Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 2
HANDKNATTLEIKUR 2 B MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Þ egar Viggó Sigurðsson, gamall keppnisrefur og litríkur þjálfari fé- lagsliða, tók við lands- liðinu á dögunum þótti mönnum hann nokkuð kokhraustur og bjartsýnn – er hann sagði að hann stefndi á eitt af sex efstu sætunum á heimsmeistarakeppni í Túnis, sem hefst 23. janúar. Sumir sögðu að Viggó hefði strax spennt bogann of mikið – hann hefði strax sett stefnuna of hátt, væri bjart- sýnn og lofaði of miklu – sem hann gæti jafnvel ekki staðið við þegar á hólminn væri komið. Er það svo, Viggó? „Nei, ég er í þessu til að ná árangri. Við erum með mannskap, kunnáttu og getu til að ná langt og vera í einu af toppsætunum í Túnis. Ég hef fulla trú á þessum strákum sem eiga að halda merki Íslands á lofti. Það eru að sjálfsögðu miklar breyting- ar á landsliðshópnum – nýir menn að koma inn. Ég er hvergi banginn og stend við það sem ég hef sagt. Ég hef sett stefnuna á að koma landsliðinu í eitt af sex efstu sæt- unum í Túnis,“ sagði Viggó, sem mun tilkynna á morgun hvaða sex- tán leikmenn hann hefur kallað í til að ná árangri í Túnis. Viggó tók þá ákvörðun að velja þá leikmenn Íslands, sem hann ætlar að tefla fram tímanlega. Láta þá ekki búa við óvissu. Viggó valdi það að láta menn sína vita hvar þeir stæðu tveimur vikum áður en hópurinn kemur saman í Gauta- borg í Svíþjóð mánudaginn 3. jan- úar. „Ég valdi þessa leið af þeirri ein- földu ástæðu að ég vildi að leik- menn mínir, sem ég legg traust á í Túnis, vissu það tímanlega að ég hef ákveðið að leggja traust mitt á þá til að leysa krefjandi verkefni fyrir íslensku þjóðina. Ég ætla mér að ná góðum ár- angri með landsliðið í Túnis. Þess vegna vil ég létta ákveðinni pressu af leikmannahópnum – koma óviss- unni út, þannig að leikmenn mínir þurfi ekki að vera að hugsa fram á síðustu stundu hvort þeir verði með eða ekki. Strákarnir eiga að geta einbeitt sér að verkefninu áhyggjulausir um stöður sínar. Þess vegna ákvað ég að velja ekki Sigfús Sigurðsson sem hefur verið meiddur. Ég vildi ekki vera að bíða eftir því í langan tíma í óvissu hvort hann yrði orðinn góð- ur eða ekki. Það er ljóst að Sigfús hefur ekki getað æft af fullum krafti að undanförnu og hann þarf að taka sér hvíld frá æfingum fram yfir áramót. Það var því auðséð að hann myndi aldrei ná fullum styrk fyrir HM í Túnis. Ég sagði honum að hann yrði ekki inni í myndinni fyrir keppnina í Túnis,“ sagði Viggó, sem notaði helgina til að hafa samband við þá leikmenn sem hann hefur ákveðið að haldi merkj- um Íslands á lofti í Túnis. Það verður ljóst á morgun hvaða leik- menn hann hafði samband við. „Ég hef haft samband við sextán leikmenn, sem allir svöruðu kallinu og vita að hverju þeir ganga – til að standa sig í Túnis. Það er eng- inn varamaður í þessum leik- mannahóp – allt leikmenn sem ég treysti fullkomlega. Þetta eru allt leikmenn sem eiga að vera tilbúnir í slaginn og ég hef sagt þeim að það eina sem ég fari fram á sé að þeir gefi sig hundrað prósent í verkefnið.