Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 2

Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 2
2 B FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR         / *$$0             "2#"/343  ! "#$        0$"$ -% *1$-5  /  6$7 +         Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. VÍSINDAGARÐAR HÁSKÓLA ÍSLANDS FRAMKVÆMDASTJÓRI Vísindagarðar Háskóla Íslands ehf. óska eftir að ráða framkvæmda- stjóra. Vísindagarðarnir eru einkahlutafélag í eigu Háskólans. Hlutverk félagsins er að reisa og reka 50.000 fermetra atvinnuhúsnæði á lóð Háskólans í Vatnsmýrinni. Húsnæðið verður miðað við þarfir þekk- ingarfyrirtækja og rannsóknarstofnana. Markmið Vísindagarða Háskóla Íslands er að byggja aðlaðandi og hagkvæmt húsnæði sem verður samkeppnishæft á leigumarkaði. Helstu verkefni framkvæmdastjóra eru að hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð á daglegum rekstri félagsins, eiga samskipti og semja við verktaka, lánveitendur, leigjendur, stýra markaðsuppbyggingu, starfsmannamálum og öðru sem snertir rekstur félagsins. Hæfniskröfur: Viðskipta-, lögfræði- eða verkfræðimenntun eða sambærileg menntun er skilyrði. Einnig er reynsla af byggingafram- kvæmdum og rekstri fyrirtækja æskileg. Leitað er að einstaklingi með gott frumkvæði, hæfni í mannlegum samskiptum og góða skipulagshæfileika. Umsóknarfrestur er til 29. nóvember næstkomandi. Skriflegar umsóknir berist: Háskóla Íslands, rekstrar- og framkvæmdasviði, Aðalbyggingu við Suðurgötu. Umsóknir er einnig hægt að senda með faxi 552 1331 eða í tölvupósti astamaac@hi.is . Nánari upplýsingar veitir Ásta Hrönn Maack, skrifstofustjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs HÍ. ll STUTT SAMKEPPNISRÁÐIÐ í Búlgaríu hefur endanlega samþykkt úthlutun og sölu á þriðja farsímaleyfinu í Búlgaríu til búlg- arska símafélagsins BTC, sem Björgólfur Thor Björgólfsson, Síminn, Burðarás og Straumur standa meðal annarra að. Búlgarska ríkið seldi í júní sl. 65% eignarhlut í BTC til Viva Ventures, sem íslensku fjárfest- arnir eiga hlut að, fyrir 280 milljónir evra, eða tæpa 25 milljarða króna. Jafn- framt var samið um að BTC fengi út- hlutað, án þess að til útboðs kæmi, þriðja farsímaleyfinu sem gefið yrði út í landinu og greiddi fyrir það tæplega 2,5 milljarða króna. Úthlutunin var kærð, bæði af keppi- nautum BTC sem töldu að hér væri um að ræða óeðlilega samkeppnishætti, og sak- sóknara sem taldi óheimilt að veita leyfið án útboðs. Samkeppnisráðið hafnaði rök- semdum kærenda og samþykkti samn- inginn, að því er segir í frétt Forbes. Ekki var tekin fram sérstök ástæða fyrir sam- þykktinni en hún hefur þá þýðingu að kaup Viva Ventures á hlutnum í BTC ná endanlega fram að ganga. Verð á farsímaþjónustu í Búlgaríu er það allra hæsta í Austur-Evrópu, sam- kvæmt könnun sem bandaríska ráðgjaf- arfyrirtækið DiamondCluster gerði og segir frá á fréttavef Novinite. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum, áform- ar BTC að bjóða viðskiptavinum sínum upp á 20% lægra verð á farsímaþjónustu en nú tíðkast í Búlgaríu og vill með því hleypa aukinni samkeppni í farsímamark- aðinn. Úthlutun far- símaleyfis til BTC samþykkt Björgólfur Thor Björgólfsson ● BANDARÍSKU stórverslanakeðj- urnar Sears Roebuck og Kmart til- kynntu í gær um áætlaðan samruna sinn. Ef af samrunanum verður verð- ur til þriðja stærsta smásölukeðja í Bandaríkjunum, á eftir Wal Mart sem er í fyrsta sæti og Home Depot sem er í öðru sæti. Nýja félagið