Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 3
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 B 3 hlaupa í skarðið ef með þyrfti. Við höfum ekki samband við neina útileikmenn til að biðja þá að vera tilbúnir. Ef leikmaður myndi meiðast, sem ég vona að ekki ger- ist, munum við kalla óvænt á leik- mann inn í hópinn. Það færi þá eft- ir því í hvaða stöðu sá leikmaður léki sem meiddist. Undirbúningurinn hefst í Svíþjóð Viggó sagði að landsliðshópur- inn kæmi saman í Gautaborg í Svíþjóð mánudaginn þriðja jan- úar. „Stór hluti hópsins heldur til Svíþjóðar frá Íslandi en strák- arnir sem leika með þýsku lið- unum – og leika sunnudaginn ann- an janúar í deildarkeppninni, koma frá Þýskalandi. Við verðum saman í tvo daga og æfum þrisvar áður en við leikum tvo landsleiki gegn Svíum á mið- vikudag og fimmtudag. Eftir leik- ina höldum við heim á föstudegi og æfum saman í fimm daga áður en við höldum á mót á Spáni fimmtudaginn þrettánda janúar,“ sagði Viggó. Hvernig kemur þú til með að byggja upp æfingarnar hér heima áður en haldið verður til Spánar? Við æfum tvisvar á dag – morg- un- og kvöldæfingu. Æfingarnar verða fyrst og fremst nýttar í það að fara yfir leikkerfi. Ég er að breyta leikkerfum, bæði í vörn og sókn, þannig að við þurfum að fara vel yfir þau kerfi. Það gekk mjög vel hjá strákunum að laga sig að nýjum leikkerfum á heimsbikar- mótinu í Svíþjóð á dögunum. Við leggjum áherslu á að geta leikið þrjú afbrigði af varnarleiknum og síðan förum við yfir sóknarleikinn, þannig hvernig best er að bregðast við þrír, tveir, tveir vörn, eða sex núll flatri vörn, eða hvort maður verður tekinn úr umferð og þar á milli. Við verðum að vera með svör við öllum varnarafbrigðum og við eigum að geta brugðið fljótt við og breytt sóknarleik okkar snöggt eft- ir því hvernig mótherjarnir verjast gegn okkur. Þetta eru þættir sem ég vil að verði klárir fyrir mótið á Spáni, þannig að við getum lagfært það sem út af ber þar.“ Býður þú ekki upp á þrekæf- ingar að hætti lærimeistarans Bogdans? „Nei, ég verð ekki með þrekæf- ingar. Ég fæ menn sem eru í fullri æfingu, en aftur á móti verðum við með hefðbundnar snerpuæfingar til að fá menn til að svitna. Við munum leggja höfuðáhersl- una á taktíska leikinn – í vörn og sókn.“ Þið verðið síðan í æfingabúðum á Spáni í fjóra daga áður en þið haldið yfir Miðjarðarhafið til Tún- is? „Já, eftir að við erum búnir að leika gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum munum við fara yfir öll atriði leiksins – hvað við höfum gert vel og hvaða atriði við þurfum að bæta. Með því að vera á Spáni við æfingar losna leikmennirnir við utanaðkomandi áreiti og hinn dag- lega eril sem er hér í Reykjavík. Við verðum saman allan daginn við lokaundirbúninginn. Með því að vera áfram á Spáni erum við lausir við tvo erfiða ferðadaga – að fara heim eftir mótið og síðan til Túnis þremur dögum síðar,“ sagði Viggó. Konur leikmanna taka þátt í lokaundirbúningi á Spáni Viggó sagði að Handknattleiks- samband Íslands hefði tekið þá ákvörðun að bjóða eiginkonum og unnustum leikmanna að hitta þá á Spáni á mánudeginum eftir mótið þar og vera með þeim í fjóra daga, til föstudags, en þá heldur lands- liðið til Túnis og leikur fyrsta leik- inn gegn Tékkum í Túnisborg sunnudaginn 23. janúar. „Þetta er gert vegna þess að leikmennirnir hafa verið lengi að heiman vegna æfinga og keppni og síðan kemur rúmlega tveggja vikna útilega í Túnis. Ég vona að sem flestar geta nýtt sér þetta glæsilega boð til að hitta strákana sína. Ég er viss um að þessi ákvörðun kemur til með að styrkja leikmannahópinn áður en haldið verður í hina erfiðu og löngu keppni í Túnis sem er framandi land fyrir flesta. Að við náum upp góðum liðsanda fyrir átökin, með aðstoð kvennanna,“ sagði Viggó, sem er sáttur við þann tíma og undirbúning sem landsliðið fær fyrir HM í Túnis. „Við ætlum okk- ur að ná að gera það besta sem við getum úr þeim tíma sem við höf- um. Aðar þjóðir hafa ekkert lengri tíma til undirbúnings en við, þann- ig að við stöndum jafnfætis þeim. Ég er sáttur, svo framarlega sem við missum ekki fleiri leikmenn úr landsliðshópnum – en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sigfús Sigurðs- son, en það kemur maður í manns stað í þessu sem öðru,“ sagði Viggó. Fimm landsleikir á undirbún- ingstímabili fyrir HM í Túnis. Er það nóg? „Já, ég var um tíma að velta því fyrir mér hvort við ættum að leika svo marga leiki. Hvort það væri sterkara að leika færri leiki og æfa þess meira saman. En ég kom að þessari landsleikjaáætlun og lét hana standa óhaggaða.