Morgunblaðið - 18.11.2004, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 B 5
NFRÉTTIR HÁSKÓLINN í Reykjavík býður
nú upp á nýtt, alþjóðlegt nám fyrir
stjórnendur, sem kallast upp á ensku
Program for Management Develop-
ment (PMD). Guðrún Helga Hamar,
verkefnisstjóri námsins, segir að
Stjórnendaskóli HR sé frumkvöðull í
að bjóða upp á slíkt nám hér á landi
en erlendis sé PMD „þekkt vöru-
merki“ á atvinnumarkaði. „Hingað
til hafa stjórnendur þurft að sækja
nám af þessu tagi til útlanda, en það
er bæði dýrt og tímafrekt,“ segir
Guðrún Helga. Hún segir námið
henta vel stjórnendum sem hafi ann-
aðhvort menntað sig á öðru sérsviði
en stjórnun og viðskiptum og vilji fá
innsýn í þann heim, eða tekið MBA
próf fyrir nokkru síðan og vilji fríska
upp á kunnáttuna og fylgjast með
því sem er að gerast í fræðunum í
dag.
Að sögn Guðrúnar Helgu er lagt
upp úr því að hafa framúrskarandi
leiðbeinendur í náminu. „Við gerum
okkar bezta til að útvega hæfustu
fyrirlesara í hverju fagi fyrir sig.
Þeir koma úr HR og jafnframt úr
ýmsum af þekktustu viðskiptahá-
skólum heims, t.d. IMD í Sviss,
IESE Business School í Barcelona
og Richard Ivey School of Business í
Kanada. Allir hafa þeir mikla
reynslu í stjórnendamenntun,“ segir
Guðrún Helga. Fyrirkomulag náms-
ins er með þeim hætti að kennt er á
u.þ.b. tveggja vikna fresti í tvo daga í
senn, yfirleitt fimmtudag og föstu-
dag, og námið tekur aðeins eina önn.
Stjórnendur geta því nýtt námið
strax í starfi.
Sérhannað fyrir stjórnendur
„Við þróun námsins var kapp lagt á
að sérsníða námsefnið að þörfum
stjórnenda,“ segir Guðrún Helga.
„Um er að ræða gagnvirkt nám þar
sem stjórnendur koma saman og
ræða málin undir handleiðslu fær-
ustu sérfræðinga. Fólk hefur þá
tækifæri til að ræða þau viðfangsefni
sem stjórnendur í dag eru að kljást
við í starfi og skiptast á upplýsingum
og reynslu, ekki aðeins við leiðbein-
endurna heldur líka aðra stjórnend-
ur. Við leggjum áherzlu á stjórnun
og ákvarðanatöku, verkefni og um-
ræður en ekki fræðilega fyrirlestra.“
Guðrún Helga segir að PMD-nám-
ið sé jafnframt vettvangur til að
styrkja tengslanetið. „Myndaður
verður hópur sem hefur sem ólíkast-
an bakgrunn og kemur frá ýmsum
sviðum viðskiptalífsins,“ segir hún.
Morgunblaðið/Golli
Færustu leiðbeinendur Guðrún Helga Hamar segir Háskólann í Reykjavík leita til ýmissa af þekktustu við-
skiptaháskólum heims eftir kennurum fyrir PMD-námið.
HR með nýtt
nám fyrir
stjórnendur
ÍBÚAR á Fjóni í Danmörku hafa
nokkrar áhyggjur af framtíð Maga-
sin-verslunarinnar í Óðinsvéum eftir
kaup Baugs, Straums og Birgis
Bildtvedt á Magasin-verslunarkeðj-
unni í síðustu viku. Óstaðfestur orð-
rómur er uppi, samkvæmt fréttavef
Fyens, um að loka eigi einni af átta
stórverslunum Magasin í Danmörku
og þykir líklegt að Magasin-verslun-
in í Óðinsvéum verði fyrir valinu
vegna slakrar frammistöðu. Í Berl-
ingske Tidende er haft eftir tals-
manni nýju eigendanna að allar
ákvarðanir þar um séu í höndum
hins nýja forstjóra Magasin, Peters
Husum. Hann muni einnig taka
ákvörðun um hvort Magasin komi í
framtíðinni til með að kaupa inn
vörur í félagi við „stóra enska vöru-
húsakeðju“.
Því hefur jafnvel verið haldið fram
að af átta verslunum Magasin verði
einungis haldið eftir þeim tveimur
verslunum sem staðsettar eru í
Kaupmannahöfn og versluninni í Ár-
ósum. Stjórnarformaður Magasin,
Henrik Wedell Wedellsborg, vísar
þessu á bug og telur að einungis gæti
verið um að ræða lokun eða flutning
á einni stakri verslun.
Áhyggjur af
lokun Maga-
sin á Fjóni
Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5060, www.vis.is
flar sem tryggingar
snúast um fólk
VÍS b‡›ur fyrirtækjum og einstaklingum
me› atvinnurekstur samsetta vátryggingar-
vernd. fiarfir fyrirtækja eru breytilegar og
me› fyrirtækjatryggingum VÍS velja
fyrirtæki sér vernd sem sni›in er a› fleirra
flörfum.
fijónustufulltrúar, sérhæf›ir í fyrirtækjatrygg-
ingum, annast fyrirtækin sem tryggja hjá VÍS
og a›sto›a vi› val á fleirri vernd sem hæfir
vi›komandi rekstri.
Hringdu í síma 560 5060 og kanna›u hva› vi›
getum gert fyrir fyrirtæki› flitt e›a sendu
fyrirspurnir á upplysingar@vis.is
Fyrirtækjatryggingar VÍS tryggja öruggara
starfsumhverfi.
Fyrirtækjatryggingar
VÍS eru sérsni›nar a›
flínum atvinnurekstri
F
í
t
o
n
/
S
Í
A