Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 B 11
NVIÐSKIPTI Lífið á ekki að vera eins og konfektkassi.
Maður á að vita nákvæmlega hvað maður fær,
hvernig það er á bragðið og hvenær
það verður afhent.
Sími 535 8000 | www.jonar.is
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
18
0
2
STUTTDAGBÓK
V
axandi alþjóðavæðing
viðskiptalífsins hefur
glætt samkeppni ríkja
um fjárfestingar fyrir-
tækja sem líta á heim-
inn allan eða tiltekna heimshluta
sem sín starfssvæði. Auk almennra
þátta eins og menntunar, tæknivæð-
ingar og verðlags horfa alþjóðleg
fyrirtæki í vaxandi mæli til skatt-
areglna. Á síðustu árum hefur verið
áberandi hversu einstök þjóðlönd
eins og t.d. Írland og Eystrasalts-
löndin hafa með góðum árangri gert
skattareglur að vopni í samkeppni.
Einkum eru það 6 lykl-
ar sem skipta máli þeg-
ar rætt er um sam-
keppnishæft skatta-
umhverfi:.
1. Skattprósentan
2. Uppbygging skatt-
kerfisins
3. Hagstæð meðhöndl-
un fjármálagerninga
4. Víðtækt net tvískött-
unarsamninga
5. Viðbragðsflýtir
stjórnvalda varðandi
nýbreytni
6. Herkænska og frum-
kvæði
Raunskattar
skipta öllu máli
Hvað skattprósentur
varðar nægir ekki að
horfa aðeins á skráð
hlutfall, heldur skiptir
máli hver raunskatt-
lagning er í lok dags.
Sem dæmi voru árið
1999 sett hér lög um al-
þjóðleg viðskiptafélög
sem aðeins áttu að
greiða 5% tekjuskatt.
Þegar dæmið var
reiknað til enda og tek-
ið hafði verið tillit til
annarra skatta reynd-
ist skattprósentan vera allt upp í
45% á grundvelli þágildandi skatt-
areglna. Því var kannski engin furða
að það félagsform næði sér aldrei á
strik hérlendis.
Skattar geta skipt sköpum
Eftir Guðjón
Rúnarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
taka banka og verðbréfafyrirtækja.
’Eitt af því sem ráðið
getur úrslitum um
samkeppnishæfni
ríkja er að stjórnvöld
séu jákvæð gagnvart
nýbreytni.‘
Guðjón Rúnarsson
Í DAG
Afmælisráðstefna Fjármálatíð-
inda haldin á vegum Seðlabankans
á Nordica Hóteli í dag, 18. október
frá kl. 13 og á morgun frá kl. 9. Með-
al frummælenda Birgir Ísleifur Gunn-
arsson, Ragnar Árnason, Þráinn Egg-
ertsson, Már Guðmundsson, Arnór
Sighvatsson, Tór Einarsson, Þór-
arinn G. Pétursson, Friðrik Már Bald-
ursson, Gylfi Magnússon, Jón Þór
Sturluson, Ásgeir Daníelsson,
Sveinn Agnarsson, Björn Rúnar Guð-
mundsson, Ásgeir Jónsson, Gylfi
Zoega, Tryggvi Þór Herbertsson og
Eiríkur Guðnason.
Á NÆSTUNNI
Ráðstefna um upplýsingaöryggi
á vegum Stika ehf. Fimmtudaginn
25. nóvember kl. 13 til 16.30 á
Nordica Hóteli.
Á ráðstefnunni fjallar Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlits-
ins, um faglegan rekstur upplýs-
ingakerfa og mikilvægi hans. Svana
Helen Björnsdóttir framkvæmda-
stjóri Stika fjallar um upplýsingar
sem verðmæti og innleiðingu upp-
lýsingaöryggis samkvæmt alþjóð-
legum stöðlum. Laufey E. Jóhann-
esdóttir gagnaöryggisstjóri
Landsbankans fjallar um alþjóð-
legar kröfur sem gerðar eru til fjár-
málastofnana um upplýsingaöryggi.
Haraldur Óskar Haraldsson for-
stöðumaður rekstraráhættu KB
banka fjallar um áhættustýringu
upplýsingatækni hjá bankanum. Elv-
ar Steinn Þorkelsson fram-
kvæmdastjóri Microsoft Íslandi og
Gísli Rafn Ólafsson sérfræðingur
fjalla um stýrða notkun á upplýs-
ingum. Lára Björnsdóttir félags-
málastjóri í Reykjavík ræðir innleið-
ingu upplýsingaöryggis hjá
Félagsþjónustunni. Ragnheiður
Kristín Guðmundsdóttir markaðs-
stjóri Stika kynnir íslenskan hug-
búnað til áhættustjórnunar og
Nanna Huld Aradóttir forstöðumað-
ur endurskoðunardeildar Kred-
itkorts hf. fjallar um reynslu og
ávinning af innleiðingu hugbúnaðar-
ins.
● AUSTURBAKKI hf. skilaði í gær
níu mánaða uppgjöri, sem grein-
ingardeildir bankanna kalla slakt. Í
tilkynningu frá félaginu til Kaup-
hallarinnar kemur hins vegar fram
að nú sé farinn að sjást árangur
af þeim aðgerðum, sem settar
voru í gang fyrr á árinu til þess að
auka sölutekjur og lækka kostn-
að.
Hagnaður félagsins á þriðja árs-
fjórðungi var 8,8 milljónir króna en
ekki er sagt útlit fyrir að afkoman
verði jákvæð fyrir árið í heild. Eftir
níu mánuði var tapið 55,9 milljónir
króna. Rekstrartap án afskrifta er
23,5 milljónir, en á sama tímabili í
fyrra var rekstrarhagnaður 93,9
milljónir. Afskriftir eru 23,1 milljón.
Áfram tap hjá
Austurbakka
● CONRAD Black hefur sagt lausu
starfi sínu sem forstjóri og stjórn-
arformaður Hollinger Inc. með það
í huga að ráðast í yfirtöku á félag-
inu að sögn Financial Times. Mik-
ilvægasta eign Hollinger Inc. er ráð-
andi hlutur í Hollinger
International, sem gefur m.a. út
Chicago Tribune og Jerusalem Post.
Ravelston, fyrirtæki Blacks, á 78%
hlutafjár í Hollinger. Black var vikið
frá störfum sem formaður stjórnar
Hollinger International vegna fjár-
dráttar en hann er ásamt nokkrum
öðrum yfirmönnum sakaður um að
hafa dregið sér meira en 400 millj-
ónir Bandaríkjadala úr sjóðum fé-
lagsins, sem farið hefur í mál við
fyrrverandi stjórnendur sína. Black
neitar öllum sakargiftum.
Black hyggur
á yfirtöku
◆
◆