Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 1
PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B
– traustur samstarfsa›ili í fjármögnun
Sér›u atvinnutæki›
sem flig langar í?
Tala›u vi› sérfræ›ing!
Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja.
Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu
um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun
atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.
Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja
flá fjármögnunarlei› sem hentar best.
GENGI Bandaríkjadollars
gagnvart íslensku krónunni hefur
fallið nánast í frjálsu falli síðan í
september, úr 72,6 krónum 8.
september í 66,6 krónur í gær.
Stór hluti viðskipta á heimsmark-
aði fer fram í dollurum auk þess
sem Íslendingar neyta banda-
rískra vara í meiri mæli en marg-
ar aðrar þjóðir. Því verður að
gera ráð fyrir verðlækkunum á
t.d. olíu og matvöru á næstunni.
Bensínverð stöðugt
Bensínverð á Íslandi hefur verið
frekar stöðugt yfir 100 krónum
síðustu mánuði. Þetta kemur
mörgum spánskt fyrir sjónir í
ljósi þess að gengi dollars hefur
fallið auk þess sem heimsmark-
aðsverð á hráolíu hefur lækkað
allverulega á síðustu vikum.
„Bensínverð var geysilega hátt
í október og áhrif lækkunarinnar
hafa ekki skilað sér til okkar
enn,“ segir Magnús Ásgeirsson
hjá Olíufélaginu hf. þegar hann er
inntur eftir því hvernig á því
standi að heimsmarkaðsverð á
bensíni hafi ekki lækkað nægi-
lega til þess að það skili sér til ís-
lenskra neytenda. „Bensínverð á
heimsmarkaði er um 420 dollarar
fyrir tonnið en var mest um 500,“
segir Magnús. Aðspurður segir
hann að gjaldeyrisbreytingar
skili sér tiltölulega fljótt því bens-
ínverð sé endurskoðað reglulega.
Þetta hafi þó ekki gerst í október
þar sem bensínverð á heims-
markaði hafi verið mjög hátt.
Þegar Morgunblaðið hafði
samband við hin olíufélögin kvað
við sama tón. „Ef við skoðum
þetta í samhengi voru miklar
hækkanir í október og töluverð
þörf á verðbreytingum í byrjun
nóvember sem við fórum ekki út í.
Hins vegar lækkuðum við verð í
liðinni viku en höfum ekki tekið
um það ákvörðun hvort farið
verði í frekari lækkanir á næst-
unni,“ segir Stefán Karl Segatta
innkaupastjóri Skeljungs og
Samúel Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri fjárfestinga og
áhættustýringar hjá OLÍS tekur í
sama streng.
Veruleg lækkun í Svíþjóð
Ef þessi svör eru borin saman við
þróun bensínverðs síðan í byrjun
október hjá Statoil í Svíþjóð má
sjá að verð á blýlausu 95 oktana
bensíni var hæst á tímabilinu 9.–
14. október eða 10,64 sænskar
krónur en hefur síðan lækkað
verulega og var í gær 9,86. Í sam-
tali við Morgunblaðið segir tals-
maður Statoil að bensínverð hjá
þeim hafi verið lækkað tvisvar í
þessari viku, síðast í gær, vegna
þróunar dollars og heimsmark-
aðsverðs á bensíni. Til saman-
burðar má geta þess að öll stóru
íslensku félögin lækkuðu lista-
verð á bensíni um 1 krónu 11. nóv-
ember síðastliðinn og er listaverð
á bensíni í dag 110,5 krónur hjá
félögunum öllum.
Endurskoða heildsöluverð
Neysla Íslendinga á bandarískum
matvörum er töluverð. Hér er að-
allega um að ræða morgunkorn,
kex, tómatsósur, poppkorn og
sælgæti, auk nokkurra annarra
tegunda. Eðlilegt má teljast að sú
mikla lækkun sem orðið hefur á
dollarnum á síðustu mánuðum
hafi áhrif á verð á þessum vöru-
tegundum, bæði bandarískum og
öðrum, vegna samkeppni á mat-
vörumarkaði. Engu að síður hef-
ur vísitala neysluverðs hækkað
um tæp 4% á milli ára.
