Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 24

Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 24
24 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RAÐ- AUGLÝSINGAR Fundir/Mannfagnaður Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Aðalfundur verður haldinn í Valhöll mánudag- inn 29. nóvember nk. kl. 17.30. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. Fundarboð Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar Háskóla Íslands Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar Háskóla Íslands verður haldinn í Lögbergi, byggingu lagadeildar Háskóla Íslands, þriðjudaginn 30. nóvember 2004 kl. 17.15. Dagskrá aðalfundar samkvæmt félagslögum, það er: 1) Skýrsla og reikningar stjórnar fyrir liðið starfsár. 2) Umræður um skýrslu og reikninga. 3) Lagabreytingar. 4) Kosning stjórnar fyrir komandi starfsár. 5) Kosning tveggja skoðunarmanna. 6) Önnur mál. Tillaga um lagabreytingar hefur ekki komið fram. Stjórn Hollvinafélags lagadeildar Háskóla Íslands. Tilkynningar Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 65. gr. laga nr. 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 19. nóvember 2004, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutningsmagn blóma sem sótt skal um í stykkjatölu: Vara Tímabil Vörum. Verðtollur Magnt. stk. % kr./stk.Tollnr. 0602.9095 Aðrar pottaplöntur t.o.m. 1 m á hæð 01.01.- 30.06.'05 3.400 30 0 0603.1009 Annars (afskorin blóm) 01.01.- 30.06.'05 175.000 30 0 Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnað- arráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15.00 þriðjudaginn 30. nóvember 2004. Landbúnaðarráðuneytinu, 22. nóvember 2004. Félagslíf  MÍMIR 6004112219 III  HEKLA 6004112219 VI  GIMLI 6004112219 I I.O.O.F. 19  18511228  I.O.O.F. 10  18511228  Fr. FIMMTUDAGINN 25. nóvember verður kvöldstund í Fella- og Hólakirkju og hefst hún kl. 20. Njörður P. Njarðvík flytur er- indi, Úr fjötrum fíknarinnar. Njörður deilir eigin reynslu af hörðum heimi og leið fíkilsins til baka. – Sorginni sem verður förunautur aðstandenda og mik- ilvægi þess að vera til staðar og tapa ekki voninni. Tónlistarmað- urinn KK flytur hugljúfa tónlist eins og honum einum er lagið. Kaffiveitingar í boði sókn- arnefnda. Allir hjartanlega vel- komnir. Kvöldstund í Fella- og Hólakirkju ÞÆR aðstæður sem nú eru í Mið- Austurlöndum eftir fráfall Yasser Arafats og bandarísku forsetakosn- ingarnar, sem og sá ásetningur Shar- ons forsætisráðherra Ísrael að leggja niður landnemabyggðir á Gaza, skapa að mati John Edwin Mroz betri að- stæður en oft áður til að finna var- anlega lausn á deilum Ísraelsmanna og Palestínumanna. Á fundi í Háskóla Íslands nk. þriðjudag mun hann, ásamt þremur öðrum forystumönn- um EastWest Institute, þeim Math- ias Mossberg sendiherra, dr. Vasil Hudak og Sasha Havlicek, ræða þess- ar aðstæður og þær aðgerðir sem þeir telja að ríki Evrópu og Bandaríkja- menn þurfi að grípa til svo unnt verði að hefja friðarumleitanir að nýju. EastWest-stofnuninni var komið á fót árið 1980 og hún hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir starf að friðar- og þróunarmálun víða um heim, ekki síst að lýðræðisþróun í Austur-Evrópu. Hún er ein stærsta sjálfstæða stofnunin af þessum toga í veröldinni og rekur skrifstofur