Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 29

Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 29 CHICAGO Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins Stóra svið Nýja svið og Litla svið SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 26/11 kl 20, Fö 3/12 kl 20, Lau 4/12 kl 20 HUGSTOLINN - KAMMERÓPERA Marta Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson, Daníel Þorsteinsson Mi 24/11 kl 20 - UPPSELT Fi 25/11 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 26/11 kl 20, Lau 4/12 kl 20. LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI - Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingar að eigin vali Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins - Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Lau 27/11 kl 20 ALLRA SÍÐASTA SÝNING Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 28/11 kl 14, Su 5/12 kl 14, Su 2/1 2005 kl 14 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be'er Su 28/11 kl 20 - AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee Fö 26/11 kl 20, SÍÐASTA SÝNING BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 28/11 kl 20, - UPPSELT Fi 2/12 kl 20, Fö 3/12 kl 20, Fö 10/12 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGA NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA Þri 23/11 kl 20 - Gísli Sigurðsson ☎ 552 3000 eftir LEE HALL Ég skora á alla að sjá þessa stórkostlegu sýningu” AK Útvarp Saga Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is EKKI MISSA AF KÓNGINUM! • Fimmtudag 25/11 kl 20 LAUS SÆTI • Sunnudag 12/12 kl 20 AUKASÝNING • Sunnudag 26/12 kl 20 JÓLASÝNING “ÞVÍLÍK SNILLD! 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Ausa og Stólarnir Fös 26/11 kl 20 nokkur sæti Lau 27/11 kl 20 laus sæti Umræður eftir sýningu Síðustu sýningar á Akureyri ÓLIVER! forsala er hafinÓliver! Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 nokkur sæti Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 02/01 kl 14 nokkur sæti Sun 02/01 kl 20 Örfá sæti Fim 06/01 kl 20 Örfá sæti Fös . 26 .11 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 27 .11 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 04 .12 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 11 .12 20 .00 LAUS SÆTI F im. 30 .12 20 .00 LAUS SÆTI Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Sálfræðingafélag Íslands heldur morgun- verðarfund undir yfirskriftinni: Hagur í andlegri heilsu: Forgangsröðun sálfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu á Grand Hóteli Reykjavík í Háteigi fimmtudaginn 25. nóvember 2004 kl. 8:30-10:30. Á fundinum verður fjallað um framfarir í þróun sálfræði- þjónustu og breyttar þarfir innan heilbrigðiskerfisins. Dagskrá: ◆ Sálfræðiþjónusta í nútíma samfélagi Halldór Kr. Júlíusson, formaður S.Í. ◆ Val í stað mismununar Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar. ◆ Nýjar rannsóknir á virkni sálfræðiviðtala Rúnar Helgi Andrason, sálfræðingur. ◆ Haldbær heilbrigðisþjónusta Jóhann Á. Sigurðsson, prófessor. ◆ Pallborðsumræður. Fundarstjóri: Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur. Þátttökugjald kr. 1.150 sem þarf að staðgreiða. Morgunverður er innifalinn í þátttökugjaldi. Sálfræðingafélag Íslands SÍÐUSTU Caput-tónleikar af fern- um undir yfirskriftinni „Ný end- urreisn“ fóru fram í Neskirkju við hálfgerða metaðsókn, og skal ósagt hvort „Voff“ fyrir kór, selló og slag- verk eftir Hilmar Ö. Hilmarsson hafi verið meðal helztu aðsóknarvalda. Hafi svo verið urðu menn hins vegar fyrir vonbrigðum, því tilkynnt var að verkið hefði fallið niður sakir tölvu- truflana. Fyrstu fjögur atriði voru frekar stutt kórlög a cappella. Í Barnagælu eftir Einar Kr. Páls- son skiptist þjóð- legur kvæða- mannahrynur á við nútímalegri rithátt í sér- kennilegri en bráðferskri blöndu. Ljóð fyrrum Háskólakórsstjórnand- ans Egils Gunnarssonar var róm- antískt líðandi, en í Skilnaði eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson (úr bálkinum „Hjörturinn“ við ljóð Ís- aks Harðarsonar) voru meginand- stæður á milli mjúkt skaraðra hljómklasa og hægferðugrar heið- ríkju. Loks var Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur, eitt mest flutta nútímakórstykki íslenzkt síð- ustu ára; ljómandi vel sungið eins og fyrri verkin, þó að Vox Academica sypi ekki síður seyðið af framboðs- eklu góðra karlaradda en flestir aðr- ir blandaðir kórar seinni tíma. Ekki kom fram hvort Innsýn [17’] fyrir strengjakvintett, blásarakvint- ett og slagverksmann eftir Báru frá þessu ári væri frumflutt. Líkt og 1. og 3. verkið á undan skiptust á and- stæðir kaflar; hér á milli þjóðlaga- leits sálmastíls í líðandi impressjón- ískri hljómsetningu og B-kafla í nánast latneskri djasssveiflu, er virt- ist því miður ekki framvarðarsveit íslenzkrar samtímatónlistar nægi- lega töm. Sannast sagna hvarflaði að manni