Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 18

Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 18
18 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Búnaðarfélagið stóð fyrir ferð áSmithfield-landbúnaðarsýn-inguna í Englandi 1965. Mérblöskraði verðið og spurði árið eftir hvort ég mætti ekki skipu- leggja ferð og bjóða bæði körlum og konum að fara með. Fram að því var bara körlum leyft að fara í bændaferð- ir,“ segir Agnar Guðnason. Þegar þetta gerðist var hann jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands. Síðar varð hann blaðafulltrúi bændasamtakanna og lengi ritstjóri Handbókar bænda. Þegar hann fór á eftirlaun fyrir 15 ár- um varð skipulagning og fararstjórn í bændaferðum hans aðalstarf. Nú er Ferðaþjónusta bænda að taka við bændaferðum og mun því sinna ferða- þjónustu innanlands og utan hér eftir. En aftur til upphafsins. „Ég fór til Flugfélags Íslands og Loftleiða og bað um tilboð í ferðina. Hagstæðara tilboð kom frá Loftleiðum. Þeir lögðu til DC-6 skrúfuvél sem bar 84 farþega. Ég auglýsti ferðina í Frey og sendi fréttatilkynningu til blaðanna. Það var eingöngu miðað við fólk úr dreifbýlinu. Ferðin seldist upp á tveim- ur dögum, enda var verðið á fluginu fram og aftur og gistingu í átta daga heldur hagstæðara en bara á fluginu árinu áður.“ Landbúnaðarsýningin, kennd við Smithfield, var haldin í London í byrj- un desember ár hvert. Þetta var alhliða landbúnaðarsýning og bæði búfénaður og nýjustu landbúnaðarvélar til sýnis. Auk Agnars voru tveir aðrir farar- stjórar, Ólafur E. Stefánsson naut- griparáðunautur og Haraldur Árnason vélaráðunautur. „Ég sneri mér til búvélainnflytjenda og fóðurframleiðenda. Þeir tóku vel í að undirbúa heimsóknir okkar í verk- smiðjur og fleira. Hver maður hafði almanak með dagskrá við brottför. Sumir höfðu bókað sig í allt, en það var ómögulegt að komast yfir það,“ segir Agnar. „Ég pantaði einnig miða fyrir allan hópinn á söngleikinn Tónaflóð (Sound of Music) með Julie Andrews, tónleika með The Shadows og Cliff Richard og kvöld á næturklúbbinum Talk of the Town. Það voru fleiri karlar en konur í þessari ferð, en konurnar voru samt nokkuð margar. Þegar við fórum í leikhúsið fóru konurnar í peysufötin og við löbbuðum frá Pica- dilly Circus í leikhúsið. Þar áttum við frátekna tvo heila bekki. Fólk var al- mennt komið í sæti þegar við mættum og það vakti mikla athygli þegar öll strollan kom.“ Langflestir ferðalanganna höfðu aldrei áður farið til útlanda, að sögn Agnars. Hann segir að enginn hafi týnst „alvarlega“, allir fundist aftur um síðir. Mestar áhyggjur hafði hann af hópnum í neðanjarðarbrautinni en með henni var farið á sýningarsvæðið í Earl’s Court. Þurfti að skipta á milli lesta einu sinni á leiðinni. Ráðið við því var að skipta hópnum í minni flokka sem ferðuðust saman. Agnar segir að konurnar í hópnum hafi lítið farið á sýninguna, en þess meira í verslanir. „Vöruverðið í Englandi var á þessum tíma aðeins þriðjungur af því sem var hér heima. Þótt fæstir hefðu farið áður til útlanda vissi fólkið alveg hvernig átti að kaupa inn. Við höfðum tvær konur til að aðstoða í búðunum. Karlarnir, sem komu kvenmannslausir að heiman, voru flestir með innkaupalista. Mesti vandinn var að finna matrósaföt á krakka, sem þá voru í tísku hér en ekki í Englandi. Við fundum loks eina búð sem seldi þau. Þegar við fórum á flug- völlinn þurfti ég að panta vörubíl undir dótið því rútan dugði ekki til!