Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 28

Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 28
28 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Herslumunurinn. Norður ♠86542 ♥ÁD S/NS ♦Á764 ♣ÁK Suður ♠Á10973 ♥KG3 ♦KG3 ♣32 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar Allir pass Sagnir norðurs eru svolítið hvat- vísar, en niðurstaðan er ágæt. Hvernig er best að spila sex spaða með laufgosanum út? Trompið verður augljóslega að brotna 2-1. Ef vestur á tvílitinn er vinn- ingur vís með því að hreinsa upp laufið og hjartað og senda vestur inn á tromp. Annars lítur út fyrir að nauðsynlegt sé að svína fyrir tíguldrottningu. En bíðum við – kannski er hægt að auka vinningslíkurnar svolítið þó svo að austur eigi tvílitinn í trompi: Norður ♠86542 ♥ÁD ♦Á764 ♣ÁK Vestur Austur ♠G ♠KD ♥1062 ♥98754 ♦D9852 ♦10 ♣G1097 ♣D8654 Suður ♠Á10973 ♥KG3 ♦KG3 ♣32 Sagnhafi tekur spaðaásinn og slag- ina á lauf og hjarta. En það sakar ekki að leggja niður tígulás áður en trompi er aftur spilað. Í þessari legu hefur það afgerandi áhrif, því austur á einn tígul og verður að spila út í tvöfalda eyðu þegar hann lendir inni á trompkóng. Þetta er ekki flókið spil, en þó er ótrúlega auðvelt að „gleyma“ því að taka á tígulásinn. Og það er einmitt herslumunurinn sem skiptir sköpum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 kinnungur á skipi, 4 innihaldslausar, 7 ekki djúp, 8 auðugan, 9 hóglát, 11 sögn, 13 fóðr- un, 14 sjávardýr, 15 ysta lag, 17 þveng, 20 kvæðis, 22 þokast áfram, 23 bögg- ull, 24 gripdeildin, 25 lag- vopns. Lóðrétt | 1 beygð, 2 heila- brot, 3 skökk, 4 naut, 5 stór, 6 dreg í efa, 10 út- vöxturinn á líkama, 12 löngun, 13 bókstafur, 15 farartæki, 16 skraf- gjörn, 18 bætir við, 19 skadda, 20 óráðshjal, 21 fita. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 Grindavík, 8 ræfil, 9 vökna, 10 lúi, 11 krani, 13 klafi, 15 skúta, 18 áfall, 21 urg, 22 leigð, 23 ósatt, 24 klæðnaður. Lóðrétt | 2 rifja, 3 núlli, 4 atvik, 5 ískra, 6 brák, 7 mani, 12 nót, 14 lyf, 15 sult, 16 úrill, 17 auðið, 18 ágóða, 19 ataðu, 20 læti.  1. c4 c6 2. Rf3 Rf6 3. g3 d5 4. Dc2 g6 5. b3 Bg7 6. Bb2 0-0 7. d3 Bg4 8. Rbd2 Rbd7 9. Bg2 He8 10. 0-0 e5 11. e4 dxe4 12. dxe4 Dc7 13. b4 b6 14. h3 Be6 15. Rg5 Rf8 16. f4 exf4 17. gxf4 Bc8 18. e5 Rh5 19. Rge4 Bf5 20. Db3 Re6 21. Rd6 Rexf4 22. Rxf5 gxf5 23. Hae1 He6 24. Rf3 Hd8 25. He3 Rxg2 26. Kxg2 Hg6+ 27. Kf2 Bh6 28. Hd3 Hxd3 29. Dxd3 Staðan kom upp í flokki 16 ára og yngri sveina á heimsmeistaramóti ung- menna sem lauk fyrir skömmu á Krít. Maxim Rodshtein (2.377) hafði svart gegn Nikolai Chedaev (2.443). 29. ... Hg2+! Hrókurinn er friðhelgur vegna riddaragaffalsins á f4. 30. Ke1 Rf4 31. Dxf5 Hxb2 32. Hg1+ Rg6 33. h4 De7 34. a3 De6 35. Dd3 Dh3 36. Dd8+ Bf8 37. Dd3 Be7 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hafðu vasana opna, veröldin mun sýna þér mikinn rausnarskap á næstu fjórum vikum. Búðu þig undir það að þiggja gjafir, greiða og hlunnindi frá öðrum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tengslin við aðra verða auðveldari og mun meira af sætu en súru í samskiptum á næstunni. Ástarplánetan Venus er beint á móti þínu merki og ýtir undir skilning og samúð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ástandið í vinnunni er að batna, loksins! Einhverjir fá kauphækkun, aðrir hrós eða bara hvort tveggja. Samskipti við vinnufélagana verða ánægjulegri. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Horfur í einkalífinu eru góðar núna og daður við nýja manneskju leiðir til ánægju og spennu. Sköpunargáfan er með mesta móti. Búðu þig undir skemmtanir og fjör. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú leggur þig fram við að gera heimili þitt huggulegra á næstunni. Hugmyndir að innanhússhönnun og innkaup fyrir hreiðrið höfða til þín. