Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ  EINAR Hólmgeirsson skoraði 7 mörk fyrir Grosswallstadt sem vann óvæntan sigur á Magdeburg, 37:36, í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær. Snorri Steinn Guð- jónsson skoraði 2 mörk fyrir Gross- wallstadt, bæði úr vítaköstum. Arnór Atlason var ekki á meðal markaskorara Magdeburg og Sig- fús Sigurðsson er frá vegna meiðsla.  EINAR Örn Jónsson skoraði líka 7 mörk um helgina en hann var markahæstur í liði Wallau Massen- heim ásamt Heiko Grimm, þegar liðið tapaði 35:27 fyrir Gummers- bach. Einar  LOGI Geirsson var markahæstur hjá Lemgo ásamt Florian Kehrmann, með 6 mörk, þegar lið þeirra burstaði Wilhelms- havener á útivelli í gær, 34:22. Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wil- helmshavener.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson gerði tvö mörk fyrir Essen þegar liðið tapaði 27:24 fyrir Flensburg- Handewitt í þýsku deildinni á laug- ardaginn. Essen var 23:21 yfir þegar sex mínútur voru eftir af leiknum.  MARKÚS Máni Michaelsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf en Alexander Petersson ekkert þegar lið þeirra gerði jafntefli, 31:31, við Minden á útivelli. Patrek- ur Jóhannesson lék ekki með Mind- en en hann er að jafna sig eftir að- gerð á hné í síðasta mánuði.  JAN-OLAF Immel, leikmaður Wallau-Massenheim og þýska landsliðsins í handknattleik, meidd- ist illa á öxl í leik liðsins gegn Gummersbach í 1. deildinni á laug- ardaginn. Allt bendir til þess að Immel, sem er rétthent skytta, geti ekki leikið með Þjóðverjum í loka- keppni HM sem hefst í Túnis 23. janúar, enda telja læknar að hann verði líklega frá í þrjá mánuði.  RÓBERT Gunnarsson skoraði 9 mörk fyrir Århus GF sem vann nauman útisigur á botnliðinu Silke- borg-Voel, 32:31, í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik á laugar- daginn. Sturla Ásgeirsson var ekki á meðal markaskorara Árósaliðs- ins.  RAGNAR Óskarsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og Jón Þorbjörn Jóhannsson 3 þegar lið þeirra og Arons Kristjánssonar þjálfara vann Ringsted, 26:24, á útivelli.  LJÓST er að uppselt verður á síð- asta æfingaleik Þýskalands fyrir HM í handknattleik, gegn Tékk- landi í Berlín hinn 20. janúar. Á laugardag höfðu yfir 6 þúsund mið- ar verið seldir en höllin tekur 7.120 áhorfendur í sæti. Viggó Sigurðs- son landsliðsþjálfari mun láta fylgj- ast vel með Tékkum í þeim leik en Ísland mætir þeim í fyrsta leik sín- um á HM. FÓLK JUVENTUS heldur fjögurra stiga forystu í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir að hafa haldið með naumindum markalausu jafntefli á heimavelli í topp- slagnum gegn AC Milan á laugardagskvöldið. AC Milan réð lögum og lofum á Delle Alpi leikvanginum í Tórínó og nýkrýndur knattspyrnumaður Evr- ópu, Andriy Shevchenko, komst næst því að skora þegar hann skaut í stöng. „Ég vil frekar segja að ég sé ánægður með okkar frammistöðu en að ég sé vonsvikinn yfir því að hafa tapað tveimur stigum,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan. „Juventus fær á sig fá mörk en samt tókst okkur að skapa okkur nokkur góð marktækifæri. Okkur tókst ekki að nýta þau en þannig er fótboltinn, og við það verður maður að sætta sig,“ sagði Ancelotti. Kollegi hans, Fabio Capello hjá Juventus, sagðist hinsvegar vera ósáttur við leik sinna manna en ánægður með úrslitin. „Við létum þá ráða ferðinni