“ Agnar segir að Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys, hafi verið frumkvöðull að bændaferðum héðan til útlanda og skipulagt ferðir til Noregs og Dan- merkur í kringum 1960. Það voru litlir hópar og oft gist hjá bændum eða á bændaskólum. Einungis karlar voru gjaldgengir í ferðirnar. Hamingjufundur í Höfn Árið eftir Lundúnaferðina skipulagði Agnar stóra ferð til Norðurlanda. Flog- ið var til Stafangurs í Noregi með Loft- leiðavél og heim frá Kaupmannahöfn. „Til að mega fara með leiguflugi þurftu allir farþegar að vera í sama félagsskap og hafa verið það í sex mánuði,“ segir Agnar. „Allir bændur voru í bún- aðarfélögum en ég útbjó félagsskírteini fyrir þá frá Búnaðarfélagi Íslands og lét alla hafa gengið í félagið um tvítugt. Ég lagði ríka áherslu á að allir yrðu að passa upp á skírteinin. Áður en gengið var um borð í Kaupmannahöfn var ég kallaður fyrir hafnarlögregluna og spurður um félagsaðild farþeganna. Þeir voru í fríhöfninni og nú þurfti að framvísa skírteinunum. Fimm voru ekki með þau. Sem betur fer var ég með nokkur óútfyllt í vasanum og bjó strax til ný skírteini. Ég þekkti alla með nafni en skrítnast þótti bændunum að ég mundi alveg hvenær hver um sig hafði gengið í félagið!“ Þessu ævintýri var ekki alveg lokið. Þegar farþegarnir áttu að vera komnir um borð vantaði bónda einn úr Borg- arfirði. Starfsmenn flugvallarins sögð- ust hafa kallað hann upp, án árangurs. Agnar sagði að maðurinn hefði ábyggi- lega ekki skilið nafnið sitt með dönsk- um framburði. „Ég fékk lánað hlaupa- hjól til að fara aftur in Um síðir sá ég hvar h og spurði fólk: Hvar e arnir? Það skildi hann Hann varð mikið glað sagði: Þetta er hamin í mínu lífi, ég hélt að þ Hann hljóp með mér t ég brunaði á hlaupahj skipti sem ég steig af stökk upp í loftið. Þett bíómynd!“ Svaf í föt Næstu árin lágu lei Norðurlandanna og á fyrsta bændaferðin ti Þórðarson í Sunnu va Við tókum 160 farþeg um til Calgary í Alber arsamband bænda ha und dollara til stofnun Klettafjallaskáldsins ánssonar. Það voru fy sem bárust til að bygg í Markerville og við af Alberta fylki gaf peni dugði til að endurgera og opna þar minjasafn ferð var stórkostleg. É sambandi við bændas vegu á milli Markervi Þar gistum við í fimm við í Klettafjöllin. Skó okkur bíla skólans og bílstjórar. Þetta var h borguðu allir kostnað Þegar við komum t Manitoba var farið að Þjóðræknisfélagið tók Margir gistu heima hj sveitabæjum í kring. M legir karakterar voru Guðmundur ráðunaut frá Brandsstöðum og frá Hrafnkelsstöðum hreppi. Þeir gistu sam Sæmundssyni bónda. var ekki heima. Helgi um og bauðst til að so til að spara Gunnari u rúmfötum. Guðmundi Helgi fór ekki úr fötun lagðist til svefns! Þeir vegna Gunnar talaði s „Það er vegna þess að annað,“ sagði Gunnar tala nema íslensku við tala þau málið afburða Helgi Austmann, a aðarráðherra í Manito undirbúning fyrir okk Stefáni Stefánssyni se var fógeti í Manitoba. við höfum farið árlega í bændaferðir, bæði ti og norður til Winnipe Í himnaríki u Fljótlega var farið a haustferðir og vorferð Þýskalandi. Þá var gis í Leiwen, sem er 24 km Trier. Gist var á átta h gátu