Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 31 ur hvenær, hvernig og hvar, að við- aðstæðum, uppeldi, næmi og náms- áðum tilvikum hafa viðkomandi ein- lft virkt minni, sjónminnið, annmarki randi gera sér síður fulla grein fyrir stóra hindrunin. Meir en skiljanlegt mál gagnist þeim helst sem fæddir eru lausir/heyrnarskertir, einkum eftir þá durnýjun sem það gekkst undir fyrir m áratugum, jók til muna orðaforða g dýpkaði almenn samskipti. Tákn- abók sem gefin var út hérlendis 1976 urnýjuðu formi um áramótin 1987– naði heyrnarlausum/heyrnarskertum dyr til menntunar til jafns hinum i með aðstoð táknmálstúlka. Ný tákn fnt og þétt til svipað og nýyrði mynd- eyrandi, ekki síst á vettvangi óunarinnar. En ekki skal litið framhjá margra kennara með áratuga af báðum hópunum að baki, að of mik- n táknmáls á unga aldri meðal þeirra sa snemma heyrn getur seinkað tal- Er þá engan veginn og síst af öllu ver- a að sjálfum tjámiðlinum sem slíkum. gin ætti að vera skiljanlegt, að hátt- lesa af vörunum er jafn mikilvægur m missa heyrnina eftir að málþroska g hinum táknmálið. Ef ekki er séð fyr- hlið tjáskipta við heyrandi eiga við- á hættu að glata smám saman mál- ni, fara að tala inn í sig og verða með m nær óskiljanlegir. Hætta að lokum mæltu máli, einkum ef þeir lifa sig ega inn í heyrnarleysið, treysta frek- málinu og/eða skrifuðum orðum. Tómt eila um hvor tjáskiptamöguleikinn sé heldur skiptir sem áður segir meg- vað hentar betur hverju sinni, en auð- sælast að hafa vald á hvorutveggja. viðhalda mál- og talminni þarf við- að sjálfsögðu að vera í stöðugu sam- ð tal- og ritmál, lesa mikið, vera líðandi stund með atbeina allra fjöl- m hann hefur not af. Textaðar kvik- og hvers konar sjónvarpsefni gegna u hlutverki við að opna umheiminn og ónminnið, ekki síst ef viðkomandi að læra erlend mál. Algengur en full- misskilningur að sjón skerpist við missi, hins vegar verða þolendur skilj- tórum háðari sjónskynjuninni. Þjálfa álfrátt og taka gaumgæfilegar eftir gum sig, til muna betur en flestir þeir nig hafa útvörðinn sér til fulltingis. skýr dæmi fyrir hendi, að menn ki endilega og jafnaðarlega heimskir issa heyrn, haldi öllum sínum guðs- g geti þroskað til mikilla afreka við ðstæður. Eitt þeirra er John Warcup d, sem skrifari hefur áður vísað til og belsverðlaun í efnafræði fyrir þó m árum. Ólst upp í Ástralíu, missti a á unga aldri og fluttist þá til Eng- r sem fyrir voru fullkomnari skólar yrnarlausa/heyrnarskerta. Þræddi öll g til embættisprófs í efnafræði og mun hafa kynnst konu sinni, sem einnig afræðinámi. Hún var honum að sjálf- metanleg stoð, jafnvel til úrslita, en hinir miklu hæfileikar og afburða gáfur hins unga manns komu fljótlega í ljós og heilluðu lærimeistara hans upp úr skónum. Ekki fleiri endurtekningar, en vísa til ann- ars dæmis og nú um fullþroska einstakling sem missti heyrnina í kjölfar misheppnaðs uppskurðar. Um er að ræða Englendinginn Jack Ashley, sem ári áður (1967) hafði hlotið kosningu til neðri málstofunnar í kjördæminu Stoke on Trent. En svo dundi ógæfan yfir og hugðist hann þá draga sig í hlé frá þing- störfum, en það vildu flokksbræður hans og fjölskylda ekki fallast á, skoruðu á hann að halda áfram. Kjósendur auðsjánlega sammála í ljósi þess að hann sat áfram í aldarfjórðung eða allt til 1992 þá hann var aðlaður, fékk tit- ilinn lord Ashley of Stoke og vísað til sætis í efri málstofunni. Samanlagðan feril sinn stóð hann á brúnni um kjör fatlaðra og allra þeirra sem minna mega sín og misrétti eru beittir í þjóðfélaginu, troðið er á. Vann að því að reist- ar væru fleiri miðstöðvar fyrir konur, fórn- ardýr ofbeldis, og tók upp stóra vandamálið varðandi mismunun litaðra í hernum. Einnig tók Jack Ashley strax upp merkið fyrir fórn- ardýr Thalidomidlyfsins, sem