Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 1
2004  MÁNUDAGUR 20. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÓLAFUR STEFÁNSSON BIKARMEISTARI MEÐ CIUDAD REAL / B7 VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, fer ekki troðnar slóðir í undirbúningi landsliðsins fyrir heimsmeist- arakeppnina í Túnis, sem hefst 23. janúar með því að íslenska landsliðið leikur gegn Tékkum í Túnisborg.  Hann tilkynnir hvaða sextán leikmenn eiga að halda merki Íslands á lofti í Túnis á morgun, eða rúmum mánuði áður en HM hefst. Telur að val sitt tryggi öryggi í landsliðshópnum og komi í veg fyrir óvissu. Fram til þessa hafa íslenskir lands- liðsþjálfarar valið endanlegt lið sitt rétt áður en haldið er til leiks á stórmótum.  Hann hefur fengið sænska markvarða- þjálfara til að vera með landsliðinu í Sví- þjóð þegar það kemur saman í Gautaborg 3. janúar og annar þeirra kemur heim með landsliðinu og heldur áfram þjálfun mark- varða þar til landsliðið heldur á mót á Spáni 13. janúar, þar sem mótherjar eru Spánverjar, Frakkar og Egyptar.  Hann lagði til að landsliðið kæmi ekki heim frá Spáni, þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða móti 14. til 16. janúar, held- ur æfði þar síðustu dagana fyrir átökin í Túnis. Viggó sagði í samtali við Morgunblaðið að Handknattleikssamband Íslands hefði tekið þá ákvörðun að bjóða eiginkonum og unn- ustum leikmanna að hitta strákana á Spáni á mánudeginum eftir mótið, 17. janúar, og vera með þeim í fjóra daga, til föstudags- ins 21. janúar, en þá heldur landsliðið til Túnis. „Þetta er gert vegna þess að leikmennirnir hafa verið lengi að heiman vegna æfinga og keppni og síðan kemur rúmlega tveggja vikna útilega í Túnis. Ég vona að flestar kvennanna geti nýtt sér þetta glæsilega boð til að hitta strákana sína. Ég er viss um að þessi ákvörðun kemur til með að styrkja leikmannahópinn áður en haldið verður í hina erfiðu og löngu keppni í Tún- is, sem er framandi land fyrir flestalla í hópnum. Að við náðum upp góðum liðs- anda fyrir átökin, með aðstoð kvennanna,“ sagði Viggó, sem er sáttur við þann tíma og undirbúning sem landsliðið fær fyrir HM í Túnis. „Við ætlum okkur að ná að gera það besta sem við getum úr þeim tíma sem við höfum. Aðar þjóðir hafa ekk- ert lengri tíma til undirbúnings en við, þannig að við stöndum jafnfætis þeim,“ sagði Viggó. Viggó Sigurðsson fer ekki troðnar slóðir í undirbúningi landsliðsins í handknattleik fyrir stórmót Konur leikmanna taka þátt í undirbúningi HM ■ Hefur sett stefnuna/B2  Svíar þjálfa markverðina/B3 ÞÝSKA knattspyrnufélagið Rot-Weiss Essen, sem leikur í 2. deild, vill fá íslenska landsliðsmanninn Þórð Guðjónsson í sínar raðir í janúar. Þórður hefur lítið fengið að spila með Bochum í 1. deild- inni í vetur og vill komast frá félaginu í næsta mánuði. Jürgen Gelsdorf, þjálfari Essen, sagði við Kicker að Þórður hefði verið efstur á óskalista sínum í sumar og þá hefði ekki munað miklu að hann fengi Íslendinginn í sinn hóp. „Kannski gengur það í þetta skipti,“ sagði Gelsdorf. Essen er neðst í 2. deild en deildin er mjög jöfn og þrjú stig skilja að sjö neðstu liðin. Gelsdorf segir að með því að fá fjóra sterka leikmenn verði hægur vandi að snúa blaðinu við seinni hluta tímabilsins. Auk Þórðar vill hann fá Steph- an King frá Hamburger SV, Radoslav Kaluzny frá Leverkusen og Filip Tapalovic frá Bochum í sínar raðir. Essen vill fá Þórð frá Bochum KJARTAN Henry Finnbogason og Theo- dór Elmar Bjarnason, knattspyrnumenn- irnir ungu úr KR, sömdu í gær við skoska meistaraliðið Glasgow Celtic til vorsins 2007. Forráðamenn KR-Sport fóru til Skot- lands í gærmorgun og gengu þar frá samn- ingum við Celtic. Þeir Kjartan og Elmar fara alfarnir til Skotlands í janúar en að sögn Ólafs Garðarssonar umboðsmanns er stefnt að því að þeir æfi og leiki fyrst og fremst með varaliði félagsins út þetta tíma- bil. Kjartan og Elmar komu heim frá Skot- landi í gær en auk þess að ganga frá sínum málum þar og fara í læknisskoðun, sáu þeir Celtic sigra Dundee United, 1:0, að við- stöddum 56 þúsund áhorfendum á Celtic Park í skosku úrvalsdeildinni, þar sem Chris Sutton skoraði sigurmarkið. Morgunblaðið/Kristinn Kjartan Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason brugðu sér í Celtic-búninginn þegar Morgunblaðið heimsótti þá í gær. Þeir komu heim frá Skotlandi í gær en eru alfarnir til skosku meistaranna snemma í janúar. Samningar við Celtic í höfn ■ Gefa ungum/B5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.