tekið allt upp í 10 Bændaferðirnar löngum viðburða Agnar Guðnason ráðu- nautur hefur stýrt bændaferðum til útlanda í nær fjóra áratugi. Nú er Ferðaþjónusta bænda að taka við af honum. Agnar sagði Guðna Einarssyni frá bænda- ferðum, sem allar hafa verið skemmtilegar og sumar sögulegar. Morgunblaðið/Sverrir Agnar Guðnason hefur staðið fyrir bændaferðum til útlanda í 38 ár. Hann hætti sem ráðunautur fyrir 15 árum og hefur síðan haft bændaferð- ir að aðalstarfi. Fyrsti hópurinn sem Agnar fór með til útlanda í bændaferð. M framan við Buckinghamhöll í Lundúnum 12. desember 1966. M enda voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð. Á HVAÐA LEIÐ ER FJÖL- MENNINGARSAMFÉLAGIÐ? Hörð umræða hefur verið ummálefni innflytjenda víða íEvrópu í kjölfar þess að hol- lenski kvikmyndagerðarmaðurinn Theo van Gogh var myrtur á götu úti í byrjun nóvember. Margir tala um gjaldþrot fjölmenningarhyggjunnar, sem hafi meðal annars leitt til þess að réttur einstaklingsins sé látinn víkja fyrir rétti hópsins til að halda í sér- kenni sín. Fyrir vikið þrífist í vestræn- um samfélögum menningarheimar þar sem einu gildi um vestræn gildi og mannréttindum sé ýtt til hliðar. Sér- staklega bitni þetta á konum, sem megi þola kúgun, undirokun og barsmíðar og lög um jafnrétti kynjanna nái ekki til. Einnig verði í þessu andrúmslofti til jarðvegur fyrir öfgasinna og hryðju- verkamenn. Það er í tísku þessa dagana að tala um árekstur menningarheima og jafn- vel styrjöld. Það er hins vegar hættu- legt að fórna höndum og láta sem milli menningarheima sé óyfirstíganlegt gap. Í gær gengu 25 þúsund manns gegn ógnarverkum í Köln í Þýskalandi. Gönguna skipulögðu samtök múslíma í Þýskalandi og mátti sjá tyrkneska og þýska fánanum veifað hlið við hlið auk fána Evrópusambandsins. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, skoraði á laugardag á múslíma í Þýskalandi að laga sig að þýsku þjóð- félagi. „Innflytjendur verða með skýr- um hætti að gangast undir réttar- ramma okkar og lýðræðislegar leik- reglur,“ sagði hann. „Lýðræðisríki getur hvorki liðið réttlaus rými né hlið- arsamfélög.“ Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, fjallaði einnig um málið um helgina og sagði að hug- myndin um fjölmenningarlegt sam- félag hefði brugðist. Aðlögun innflytj- enda hefði enn ekki tekist og myndast hefðu hliðarsamfélög. Í grein í Morgunblaðinu í gær er fjallað um þessi mál og kemur þar með- al annars fram að í Tyrklandi búi konur við meira frjálslyndi en í Tyrkjahverf- um stórborga Þýskalands. Þess séu dæmi að múslímskum konum sé meinað að leita sér menntunar og vitnað er í grein í þýska tímaritinu Der Spiegel þar sem kemur fram að dulbúa þurfi þýskukennslu sem saumanámskeið til að þeim sé hleypt út úr húsi. 15 millj- ónir múslíma búa um þessar mundir í Evrópu og þar af um þrjár milljónir í Þýskalandi. Vitaskuld er síður en svo hægt að heimfæra þessi vandamál upp á allan þennan fjölda, en þau eru engu að síður raunveruleg og alvarleg. Á Íslandi er ekki við þau vandamál vegna innflytjenda að etja, sem nú er glímt við í nágrannaríkjunum. Það er hins vegar engin ástæða til að draga þá ályktun að hér á landi geti ekki komið upp vandamál. Sú staðreynd hvað hlut- fallslega fá börn innflytjenda halda áfram í námi eftir að skólaskyldu