Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 51 MENNING „SVO undarlegt sem það nú er, þá hringdu þrír eða fjórir menn í mig fyrr á árinu og ég sagði nei við þá alla. Einn hringdi oftar en aðrir, og ég gat ekki bannað honum að tala við mig. Ég átti því ekki frum- kvæðið eða hugmyndina að þessu, og hafði aldrei hugleitt það að um mig yrði skrifuð bók, og segi raun- ar enn, að ég hafi ekki frá neinu að segja,“ segir Jónas Ingimundarson píanóleikari um tilurð bókarinnar Á vængjum söngsins, þar sem hann segir frá ævi sinni og störfum. Sá sem oftast hringdi – sá sem skráði frásagnir Jónasar var Gylfi Grön- dal, en útgefandi bókarinnar er JPV. Með bókinni fylgja tveir geisladiskar með píanóleik Jónasar. „Þegar upp er staðið kemst mað- ur svo að því að maður hefur ekki sagt nema örlítið brot af því sem maður vildi hafa sagt, og það er nánast tilviljun ein hvað sagt er.“ Jónas segir bókina ekki vera ævisögu, en segir að sér þyki þó vænt um að talsvert sé skrifað um forfeður hans. „Maður er svo sem ekkert annað en uppsöfnuð reynsla fyrri kynslóða, og kannski er eitt- hvað að finna í manni sjálfum í því hverjir það eru sem að manni standa.“ Jónas og Gylfi koma víða við í bókinni, og auk þess að segja frá uppruna sínum og æskuárum, dvel- ur Jónas við námsár sín í Reykja- vík og í Vínarborg og störf hér heima eftir að námi lauk; störf sem spanna vítt svið tónlistar, svo sem kennslu, kórstjórn, tónleikahald – þar sem Jónas hefur bæði komið fram sem einleikari og meðleikari söngvara; tónleikaskipulag og fleira. Margfaldur í roðinu „Ég hef aldrei verið stefnufastur maður – hef verið sveimhuga og ómarkviss. Ég fékk mína fyrstu píanótíma í fermingargjöf, og það- an hefur þetta þróast áfram. Ég átti óvenjulega bernskutíð, en hafði alla tíð þörf fyrir tónlistina. Hún hefur blundað með mér í svefni og vöku. Ég man ekki svo langt aftur að leikfélagar mínir hafi ekki verið söngvararnir í Útvarpinu. Ég var tíu ára þegar ég kunni langar run- ur úr helstu óperum veraldar utan- bókar, en hafði þó aldrei séð píanó. Þegar Jussi Björling kom hingað 1952 mun ég hafa sótt það stíft, átta ára stráklingur á Selfossi, að fá að fara með á tónleikana, því ég þekkti hann úr útvarpinu. Þótt aðr- ir þekktu hann, fannst mér ég þekkja hann jafnvel eða betur, hann var vinur minn úr útvarpinu, og mér fannst ég eiga erindi á tón- leikana. En að átta ára strákur færi á tónleika í Reykjavík var ekki raunhæfur möguleiki; það var lengra til Reykjavíkur í þá daga en það er núna.“ Jónas segir að útgefandi bók- arinnar hafi átt hugmyndina að því að leyfa hluta ævistarfsins að fylgja með bókinni; geisladiskana með upptökum frá ýmsum tímum á ferli Jónasar. „Ég ætlaði auðvitað að vera sá maður að spila inn á disk, en af því gat ekki orðið. Þá var leit- að til Útvarpsins, og það var ým- islegt til þar. Þetta eru upptökur sem aldrei var ætlunin að gefa út, en ég er mjög hamingjusamur yfir því að þær skuli hafa verið til. Þetta eru tveir diskar, með verkum eftir Beethoven, Brahms, Schubert, Bach og fleiri. Þar af eru tveir risa- stórir konsertar sem ég spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands; Brahms og Beethoven. Flestir þekkja mig best af söngstússinu, og þótt ég vilji ekki gera lítið úr því, þá er ég nú ekki alveg svo einfaldur í roð- inu. Ég hef spilað mikið einn, var kórstjóri í 25 ár og er búinn