mun reka 3.500 verslanir í Bandaríkjunum og tekjur þess verða um 55 milljarðar dala á ári. AP Samruni kynntur Aylwin Lewis, stjórn- arformaður Kmart, kynnir samrunann. Sears og Kmart sameinast FLESTIR stærstu bankar Nor- egs, sem líklegir hafa þótt til að gera tilboð í BNbank á móti Íslands- banka, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki taka þátt í tilboðsstríði um bankann, að því er segir í Aftenpost- en. DnB NOR, Nordea, Fokus Bank og Sparebanken Midt-Norge eru sagðir halda að sér höndum en Storebrand og Handelsbanken hafi ekki viljað tjá sig við blaðið. Þó er bent á að tilboð Íslandsbanka muni gilda í nær mánuð til viðbótar. Í Nettavisen segist sérfræðingur í greiningardeild ABG Sundal Collier, Sigmund Håland, ekki sjá fram á að önnur tilboð berist í BNbank. Norsku bankarnir hafi engan áhuga og úr því að KB banki hafi heldur ekki áhuga þá sé erfitt að finna ein- hvern sem sé tilbúinn að keppa við Íslandsbanka um BNbank. Síðan Íslandsbanki gerði tilboð í BNbank hafa erlendir vogunarsjóðir (e. hedge funds) hamstrað hlutabréf í norska bankanum, að því er segir í frétt hegnar.no. Viðskiptin eru þó talin vera óveruleg og spákaup- mennskan hafi lítil áhrif. Skráning yrði misheppnuð Vangaveltur eru uppi á norska markaðnum um hvort hlutabréf í Ís- landsbanka, ef af kaupunum verður, verði skráð í kauphöllina í Osló. Norskir sérfræðingar telja að slík skráning muni misheppnast, að því er segir í Finansavisen. Haft er eftir Sigmund Håland að þeir sem óski eftir að eignast hlutabréf í Íslands- banka, geti nú þegar gert það með góðu móti. Hann tekur dæmi af skráningu Kaupþings á sænska markaðinn. „Velta þeirra bréfa er um sjö milljónir hlutabréfa á Íslandi en fjögur þúsund í Stokkhólmi. Og Kaupþing greiddi fyrir sín kaup í Svíþjóð með hlutabréfum, þannig að einhver hlutabréf þeirra eru í um- ferð í Svíþjóð. Íslandsbanki ætlar sér hins vegar að greiða fyrir BNbank með reiðufé sem þýðir að bankinn hefði nánast enga norska hluthafa við skráningu.“ Bent á önnur „fórnarlömb“ Athyglisvert er að verðbréfafyrir- tæki í Noregi eru farin að nefna önn- ur fyrirtæki sem liggja vel við upp- kaupum íslensku bankanna. Þannig benti First Securities á Storebrand bankann, og Acta og ASC í kauphöll- inni í Osló. Jafnvel Danir eru farnir að benda á möguleg „fórnarlömb“ í Danmörku. Á danska fréttavefnum DR Nyheter segir að Roskilde Bank sé tilvalinn til yfirtöku af sænskum eða íslenskum banka, sem vill kom- ast inn á danska markaðinn. Orð- rómur er um slíka yfirtöku og hefur gengi bréfa í Roskilde Bank rokið upp síðustu daga. Bankastjórinn, Niels Valentin Hansen, segir þó í samtali við Dagbladet að hann hafi enga trú á að yfirtaka á bankanum sé yfirvofandi. Erfitt sé að taka bank- ann yfir, enda séu hluthafarnir 20.000 og enginn þeirra eigi meira en 5%. Tilboðsstríð í BNbank talið ólíklegt úr þessu Hnossið Íslandsbanki stefnir að yfirtöku á BNbank, sem auglýsir íbúðalán grimmt rétt eins og íslenski vonbiðillinn. Í NÝJUM reglum Persónu- verndar um rafræna vöktun á vinnustöðum, í skólum og á öðrum svæðum þar sem tak- markaður hópur fólks fer um að jafnaði, sem kynntar voru á málþingi á Grand hóteli í gær, segir meðal annars að óheimilt sé að skoða tölvupóst eða vakta netnotkun starfsmanns. „Óheimilt er að skoða tölvu- póst, vakta netnotkun starfs- manns eða nemanda nema að uppfylltum ákvæðum reglna þessara. Einkatölvupóst má þó aldrei skoða nema alveg brýna nauðsyn beri til s.s. vegna