m.a. í Moskvu, Brussel, Prag, Istanbúl, Bretlandi og New York og er fast starfslið um 80 manns. Jafnframt hef- ur EastWest-stofnunin ýtt úr vör sjálfseignarstofnunum sem vinna að sömu markmiðum í New York og víða í Austur-Evrópu. John Edwin Mroz er stjórnar- formaður og stofnandi EastWest Institute. Hann hefur verið ráðgjafi fjölmargra ríkisstjóra og alþjóðasam- taka og þegið viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. í Þýskalandi fyrir að- stoð við sameiningu þýsku ríkjanna. Það er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍsem stendur fyr- ir fundinum. Hann verður haldinn á þriðjudag kl. 12.05–13.05 í Lögbergi, stofu 101. Fundur í HÍ um Atlantshafstengslin og friðarhorfur í Mið-Austurlöndum Nýir möguleikar á friði að skapast ÁÆTLAÐ er að um 1.500 manns hafi heimsótt sýninguna Hvutta- daga í Reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina, en þar voru til sýnis um þrjátíu tegundir hunda. „Þetta gekk ágætlega hjá okkur, við vorum með um þrjátíu tegundir og fimmtán til tuttugu þjónustuað- ila sem voru að kynna sínar vörur og þjónustu. Þarna voru dýralækn- ar, hundaþjálfarar, tryggingafélög og dýrabúðir og fleira af þeim toga,“ segir Jón Ísleifsson, einn að- standenda sýningarinnar. Hann segir hingað til hafa vantað svona alhliða sýningu þar sem fólk gæti komið saman og skoðað hundateg- undir og þjónustu. „Þetta er gott fyrir fjölskyldur sem eru að leita að hundum og einnig fyrir hundaeig- endur til að kynnast þjónustuað- ilunum,“ segir Jón. „Þarna var líka mikið af sýningaratriðum. Meðal annars var hundafimi að sýna sína starfsemi, það var gaman að sjá hundana hlaupa upp tröppur og yf- ir borð og svoleiðis. Svo sýndi hjálp- arhundurinn hann Tryggur hvern- ig hann hjálpar fólki sem er kannski hreyfihamlað, tínir upp hluti sem það missir á gólfið, opnar dyr, klæðir eigandann úr sokk- unum og styður við hann þegar hann fer upp tröppur. Þá er hann líka þjálfaður til að gelta ef eigand- inn dettur, þar til hann fær athygli einhvers sem kemur og hjálpar. Hann getur líka aðstoðað fólk í hjólastól, dregið það áfram og svo- leiðis.“ Konu tengdri Dalsmynni vísað burt Sesselju Tómasdóttur, dóttur Ástu Sigurðardóttur, eiganda Dals- mynnis, var vísað á dyr þegar hún vann að uppsetningu sýningarbáss vegna langhunda. Þá fóru þrjár aðrar konur burt með henni, en meðal þeirra var Ósk Guðvarð- ardóttir, sem hugðist sýna pomer- anian-hunda sína á Hvuttadögum. „Við vorum með tvo bása, bæði pomerania-hunda og langhunda. Þegar við komum á laugardags- morgninum og vorum að setja upp kom einn stjórnenda Hvuttadaga og sagði að Sesselja þyrfti vinsam- legast að yfirgefa svæðið að ósk nokkurra hundaeigenda þarna inni,“ segir Ósk. „Okkur fannst þetta fullfáránlegt og vildum fá skýringu á þessu, bara af því að hún væri dóttir móður sinnar að hún mætti ekki vera á svæðinu. Hvutta- dagar voru búnir að auglýsa sig sem óháða sýningu, þar sem hver væri að kynna sitt.