Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI HVERJIR EIGA ÍSLAND? F jármálaeftirlitið (FME) hefur áhyggjur af því að eignatengsl, sem víða er að finna meðal félaga á verðbréfamarkaði hér á landi, ekki hvað síst með aðild fjár- málafyrirtækja, kunni að ráða nokkru um gengisþróun hlutabréfa. Á árs- fundi FME í byrjun þessa mánaðar kom fram hjá Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra FME, að stofnunin telur að gagnkvæm eignatengsl á verðbréfa- markaði geti haft áhrif á gengisþróun félaga á víxl þannig að hætta sé á að í hækkun spinnist gengið upp langt umfram eðlilega verðþróun. Þá telur FME að einstakir lántakendur og við- skiptaaðilar fjármálafyrirtækja, eða samtengdir fyrirtækjahópar, myndi stórar áhættur í bókum fleiri en eins fjármálafyrirtækis. Í þessum efnum eru viðskiptabankarnir þrír og Straumur Fjárfestingarbanki um- svifamestir og því má ætla að varn- aðarorð FME eigi helst við um þá. Þátttaka viðskiptabankanna í at- vinnulífinu kemur annars vegar fram í hlutabréfaeign þeirra og hins vegar í útlánum til fyrirtækjanna. Upplýs- ingar um útlán bankanna til einstakra fyrirtækja eða einstaklinga eru að sjálfsögðu ekki opinberar, en ljóst má vera að tengsl bankanna við fyrirtæk- in í landinu eru miklu meiri en hluta- bréfaeignin ein og sér segir til um, enda eru útlán miklu stærri hluti af heildareignum bankanna en hluta- bréfaeign þeirra. Útlán viðskipta- bankanna eru að jafnaði um 80% af heildareignum þeirra og hlutabréfa- eign um 12%. Fréttum af hlutabréfakaupum og yfirtökum ýmissa einstaklinga og fé- laga á fyrirtækjum fjölgar stöðugt. Í slíkum tilvikum eru alla jafna ekki gefnar upplýsingar um hvernig að fjármögnun er staðið. Næsta víst er hins vegar að þáttur viðskiptabank- anna þar í er töluverður. Mikið í húfi Viðskiptabankarnir eiga eðlilega mik- ið undir því að afkoma fyrirtækja sé almennt góð. Það er ekki bara til að fyrirtækin geti staðið í skilum með skuldbindingar sínar gagnvart bönk- unum, heldur einnig til þess að þau geti aukið umsvif sín, sem kallar á aukin viðskipti þeirra við bankana. Þá skiptir góð afkoma fyrirtækjanna einnig miklu máli fyrir bankana vegna hlutabréfaeignar þeirra í fé- lögum á verðbréfamarkaði. Hækkun á hlutabréfaverði er meg- inskýringin á auknum hagnaði bank- anna að undanförnu. Hlutabréfaverð á markaði hér á landi hefur almennt hækkað mun meira en í nágranna- löndunum. Þannig er úrvalsvísitala Kauphallar Íslands nú rúmlega 60% hærri en hún var um síðustu áramót. Viðlíka hækkanir sjást ekki annars staðar. Því er eðlilegt að FME hafi áhyggjur af hugsanlegri víxlverkun hækkana á hlutabréfamarkaði. Slíku má lýsa með því að góð afkoma fyr- irtækis leiðir til hækkunar á hluta- bréfaverði þess, sem hefur í för með sér góða afkomu annars fyrirtækis, sem á hlut í fyrra fyrirtækinu. Það hefur jafnframt í för með sér hækkun á verði hlutabréfa í seinna fyrirtæk- inu, sem aftur leiðir til hækkunar á verði hlutabréfa þess fyrra vegna eignatengsla o.s.frv. Bent hefur verið á dæmi um víxlverkun af þessu tagi til að mynda í tilfelli Íslandsbanka og Straums nýlega, þar sem hlutabréfa- eign hvors um sig í hinu félaginu var í báðum tilvikum nokkuð mikil. Tengsl ekki ávallt ljós Á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands í síðustu viku kom fram í máli þeirra sem þar fluttu erindi og/eða tóku þátt í umræðum, að eignatengsl á verðbréfamarkaði væru algengari hér á landi en víða annars staðar. Þá kom einnig fram að mikilvægt væri að eignatengsl milli fyrirtækja lægju fyrir og væru skýr, en mikið skorti þar hins vegar á. Opinberir hluthafalistar félaga á hlutabréfamarkaði segja ekki alltaf hverjir eru raunverulegir eigendur þeirra. Þetta stafar m.a. af því hve al- gengt