Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 4

Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 4
4 B FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NALÞJÓÐAVIÐSKIPTI  Opið: 11-18:30 mán-fös / 10-18 lau / 13-17 sun. Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- Skrifstofuvélin sem uppfyllir ítrustu kröfur nútímans Skeifunni 8 108 Reykjavík s:562 8300 www.ath.is sýningarkerfi baklönd stórprent bílamerkingar gluggamerkingar Vilt þú hvíld? Helgarleiga einungis kr. 10.000.- fyrir minni bústaði Ferðaþjónusta Snorrastaða s. 435 6627, 899 6627 www.snorrastaðir.com Gerum tilboð fyrir stærri hópa ALÞJÓÐAVÆÐING eykur þörf á bættri tungumálakunnáttu og menningarlæsi í viðskiptum. Sam- kvæmt niðurstöðum verkefnisins REFLECT, þar sem menningar- læsi var greint meðal um þúsund smáfyrirtækja í Írlandi, Póllandi, Portúgal og Bretlandi, hefur þekk- ingarskortur á þessum sviðum í för með sér glötuð viðskiptatækifæri eða minni ágóða af viðskiptum. Frá þessu sagði í erindi Bjarna Hjarðar deildarforseta viðskipta- deildar Háskólans á Akureyri, Helga Gestssonar og Rafns Kjart- ansssonar, sem báðir eru lektorar við Háskólann á Akureyri, um menningarlæsi í alþjóðaviðskiptum sem haldið var á ráðstefnu Háskóla Íslands um rannsóknir í félagsvís- indum. Bjarni Hjarðar segir að oftraust á ensku í alþjóðaviðskiptum geti verið varhugavert og íslensk fyr- irtæki hafi nýtt sér enskuna ótæpi- lega á flestum þeim mörkuðum sem þau starfa á. „Niðurstöður RE- FLECT-verkefnisins hvetja okkur óneitanlega til að hugsa málið upp á nýtt. Þær sýna fram á að enskan er ekki einhlít,“ segir hann. „Í sjálfu heimalandi þess tungumáls, Eng- landi, telja 20% útflutningsfyrir- tækja að þau yfirstígi ekki menn- ingarþröskulda í viðskiptum sínum erlendis og um 40–50% segjast mæta tungumálamótlæti.“ 20% misstu viðskipti Af fyrirtækjum í löndunum fjórum sem könnunin náði til, töldu 8–20% sig beinlínis hafa glatað viðskiptum vegna tungumálaerfiðleika og ónógs menningarlæsis. „Hæst var hlutfall- ið í Englandi en þar virtust fyr- irtækin leggja minnsta áherslu á að efla þessa þætti,“ segi Bjarni. Hann segir aðrar athuganir benda í svip- aða átt og REFLECT. Þannig hafi evrópsk könnun frá árinu 1996 gef- ið til kynna að 90% fyrirtækja í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Grikklandi hefðu á sínum snærum stjórnanda sem gæti gengið frá samningum á er- lendu tungumáli, en það hafi að- eins átt við um 38% breskra fyr- irtækja. Ekki er alltaf auðvelt, að sögn Bjarna, að greina hvort örðugleikar í viðskiptum eigi rætur í menning- armun eða tungumálavanda enda séu ekki skörp skil þar á milli. Þannig geti vandamál sem virðist sprottin af tungumálaerfiðleikum einnig falið í sér árekstur mismun- andi menningarheima. Miklu virðist þó skipta að fyrirtækin ráði til sín starfsfólk sem sé vel að sér í tungu- málum helstu viðskiptalanda og markaðssvæða fyrirtækisins. „Enskan er ágæt til síns brúks en fólk kann oftast vel að meta það að reynt sé að eiga samskipti við það á þess eigin móðurmáli. Slíkt er virðingarvottur við menningu heimamanna, gerir þeim hærra undir höfði og skapar andrúmsloft jafnréttis sem örvar samskipti og viðskipti,“ segir Bjarni og telur mikilvægt að gefa ungu fólki kost á þjálfun í þriðja tungumáli, nánast til jafns við enskuna. Þröngsýnin lokar menn