eins og kunnugt er var notað af þunguðum konum, allt þar til menn uppgötvuðu að börn þeirra fæddust með vanskapaðar hendur og fætur. Í sam- vinnu við fréttastofur og blöð náði Ashley að þvinga framleiðendur lyfsins til að borga fórn- ardýrunum skaðabætur. Má þannig með rétti halda því fram, að maðurinn sem ekki nam hljóð á þingpöllum neðri málstofunnar í heil 25 ár hafi ekki setið hjá hljóður og aðgerð- arlaus allan tímann og horft á hina þenja raddböndin. Jafnframt að hann hafi að nokkru gagnast þjóð sinni, verið betri en eng- inn. Jack Ashley naut skilnings og sannmælis og fékk mikilsverða hjálp og stuðning eins og hann tók fram í blaðaviðtali fyrir tíu árum. Einn hinna skilningsríku var sjálf Margaret Thatcher sem hann einkum hrósar, segir hana hafa verið sérstaklega duglega og glúrna við að tala við sig. „Við deildum oft, en hún gætti þess alltaf að snúa sér að mér og tala skýrt og greinilega, bætti svo við; mestu hjálpina fékk ég frá Pauline konu minni.“ Ashley telur að heyrnarlausir þurfi á meiri skilningi að halda, segir blinda njóta mikillar samúðar fólks meðan það setur iðulega jafn- aðarmerki við heyrnarleysi og heimsku, en það væri einmitt ekki tilfellið. Eftir að hafa verið heyrnarlaus í nokkur ár settist hann nið- ur og skrifaði bókina „Ferðalag inn í þögn- ina“, sem út kom 1973 og drjúga athygli vakti, endurprentuð sama ár. Ritrýnir Daily Tele- graph skrifaði þá: Jack Ashley hefur sent frá sér þannig bók að lesandinn verður hreykinn af að tilheyra mannkyninu. Hreykin af þjóð- þinginu fyrir að hafa notið og umborið þjón- ustu manns eins og hans … Sagan er ekki öll, það merkilega gerðist að Jach Ashley fékk heyrnina aftur eftir 25 ár! Gerðist eftir vel heppnaðan uppskurð, er á ensku nefnist „cochlea-implant“ (kuðungs- ígræðsla), felur í sér að eitthvað er sett inn í innra eyrað, farið framhjá skaddaða svæðinu og elektróða (rafskaut) tengd taugum sem leiða til heilans. Viðkomandi hafa tæki í brjóstvasanum sem umforma hljóð í rafræn merki, en tekur samt tímann sinn að venjast hinum málmkennda hljómi. Þegar Ashley var spurður hvort mögulegt væri að hjálpa öllum heyrnarlausum svaraði hann: „Nei, en mörg- um, börn þurfa helst að fá hjálp áður en þau eru níu ára gömul, eftir það hefur taugakerfið þróast í þeim mæli að allt verður erfiðara.“ Meðal heyrnarlausra er því miður ákveðin andstaða á móti aðgerðinni vegna þess að margir vilja viðhalda því sem þeir nefna menningarheim heyrnarlausra sem ég að öðru leyti ber mikla virðingu fyrir. Málið er þó, að líki einhverjum ekki við elektróðuna getur hann hvenær sem er losað sig við hana. Í Englandi geta heyrnarlausir fengið þessa hjálp sér að kostnaðarlausu, en menn þurfa skilyrðislaust að leita til vel þjálfaðra sérfræð- inga. Komið hefur fyrir að uppskurðirnir hafi misheppnast með slæmum afleiðingum, en þá hafa reynslulausir læknar iðulega verið að verki. Stefnan er að koma á fót sex til sjö mið- stöðvum í Englandi til að annast þessar að- gerðir. – Alveg rétt, óreyndir læknar hafa komið óorði á aðgerðina en nú tíu árum seinna herma fréttir að slíkar aðgerðir séu orðnar svo fullkomnar, að harði málmhljómurinn sé horfinn og heilinn nemi flest blæbrigði tón- skalans. Skrifari hér enginn pottþéttur heim- ildarmaður en í annarri grein mun hann meðal annars fjalla um stöðu heyrnarlausra/ heyrnarskertra, á þeim vetttvangi er hann skiljanlega um margt betur inni í málum. narleysis Höfundur er myndlistarmaður. ð þessa hjálp sér að ðislaust að leita til vel rent, missti heyrnina af völdum og í aldarfjórðung mikilsvirtur Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin hafi teygt sig mjög langt, jafnvel of langt, til að ná samningum við grunnskólakennara. Forsætisráðherra segir það ánægjulegt að samningar hafi náðst milli