“ Ósk segir sölumanneskju hjá VÍS hafa hótað að taka styrkinn af sýn- ingunni ef Sesselju yrði ekki vísað burt. „Mér finnst það svolítið hart fyrir þá sem eru að halda utan um Hvuttadaga að þurfa að sitja undir svona hótunum. Þetta er orðið hreinasta einelti. Við fáum ekki einu sinni að taka þátt í sýningum á hlutlausu sviði. Við erum engan veginn tengd Dalsmynni. Ég á hunda sem eru þaðan, en Sesselja var bara þarna með nýinnfluttan langhund, sem aldrei hefur komið nálægt Dalsmynni,“ segir Ósk. „Við hjá Íshundum verðum að fá að eiga hunda í friði og mega taka þátt í svona hlutlausum sýningum. Við vorum búin að borga fyrir básinn og þetta var bæði niðurlægjandi og særandi bæði fyrir okkur og Hvuttadaga.“ Aðrir sýnendur hótuðu brottför Jón Ísleifsson segir málið þannig vaxið að Sesselja, dóttir Ástu í Dals- mynni, hafi fyrir tveim mánuðum sóst eftir að hafa bás í sýningunni til að kynna starfsemi félagsins Ís- hunda, en henni hafi verið neitað um það, þar sem tengsl Íshunda og Dalsmynnis séu of sterk „Við vær- um þá að gefa í skyn að Hvuttadag- ar væru að leggja blessun yfir þá starfsemi sem fram fer í Dals- mynni, en þar er einungis um að ræða hvolpaframleiðslu,“ segir Jón. „Síðan leigði önnur kona bás hjá okkur með langhund og við sáum ekkert athugavert við það, svo við leigðum henni básinn. Á föstudags- kvöldið kom síðan Sesselja og fór að setja upp á þeim bás ásamt hinni konunni. Þá fór að gæta óánægju meðal annarra þátttakenda og fjöl- margir töldu sig ekki getað tekið þátt ef hún væri hér inni. Á laug- ardag varð ljóst að Sesselja myndi taka þátt í básnum, þannig að við urðum einfaldlega að velja. Þetta snerist um einfaldan reikning. Þegar við töluðum við Sesselju og sögðum að hún þyrfti að fara ákváðu hinar konurnar, sem voru með annan bás við hliðina, að fara líka. Við báðum þær aldrei um að fara út, heldur aðeins Sesselju. Á endanum snerist þetta um hvort við ættum að endurgreiða tvo bása og vísa þeim frá eða vera með tómt hús utan þeirra tveggja.“ Jón segir ekkert til í því að sölu- kona VÍS hafi hrakið konurnar í burtu, heldur hafi þarna einungis ráðið hagsýnisjónarmið. „Mér finnst óttalega slæmt að okkar aðalstyrktaraðili hafi komið eitt- hvað inn í þetta mál. Þeir hafa stað- ið sig frábærlega og án þeirra hefði þessi sýning ekki orðið svona glæsi- leg í ár.“ Fimmtán hundruð manns sóttu vel heppnaða Hvuttadaga Alhliða sýning fyrir hunda- eigendur og fjölskyldufólk Morgunblaðið/Kristinn Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á Hvuttadaga í Reiðhöll Gusts. FRAMKVÆMDASTJÓRN Ungra jafnaðarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er tillögu viðskiptaráðherra um að Ríkis- endurskoðun fari yfir fjármál stjórnmálaflokkanna. Bent er á að Ísland sé eitt fárra vestrænna ríkja sem hafi ekki sérstaka lög- gjöf um fjárreiður stjórn- málaflokka. „Ungir jafnaðarmenn vilja enn fremur og ítreka afstöðu sína að sett verði skýr lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna líkt og gilda um aðra sem þiggja fé frá hinu opinbera. Opinn aðgangur al- mennings að upplýsingum um fjár- stuðning til stjórnmálaflokka er sjálfsagður hluti lýðræðislegs skipulags. Fullkomið traust milli kjörinna fulltrúa stjórnmálaflokk- anna og kjósenda mun ekki nást að fullu fyrr en þessar upplýs- ingar liggja fyrir. Ungir jafn- aðarmenn vilja að allir stjórn- málaflokkar sitji við sama borð og opni bókhald sitt á sama tíma. Með því er tryggt fullt jafnræði sem skiptir lýðræðið í landinu afar miklu máli.“ Þörf á umbótum varðandi fjár- reiður flokkanna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.