“ Ísland leikur í riðli með Tékk- landi, Rússlandi, Slóveníu, Kúveit og Alsír á HM og komast þrjár efstu þjóðirnar áfram í milliriðla. Fyrsti leikurinn verður gegn Tékk- um sunnudaginn 23. janúar í Tún- isborg. Hvað veit Viggó um mót- herja Íslands – hefur hann aflað sér upplýsinga um þá? Hef ekki áhyggjur af mótherjum okkar „Nei, ég hugsa fyrst og fremst um að koma mínu liði á rétt ról og undirbúa það sem best fyrir hina erfiðu keppni. Þar sem við leikum fyrst gegn Tékkum er lykilatriðið að vita nákvæmlega hvað Tékkar voru að gera á lokasprettinum – áður en þeir halda til Túnis. Eins og staðan er nú veit ég mjög lítið um Tékka. Það hefur verið stór spurning – hvort maður eigi nokkuð að vera að spá í mót- herjana áður en þeir velja end- anlegan leikmannahóp sem tekur þátt í HM. Það hefur ekkert upp á sig að vita hvað þeir gerðu fyrir hálfu ári, eða í síðustu heimsmeist- arakeppni. Það er ekkert mark- tækt fyrr en maður veit hvernig hópur þjóðanna er á HM. Tékkar eiga eftir að leika á móti í Svíþjóð og Danmörku, þar sem mótherjar þeirra eru Svíar, Danir og Brasilíumenn. Þá leika þeir gegn Þjóðverjum í Berlín áður en þeir halda til Túnis. Ég mun fá upplýsingar um þá eftir þessa leiki – upplýsingar sem við munum vinna úr áður en við mætum þeim í Túnis. Við lékum til dæmis gegn Slóv- akíu á heimsbikarmótinu í Svíþjóð á dögunum og unnum þá í Gauta- borg í leik um fimmta sætið. Sá leikur segir okkur ekkert þar sem það vantaði nokkra sterka leik- menn í lið þeirra. Það er allt annað upp á ten- ingnum þegar út í lokaundirbún- inginn er komið. Við fáum mjög góða mynd af tékkneska liðinu með því að sjá gengi þess í leikjunum í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi. Það er nauðsynlegt, þar sem við leikum gegn þeim í fyrsta leik. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af öðrum mótherjum fyrir HM því að við komum til með að sjá þá leika þegar á hólminn er komið – áður en við leikum gegn þeim. Því er óþarfi að vera að flækja málið of mikið með því að spá í mótherjana strax. Við höfum nægan tíma til þess í Túnis,“ sagði Viggó Sigurðs- son. – hefur trú á strákunum sínum – og stendur við það sem hann hefur sagt Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sést hér ræða við sína menn í fyrsta landsleiknum sem hann stjórnaði – gegn Þjóðverjum á heimsbikarmótinu í Svíþjóð á dög- unum. Þjóðverjar náðu að leggja Íslendinga í Borlange, 29:28. ÞEGAR landsliðið kemur saman í Sví- þjóð 3. janúar koma tveir sænskir markvarðaþjálfarar til liðs við liðið. Andrés Kristjánsson, fyrrverandi landsliðsmaður, hefur verið Hand- knattleikssambandi Íslands innan handar við að fá þjálfarana. „Þeir munu þjálfa markverði okkar ásamt Bergsveini Bergsveinssyni á meðan við dveljumst í Svíþjóð og annar kem- ur síðan heim með okkur og verður með markverðina í æfingum þar til við höldum til Spánar þrettánda jan- úar. Markverðirnir okkar verða því undir handleiðslu sænskra mark- varðaþjálfara í tíu daga. Það er mjög sterkt fyrir okkur að geta lagt áherslu á þennan þátt, því að ég hef lengi ver- ið þeirra skoðunar að markvarðaþjálf- un á Íslandi hafi ekki verið nægilega góð og markviss. Þess vegna höfum við ekki eignast markverði, sem hafa náð að halda jafnvægi í langan tíma. Bergsveinn Bergsveinsson, fyrrver- andi landsliðsmarkvörður og aðstoð- armaður minn, mun sjá um að hlúa sem best að markvörðum okkar fyrir HM. Hann er þekktur fyrir að lesa leikinn vel og undirbúa sig vel fyrir leiki er hann lék með landsliðinu, FH og Aftureldingu,“ sagði Viggó Sig- urðsson. Svíar þjálfa markverðina í Gautaborg og Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.