“ Viggó sagði að hann hefði haft þennan hátt á – að fenginni reynslu undanfarin ár, en yfirleitt hefði verið ákveðið rétt fyrir stór- mót hvaða leikmenn færu og hverj- ir sætu eftir með sárt ennið. Mér hefur alltaf fundist þjálfarar hafa verið með of stóra hópa fram á síð- ustu stundu, án þess að ég sé að gagnrýna vinnubrögð þeirra þjálf- ara sem hafa stjórnað landsliðinu á undan mér,“ sagði Viggó. „Ég vil að leikmenn mínir viti mánuði fyrir HM í Túnis að þeir fari þangað. Þeir geta því gert sín- ar framtíðaráætlanir í sambandi við sig og fjölskyldur sínar. Eins hef ég ákveðið að gefa þeim leikmönnum sem eru hér heima al- gjörlega frí frá handknattleik þannig að þeir geti haldið jólin með fjölskyldum sínum án þess að þurfa að vera að þeytast á æfingar í tíma og ótíma yfir hátíðarnar. Ólafur Stefánsson kemur til dæmis heim frá Spáni með fjölskyldu sína, en hann hefur ekki haldið jól hér heima í fjölmörg ár, eða síðan hann hóf að leika með Wuppertal í Þýskalandi 1996. Menn hafa gott af því að fá langt frí til að hlaða raf- hlöðurnar fyrir erfitt verkefni,“ sagði Viggó. Undirbúningur fyrir stórmót Hér á korti á síðunni má sjá hvernig undirbúningur landsliða frá áramótum fyrir stórmót frá því Evrópukeppni landsliða Króatíu 2000, var. Oftast hafa lokahóparnir verið tilkynntir rétt fyrir keppni, allt niður í þremur dögum áður en haldið var á stað. Yfirleitt var ástæðan sú að þjálf- arar voru að bíða og vonast eftir að leikmenn, sem voru meiddir, næðu sér af meiðslum sínum þannig að þeir gætu leikið með. Á kortinu sést hvenær landsliðið kom saman eftir áramót, hvað margir landsleikir voru leiknir fyr- ir mótin og hvenær endanlegir leikmannahópar voru tilkynntir. Síðan árangur á mótunum. Köllum óvænt á leikmenn Þegar Viggó var spurður hvort hann myndi ekki ræða við leik- menn sem væru næstir inn í hóp- inn, ef meiðsli kæmu upp, sagði hann að svo væri ekki. „Nei, ekki annað en það sem ég og Berg- sveinn Bergsveinsson, aðstoðar- maður minn, höfum rætt í sam- bandi við að hafa markvörð tilbúinn að svara kalli ef það kæmi. Við förum með þrjá markverði til Túnis og einn verður tilbúinn að Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir að hann sé hvergi banginn „Ég er í þessu til að ná árangri. Við erum með mannskap, kunnáttu og getu til að ná langt og vera í einu af toppsætunum í Túnis. Ég hef fulla trú á þessum strákum sem eiga að halda merki Íslands á lofti. Ég er hvergi banginn og stend við það sem ég hef sagt – hef sett stefnuna á að koma landsliðinu í eitt af sex efstu sætunum í Túnis,“ sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, við Sigmund Ó. Steinarsson sem forvitnaðist um undirbúning landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina í Túnis og komst að því að Viggó fer ekki troðnar slóðir. Hefur sett stefnuna á eitt af sex efstu sætunum á HM í Túnis                                                                                                                                                                                                 !"           !"      !#$# %#  &            '"( )      !     !"  '"( )    " #$       '"( )      ! %&  #!" $    '"( )     ' (  %         '"( )      ) %  &  '"( )   *+ ,"-  . /+ ,"-  *+ ,"-   *+ ,"-  /+ ,"-  *  ! '#(  *  !   *  !   ) *  ! *  ! * !   &  $ +, 0 ,"- $   * 1 ## * 1 ## * 1 ## * 1 ## * 1 ##

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.