það er að hluti hlutafjár í skráðu félagi sé falinn á safnreikning- um eða í nafni íslenskra fjármálafyr- irtækja í útlöndum. Eignarhalds- félög, sem virðast spretta nánast ótrúlega hratt upp, og framvirkir samningar um hlutabréfakaup flækja einnig stöðuna mikið. Í þeim efnum eru líklega mest umtöluð þau fram- virku kaup í byrjun þessa árs, er Landsbankinn og Burðarás seldu eignarhaldsfélögum þeirra Helga Magnússonar, annars vegar, og Orra Vigfússonar, hins vegar, umtalsverða hluti í Íslandsbanka, sem síðan gengu til baka. Til viðbótar við það að ekki er alltaf skýrt hverjir eiga hvað í félögum, eru tengsl milli hluthafa ekki ávallt uppi á yfirborðinu. Á ársfundi FME kom einmitt fram að stofnunin telur það nokkuð áhyggjuefni að fyrir kemur að fjármálafyrirtækin skilgreini tengsl einstakra viðskiptamanna með öðrum og þrengri hætti en FME tel- ur rétt og varfærið. Hefur stofnunin í einstökum tilfellum haft ástæðu til að ætla að tengsl milli fleiri viðskipta- manna feli í sér að raunveruleg stærð áhættuskuldbind- inga hafi farið yfir leyfileg mörk. Hef- ur FME að undan- förnu lagt sérstaka áherslu á athuganir á þessu. Vistunarsvæði hlutabréfa Hlutur safnreikn- inga á hluthafalist- um félaga á verð- bréfamarkaði hefur aukist á undanförn- um árum. Upplýs- ingar um hverjir eiga hlutabréf í vörslu slíkra reikninga fást ekki upp- gefnar. Dæmi um safnreikning sem kemur víða fram á hluthafalistum fé- laga er Arion, sem er í eigu KB banka. Inni á þeim reikningi eru væntanlega hlutabréf ýmissa einstak- linga og félaga. KB banki á sjálfur hins vegar ekkert af þeim hlutabréf- um sem þar eru. Sama gildir um sam- bærilega reikninga hinna viðskipta- bankanna. Þessi háttur við utanumhald á hlutabréfum í félögum er ekkert óeðlilegur og er í fullu samræmi við það sem gerist í þessum efnum í ná- grannalöndunum. Safnreikningi mætti í raun líkja við vöruhús þar sem viðskiptavinirnir eiga ákveðinn bás eða hillu. Safnreikningur er því eins konar vistunarsvæði hlutabréfa. En eignarhaldið er þá ekki skýrt, nema ef viðkomandi hluthafar fara yfir svo- nefnda flöggunarskyldu. Í þeim til- vikum kemur í ljós hvað umræddir aðilar eiga. Þessu til viðbótar er töluverður hluti hlutabréfa í félögum í vörslu ýmissa hlutabréfasjóða og íslenskra fjármála- fyrirtækja í útlönd- um. Dæmi um hluta- bréfasjóð er til að mynda Hlutabréfa- sjóður Búnaðar- bankans, sem KB banki á, og VVÍB sjóðir Íslandsbanka. Dæmi um íslenskt fjármálafyrirtæki í útlöndum er t.d. Landsbankinn Lux- embourg, sem er skráður fyrir tölu- vert stórum hlutum í ýmsum félögum. Engin leið er að fá uppgefið hver eða hverjir eiga þá hluti, ekki nema ef ein- hver fer yfir flöggunarskyldu. Lands- bankinn á sjálfur ekkert af þeim hlutabréfum sem eru í vörslu Lands- bankans Luxembourg. Gegnsæi aukið Eignarhald í félögum á verðbréfa- markaði er því á ýmsan hátt óljóst. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri FME, sagði á morgunverðarfundi Verslun- arráðs Íslands í síðustu viku, að það ætti að vera sameiginlegt verkefni FME og þeirra sem starfa á verð- bréfamarkaði, að þrýsta á aukið gegnsæi á markaðinum, m.a. í eign- arhaldi skráðra félaga. Aðilar á mark- aði vildu tæplega að opinber stofnun, þ.e. Fjármálaeftirlitið, væri ein fær um að gera sér grein fyrir því hvernig eignarhaldi í einstökum fyrirtækjum væri háttað. Fjármálaeftirlitið telur æskilegt að gegnsæi í starfsemi stofn- unarinnar verði aukið. Til að svo megi verða þarf breytingu á lögum. Sam- kvæmt núgildandi lögum getur FME ekki tjáð sig um einstaka málefni sem koma til skoðunar hjá stofnuninni. Þess vegna er ekki við því að búast að FME skýri nákvæmar en gert hefur verið, hvað átt er við með því að það sé áhyggjuefni að einstakir