lýkur er til dæmis vísbending um að við þurf- um að halda vöku okkar. Reynslan í löndum á borð við Dan- mörku, Holland og Þýskaland sýnir hvað getur farið úrskeiðis og getur jafn- framt verið vegvísir að því að búa til fjölmenningarlegt samfélag. Í þeim efn- um er aðlögun lykilatriði. Aðlögun þýðir vitaskuld ekki að innflytjendur eigi að kasta menningu sinni út um gluggann og snúa baki við uppruna sínum. Þeir verða hins vegar að virða stjórnarskrá landsins og umhverfið sem þeir búa í. Um leið þarf að koma fram við innflytj- endur með sömu virðingu og aðra, en vitaskuld er engum blöðum um það að fletta að fjölmenning felur ekki í sér að gefa eigi afslátt af sjálfsögðum og al- gildum mannréttindum eða réttur ein- staklingsins verði fyrir borð borinn til að tryggja rétt hópsins. AUKIÐ GEGNSÆI Í VERÐLAGNINGU Í fréttum Morgunblaðsins undan-farna daga hefur verið sýnt fram á að íslenzku olíufélögin eru seinni til en olíufyrirtæki í nágrannalöndunum að lækka verð á benzíni. Fallandi gengi Bandaríkjadollars og lækkandi verð á olíu á heimsmarkaði hefur skapað að- stæður fyrir verðlækkun – en hún skil- ar sér seinna til íslenzkra neytenda en t.d. danskra, sænskra og þýzkra. Neytendum hefur löngum þótt sem olíufélögin væru fljótari til að hækka benzínverðið þegar olían hækkar á heimsmarkaði en til að lækka það þeg- ar olíuverðið fellur. Gamalkunnug rök- semd fyrir því að bíða með lækkun er að til séu birgðir í landinu, sem hafi verið keyptar á háa verðinu og ekki sé hægt að lækka fyrr en kominn sé nýr farmur í sölu, sem keyptur hafi verið á lægra verði. Eins og fram kemur í frétt á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag hefur þessari röksemd síður verið flaggað þegar heimsmarkaðsverðið hefur hækkað en til hafa verið birgðir, sem keyptar voru á lægra verði. Í samtali við Morgunblaðið í dag boð- ar Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíu- félagsins (Esso), breytt vinnubrögð í þessum efnum. Hann segir að í stað mánaðarlegra verðbreytinga verði verð nú endurskoðað vikulega. Þá sé birgðaröksemdin úrelt og verði ekki framar notuð af Olíufélaginu. Slík vinnubrögð séu ekki trúverðug og dragi úr gegnsæi. Þetta er merkileg breyting og vafa- laust óhjákvæmileg. Almenningur hef- ur betri upplýsingar en áður um for- sendur verðlagningar á nauðsynjavöru eins og benzíni. Fólk áttar sig á því að þegar olíuverðið á heimsmarkaði lækk- ar og dollarinn fellur, á það að skila sér í buddu þess. Ný vinnubrögð Olíufé- lagsins eru þess vegna til fyrirmyndar. Nú hljóta neytendur hins vegar að spyrja: Er ekki ástæða til að fleiri en olíufélög taki upp aukið gegnsæi í verð- lagningu? Hvað með t.d. stórmark- aðina, sem selja margs konar vörur sem keyptar eru inn frá Bandaríkjun- um? Verður ekki að vænta lækkunar á þeim vörum nú þegar dollarinn lækk- ar? Og hvað með bílaumboðin, sem flytja inn bandaríska bíla? Í liðinni viku birtist á neytendasíðu Morgunblaðsins frétt um að heildverslun hefði lækkað verð á tei, en verslanir ekki. Verða neytendur ekki að gera ráð fyrir því að slíkar lækkanir skili sér til þeirra? Neytendur fylgjast vel með – og gera ráð fyrir að breytingar í hinu alþjóð- lega efnahagsumhverfi skili sér jafn- hratt og í samkeppnislöndunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.