og þjáningu. Biðlisti opinn. Leiðsögn dr. Kristinn Ólason, sr. Sigfinnur Þorleifsson. 25.–28. nóv:: Við upphaf aðventu. Biðlisti opinn. Leiðsögn dr. Einar Sigurbjörnsson, sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir. 3.–5. des. Í nánd jóla. Leiðsögn dr. Hjalti Hugason, Ragnheiður Sverrisdóttir. 21.–23. jan. 2005: Ljós og myrkur í lífi og sögu. Leið- sögn sr. Sigurður Sigurðarson. Uppl. og skrán. í Skálholtsskóla s. 486 8870, skoli@skalholt.is. Morgunblaðið/Jim Smart Kyrrðardagar í Skálholti MATARLYST og myndlist mætast í versl- uninni Kjöt&kúnst í Hveragerði, þar sem komið hefur verið upp sýningarvegg, þar sem listamenn geta sýnt verk sín. Krist- ján Finnsson, húsasmíðameistari og for- stöðumaður Ölfusborga, opnaði á dög- unum sölusýningu á málverkum sínum í Kjöti&kúnst í Hveragerði. Kristján hefur sótt ýmis námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs og hefur notið handleiðslu Sigfúsar Hall- dórssonar og Katrínar Briem og fleiri kennara. Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Kristján er einnig formað- ur Myndlistarfélags Árnesinga. Kristján Finnsson sýnir í Kjöti&kúnst ROKKARAR á suðvesturhorninu og Suð- urlandsundirlendinu geta svo sannarlega fagnað nú um helgina, því risarokkveisla verður haldin í Ölfushöll í Ölfusi á laug- ardagskvöldið, 20. nóvember, þar sem fram mun koma rjóminn af íslenskum rokksveitum í dag. Þar verða hinar víðfrægu sveitir Mínus og Brain Police, en sú síðarnefnda hefur nýgefið út nýja hljómplötu. Þá verður á svæðinu sveitin Jan Mayen, sem einnig var að gefa út plötu, Hölt hóra frá Sel- fossi, Hoffman frá Vestmannaeyjum, sem voru að senda frá sér EP-plötu, Solid I.V., sem einnig voru að senda frá sér frum- burðinn og sveitin Perfect disorder. Að sögn Mikaels Jóns Jónssonar, skipuleggjanda tónleikanna, stefnir þessi uppákoma í að verða stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Suðurlandi. „Við erum fullvissir um að fólk sér ekki eftir að skella sér á þennan viðburð.“ Miðasala fer fram í verslunum Skíf- unnar í Reykjavík, BT á Selfossi, Hlíð- arenda á Hvolsvelli og Olísstöðinni á Hellu. Þá verða sætaferðir frá Reykjavík, frá Orkunni við Miklubraut kl. 20, Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 20 og Olísstöðinni á Hellu kl. 20.20. Mikael segir aðstandendur hlakka mjög til að sjá hvernig fer, enda sé stemmning fyrir tónleikunum með besta móti og um- tal mikið og gott. „Það er langt síðan fólki bauðst að fara með rútu úr bænum á góða rokktónleika,“ segir Mikael, sem kveðst með þessu vilja endurvekja ákveðna rokk- gleðihefð. „Ég man ekki til þess að það hafi verið haldnir almennilegir rokk- tónleikar utanbæjar í háa herrans tíð. Eina yfirskriftin yfir þessum tónleikum er bara rokk og ról.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Mínus verður meðal þeirra sveita sem leika á rokkveislunni í Ölfushöll. Risarokkveisla í Ölfushöll Miðinn á rokkveisluna er á 1.500 kr. og rútan á 500 kr. báðar leiðir. Húsið verður opnað kl. 20 og tón- leikarnir hefjast kl. 21. Aldurs- takmark er 18 ár. FJÖLDI íslenskra og erlendra lista- manna kemur saman í dag og á morgun á Nordica hóteli til að fjalla um norræna menningu í alþjóðlegu og nútímalegu samhengi á ráðstefn- unni Rætur – stefnumót við norræna menningu, sem haldin er í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráð- herranefndinni. Á ráðstefnunni verður leitast við að spegla norræna menningu í al- þjóðlegu samhengi og er fyrir- lestrum, umræðum og flutningi listamanna á verkum þeirra fléttað saman. Tilgangur ráðstefnunnar er að ræða þýðingu hins norræna menningararfs fyrir alþjóða- samfélagið og þátt hans í að efla lista- og menningarlíf líðandi stund- ar. Í þeim efnum er sérstaklega horft til nýrrar kynslóðar lista- manna á Norðurlöndum og sömu- leiðis til þeirra listamanna sem eiga rætur sínar að rekja til annarra landa og menningarheima. Velt verður upp spurningum eins og: Er norræn menning til í dag? Á norræn menning erindi í menningu samtím- ans? Hvað er það sem gerir norræna menningu frábrugðna öðrum menn- ingarstraumum? Er norræn menn- ing kannski ekkert frábrugðin ann- arri menningu? Eiga minimalismi, rímur og popptónlist eitthvað sam- eiginlegt? Sérstaklega er vonast eft- ir þátttöku og nærveru listamanna úr hinum ólíku listgreinum, starfs- manna lista- og menningarstofnana, stjórnmálamanna, fulltrúa fjölmiðla og síðast en ekki síst áhugasömum einstaklingum um vöxt og viðgang norrænnar menningar. Meðal þeirra sem taka þátt í Rót- um eru fjölmargir ungir listamenn frá Norðurlöndum sem starfa á al- þjóðlegum vettvangi óháðir átt- högum eða landfræðilegum afmörk- unum. Þá munu listamenn m.a. kynna verkefni sín í kvikmyndagerð og margmiðlun, ritstörfum, tónlist og fleiri listgreinum. Ráðstefnan hefst kl. 9 í dag og stendur til kl. fimm. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hilmar Örn Hilmarsson er einn þeirra íslensku listamanna sem koma fram á ráðstefnunni. Rætur – ráðstefna um norræna menn- ingu á Nordica hóteli MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.