inni „Þeir sem eru rígbundnir við rétt- mæti viðhorfa sinna og ágæti eigin samfélags eru fangar síns nánasta umhverfis. Þröngsýnin hefur lokað þá inni og svipt þá frelsinu til að læra að meta fjölbreytni mannlífs- ins. Menntakerfið á að geta bjargað unga fólkinu okkar frá slíkum and- þrengslum,“ segir Bjarni. Hann bendir á að lengi vel hafi krafa um bóklæsi dugað en á síðari árum hafi krafan um svokallað tölvulæsi bæst við, þ.e. lágmarkskunnátta í tölvu- notkun. Hann telur að næsta viðbót eigi að vera menningarlæsi, sem feli m.a. í sér að kunna skil á nokkrum grunnhugmyndum varðandi ein- kenni menningar og lykilhugtökum menningarmismunar. „Viðskiptalífið er óðum að átta sig á því að umsvif fyrirtækja er- lendis geta farið verulega úrskeiðis ef skilning skortir á hugarfari og viðhorfum tilvonandi viðskiptavina.“ Hann tekur dæmi af vestrænu fyr- irtæki sem seldi þvottaefni til Arabaríkjanna og sýndi í auglýs- ingum hefðbundna myndaröð sem allir þekkja, þar sem óhreinn þvott- ur sést á fyrstu mynd, á miðri mynd fer tauið í þvottavélina og kemur á síðustu myndinni tandur- hreint út. Fyrirtækið gáði hins veg- ar ekki að því að myndaröðin var frá vinstri til hægri, líkt og venjan er á Vesturlöndum, en Arabar lesa hins vegar frá hægri til vinstri og fengu allt aðra hugmynd um eig- inleika þvottaefnisins en til var ætl- ast. Menntakerfið taki við sér Bjarni segir þörf á fræðslu í þess- um efnum og tímabært að mennta- kerfið taki við sér enda sé þörf at- vinnulífsins fyrir menningarlæsi vaxandi, ekki síst með hliðsjón af útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. „Ástæða er fyrir vænt- anlega háskólanema að íhuga alvar- lega að svo virðist sem fyrirtæki sýni þeim sem hafa menntun í bæði tungumálum og fjölmenningarfræð- um, ásamt sérgrein s.s. viðskipta- fræði, aukinn áhuga sem vænlegum starfskröftum.“ Hann segir Háskólann á Akur- eyri hafa verið að feta sig inn á braut námskeiða á sviði alþjóða- væðingar og fjölmenningarfræða. Skólinn hafi jafnframt fengið styrk frá Leonardo da Vinci, starfs- menntaáætlun Evrópusambandsins, til að leiða tveggja ára samstarfs- verkefni sex evrópskra háskóla og stofnana sem stórefli þróunarstarf og nýsköpun á sviði menningar- fræða. Áætluð niðustaða rannsókn- arinnar, sem kallast CEReS (Cross- cultural Curriculum for European Regions and their Students), er skilgreining og mat á lykilþáttum menningarlæsis og aðferða við gerð fjölþjóðlegs námsefnis. Auk Háskólans á Akureyri taka þátt í verkefninu: breska rannsókn- arfyrirtækið Interact sem stóð að REFLECT-verkefninu, tækni- og viðskiptaháskóli í Gabravo í Búlg- aríu, Útflutningsráð Íslands, há- skólinn í Bialystok í Póllandi og Tärnoskolan í Malmö í Svíþjóð. Menningarlæsi ábótavant í alþjóðaviðskiptum Fyrst var það krafa um bóklæsi, svo tölvulæsi en nú er tímabært að huga að menningarlæsi, segir Bjarni Hjarðar, deildarforseti viðskipta- deildar Háskólans á Akureyri. Hann upplýsir Soffíu Haraldsdóttur um að oftraust á ensku geti verið varhugavert. Reuters Virðingarfyllst Í Japan er til siðs að hneigja sig, ekki síst ef menn þurfa að sýna auðmýkt og biðjast afsökunar, eins og forsvarsmenn Citigroup, þeir Douglas Peterson og Charles Prince, gerðu á blaðamannafundi fyrir skömmu. soffia@mbl.is Bjarni Hjarðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.