Morgunblaðið - 18.11.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 18.11.2004, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 49 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa bað og jóga kl. 9, boccia kl. 10, myndlist kl. 13, vídeóhornið kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna, kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði og útskurður kl. 13–16.30, mynd- list kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, söngur, fótaað- gerð, félagsvist á morgun. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–14 opin handavinnustofa, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 15–15.45 kaffi. Félag eldri borgara Reykjavík | Staf- ganga kl. 11, brids kl. 13, námskeið í framsögn kl. 16.15, félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbburinn kemur saman kl. 15 í stofu V12 í Ármúlaskóla. Vilborg Dag- bjartsdóttir les úr verkum sínum og ræðir málin. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK Gullsmára. Spilað mánu- og fimmtudag. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Eldri bridsarar vel- komnir. Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Gler- málun kl. 9, málun og karlaleikfimi kl. 13, trélist kl. 13.30, boccia-hópur kl. 15. Vatnsleikfimi kl. 8.30 í Mýrinni, spænska 400 í Garðabergi kl. 10.45, opið í Garðabergi kl. 13–17. Félagsstarf Gerðubergs | Kl 10.30 helgistund umsjón sr. Svavar Stef- ánsson. Frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin m.a. fjölbreytt fönd- urgerð. Allar upplýsingar á staðnum, s.575–7720 og www.gerduberg.is. Félagstarfið Langahlíð 3 | Messa séra Tómas Sveinsson kl. 10.30. Bingó kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, perlusaumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi kl. 9–16 kortagerð á vinnustofu. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa – bútasaumur kl. 9–13, boccia kl. 10–11, saumar kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30 kaffi og nýbakað. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótsnyrting, hár- greiðsla. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl. 9–16, listasmiðja glerskurður, leikfimi, kl. 10–11 aðstoð við böðun, sönghóp- urinn: Hver með sínu nefi kl. 13.30. Miðarnir á Edith Piaf komnir, engin rúta. Hárgreiðslustofa 568-3139. Fótaaðgerðarstofa 897-9801. Fram- sagnarhópur mánudag kl. 10 kennari Soffía Jakobsdóttir. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, sundleikfimi í Grafarvogs- laug kl. 9.30. SÁÁ félagsstarf | Tveggja kvöld dans- námskeið verður dagana 22. og 23. nóvember í sal IOGT að Stangarhyl 4. Námskeiðið hefst til 20 báða dagana. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v. böð- un, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45, enska, kl 10.15– 11.45 spænska, Kl. 10.30 fyrirbæna- stund í umsjón sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkjuprests, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, pennasaumur kl. 9, handmennt kl. 9 til 16, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, glerskurður og frjáls spil kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Sviðaveisla kl. 12.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður á eftir. Áskirkja | Hreyfibæn kl. 12–12.45. Op- ið hús milli kl. 14 og 17. Samsöngur undir stjórn organista. Kaffi og með- læti. TTT-samvera milli 17 og 18 (upp- taka stuttmyndar). TEN-SING, leik- og sönghópar milli kl. 17 og 20. Breiðholtskirkja | Biblíulestur í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar kl. 20– 22. Tilvist og trú. Bústaðakirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Þar koma foreldrar saman með börn sín og ræða lífið og tilveruna auk þess að hlusta á fyrirlestra. Allar nán- ari uppl. á www.kirkja.is. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10 til 12. Umsjón Anna Arnardóttir. Leikfimi IAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. www.digraneskirkja.is. