Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 47 DAGBÓK Líffræðifélag Íslands og LíffræðistofnunHáskólans standa á föstudag og laug-ardag fyrir ráðstefnu undir yfirskrift-inni „Líffræði – vaxandi vísindi“, í til- efni af 30 ára afmæli stofnunarinnar og 25 ára afmæli Líffræðifélagsins. Ráðstefnan er haldin í Öskju, en vegna fjölda fyrirlestra mun hluti dag- skrár fara fram í sal Íslenskrar erfðagreiningar og í Norræna húsinu. Alls verða flutt 91 erindi, þar af átta yfirlitserindi, og 125 veggspjöld verða til sýnis. Þá verða á ráðstefnunni veitt verðlaun fyrir framlög námsmanna. Sigurður Snorrason, formaður ráðstefnu- stjórnar, segir líffræði vera geysilega fjölbreytt fag. „Líffræðin spannar fræði sem fást við smæstu lífsform eins og veirur og bakteríur upp í stórar, flóknar lífverur eins og manninn. Líffræðin fæst við að skýra hvernig lífræn kerfi eru saman sett og hvernig þau starfa. Þetta á jafnt við um hin smæstu kerfi, þ.e. einstaka frum- ur og frumuhluta, og hin stærstu, t.d. vistkerfi sjávar. Þegar horft er til lengri tímaskala fæst líf- fræði einnig við margháttuð vandamál þróun- arfræðinnar, svo sem uppruna tegunda, t.d. mannsins,og skyldleika þeirra innbyrðis. Líf- fræðin hefur þróast geysihratt á síðustu árum og er þar einkum byltingu í sameindalíffræði, tölvu- tækni og upplýsingatækni fyrir að þakka. Þessi bylting hefur opnað mönnum sýn inn í erfðamengi lífvera, og orðið til þess að við erum nú að öðlast sífellt betri skilning á því hvernig gen stýra líf- efnafræðilegum ferlum sem eru undirstaða dag- legrar starfsemi lífvera en skýra jafnframt flókn- ustu ferli eins og fósturþroska, þ.e.a.s. hvernig fullþroska lífvera eins og maðurinn verður til úr einni frumu. Jafnframt því að opna nýjar leiðir til að fást við ótal spurningar á ýmsum sviðum líf- fræðinnar hafa framfarir í sameindalíffræði sann- arlega getið af sér nýjar fræðigreinar. Þar má nefna líftækni, þroskunarerfðafræði, auk greina er spretta upp úr jarðvegi lífupplýsingafræði eins og genamengjafræði og prótínmengjafræði.“ Hver eru helstu viðfangsefni líffræðinga í dag? „Eins og nærri má geta starfa margir líffræð- ingar hjá opinberum rannsóknastofum sem fást við líffræðileg vandamál. Þarna má nefna Haf- rannsóknastofnun, Rannsóknastofnun landbún- aðarins, Keldur og Veiðimálastofnun. Þá eru margir líffræðingar við rannsóknir í háskólum og við einkareknar rannsóknastofnanir eins og Ís- lenska erfðagreiningu, Prokaría og ORF. Fjöld- inn allur starfar við rannsóknastofnanir spít- alanna svo og í opinberum eftirlitssstofnunum eins og t.d. á Umhverfisstofnun. Þá má ekki gleyma líffræðingum sem fást við að miðla þekk- ingu sinni í skólum landsins. Alla þessa fjöl- breytni má sjá með einhverjum hætti á ráðstefn- unni.“ Líffræði | Ráðstefna í Háskólanum um líffræði í sínum víðasta skilningi Afar víðfeðm fræðigrein  Sigurður S. Snorra- son er fæddur á Ak- ureyri árið 1951. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá HÍ 1974 og dokt- orsprófi í dýrafræði frá Háskólanum í Liverpool árið 1982. Sigurður var ráðinn lektor við líf- fræðiskor árið 1989, en gegnir nú dósentsstarfi með þroskunarfræði sem aðalgrein. Þá gegnir hann stöðu forstöðu- manns Líffræðistofnunar HÍ. Sigurður er kvæntur Hrefnu Sigurjóns- dóttur, prófessor við KHÍ. Þau eiga tvö börn. Skólaskipið Dröfn ÉG vil lýsa yfir furðu minni, og mót- mæla því harðlega, að ef satt er að verið sé að selja skólaskipið Dröfn sem hefur gegnt sínu hlutverki með sóma þjóðinni til hagsældar. Þetta er sjómannaþjóð og allar þjóðir hafa sín skólaskip nema Íslendingar og er skömm að því. Með ósk um það að fleiri láti í sér heyra í sambandi við þetta mál. Skúli Einarsson. Auðnum er oft misskipt AF og til skjótast upp á yfirborðið ýmis spillingamál, bæði hér á Íslandi sem erlendis. Kannske það nýjasta sé fjármál hins virta leiðtoga Yassers Arafat sem nú er látinn. Allar sjónvarpsstöðvar, íslenskar sem erlendar, hafa fylgst náið með heilsufari, andláti og útför þessa um- deilda foringja undanfarið. Að honum látnum er hann síðan hafinn upp til virðingar víða um heim, og má þar á meðal lesa grein eftir Svein Rúnar Hauksson í Morgunblaðinu 13. nóv. sl. Ef satt er, lætur þessi mæti maður eftir sig 4 milljarða dollara sem komið hefur verið fyrir í bönkum (t.d. á Caymaneyjum) og víðsvegar