of auðveldlega og þó við fengjum tækifæri til að refsa þeim í skyndisóknum tókst okkur það ekki. Þetta var ekki þannig að einn eða tveir ættu slæman dag, allt liðið lék undir getu. Milan er í mjög góðu standi þessa dagana en við erum ekki upp á okkar besta sem stendur,“ sagði Capello. Juventus er með 39 stig og AC Milan 35, og ljóst að félögin heyja einvígi um ítalska meistaratitilinn í vetur. Juventus hékk á jafntefli gegn AC Milan JÜRGEN Klinsmann mátti þola sitt fyrsta tap sem landsliðsþjálf- ari Þýskalands í knattspyrnu í gær. Þjóðverjar biðu þá lægri hlut fyrir Suður-Kóreu í Busan, 3:1, en þetta var sjötti leikur þeirra undir stjórn Klinsmanns. Þeir höfðu unnið fjóra þeirra og gert eitt jafntefli. Michael Ball- ack skoraði mark Þjóðverja en hann nýtti ekki vítaspyrnu og átti stangarskot þegar staðan var 2:1. Kim Dong-jin, Lee Dong-gook og Cho Jae-Jin skoruðu mörk heimamanna. Þetta var annar leikur Þjóð- verja í Asíuför sinni en þeir sigr- uðu Japana á dögunum, 3:0. Fyrsti ósigur Klinsmanns Harry Redknapp, nýráðinn knatt-spyrnustjóri Southampton, var að vonum ekki sáttur við úrslitin. „Við höldum áfram að gera klaufaleg mis- tök sem mótherjar okkar nýta sér og skora hjá okkur,“ sagði Redknapp, sem stjórnaði liðinu nú í annað sinn. „Við gerðum klaufaleg grundvallar- mistök í vörninni í dag og það kostaði sitt. Við höfum bara sigrað í tveimur leikjum í vetur og ef við skoðum leik- inn í dag er augljóst hvers vegna,“ sagði Redknapp. Birmingham var ekki í vandræðum gegn neðsta liðinu í deildinni, WBA, skoraði fjórum sinnum en leikmenn WBA náðu ekki að setja mark. Í síð- ustu viku lagði Birmingham Aston Villa í öðrum grannaslag þannig að forráðamenn félagsins og stuðnings- menn eru kátir með árangurinn. Bryan Robson, stjóri WBA, var hins vegar ekki ánægður enda hefur liðið aðeins unnið einn leik af síðustu 21 og aðeins fengið eitt stig úr þeim sex leikjum sem hann hefur stjórnað liðinu í síðan hann tók við af Gary Megson fyrir sex vikum. „Vörnin hjá okkur var hræðileg og við réðum ekkert við Morrison og Heskey. Staða okkar er slæm og við verðum að bæta vörnina ef við ætlum okkur að fá einhver stig,“ sagði Rob- son. Middlesbrough vann sinn sjötta sigur í röð á heimavelli þegar Aston Villa kom í heimsókn og fengu áhorf- endur að sjá þrjú mörk heimamanna. Boro er í fimmta sætinu, rétt á hælum Manchester United. Varnarmaðurinn Joey Barton hjá Manchester City tryggði liði sínu 1:0 sigur á Bolton og þar með skaust City upp fyrir Bolton, sem hefur ekki unn- ið í síðustu sjö deildaleikjum. Sókndirfska hjá Liverpool Liverpool vann sannfærandi sigur á Newcastle í gær, 3:1. Patrick Kluiv- ert kom Newcastle yfir en sjálfsmark frá Titus Bramble og laglegt mark frá Neil Mellor færði Liverpool undirtök- in. Milan Baros lagði upp markið fyrir Mellor og skoraði síðan sjálfur, 3:1, í seinni hálfleiknum. „Við tefldum fram miklu sóknarliði í dag, vorum með sex sókndjarfa leik- menn í byrjunarliðinu. Ég er mjög ánægður með styrk liðsins, sem var fljótt að snúa blaðinu við eftir að hafa lent undir í leiknum. Harry Kewell spilaði geysilega vel og hann veit vel hversu mikilvægur hann er okkur. Hann hefur stöðugt bætt sig í síðustu 5–6 leikjunum og verið frábær á æf- ingum,“ sagði Rafael Benítes, knatt- spyrnustjóri Liverpool. Defoe með þrennu fyrir Tottenham JERMAIN Defoe gerði þrjú mörk þegar Tottenham vann Southamp- ton 