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Grensáskirkja | Hversdagsmessa hefst kl. 19. Boðið er upp á létta tónlist og gott andrúmsloft. Fyrir stundina er hægt að kaupa léttan málsverð á vægu verði. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara kl. 15. Við byrjum stundirnar á að syngja gömlu góðu sálmana, síðan lesum við í Orði Guðs, biðjum, syngjum meira, fáum fræðslu eða vitnisburð og endum á því að fá okkur kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Ad KFUM kl. 20. „Trú og stjórnmál“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra talar um efnið. Upphafsbæn: Ómar Kristjánsson, hug- leiðing: Miriam Óskarsdóttir. Ein- söngur: Miriam. Allir karlar velkomnir. Langholtskirkja | Foreldra- og ung- barnamorgunn kl. 10–12. Fræðsla frá Miðstöð ungabarnaeftirlits. Umsjón hefur Rut G. Magnúsdóttir. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi. Allir foreldrar ungra barna velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðarstund í hádegi. Léttur málsverður á eftir. Kl. 14 Samvera eldri borgara. Að þessu sinni höldum við á Þjóðminjasafnið þar sem þjóðminjavörður leiðir okkur um sali. Allir sextíu ára og eldri velkomnir. Kl. 17.30 KMS (15 –20 ára) Æfingar eru í Áskirkju. Neskirkja | Á fimmtudagsfundi í Nes- kirkju 18. nóvember mun Sigrún Gunn- arsdóttir ræða um Trú og lýðheilsu. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 og síðan verða umræður til kl. 13. Kaffihúsið op- ið og allir velkomnir. Neskirkja | Hádegiserindi kl. 12.15. Krakkaklúbburinn, starf fyrir 8 og 9 ára kl. 14.30. Leikir, spil, föndur og margt fleira. Umsjón Guðmunda og Elsa. Fermingarfræðsla kl. 15. Stúlkna- kór kl. 16. 9–10 ára. Stjórnandi Stein- grímur Þórhallsson. Uppl. í 896-8192. 60+ kl. 17. Kór fyrir 60 ára og eldri. Njarðvíkurprestakall | Spilakvöld aldraðra og öryrkja í Ytri-Njarðvík- urkirkju á fimmtudagskvöldum kl. 20. Umsjón hafa Lionsklúbbur Njarðvíkur, starfsfólk kirkjunnar og sókn- arprestur. Njarðvíkurprestakall | Ytri- Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli sunnudaginn 21. nóvember kl. 11 í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar og Natalíu Chow Hewlett organista. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og und- irbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Kynning Maður lifandi | Verslunin Maður lif- andi, Borgartúni 24, býður upp á ráð- gjöf í hómópatíu kl. 13–15 í vetur. Krist- ín Kristjánsdóttir hómópati aðstoðar viðskiptavini og svarar spurningum. Ráðgjöfin er ókeypis. Staður og stund http://www.mbl.is/sos NÆSTU kyrrðardagar í Skálholti verða sem hér segir:19.–21. nóv.: Glíman við sorg og þjáningu. Biðlisti opinn. Leiðsögn dr. Kristinn Ólason, sr. Sigfinnur Þorleifsson. 25.–28. nóv:: Við upphaf aðventu. Biðlisti opinn. Leiðsögn dr. Einar Sigurbjörnsson, sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir. 3.–5. des. Í nánd jóla. Leiðsögn dr. Hjalti Hugason, Ragnheiður Sverrisdóttir. 21.–23. jan. 2005: Ljós og myrkur í lífi og sögu. Leið- sögn sr. Sigurður Sigurðarson. Uppl. og skrán. í Skálholtsskóla s. 486 8870, skoli@skalholt.is. Morgunblaðið/Jim Smart Kyrrðardagar í Skálholti MATARLYST og myndlist mætast í versl- uninni Kjöt&kúnst í Hveragerði, þar sem komið hefur verið upp sýningarvegg, þar sem listamenn geta sýnt verk sín. Krist- ján Finnsson, húsasmíðameistari og for- stöðumaður Ölfusborga, opnaði á dög- unum sölusýningu á málverkum sínum í Kjöti&kúnst í Hveragerði. Kristján hefur sótt ýmis námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs og hefur notið handleiðslu Sigfúsar Hall- dórssonar og Katrínar Briem og fleiri kennara. Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Kristján er einnig formað- ur Myndlistarfélags Árnesinga. Kristján Finnsson sýnir í Kjöti&kúnst ROKKARAR á suðvesturhorninu og Suð- urlandsundirlendinu geta svo sannarlega fagnað nú um helgina, því risarokkveisla verður haldin í Ölfushöll í Ölfusi á laug- ardagskvöldið, 20. nóvember, þar sem fram mun koma rjóminn af íslenskum rokksveitum í dag. Þar verða hinar víðfrægu sveitir Mínus og Brain Police, en sú síðarnefnda hefur nýgefið út nýja hljómplötu. Þá verður á svæðinu sveitin Jan Mayen, sem einnig var að gefa út plötu, Hölt hóra frá Sel- fossi, Hoffman frá Vestmannaeyjum, sem voru að senda frá sér EP-plötu, Solid I.V., sem einnig voru að senda frá sér frum- burðinn og sveitin Perfect disorder. Að sögn Mikaels Jóns Jónssonar, skipuleggjanda tónleikanna, stefnir þessi uppákoma í að verða stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Suðurlandi. „Við erum fullvissir um að fólk sér ekki eftir að skella sér á þennan viðburð.“ Miðasala fer fram í verslunum Skíf- unnar í Reykjavík, BT á Selfossi, Hlíð- arenda á Hvolsvelli og Olísstöðinni á Hellu. Þá verða sætaferðir frá Reykjavík, frá Orkunni við Miklubraut kl. 20, Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 20 og Olísstöðinni á Hellu kl. 20.20. Mikael segir aðstandendur hlakka mjög til að sjá hvernig fer, enda sé stemmning fyrir tónleikunum með besta móti og um- tal mikið og gott. „Það er langt síðan fólki bauðst að fara með rútu úr bænum á góða rokktónleika,“ segir Mikael, sem kveðst með þessu vilja endurvekja ákveðna rokk- gleðihefð. „Ég man ekki til þess að það hafi verið haldnir almennilegir rokk- tónleikar utanbæjar í háa herrans tíð. Eina yfirskriftin yfir þessum tónleikum er bara rokk og ról.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Mínus verður meðal þeirra sveita sem leika á rokkveislunni í Ölfushöll. Risarokkveisla í Ölfushöll Miðinn á rokkveisluna er á 1.500 kr. og rútan á 500 kr. báðar leiðir. Húsið verður opnað kl. 20 og tón- leikarnir hefjast kl. 21. Aldurs- takmark er 18 ár. FJÖLDI íslenskra og erlendra lista- manna kemur saman í dag og á morgun á Nordica hóteli til að fjalla um norræna menningu í alþjóðlegu og nútímalegu samhengi á ráðstefn- unni Rætur – stefnumót við norræna menningu, sem haldin er í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráð- herranefndinni. Á ráðstefnunni verður leitast við að spegla norræna menningu í al- þjóðlegu samhengi og er fyrir- lestrum, umræðum og flutningi listamanna á verkum þeirra fléttað saman. Tilgangur ráðstefnunnar er að ræða þýðingu hins norræna menningararfs fyrir alþjóða- samfélagið og þátt hans í að efla lista- og menningarlíf líðandi stund- ar. Í þeim efnum er sérstaklega horft til nýrrar kynslóðar lista- manna á Norðurlöndum og sömu- leiðis til þeirra listamanna sem eiga rætur sínar að rekja til annarra landa og menningarheima. Velt verður upp spurningum eins og: Er norræn menning til í dag? Á norræn menning erindi í menningu samtím- ans? Hvað er það sem gerir norræna menningu frábrugðna öðrum menn- ingarstraumum? Er norræn menn- ing kannski ekkert frábrugðin ann- arri menningu? Eiga minimalismi, rímur og popptónlist eitthvað sam- eiginlegt? Sérstaklega er vonast eft- ir þátttöku og nærveru listamanna úr hinum ólíku listgreinum, starfs- manna lista- og menningarstofnana, stjórnmálamanna, fulltrúa fjölmiðla og síðast en ekki síst áhugasömum einstaklingum um vöxt og viðgang norrænnar menningar. Meðal þeirra sem taka þátt í Rót- um eru fjölmargir ungir listamenn frá Norðurlöndum sem starfa á al- þjóðlegum vettvangi óháðir átt- högum eða landfræðilegum afmörk- unum. Þá munu listamenn m.a. kynna verkefni sín í kvikmyndagerð og margmiðlun, ritstörfum, tónlist og fleiri listgreinum. Ráðstefnan hefst kl. 9 í dag og stendur til kl. fimm. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hilmar Örn Hilmarsson er einn þeirra íslensku listamanna sem koma fram á ráðstefnunni. Rætur – ráðstefna um norræna menn- ingu á Nordica hóteli MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.