Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 36

Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 „ÞETTA er stór dagur í mínu lífi,“ sagði séra Gunnlaugur Stef- ánsson, sóknarprestur í Heydöl- um, í samtali við Morgunblaðið, en hann og kona hans, séra Sjöfn Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Djúpavogi, skírðu tvö barnabörn sín við messu í Hafnarfjarðar- kirkju í gær. Sonur þeirra, Stefán Már Gunnlaugsson, og kona hans, Lilja Kristjánsdóttir, eiga tví- bura, sem voru skírðir í gær. Skírðu þau Gunnlaugur og Sjöfn hvort sinn drenginn og hlutu þeir nöfnin Hermann Ingi og Kristján Hrafn. Fyrir eiga þau Stefán og Lilja son sem heitir Gunnlaugur Örn og er þriggja ára. Við sama tækifæri var frum- flutt sálmalag eftir Finn Torfa Stefánsson tónskáld, bróður séra Gunnlaugs. Lagið er samið við sálm eftir séra Gunnþór Ingason, sóknarprest í Hafnarfjarðar- kirkju, en sálmalagið var samið sérstaklega af þessu tilefni. Skírðu barnabörnin Morgunblaðið/Kristinn Frá skírnarathöfninni í Hafnarfjarðarkirkju í gær. 15–20 milljarðar teknir í viðbótarlán UM 55 milljarðar króna hafa farið úr bankakerfinu í ný húsnæðislán á síðustu tæpum þremur mánuðum og þar af eru á bilinu 15 til 20 milljarðar hreint viðbótarlánsfé. Þetta kom fram í ræðu Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á haustfundi flokkráðs VG um helgina en í henni gagnrýndi hann bank- ana harðlega fyrir að kynda undir þenslu með 90% og síð- an 100% svokölluðum húsnæðislánum sem væru þó fyrst og fremst neyslulán með veði í íbúðarhúsnæði. „55 millj- arðar króna eru farnir út úr bankakerfinu í þessi svoköll- uðu húsnæðislán núna á tæpum þremur mánuðum. 55 milljarðar hafa verið færðir þarna yfir á lánahliðina. Á móti koma auðvitað uppgreiðslur lána hjá Íbúðalánasjóði en þar er munur á sem nemur sjálfsagt 15–20 milljörðum sem er nýtt viðbótarlánsfé sem hefur farið út í þessum tilboðum bankanna. Þetta eru nýeinkavæddu ábyrgu bankarnir,“ sagði Steingrímur og minnti á að það væru skuldugustu heimili í heimi sem væru að bæta þessu á sig. „Þegar fréttist af áformum um 90% húsnæðislán, að vísu með þaki hvað varðar upphæðir hjá Íbúðalánsjóði, stigu menn fram og vöruðu við því. Seðlabankinn og viðskipta- bankarnir töldu það glannalegt en komu svo nokkrum vik- um síðar sjálfir með 90% lán sem nú eru orðin að 100%,“ sagði Steingrímur. Tölur Steingríms ekki fjarri lagi Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segist hafa ímyndað sér að heildartalan [55 milljarðar] gæti verið enn hærri þótt hann hafi ekkert fast í hendi í þeim efnum. „Talan 55 milljarðar kemur mér ekkert á óvart, gæti verið meira. Hitt er út af fyrir sig rétt að uppgreiðslur hjá okkur skipta tugum milljarða. Það er vitað mál og við höfum nú þegar gefið félagsmálanefnd þingsins það upp í tengslum við frumvarp sem nefndin er að vinna í sambandi við 90% lán Íbúðalánasjóðs. Það gæti vel verið að þessi tala Stein- gríms sé ekki fjarri lagi,“ segir Guðmundur.  