að kenna mörg hundruð nemendum. Svo er það kynningar- og uppeldis- starfið. Þegar ég var að kenna á Selfossi 1974 fengu allir skólarnir frí til að fara á tónleika í Selfoss- bíói. Það komu tólf til þrettán hundruð manns á tónleika þann daginn, eða helmingur af byggðinni sem þá var á Selfossi. Þetta var í rauninni byrjunin á því sem síðar varð Tónlist fyrir alla. Þetta er því nokkuð sem ég er búinn að vera að gera alla ævina, þótt það hafi lítið verið um það fjallað. Ég hef reynt að ryðja brautina fyrir aðra mús- íkanta líka – hef ekki bara verið að skipuleggja tónleika fyrir sjálfan mig. Það hafa fleiri hundruð tón- leikar fylgt í kjölfarið – bæði Tón- list fyrir alla, tónleikar á lands- byggðinni, og það sem ég hef skipulagt í Salnum, þar sem nú eru haldnir 150 tónleikar á ári. Starf mitt með söngvurum kom til af hreinni tilviljun. Sjálfur var ég einn af fyrstu söngnemum Einars Krist- jánssonar – og sjálfsagt einn af hans síðustu nemendum líka – hann dó nú brátt. Ég fann mér til furðu prógramm úr Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar sem ég er að syngja lög úr Vetrarferð Schuberts við undirleik Ágústu konu minnar [Hauksdóttur]. Ekki dettur mér í hug að halda að það hafi verið söngur af listrænum hápunkti, en það er gaman að því í ljósi þess sem síðar varð. Söngvarana sem hæst stóðu eftir stríð kann ég utan- bókar, Maríu Callas, Di Stefano, Tito Gobbi og hvað þeir hétu nú allir, fyrir utan íslensku söngvarana sem mér fannst eins og leikfélagar mínir, þótt ég þekkti þá ekki.“ Jónas segir allt óráðið um hvort framhald verði á frásögnum hans í annarri bók, það verði bara að koma í ljós. Í tilefni af útkomu bók- arinnar verður efnt til samkomu í Salnum á laugardaginn kl. 15, til að fagna útgáfu hennar. Samkoman verður opin almenningi, og þar verður bæði spilað og sungið. Bækur | Frásagnarbók Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, komin út Með bókinni fylgja tveir hljómdiskar með píanóleik Jónasar, með verkum eftir Beethoven, Brahms, Schubert, Bach og fleiri. Fékk mína fyrstu píanó- tíma í fermingargjöf Morgunblaðið/Þorkell NORRÆNIR músíkdagar hefjast í dag í Danmörku. Tónlistarhátíðin er haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlönd- unum en hún var fyrst haldin árið 1888 í Kaup- mannahöfn og er því ein elsta tón- listarhátíð heims. Á hátíð- inni í ár verða tæplega hundrað nýleg og norræn tónverk flutt á samtals 30 tón- leikum og uppá- komum. Meginmark- mið Norrænna músíkdaga er að kynna það helsta sem er í boði af norrænni sam- tímatónlist hverju sinni og skapa vettvang fyrir umræðu og flutning á fram- sæk9inni tónlist hverju sinni. Fyrir hönd Ís- lands taka þátt í hátíðinni tón- skáldin Haukur Tómasson, sem nýlega hlaut Tónskáldaverð- laun Norð- urlandaráðs, Hróðmar Ingi Sig- urbjörnsson, Atli Ingólfsson, Kjartan Ólafsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Snorri Sigfús Birg- isson, Jón Nordal og Steingrímur Rohloff. Hátíðinni lýkur síðan hinn 28. nóvember með stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Helsingja- borgar þar sem flutt verða ný nor- ræn hljómsveitarverk. Næstu Norrænu músíkdagar verða haldnir á Íslandi árið 2006 og er undirbúningur fyrir þá þegar hafinn. Norrænir músíkdagar Magnús Bl. Jóhannsson Atli Ingólfsson Snorri Sigfús Birgisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.