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú munt komast að því á næstunni hversu vænt fólkinu í kringum þig þykir um þig. Þetta er eitthvað sem fólk hugs- ar yfirleitt lítið um og tekur sem sjálf- sagðan hlut. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vertu undir það búin að eyða nokkru fé í fallega hluti á komandi vikum. Þú ert meiri fagurkeri en margir aðrir. Nán- asta umhverfi þitt hefur mikil áhrif á þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Venus er í merkinu þínu núna, sporð- dreki, og ýtir undir aðdráttarafl þitt í augum annarra. Þú ert líka óvenju- heillandi og fágaður í háttum. Þetta end- ist þér í ca mánuð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Skapaðu þér tækifæri til þess að njóta einveru í fallegu umhverfi á næstunni. Taktu frá tíma til þess að vera einn og njóttu útivistar ef þú getur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nýir vinir og gamlir fá aukið vægi á næstunni. Þú áttar þig á því hversu vænt þér raunverulega þykir um aðra. Þú kannt að meta þá vini sem þú átt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhverra hluta vegna munt þú vekja öf- und með öðrum á næstu vikum. Þetta þýðir að geta þín til þess að hafa áhrif á yfirmenn og áhrifafólk er með mesta móti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ferðalög og afþreying gleðja þig núna. Reyndu að komast eitthvað í burtu, skemmta þér og lenda í ævintýrum. Út- gáfa og lærdómur ganga vel líka. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú ert mjög athafnasöm og sjálfstæð manneskja og þú þarfnast mjög mikils frelsis. Það er ekki hægt að segja að þú sért bæld. Þú leggur mikið á þig til þess að aðr- ir njóti frelsis og ert nokkurs konar tals- maður að því leyti. Þú ert óþreytandi við að berjast fyrir málstað sem þú trúir á. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Myndlist Gallerí Fold | Guðrún Indriðadóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Áslaug Höskulds- dóttir – „Þrjár af okkur“ M.J. Levy Dick- inson – Vatnslitaverk. Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson sýnir „Arkitektúr“. Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins- son – „Ókyrrar Kyrralífsmyndir.“ Gallerí Tukt | Níu listamenn sýna í Tukt. Hópurinn og sýningin ber heitið Illgresi. Manifesto: Illgresi er svar alþýðunnar við elítunni! Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og andinn.“ Hafnarborg | LjósmyndirJónu Þorvalds- dóttur og Izabelu Jaroszewska. Verk Boyle-fjölskyldunnar frá Skotlandi. Hrafnista Hafnarfirði | Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir myndir sínar í Menning- arsalnum. Hrafnista Reykjavík | Listakonurnar Guð- leif Árnadóttir, Guðrún Elíasdóttir, Guðrún Karítas Sölvadóttir, Jóna Stefánsdóttir, Kristjana S. Leifsdóttir, Sólveig Sæmunds- dóttir sýna verk sín á fjórðu hæð Hrafn- istu. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir sýnir olíumálverk – „Leikur að steinum“. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – „–sKæti–“. Söfn Kringlan | Sýning á vegum Borg- arskjalasafns Reykjavíkur á 2. hæð Kringlunnar þar sem sýnd verða skjöl tengd jólahaldi landsmanna og sér- staklega fjallað um jólin 1974, m.a. sýnd jólakort frá ýmsum tímum. Einnig fjallað um hvað var að gerast í Reykjavík árið 1974. www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa sam- einast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Tilvalið að rifja upp með fjölskyldunni minningar frá árinu 1974. Þjóðskjalasafn Íslands | Þjóðskjalasafn Íslands er með sýningu „Árið 1974 í skjöl- um“ á lestrarsal safnsins á Laugavegi 162. Sýnd eru skjöl sem tengjast þjóðhá- tíðinni 1974, skjalagjöf Norðmanna og opnun hringvegarins. Fréttir Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands | Aðstoð við börn innflytjenda við heima- nám og málörvun. Það eru kennarar á eftirlaunum og nemar við HÍ sem sinna aðstoðinni í sjálfboðavinnu. Aðstoðin er veitt í Alþjóðahúsinu á mánudögum