Viðsjárverðar/10 ÞAÐ viðraði vel til ísklifurs um helgina, þótt eitthvað hlánaði í gær. Um helgina fór vel á annan tug ísklifur- manna að Múlafjalli við Hvalfjörð. Þar klifruðu menn ýmsar leiðir í fjallinu, sem af sumum er kallað leik- fangaland sökum þess hversu góðar og fjölbreyttar að- stæður eru þar til ísklifurs. Morgunblaðið/RP „Leikfangaland“ ísklifurmanna HLJÓMSVEITIN The Beach Boys Band hélt tónleika í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Í sveitinni er m.a. stofnmeðlimur The Beach Boys, söngvarinn Mike Love og einnig Bruce Johnston sem hefur verið í Beach Boys frá árinu 1965. Það þótti að sjálfsögðu við hæfi að fá Hljóma til að hita upp fyr- ir strandadrengina. Morgunblaðið/Eggert The Beach Boys í Höllinni KARLAKÓR Reykjavíkur ásamt mökum, alls um 140 manns, verða á Stamford Bridge í Lundúnum laug- ardaginn 4. des- ember nk. til að fylgjast með Eiði Smára Guðjohn- sen og félögum í Chelsea etja kappi við New- castle United í ensku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu. Kórinn verður staddur í Lundúnum í söng- ferð umrædda helgi. „Við megum til með að nota tækifærið og sjá Eið Smára Guð- johnsen og heiðra hann. Við stefnum að því að hitta hann annað- hvort fyrir eða eftir leikinn og syngja fyrir hann eins og eitt jóla- lag,“ segir Friðrik S. Kristinsson söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur. Kórinn mun halda tónleika í Southwark-dómkirkjunni í Lund- únum föstudaginn 3. desember, auk þess sem hann kemur fram í dómkirkjunni í Kantaraborg og Sænsku kirkjunni í Lundúnum í ferðinni. Karlakór syngur fyrir Eið Smára  Kyrjað/16 Eiður Smári ÞAÐ ERU helst notendur Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík og að- standendur þeirra sem sýna erlendu starfsfólki sem þar starfar fordóma- fulla og óþægilega framkomu. Dreg- ið hefur úr fordómum frá árinu 2001 þegar þessi mál voru síðast könnuð. Um 10% starfsfólks Félagsþjónust- unnar, frá á fjórða tug landa, eru af erlendum uppruna. Hallur Páll Jóns- son, starfsmannastjóri hjá Fé- lagsþjónustunni, segir að rekja megi minni fordóma starfsmanna Fé- lagsþjónustunnar til þess að Fé- lagsþjónustan hefur sett sér sér- staka stefnu í málefnum útlendinga. Þurfa síður á sveigjanlegum vinnutíma að halda Erlendu starfsmennirnir voru í könnuninni spurðir hvort þeir hafi þurft á sveigjanlegum vinnutíma að halda vegna fjölskylduaðstæðna. „Það vakti athygli okkar að u.þ.b. helmingur svarenda telur sig ekki hafa þurft á því að halda, en það er nokkuð hærra hlutfall en meðal ann- arra starfsmanna. Maður veltir eðli- lega fyrir sér af hverju það sé og hvort þetta hugtak og hugsun um sveigjanleika á vinnustað, þ.e. sveigj- anlegur vinnutími og aðstæður, séu kannski mörgum starfsmönnum sem koma erlendis frá framandi af því sú umræða eigi sér ekki stað í þeirra heimalöndum,“ segir Hallur. Starfsfólk hjá Félagsþjónustunni Upplifir minni fordóma  Dregið/4 HVALFJARÐARGÖNG lokuðust í í tæpar tvær klukkustundir um kvöld- matarleytið í gær vegna umferðar- óhapps þegar bifreið á suðurleið fór utan í vegg ganganna. Minni háttar slys urðu á fólki samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Reykjavík. Slysið varð klukkan 18.34 þegar bifreið á suðurleið var ekið utan í vegg ganganna. Voru göngin lokuð af þeim sökum í tæpar tvær klukkustundir meðan unnið var að því að fjarlægja bifreiðina. Lögregla var við báða enda ganganna og stjórnaði umferð þar til göngin opnuðust á nýjan leik á níunda tímanum í gærkvöldi. Umferðaróhapp í Hvalfjarðargöngum Göngin lok- uð í tæpar tvær stundir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.