tölvuveiru eða sambærilegs tæknilegs atviks. Þegar tölvupósts- eða netnotkun er skoðuð skal þess gætt að gera starfsmanni eða nem- anda fyrst grein fyrir því og veita honum færi á að vera viðstaddur slíka skoðun sé þess nokkur kostur. Við starfslok skal starfsmanni gefinn kostur á að eyða eða taka afrit af þeim tölvupósti úr vinnusvæði sínu sem ekki tengist starfsemi vinnu- veitandans. Tölvupósti nemenda skal eytt við námslok en áður skal veita hæfilegan frest til töku afrita. Óheimilt er að gera ráðstafanir til að varðveita upplýsingar um netnotkun starfsmanns eða nemanda eftir starfs- eða námslok,“ segir í 5. grein í reglum Persónuverndar. Starfsmenn strax upplýstir Þá segir í reglunum að við ráðningu starfsmanns skuli, áður en gengið er frá samningi við hann, upplýsa hann um hvernig vöktun sé háttað á við- komandi vinnustað. „Skal það gert með skýrum, ótvíræðum og sannan- legum hætti. Verði slíku ekki við- komið skal tryggja skýra upplýs- ingagjöf og aðgengi starfsmanna að reglum, s.s. með birtingu þeirra á heimasíðum vinnuveitenda, samtaka launafólks, samtaka atvinnurekenda og í starfsmannahandbókum,“ segir í reglunum. Málefnalegur tilgangur Ennfremur segir að sá sem sætt hafi rafrænni vöktun eigi rétt á að skoða gögn, s.s. fá að hlusta á hljóðupp- tökur, sem til verða um hann við vöktunina. Ábyrgðaraðili skuli svo fljótt sem verða megi og eigi síðar en innan eins mánaðar frá móttöku er- indis verða við beiðninni. Þá segir nánar í reglum Persónu- verndar um rök fyrir vöktun að rafræn vöktun verði að fara fram í málefnalegum tilgangi, s.s. í öryggis- eða eignavörslu- skyni. Vöktun til að mæla vinnu og afköst starfsmanna sé einnig háð því að hennar sé sérstök þörf því að í fyrsta lagi sé ekki unnt að koma við verk- stjórn á hinu vaktaða svæði með öðrum hætti og í öðru lagi að án vöktunarinnar sé ekki unnt að tryggja öryggi á við- komandi vinnusvæði, s.s. í ljósi sjónarmiða um hollustuhætti og mengunarvarnir, og í þriðja lagi að hún sé nauðsynleg vegna sérstaks samkomulags um launakjör í viðkomandi fyrirtæki, s.s. þegar laun eru byggð á afkasta- tengdu, tímamældu launakerfi. „Við alla rafræna vöktun skal þess gætt að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til miðað við þann til- gang sem að er stefnt. Skal gæta þess að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forðast alla óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra. Við ákvörðun um hvort viðhafa skuli raf- ræna vöktun skal því ávallt gengið úr skugga um hvort markmiðinu með slíkri vöktun sé unnt að ná með öðr- um og vægari raunhæfum úrræðum. Vöktun með leynd er óheimil nema hún styðjist við lagaheimild eða úr- skurð dómara,“ segir í reglunum. Bannað að skoða tölvu- póst og vakta netnotkun Aukin persónuvernd Ekki má skoða tölvupóst starfsmanna nema í mjög sérstökum tilfellum samkvæmt nýjum reglum Persónuverndar. TENGLAR ..................................................... www.personuvernd.is www.vinnueftirlit.is ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu alls 14,124 milljörðum króna og þar af voru viðskipti með hluta- bréf fyrir 2,094 milljarða. Mest við- skipti voru með hlutabréf Íslands- banka hf. fyrir um 1,183 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Lands- banka Íslands (1,7%) en mest lækk- un var á bréfum Og fjarskipta (-4,5%). Úrvalsvísitala hækkaði um 0,25% í 3415 stig. Landsbanki hækkaði mest ◆

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.