hvort hefði e.t.v. farið betur að semja verkið fyrir Stórsveit Reykjavíkur – eða jafnvel fyrir SR í „sölsu“-köflum og Caput í hinum. Því þegar sveiflan lætur á sér standa þrátt fyrir augljósa þörf, hættir stíl- blönduverki sem þessu til að hljóma eins og út úr kú. Engu að síður hlaut það frábærar undirtektir hlustenda. Síðasta og lengsta atriði dagsins var The Lincoln Mass [41’], messa frá 2003 fyrir kór, orgel, 2 trompet og 2 básúnur eftir Úlfar Inga Har- aldsson. Miðað við fyrri verk Úlfars var um óvenjuaðgengilega tónsmíð að ræða, enda í meginatriðum tónöl og púlsrytmi oftast undirliggjandi, jafnvel þótt „trombe spezzati“ lúðra- innskotin milli messuþátta liðu fram í svífandi endurreisnarpólýfóníu er Gabrieli-feðgar í Feneyjum hefðu ekki síður kunnað að meta en nefnd- ur áhrifavaldur, Orlando di Lasso. Margt var einnig fallega samið í sjálfum messuþáttunum, þó að stíl- rænt tilvitnanayfirbragð verksins á sjálfkjörnum kostnaði fram- sæknari frumleika hefði ugglaust þurft á nákvæmari innlifun að halda en Vox Academica gat skilað þá stundina, e.t.v. sakir of fárra æfinga. TÓNLIST Neskirkja Verk eftir Einar Kr. Pálsson, Egil Gunn- arsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur og Úlfar I. Haraldsson. Ein- söngvarar: Bylgja D. Gunnarsdóttir, Þóra Passauer, Gunnar Ö. Ingólfsson og Gunn- ar Ben. Caput og Vox Academica. Stjórn- andi: Hákon Leifsson. Laugardaginn 20. nóvember kl. 17. Útgáfutónleikar Hákon Leifsson Ríkarður Ö. Pálsson LEIRLISTARKONURNAR þrjár sem nú sýna verk sín í Galleríi Fold reka saman leirlistarvinnu- stofuna Okkur, og þaðan er nafn sýningar þeirra komið, Þrjár af okkur. Það er nokkur samhljómur á milli verka þeirra þriggja, bæði í lit og notkun tákna til skrauts á hinum ýmsu munum. Egypskur andi svífur yfir vötnum og birtist t.a.m. í notkun leturs á munum Guðrúnar Indriðadóttur, en henni tekst á fallegan hátt að nota bók- stafi sem skraut sem fær á sig óhlutbundinn blæ. Stafir stafrófs- ins sem í huga okkar mynda ósjálfrátt hljóð eru auðvitað ekk- ert annað en fullkomlega óhlut- bundin form sem við höfum tengt ákveðnum hljóðum. Stundum má kannski reyna að tengja form og hljóð en það er önnur saga. Ein- föld notkun forma, svarts, hvíts og leturs gengur vel upp í verkum Guðrúnar. Ingunn Erna notar einnig mynstur við skreytingu sinna muna og tekst vel að vinna með mismunandi áferð og birtu- brigði í sínum verkum, mynstrið minnti mig að nokkru leyti á egypskt myndletur. Áslaug Hösk- uldsóttir vinnur meira með form en mynstur og krukkur hennar minntu mig á egypska vasa en einnig á keröld fyrir ösku, fallegir og eigulegir gripir. Munir þessara þriggja fara vel saman í salnum og mynda góða heild bæði í litum, formi og vinnubrögðum. Allar ná listakonurnar líka að tengja muni sína sögu leirlistarinnar, hver á sinn hátt og gerir það sýningu þeirra áhugaverðari fyrir vikið. Í Hornstofu Foldar sýnir M.J. Levy Dickinson olíumyndir og vatnslitaverk í smærri katninum. Hún byggir verk sín mest á lands- lagsstemningum og hefur góð tök á miðlinum, sérstaklega eru smá- myndir hennar sem að mínu mati sýna tunglskin að vetri fallegar. Hér er þó frekar um skrautmuni að ræða en átök í myndlist, en sem slíkar eru myndir hennar vel fallnar til híbýlaprýði. Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Gallerí Fold Til 5. desember. Gallerí Fold er opið dag- lega 10–18, laugardaga 11–17 og sunnudaga 14–17. Baksalur, leirlist, Áslaug Höskuldsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Guðrún Ind- riðadóttir Hornstofa, málverk, M.J. Levy Dickinson RENAUD Donnedieu de Vabres menningar- málaráðherra Frakka, sagnfræðingurinn Jean- Pierre Babelon og list- fræðingurinn Gilles Munck fletta hér bók sem fannst á dögunum inni í styttu af Hinrik IV í París. Iðnaðarmenn sem unnu að viðgerðum á styttunni, sem er af Hinrik IV í fullum her- klæðum á hestbaki og stendur við Pont Neuf, fundu óvænt þrjá blý- kassa með skjölum, rit- gerðum og fleira efni sem nú verður rann- sakað. Styttan var reist árið 1818.Reuters Leynd- armál Hinriks IV Til hinstu stund- ar er eftir Traudl Junge og Mel- issa Müller og fjallar um síðustu ár Hitlers, þegar Junge var einka- ritari hans. Frásögnin hefst á þessum orðum: „Þessi bók er engin síðbúin réttlæting. Engin sjálfsásökun. Ég vil heldur ekki að hún verði skilin sem lífsjátning. Hún er miklu frem- ur tilraun til að sættast, ekki við samferðafólk mitt, heldur við sjálfa mig.“ Í kynningu segir: „Í huga lesand- ans brennist mynd af vernduðu lífi hirðarinnar í kringum Foringjann á meðan landið er í rjúkandi rúst.“ Viðtalsmynd við Traudl Junge, sem vakið hefur mikla athygli, verð- ur sýnd í Sjónvarpinu nú fyrir jólin. Arthúr Björgvin Bollason þýddi bók- ina. Útgefandi er PP-forlag. 326 bls. Leiðbeinandi útsöluverð: kr. 4.980. Frásögn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.