kennara og sveitarfélaga og mikilvægt að gerðardómur hafi ekki þurft að taka til starfa. Í sama streng tekur menntamálaráðherra. HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra segir það ánægjulegt að samningar hafi náðst milli kennara og sveitarfélaga og mikilvægt að gerðardómur hafi ekki þurft að taka til starfa. Það hafi verið rétt ákvörð- un til að gefa að- ilum tíma til að ná samningum. „Ég vænti þess að það geti orðið farsælt fyrir skólastarf í land- inu. Þetta ástand gat ekki gengið svona lengur, enda voru allir farnir að merkja það á þjóðfélaginu. Þetta kom við nær öll heimili í landinu.“ Hann segir að þegar ákveðið var í ríkisstjórninni að grípa inn í með gerðardómi og lagasetningu þá hafi það verið vegna þess að samningsað- ilar töldu frekari fundi vera tilgangs- lausa. Gerðardómur hafi verið nefndur sem eina leiðin. Hvort samningur við kennara muni hafa áhrif á aðra hópa laun- þega segir forsætisráðherra að víða í þjóðfélaginu hafi skilningur verið sýndur á sérstöðu kennara. Væntir hann þess að svo verði áfram. „En allir vita að ef launahækkanir eru umfram það sem þjóðarbúið get- ur staðið undir þá veldur það verð- bólgu og rýrnun kaupmáttar okkar allra,“ segir Halldór. Forsætisráðherra Rétt ákvörðun að gefa aðil- um tíma Halldór Ásgrímsson ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra segir það gott að kjarasamningur hafi náðst milli grunn- skólakennara og sveitarfélaga. Vonandi skapist í framhaldinu meiri friður um skólastarfið og það fari að færast í eðlilegt horf. Hún segir deiluaðila hafa axlað sína ábyrgð og gert sitt ýtr- asta til að ná kjarasamningi. „Okkur fannst afleitt að þurfa að grípa til lagasetningar og það er gott að ekki þurfti að koma til kasta gerð- ardóms. Núna verðum við að horfa fram á veginn. Af orðum kennara má ráða að ákveðin örvænting hafi ríkt í stéttinni. Samfélagið allt verður að gera sitt til að öllum líði sem best, bæði börnum, kennurum og öðru starfsfólki skólanna.“ Hún segir hætt við því að langan tíma taki að vinna upp nærri tveggja mánaða verkfall. Því sé áríðandi að allir reyni að gera sitt besta til að koma skólastarfinu í eðlilegt horf. Menntamálaráðherra Vonandi skap- ast meiri frið- ur í skólum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir að sveitarfélögin hafi teygt sig mjög langt, jafnvel of langt, til að ná samningum við grunnskólakenn- ara. „Sveitarfélögin hafa gengið fram á ystu nöf við gerð þessa samnings,“ segir hann. Auk- inn kostnaður vegna hans verði mörgum sveit- arfélögum þungur í skauti. „Ég er ánægð- ur með að það hafi náðst samningur milli sveitarfélaga og grunnskóla- kennara og málið hafi ekki þurft að koma fyrir gerðardóm. Ef það hefði gerst hefði það getað haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar,“ segir Vil- hjálmur. „Það sem skiptir máli núna er að það skapist friður um skólastarf í grunnskólum landsins.“ Vilhjálmur segir alls ekki sjálfgefið að samningurinn við grunnskóla- kennara verði notaður sem viðmið í viðræðum sem brátt hefjast um kjör annarra starfsmanna sveitarstjórna eða eru þegar hafnar. Þetta eigi eftir að koma í ljós. „Það gerðist ekki þeg- ar sveitarfélögin sömdu við kennara árið 2001,“ segir hann. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Ekki sjálfgefið viðmið í kjara- viðræðum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist fagna því að kennarar og sveitarfélögin hafi náð samningi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar lagasetningar Al- þingis og yfirvof- andi gerðardóms. Hann segir reynsluna af lagasetningu á kjaradeilur vera bitra. ASÍ hafi ætíð verið á móti slíkum aðgerðum og mörg dæmi þess að lög hafi engu skilað. Í því sambandi nægi að nefna kjaradeilur sjómanna. Þar hafi vandamálin hlað- ist upp og