5:1 í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tottenham hefur tekið við sér í síðustu leikjum og er komið í sjöunda sæti deildar- innar eftir að hafa verið nálægt botninum framan af vetri. Þrátt fyrir að sýna engan stjörnu-leik vann Chelsea stórsigur, 4:0, á Norwich á laugardaginn og jók þar með forystu sína í deildinni þar sem Everton gerði markalaust jafntefli við Blackburn. Eiður Smári Guðjohn- sen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út fyrir Didier Drogba eftir klukkustundar leik. Drogba þakkaði traustið og gerði fjórða og síðasta mark Chelsea en í fyrri hálfleik skor- uðu Damien Duff, Frank Lampard og Arjen Robben fyrir heimamenn. „Í augnablikinu erum við einfald- lega bestir,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir sig- urinn. „Betra lið en okkar getur að sjálfsögðu lagt okkur að velli, en ef við höldum andlegum og líkamlegum styrk okkar og leikaðferðinni getur ekkert lið unnið okkur. Arsenal og Manchester United geta sjálfsagt bætt sig og komist upp á það plan sem við erum á, eða þá að við getum misstigið okkur eitthvað og farið nið- ur á lægra plan. En eins og staðan er þessa dagana erum við bestir og til- búnir að berjast,“ sagði stjórinn. Campbell skaut Arsenal í annað sætið Miðvörðurinn Sol Campbell skoraði eina mark leiksins þegar Arsenal heimsótti Portsmouth, þrumuskot af um 25 metra færi þegar tæpur stund- arfjórðungur var til leiksloka. Það er Frank Lampard, leikmaður Chelsea, skoraði gegn Norwich Sol Campb Arsenal í an CHELSEA heldur sínu striki í ensku deildinni, vann stórsigur þegar tekið var á móti Norwich á laugardaginn. Arsenal skaust í annað sætið á nýjan leik með naumum sigri á Portsmouth en Everton varð að sætta sig við jafntefli við Blackburn og Manchester United vann góðan sigur á Crystal Palace. Chelsea er enn í efsta sæti og með fimm stiga forystu á Arsenal sem er stigi fyrir ofan Everton en Manchester United er í fjórða sæti þremur stigum á eftir Everton. Marel rekinn af velli MAREL Baldvinsson var rekinn af velli þegar Lokeren gerði 1:1-jafn- tefli við Charleroi í belgísku deildinni um helgina. Fjórir Íslendingar hófu leikinn, Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson, Rúnar Krist- insson og Marel, og komu mikið við sögu. Forseti félagsins sagði í vik- unni að liðið yrði að sigra til að bjarga Van der Elst þjálfara þess, þannig að ekki er ólíklegt að hann verði látinn fara í vikunni. Gestirnir frá Charleroi komust yfir eftir aðeins sex mínútna leik en Doll jafnaði metin skömmu síðar eftir sendingu frá Arnari Grét- arssyni. Marel var síðan rekinn af velli á 38. mínútu og var það vægast sagt furðulegur dómur. Hann var í baráttu um boltann við varnarmann sem fór aftan í hælana á honum og ýtti Marel þá við honum og fékk rautt fyrir vikið. Mjög strangur dómur og hefði Marel í allra mesta lagi átt að fá gult spjald. Þetta atvik fór illa í heimamenn, bæði áhorfendur og leikmenn og litlu munaði að upp úr syði um tíma. Lokeren var sterkari aðilinn þrátt fyrir að vera einum færri og litlu munaði að Arnar Grétarsson næði að gera sigurmarkið beint úr aukaspyrnu af um 20 metra færi, boltinn stefndi í vinkilinn, en lenti í innanverðri stönginni. Indriði Sigurðsson og félagar í Genk lentu í kröppum dansi gegn Cercle Brugge en náðu þó að sigra 2:1. Indriði lék allan leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.