lántak- endur og viðskiptaaðilar fjármálafyr- irtækja, eða samtengdir fyrirtækja- hópar, mynduðu stórar áhættur í bókum fleiri en eins fjármálafyrir- tækis. Þar er átt við útlán bankanna til fyrirtækja. Það sama á og við um áhyggjur FME af því hver áhrifin af eignatengslum geta verið. Þar er átt við hlutabréfaeign bankanna í fyrir- tækjum. Tengingar víða Af samtölum við ýmsa sérfræðinga á fjármálamarkaði að dæma, má draga þá ályktun að undirtónninn í áhyggj- um FME, sem fram komu á ársfundi stofnunarinnar, sé annars vegar stór útlán bankanna á undanförnum miss- erum, og hins vegar ýmsar samteng- ingar milli þeirra og ýmissa félaga á markaði. Þar má nefna þá tengingu sem er á milli Landsbankans, Burðar- áss, Straums og Íslandsbanka. Tengslin þar á milli eru mjög mikil. Landsbankinn á 17,6% hlut í Burðar- ási. Bankinn er þó skráður fyrir 24,9% hlut á hluthafalista Burðaráss, sem á 2,9% hlut í Landsbankanum, en er skráður fyrir 3,5% hlut á hluthafa- lista Landsbankans. Landsbankinn á 7,0% hlut í Straumi (7,1% skv. hlut- hafalista) og Burðarás á þar 7,1% hlut. Þá á Straumur 18,5% hlut í Ís- landsbanka (23,7% skv. hluthafalista ÍSB) en einnig 33,7% hlut í Trygg- ingamiðstöðinni, sem á 4,4% hlut í Landsbankanum. Þó tengingar milli Landsbankans, Burðaráss, Straums og Íslandsbanka séu miklar á það einnig við um önnur félög. Þannig eru eignatengsl milli Actavis Group og Landsbankans/ Burðaráss mikil. Stærsti hluthafinn í Actavis, með um þriðjungs hlut, eru félög í eigu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, stjórnarformanns Burðar- áss. Einnig ber að nefna tengsl Bakkavarar við KB banka. Bankinn á nærri fimmtungs hlut í Meiði, aðal- eiganda Bakkavarar, sem aftur er stærsti hluthafinn í bankanum. Þá er ekki hjá því komist að nefna tengsl Baugs við viðskiptabankana, sérstaklega við KB banka og Lands- bankann, en af fréttum að dæma má ætla að útlán bankanna til félagsins séu umtalsverð. Þar að auki á KB banki stóran hlut í Baugi. Kröfur í lögum Enginn segir að nokkuð sé óeðlilegt við hlutabréfaeign bankanna í fé- lögum á markaði, né við útlán þeirra til fyrirtækja og einstaklinga vegna rekstrar, útrásar eða kaupa á hluta- bréfum. Næsta víst er hins vegar að að ýmsu ber að hyggja vegna þess hve umsvifin hafa aukist mikið á til- tölulega skömmum tíma. Í 30. grein laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, þar sem fjallað er um takmarkanir á stórum áhættum, segir að áhætta vegna eins eða fleiri tengdra viðskiptamanna megi ekki fara framúr 25% af eigin fé fjármála- fyrirtækis. Með áhættu í þessu sam- bandi er átt við lánveitingar, verð- bréfaeign, eignarhluta og veittar ábyrgðir fjármálafyrirtækis vegna einstakra viðskiptamanna eða fjár- hagslega tengdra aðila, svo og ann- arra skuldbindinga sömu aðila gagn- vart fjármálafyrirtækinu. Næsta víst er að þessi grein laga um fjármálafyr- irtæki verði jafnvel enn vandlegar skoðuð af eftirlitsaðilum er fram líða stundir. Þræðir bankanna liggja til allra átta Eignatengsl á verðbréfamarkaði eru algengari hér á landi en víða annars staðar. Mikið skortir hins vegar á að tengslin séu skýr. Viðskiptabankarnir þrír leika stórt hlutverk í þeim eignatengslum sem skapast hafa. Grétar Júníus Guðmundsson skoðaði eignarhaldið á bönkunum og tveimur öðrum félögum og hvernig þræðirnir liggja milli þeirra og fyrirtækja í viðskiptalífinu. ............. M á d r a g a þ á á l y k t u n a ð u n d i r - t ó n n i n n í á h y g g j - u m F M E s é a n n - a r s v e g a r s t ó r ú t l á n b a n k a n n a o g h i n s v e g a r ý m s a r s a m t e n g - i n g a r m i l l i þ e i r r a o g f é l a g a á m a r k a ð i . ............. gretar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.