kl. 15– 16.30. Aðstoðin er fyrir börn á aldrinum 9–13 ára. Skráning í s. 545 0400. Fyrirlestrar Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur | Rannveig Sverrisdóttir lektor í táknmáls- fræði við Háskóla Íslands heldur fyr- irlestur þriðjudaginn 23. nóvember kl. 12.15, í stofu 102 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: Menningarkimi eða minni máttar? Innlit heyrandi í menningarheim heyrn- arlausra. Fyrirlesturinn verður túlkaður yfir á táknmál. Námskeið www.ljosmyndari.is | Dagsnámskeið laug- ard. 27. nóv. kl. 13–18. Fyrir þá sem vilja læra betur á stafrænu vélina. Farið er ít- arlega í allar stillingar á vélinni og ýmsir möguleikar hennar útskýrðir. Verð aðeins 5.900.– Skráning á www.ljosmyndari.is eða 898-3911. Fundir Krabbameinsfélagið | Heilsuskóli Krabba- meinsfél. Ísl. heldur fræðslu/umræðufund kl. 20 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 4. hæð. Fundurinn er ætl- aður vinum, kunningjum og vinnufélögum fólks sem greinst hefur með krabbamein. Umsjón: Halla Þorvaldsdóttir sálfræðingur og Nanna K Sigurðardóttir félagsráðgjafi. Málþing Umferðarstofa | Umferðarþing Umferð- arstofu og Umferðarráðs verður haldið á Grand Hótel, Reykjavík dagana 25. og 26. nóvember nk. www.us.is/page/umferdar- fraedsla. Útivist Ferðafélagið Útivist | Í ár er boðið upp á þá nýjung að hægt er að fara frá Reykja- vík eða Hvolsvelli. Verð 9.400/10.900 eða 6.700/8.900 kr. Börn 6 ára og yngri fá frítt og börn 6–16 ára eru á hálfu gjaldi. Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer á mánudögum frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaárdalnum kl. 18. Veitingahús Naustið | Jólahlaðborð með 30–40 mis- munandi réttum. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HINN þekkti bandaríski sellóleikari, Cec- ylia Barczyk, heldur einleikstónleika í Sig- urjónssafni á Laugarnesi í kvöld ásamt þeim Frances Borowsky sellóleikara, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó- leikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara. Tónleikarnir eru á vegum Listaháskóla Íslands, en á efnisskránni eru m.a. Sónata fyrir 2 selló og píanó eftir Händel, Sónata fyrir einleiksselló eftir George Crumb og Ungversk rapsódía eftir David Popper. Þá verða á tónleikunum leikin verkin Mem- oirs fyrir 3 selló eftir Mohammat Othman Sidiq, Etude-Caprice fyrir selló og píanó eftir George Golterman og Dúó fyrir fiðlu og selló eftir Z. Kodaly. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Sellótónleikar í Sigurjónssafni SIGURJÓN Sighvatsson kvik- myndaframleiðandi, búsettur í Holly- wood og á Íslandi, flytur fyrirlestur um reynslu sína og störf við kvik- myndagerð og hugrenningar um listir og menningu vítt og breitt kl. 12.30 í dag í Listaháskóla Ís- lands í Laugar- nesi, stofu 024. Sigurjón Sighvatsson í LHÍ Sigurjón Sighvatsson TIL að vekja athygli á ljóðinu í hraða nú- tímans og breiða út fallegan boðskap hafa verið gefin út ný handskreytt gjafa- kort með ljóðum skáldanna Elísabetar Jökulsdóttur, Einars Más Guðmundssonar, Birnu Þórðardóttur, Gunnars Dal, Hall- gerðar Gísladóttur, Þorgeirs Rún- ars Kjartanssonar og Rúnu K. Tetzschner sem hefur skraut- skrifað og mynd- skreytt ljóðin. Í ljóð- unum framan á kortunum eru fólgin skilaboð og finna má ljóð fyrir öll tækifæri. Hver ljóðaskreyting er gefin út á 100 kort og handskreytir Rúna hvert eintak. Að útgáfunni standa Lítil ljós á jörð sem stofnuð voru í minningu Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar en hann lést árið 1998. Ný handskreytt ljóðakort Fréttir í tölvupósti Silkitoppa EKKI var farið fullkomlega rétt með nafnið á fuglunum sem voru á baksíðu Morgunblaðsins í gær. Fuglinn heitir silkitoppa, en í myndatexta var talað um að fuglinn héti silkitoppur. Sá sem tók mynd- ina heitir Gaukur Hjartarson en ekki Sigurður Ægisson. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.