stækkað. Spurður um áhrif samningsins á aðra hópa launþega, sem eiga eftir að semja við sína vinnuveitendur á næstu mánuðum, segist Grétar ekki vilja tjá sig um það. Minnir hann á endurskoðunarákvæði í samningum aðildarfélaga ASÍ, sem muni reyna á næsta haust. Þá verði staðan metin. Forseti ASÍ Fagnaðarefni við erfiðar aðstæður Grétar Þorsteinsson „ÞAÐ er svo sem ekki um margt að velja. Það er annaðhvort að sam- þykkja samninginn eða fallast á að gerðardómur skeri úr um þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kenn- ari í Hagaskóla, um samninginn. Hann býst við að kennarar sam- þykki samninginn með semingi þó. Ómar telur samninginn betri en miðlunartillögu ríkissáttasemjara, a.m.k. komi hann betur út fyrir hann. Þá sé ljóst að ákvörðun gerð- ardóms yrði ekki betri. „Þetta er ekki samningurinn sem mun binda enda á kjarabaráttu kennara og útiloka frekari verkföll í framtíðinni, því miður,“ segir Ómar. „Þetta er betra en miðlunartillag- an og þetta er nær okkar kjörum heldur en ég átti von á að myndi nást í samningum,“ segir Anna María Jónsdóttir, kennari í Vogaskóla. Hún segist ekki skilja hvers vegna sveitarfélögin hafi ekki fyrir löngu lagt það til sem nú er búið að semja um. Þetta hefði mátt koma miklu fyrr fram. Anna María var ekki búin að sjá samninginn í gær en hafði heyrt um innihald hans. Það væri ljóst að hann væri betri en miðlunartillagan, kennarar yrðu a.m.k. ekki fyrir launalækkun 1. ágúst eins og til- lagan hafi gert ráð fyrir. Aðspurð sagðist hún líklega ætla að sam- þykkja samninginn. Kennarar um samninginn „Ekki um margt að velja“ „ÉG tel að það hafi verið besti kost- urinn í stöðunni að ljúka samningi áð- ur en gerðardómur tæki til starfa. Forsendur hans voru svo ömurleg- ar. Við munum ráðleggja fé- lagsmönnum okk- ar að samþykka þetta á næstu dögum,“ sagði Finnbogi Sigurðs- son, formaður Fé- lags grunnskóla- kennara. Hann sagði grunnskóla- kennara hafa orðið mjög reiða eftir að lögin voru sett á Alþingi. Margir hafi orðið fyrir áfalli og sagðist hann skilja það að fólk hefði verið komið í ham víða í þjóðfélaginu. „Við reynd- um að láta það ekki hafa áhrif á okk- ur. Við horfðum til þessara leiða sem voru í stöðunni, annaðhvort að fara í gerðardóm eða að reyna að ná samn- ingi. Við völdum seinni kostinn og náðum saman í [gær]dag.“ Samninganefnd Félags grunn- skólakennara sendi frá sér yfirlýs- ingu í gærkvöldi þar sem segir að samningurinn sé byggður á lagfærðri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Verði hann samþykktur sé komið í veg fyrir að kjör félagsmanna verði ákveðin af gerðardómi samkvæmt al- gerlega óviðunandi forsendum sem tilgreindar eru í nýsettum lögum. Nefndin ítrekar andstöðu sína og for- dæmingu á lögum þeim sem sett hafa verið á kjaradeilu kennara og skóla- stjórnenda, og segir samningsrétt launþega fótum troðinn og alvarlegt fordæmi gefið. Samninganefndin ráðleggur félagsmönnum að sam- þykkja samninginn frekar en að hætta á að málið fari fyrir gerð- ardóm. Formaður Félags grunnskólakennara Var besti kosturinn Finnbogi Sigurðsson ÞETTA er bæði léttir og ánægja,“ sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfé- laganna, að lok- inni undirskrift samninga í gær. Spurður hvað hefði ráðið úrslit- um um að samn- ingar tókust að lokum sagði hann að hefði verið góður vilji samn- ingamanna. „Fólk gerði þessa úrslita- tilraun og notaði vel þann tíma sem gerðardómurinn gerði ráð fyrir. Ég er ánægður með að þetta tókst. Við höfum alltaf sagt að okkur geðjaðist ekki að fá lög á þessa deilu. Nú var það einlægur ásetningur manna að ná saman. Við vonum bara að skóla- starf í landinu verði með besta móti,“ sagði Gunnar Rafn. Formaður Launa- nefndar sveitarfélaga Ánægja og léttir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.