Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 7
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 B 7 Framarar byrjuðu leikinn miklubetur og virtist sigur þeirra liggja í augum uppi – náðu mest átta marka forystu í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 17:12. En þeir vanmátu getu FH-inga sem vökn- uðu fyrst þegar mótlætið var sem mest, þremur færri og þjálfaralausir eftir að Árna Stefánssyni hafði verið sýnt rauða spjaldið fyrir mótmæli. Tvíefldir börðust gestirnir betur og höfðu yfir eftir æsispennandi loka- mínútur. Heimir Ríkarðsson, þjálfari Framara, var að vonum ónægður með frammistöðu sinna manna en bjart- sýnn á framhaldið. „Það var fín barátta í strákunum en við vorum hryllilegir klaufar að ná ekki að klára þennan leik. Snemma náðum við fínni stöðu en á einhvern óskiljanlegan hátt hentum við henni frá okkur. Vorum að fá á okkur ódýr mörk í lokin og náðum ekki að halda sama þéttleika í vörninni eins og í fyrri hálfleik og Petkevicius var þá alls ekki að finna sig, kannski má kenna þreytu þarna um. Þeir fundu alla vega leiðina að markinu meðan við strönduðum. Við vissum að þetta yrði erfitt, fá lið eru betur mönnuð en FH, en vandræði hafa herjað á okkur og í dag vantaði þrjá menn úr byrj- unarliðinu. Þetta eru auðvitað vonbrigði en ekki endilega núna, við fengum tæki- færi til því að fara upp í úrvalsdeildina en erum búnir að fara illa með leiki sem voru svo gott sem unnir. Við byrjum að nýju í neðri deildinni og stefnan er tekin á átta liða úrslitin og sigur í deildinni. Þegar við erum komnir með allan mannskapinn tel ég okkur vera með lið til þess. En það er ljóst að við þurfum að gyrða okkur í brók enda ýmislegt sem þarf að laga. Ef okkur tekst að spila í heilan leik eins og fyrri hálfleikin í kvöld verðum við skeinuhættir,“ sagði Heimir. Góður sigur fyrir sjálfstraustið „Þetta var hörkuleikur en við mættum ekki nægilega grimmir til leiks og lentum í slæmri stöðu í fyrri hálfleik, ég messaði yfir strákunum í leikhléi og fór fram á að þeir sýndu að liðið geti komið til baka úr svona stöðu. Þannig að ég er mjög ánægður með baráttuna og seinustu 15 mínút- urnar voru hreint frábærar – vorum lengi tveimur til þremur mönnum færri en samt gáfust menn aldrei upp og kláruðu þetta með sæmd,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari FH, sem fór mikinn á hliðarlínunni. „Ég viðurkenni að ég gekk of langt, missti mig aðeins og átti rauða spaldið alveg skilið en mér fannst samt mikið um ódýrar brottvísanir á báða bóga. Þetta var hasarleikur, upp á líf og dauða fyrir Fram, og gott fyrir stolt okkar að ná að klára leik sem kannski skiptir ekki öllu máli. Þessi leikur sýnir að við getum meira en stigatafl- an sýnir, við höfum verið sjálfum okk- ur verstir í vetur. Ef við spilum með fullri einbeitningu þá getum við unnið hvaða lið sem er,“ bætti Akureyring- urinn Árni Stefánsson við. „Ég er náttúrulega gamall Þórsari og er mjög sáttur við sæti þeirra í úrvals- deild, þar er skemmtilegt lið á ferð sem hefur vaxið mikið í vetur.“ Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Örn Arnarson skorar eitt fimm marka sinna, Arnar Pétursson úr FH fylgist með. FH örlagavaldur Framliðsins FH-INGAR voru svo sannarlega örlagavaldar á laugardag þegar þeir sóttu Fram heim í lokaumferð norðurriðils Íslandsmóts karla. Fram- arar, sem þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni sem hefst í febrúar, höfðu yfirhöndina nær allan leikinn eða þar til að þar til tæplega tíu mínútum fyrir leikslok. FH- ingar klifu þá fimm marka forskot þeirra, jöfnuðu og með mikilli baráttu – og hörku – náðu að knýja fram sigur, 32:31, og gera vonir Framara að engu. Andri Karl skrifar ÓLAFUR Stefánsson varð í gær spænskur deildabikarmeistari í handknattleik með Ciudad Real, sem sigraði Portland San Antonio. 