„Þetta skýrist á því að einungis
10% innfluttra neysluvara á Ís-
landi koma frá Bandaríkjunum,“
segir Jón Þór Sturluson, for-
stöðumaður Rannsóknarseturs
verslunarinnar. Að óskoðuðu máli
telur hann ólíklegt að gengisfall
dollars hafi áhrif á innflutning frá
öðrum löndum en Bandaríkjun-
um. En lítil áhrif dollars á verð-
bólgu megi einnig skýra með því
að samkeppni á heildsölumarkaði
sé ekki eins mikil og áður var. Það
sé því spurning hvort neytendur
megi eiga von á verðbreytingum á
bandarískum matvörum á næst-
unni.
„Við endurskoðum verðlagn-
ingu okkar reglulega með tilliti til
gengis og munum einmitt gera
það á næstu dögum,“ segir Magn-
ús Ólafsson, framkvæmdastjóri
sölusviðs hjá heildversluninni
Innnes ehf. „Það getur tekið tíma
fyrir gengisbreytingar að skila
sér inn á lager vegna birgðastöðu
hverju sinni.“ Magnús segir að
neytendur hafi á undanförnum
árum notið góðs af gengisfalli
dollars og að það sé trú hans að
svo muni áfram verða.
Ekki mikil áhrif á hagstjórn
Óljóst er hver raunveruleg áhrif
gengisfalls dollarsins eru á ís-
lenska hagkerfið í heild. „Gengi
dollars hefur fallið verulega síðan
í lok nóvember 2001 en þá var
gengið hæst, 110,13 krónur,“ seg-
ir Jón Þór Sturluson. „Þessi þró-
un hefur töluverð áhrif á
lánastöðu þjóðarbúsins en þó má
ekki gleyma að staða dollars í dag
er ósköp svipuð og hún var til
langs tíma á 10. áratugnum. Hér
er að mínu mati frekar um að
ræða leiðréttingu á þeim upp-
gangi sem varð undir lok þess
áratugar og í byrjun þessarar
aldar,“ segir Jón. „Ég sé ekki að
þetta eigi að hafa stór áhrif á hag-
stjórn á Íslandi.“
Vænta verður verðlækk-
ana vegna falls dollarsins
Olíufélögin eru seinni til að lækka bensínverð en olíufélög í Svíþjóð – Endurskoðun á
verðlagningu bandarískrar matvöru á næstunni – Lítil áhrif á hagstjórnina
!
!
"#$$%$&
$%'()&*
#&+,$%- VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
HANNES Smárason, stjórnarformaður
Flugleiða, og Stelios Haji-Ioannou, hinn lit-
ríki stofnandi og aðaleigandi EasyJet-
flugfélagsins, áttu í gær fund í London.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
var fyrst og fremst um „kurteisisheimsókn“
að ræða hjá Hannesi. Fyrir fundinn hafði
Stelios, eins og hann vill láta kalla sig, hins
vegar ýmislegt um hugsanlega yfirtöku
Flugleiða á EasyJet að segja.
Á hluthafafundi í Stelmar-skipafélaginu,
sem hann stofnaði einnig, sagði Haji-
Ioannou að hann hefði ekki áhuga á að selja
neitt af 41% hlut, sem hann á ásamt fjöl-
skyldu sinni í EasyJet, til Flugleiða. Hann
sagðist ekki gera ráð fyrir neinu „of drama-
tísku“ á fundinum með Hannesi.
Haji-Ioannou sagði jafnframt að reglur
Evrópusambandins myndu takmarka er-
lendan eignarhlut í EasyJet við 40%, sam-
kvæmt frétt Evening Standard.
Hann benti jafnframt á að hann ætti nafn
EasyJet, sem hann leigir félaginu, og hefði
rétt á að verða formaður stjórnar þess þeg-
ar honum sýndist. „Ég hef selt hlutafé af og
til, en ekki á því verði, sem það er á núna,
og sannarlega ekki svo mikið að ég missti
[stjórnina á félaginu],“ sagði Haji-Ioannou.
L Á G G J A L D A F L U G F É L Ö G
Brattur Stelios Haji-Ioannou ætlar ekki að
gefa eftir yfirráð í EasyJet.
Hannes Smárason og aðaleig-
andi EasyJet funda í London
Stelios
ætlar ekki
að selja
hlut sinn
S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I
Muna að hneigja sig
Menningarlæsi skiptir máli í alþjóðaviðskiptum 4
Næstum komin í biblíuna
Hex kemst í úrslit hjá Red Herring 8
FLÓKIN EIGNATENGSL Á
FJÁRMÁLAMARKAÐI