um heim, undir leyninöfnum. Af fréttum sem berast fær eftirlif- andi ekkja hans, Sua og dóttir þeirra, 22 milljónir dollara í lífeyri eða sem nemur 1,5 miljörðum ísl. kr. á ári. Geta þær því haldið sínu lúxuslíferni áfram í París sem endranær. Á hverjum degi, undanfarin ár, hafa fjölmiðlar birt fréttir af blóð- ugum bardögum milli Palestínu og Ísrael. Eftir stendur hnípin þjóð í vanda, hörmungar, örbirgð og úr- ræðaleysi sem varla verður leyst í ná- inni framtíð. Kannske hefði verið hægt að rétta fátækri húsnæðislausri fjölskyldu, já þó fleiri hefðu verið, smá hjálparhönd fyrir brotabrot af þessari upphæð, sem um er rætt. Auðnum er oft misskipt. Svanur Jóhannsson. Blár Nokia-sími týndist BLÁR Nokia 3100 með tveimur lím- miðum aftan á týndist í eða við Sund- höllina á Barónsstíg síðdegis sl. mið- vikudag. Skilvís finnandi hafi samband ísíma 588 4880 eða 860 1206. Gleraugu týndust GLERAUGU, með brúnum spöngum með steinum, týndust miðvikudaginn 10. nóvember við Europrice eða IKEA. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 2782. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SVEITIRNAR Ampop og Ensími troða upp á skemmtistaðnum Gauk á Stöng í kvöld auk Prins Valium, sem hefur tónleikana með seiðandi raftónlist. Ampop mun á tónleikunum kynna nýtt efni en sveitin er nú í þann mund að ljúka við sína þriðju breiðskífu, sem stefnt er á að komi út í vor. Þá eru Ampop-liðar að gera sig klára fyrir stutta hljóm- leikaferð til Bretlands í lok mán- aðarins. Ampop hefur verið í töluverðri útrás síðustu misseri, en í sept- ember spilaði sveitin í Manchester á hinni margrómuðu tónleikahátíð „In The City.“ Einnig kom hljóm- sveitin fram á tónleikum í London, ásamt Gary Jules og Aqualung, ekki alls fyrir löngu, en sveitin fer aftur út til Bretlands í viku tón- leikaferðalag á sunnudagsmorgun og leikur tvenna tónleika í London og eina í Bath. Nýr meðlimur bættist í sveitina fyrr á árinu og lék meðal annars með þeim á Airwaves og í september, en þar er á ferðinni Jón Geir Jóhannsson, trommuleikari og slagverks- listamaður. Ensími tók þátt í nýafstaðinni Airwaves-hátíð en hefur lítið spil- að opinberlega síðustu mánuði. Sveitin hefur undanfarið unnið að nýju efni sem sveitin mun kynna á tónleikunum, en einnig hafa þeir unnið að gerð myndbands. Ensími verður með lag á safnplötu sem kemur út í byrjun desember til styrktar frelsisbaráttu Palestínu. Ómþýð raftónlist og rokk á Gauknum Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22. Aðgangseyrir að tónleik- unum er 700 kr. Ampop á Iceland Airwaves. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af stökum jökkum Sértilboð á vattfóðruðum frökkum HREINLÆTISVÖRURNAR FRÁ REYKVÍKINGAR! VIÐ BJÓÐUM ÞÉR Í FERÐALAG UM BORGINA! Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bjóða Reykvíkingum í vettvangsferð um borgina laugardaginn 20. nóv. 2004 kl. 14.00. 14.00 Mæting við Valhöll, Háaleitisbraut 1. 14.15 Lagt af stað í langferðabifreiðum frá Valhöll. Við skoðum m.a. uppbyggingu í Sundahöfn, 101 Skuggahverfi, Slippsvæðið og tillögu um staðsetningu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Skoðum hugmyndir um samgöngubætur, færslu Miklubrautar, mislæg gatnamót og tillögur um legu Sundabrautar. Ökum að Geldinganesi og um nýja hverfið í Grafarholti. 15.45 Kaffi og veitingar í Valhöll í boði borgarstjórnarflokksins. Ávarp Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Allir hjartanlega velkomnir Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 515 1700 Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár SÉRHÆÐ Í VESTURBÆ KÓPAVOGS ÓSKAST Til mín hefur leitað fjársterkur aðili sem búinn er að selja og óskar eftir að kaupa sérhæð með bílskúr eða annarri vinnuaðstöðu. Verðhugmynd allt að 20,0 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Rbd7 6. Rf3 h6 7. Rxf6+ Rxf6 8. Bh4 c5 9. Bb5+ Bd7 10. Bxd7+ Dxd7 11. De2 cxd4 12. 0– 0–0 Bc5 13. De5 De7 14. Rxd4 0–0 15. Hhe1 Hfd8 16. f4 Hd5 Staðan kom upp á alþjóðlegu at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Korsíku. Viswanathan Anand (2.781) hafði hvítt gegn Mikhail Gurevich (2.644). 17. Dxd5! exd5 18. Hxe7 Bxe7 19. Rf5 Bd8 20. Bxf6 Bxf6 21. Hxd5 He8 22. c3 h5 23. Rd6 Hd8 24. Hd2 og svartur gafst upp enda taflið tapað. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.