39:36, í tví- framlengdum úrslita- leik. Ólafur skoraði 6 mörk í leiknum, þar af tvö úr vítaköstum. Á laugardaginn skor- aði Ólafur 3 mörk þegar Ciudad vann auðveldan sigur á Almeria, 33:22, í und- anúrslitum keppn- innar og Portland bar þá sigurorð af Barcelona. Leikirnir fóru allir fram í Almeria. Ciudad Real var með und- irtökin allan tímann í gær. Stað- an var 15:13 í hálfleik og liðið var með fimm marka forskot skömmu fyrir leikslok, 28:23. Þá varð liðið fyrir því áfalli að missa bæði Ólaf og Ales Pajovic af velli með rauð spjöld vegna þriggja brottvísana. Portland gekk á lag- ið á lokakaflanum og náði að jafna metin, 29:29, áður en yfir lauk. Eftir fyrri fram- lenginguna var stað- an jöfn, 33:33, en Ciudad gerði út um leikinn í þeirri síðari með því að skora sex mörk gegn þremur. Mirza Dzomba og Rolando Uríos voru markahæstir hjá Ciudad Real með 8 mörk, Ólafur gerði 6 og Talant Dujsh- ebaev 5. Hjá Port- land var Demetrio Lozano í stóru hlutverki og skor- aði 17 mörk en Mateo Garralda kom næstur með 5. Liðin mætast aftur á mið- vikudagskvöldið í síðustu umferð ársins í spænsku 1. deildinni en síðan verður gert hlé á henni þar til heimsmeistarakeppninni í Tún- is lýkur. Ólafur getur því einbeitt sér að íslenska landsliðinu eftir að leiknum við Portland er lokið. Ólafur bikar- meistari með Ciudad Real Ólafur Stefánsson Handboltinn í Evrópu hyggstbreyta fyrirkomulaginu á for- keppninni fyrir Evrópumótin í lík- ingu við það sem er hjá knatt- spyrnumönnum. Þetta segir alltént Tor Lian, forseti EHF, en sam- bandið þingaði í Ungverjalandi um helgina. Á fundinum var skipuð vinnu- nefnd til að fara í gegnum þessi mál en að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, er ekki samkomulag um þessar breytingar. Á fundinum lögðu Austur-Evr- ópuþjóðir fram tillögu um að end- urvekja gömlu B-keppnina en sú tillaga var felld. Einar og Guðmundur Ingvars- son, formaður HSÍ, ætluðu á fund- inn í Ungverjalandi en það fór öðruvísi en ætlað er. „Við flugum út til Kaupmannahafnar á föstudeg- inum og héngum síðan úti á Kast- rup-flugvelli langt fram á kvöld því það var ekki hægt að lenda í Búda- pest. Það endaði með því að við fengum flug daginn eftir en þá var ljóst að fundurinn yrði búinn þegar við kæmum þangað þannig að við tókum næstu vél heim,“ sagði Ein- ar. Helga Magnúsdóttir var í Ung- verjalandi og hún sat þingið fyrir hönd HSÍ. Að sögn Einars voru það fulltrúar nokkurra þjóða sem sátu eftir í Kaupmannahöfn þennan dag, en allir gátu þó sent einhvern full- trúa á fundinn. Breytt fyrir- komulag á EM í handbolta? Norðmenn voru oftast aðeins yf-ir í fyrri hálfleik, þó svo Danir næðu stöku sinnum undirtökunum, en jafnt var í hálfleik 11:11. Liðin skiptust síðan á um að hafa undirtökin í síðari hálfleiknum og þá voru nokkrar sveiflur í leiknum. Danir komust til dæmis í 13:12 en Norðmenn gerðu þrjú mörk í röð, 15:12 en þær dönsku gáfust ekki upp og komust í 22:20. Þá kom góð- ur kafli norsku kvennanna sem gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 24:22 og sá munur hélst. „Danska liði lék vel og skynsam- lega en við gáfumst aldrei upp og með mikilli baráttu og þolinmæði tókst okkur að sigra,“ sagði Marit Breivik, landsliðsþjálfari Noregs, kát í leikslok. „Annars ætla ég ekki að greina leikinn núna – vill bara fá að sjá verðlaunin, sem eru þau bestu sem ég hef fengið og þá er ég ekki að gera lítið úr fyrri sigrum okkar,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Norska liðið er vel að sigrinum komið, það er heilsteypt og allar lögðust á eitt um að ná þessum áfanga. Í úrslitaleiknum átti Gro Hammerseng, fyrirlið liðsins, fínan leik sem og Kjersti Beck í markinu, en hún varði sautján skot. Karin Mortensen, markvörður Dana, var besti maður síns liðs en Beck gaf henni lítið eftir að þessu sinni. Hammerseng var valin besti leik- maður mótsins en markahæst varð Bojana Radulovics í liði Ungverja en hún gerði 72 mörk í mótinu. Norsku stúlkurnar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum þegar þær lögðu heimamenn í Ungverjalandi 44:29 í einum besta handboltaleik sem norskt lið hefur leikið ef marka má norska fjölmiðla. Norsku leikmennirnir fá sem nemur 300.000 íslenskum krónum hver í bónus fyrir Evrópugullið, en allir voru með 4.000 krónur í dag- peninga á meðan mótið stóð. Reuters Norsku stelpurnar fögnuðu að vonum vel og lengi eftir að þær urðu Evrópumeistarar í gær. Norðmenn urðu Evrópumeistarar NORÐMENN urðu um helgina Evrópumeistarar í handknattleik kvenna eftir 27:25 sigur á Dönum í æsispennandi úrslitaleik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Norðmenn urðu síðast Evrópumeistarar árið 1998.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.