Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 B 5  ÍVAR Ingimarsson og félagar í Reading styrktu stöðu sína í fjórða sæti 1. deildar ensku knattspyrn- unnar á laugardag með því að sigra QPR, 1:0, á heimavelli. Ívar lék all- an leikinn með Reading.  BJARNI Guðjónsson lék sinn fyrsta leik með Plymouth sem tap- aði á heimavelli fyrir Derby County, 0:2. Bjarni kom inn á sem varamaður á 73. mínútu leiksins en þá var lið hans þegar tveimur mörkum undir.  BOBBY Williamsson, knatt- spyrnustjóri Plymouth, kvaðst sátt- ur við framlag Bjarna. „Hann sýndi að hann getur spilað boltanum vel og þannig leikmönnum þurfum við á að halda í þessari deild, leik- mönnum sem geta haldið boltan- um,“ sagði Williamsson á vef Plymouth og kvaðst vera að svipast um eftir frekari liðsstyrk.  HEIÐAR Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leik- inn með Watford sem tapaði í Cov- entry, 1:0. Litlu munaði að Heiðar næði að jafna metin en lið þeirra hefur nú ekki náð að sigra í síðustu tíu deildaleikjum sínum.  ÓLAFUR Gottskálksson lék í marki Torquay sem gerði jafntefli, 1:1, við Chesterfield á útivelli og komst úr fallsæti 2. deildar í fyrsta skipti í vetur. „Markvörður Torq- uay var frábær,“ sagði Roy McFar- land, knattspyrnustjóri Chester- field, miðvörður enska landsliðsins og Derby County á áttunda ára- tugnum.  FRANCESCO Totti setti í gær nýtt markamet fyrir Roma í ítölsku 1. deildinni. Hann skoraði tvívegis í stórsigri á Parma, 5:1, og hefur nú gert 108 deildamörk fyrir félagið. Fyrra metið átti Roberto Pruzzo en hann skoraði 106 mörk fyrir Rómverja.  DAVID Beckham og Roberto Carlos máttu sætta sig við að sitja á varamannabekknum allan tímann þegar Real Madrid lagði Racing Santander, 3:2, í spænsku 1. deild- inni á laugardagskvöldið. „Ég vel þá leikmenn í liðið sem standa sig best á æfingum í vikunni á undan,“ sagði Mariano Garcia Remon, þjálf- ari Real, þegar hann var spurður um stöðu leikmannanna hjá félag- inu.  MARIBEL Dominguez, sem hef- ur skorað 45 mörk í 46 leikjum með kvennalandsliði Mexíkó í knatt- spyrnu, fær ekki að spila með karlaliðinu Celaya í heimalandi sínu. Celaya, sem leikur í 2. deild, samdi við Dominguez í síðustu viku en FIFA, Alþjóða knattspyrnusam- bandið, úrskurðaði í gær að knatt- spyrna kvenna og karla skyldi vera algjörlega aðskilin og engar und- antekningar væru heimilaðar. FÓLK Kjartan Henry, sem er 18 ára oglék 14 leiki með KR í úrvals- deildinni í sumar, sagði við Morgun- blaðið í gær að það væri frábært að vera kominn í raðir stór- liðs á borð við Celtic. „Þetta er risaklúbb- ur og allar aðstæður frábærar. Við Elmar völdum að fara þangað frekar en til Feyenoord í Hollandi vegna þess að Celtic hefur orð á sér fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri ef þeir eru nægilega góðir. Þeir eru með 18 ára strák, Aiden McGeady, sem er fastamaður í aðalliðinu og á bekknum eru leikmenn fæddir 1984 og 1985. Ég hef sett stefnuna á að komast í að- allið Celtic innan eins til eins og hálfs árs og tel það raunhæft markmið. Maður verður að vinna eins og skepna til að ná því takmarki en ég set markið hátt í fótboltanum,“ sagði Kjartan við Morgunblaðið í gær. Sannfærður um að þetta sé rétta skrefið Theodór Elmar er 17 ára og lék 10 leiki með KR í úrvalsdeildinni í sum- ar. „Það er búinn að vera minn draumur lengi að verða atvinnumað- ur og ég gæti ekki verið ánægðari. Ég tel mig vera tilbúinn í þetta, er sannfærður um að þetta sé rétta skrefið hjá mér á ferlinum og bíð spenntur eftir að byrja hjá Celtic en við förum þangað 5.–6. janúar. Celtic er toppklúbbur og allt eins og best verður á kosið hjá félaginu,“ sagði Elmar, sem var fyrirliði drengja- landsliðsins á síðasta ári. Þeir félagarnir æfa og leika aðal- lega með varaliði félagsins út þetta tímabil, en æfa væntanlega einnig með aðalliðinu og spila eflaust ein- hverja leiki með jafnöldrum sínum í unglingaliðinu, undir 19 ára. Einn íslenskur knattspyrnumaður hefur áður spilað með Celtic. Jóhann- es Eðvaldsson, fyrrum landsliðsfyr- irliði, lék með Celtic frá 1975 til 1979 og hefur verið búsettur í Glasgow síð- an. Hann varð skoskur meistari með Celtic 1977 og 1979 og bikarmeistari 1977. Celtic varð skoskur meistari í 39. skipti síðasta vor og er á toppi úrvals- deildarinnar í dag, stigi á undan erki- fjendunum í Rangers. Félagið varð Evrópumeistari árið 1967 en það er í eina skiptið sem skoskt félag hefur unnið þann titil. „Gefa ungum leikmönnum tækifæri“ KJARTAN Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason völdu að skrifa undir samninga við Celtic í Skotlandi frekar en Feyenoord í Hollandi vegna þess að þeir telja líklegra að þeir fái fyrr tækifæri hjá skoska meistaraliðinu. Þeir komu heim frá Skotlandi í gær eftir tveggja daga dvöl í Glasgow ásamt fjölskyldum sínum, þar sem gengið var frá málum, og stjórnarmenn KR-Sport sömdu við Celtic um greiðslur fyrir piltana. Samningar þeirra eru til hálfs þriðja árs, eða til vorsins 2007. Eftir Víði Sigurðsson Kjartan Henry og Theodór Elmar eru tilbúnir í slaginn með Celtic ekki á hverjum degi sem Campbell skorar og var þetta fyrsta mark hans í 16 mánuði. „Við erum hungraðir,“ sagði Ar- sene Wenger eftir leikinn en hann hefur stýrt Arsenal til þriggja titla á síðustu sex árum. „Við þurftum svo sannarlega að sýna sparisvipinn til að vinna í dag. Okkur tókst það og við erum mjög einbeittir og höfum mann- skapinn til að gera áhugaverða hluti,“ sagði Wenger. Portsmouth hefði komist upp í sjö- unda sæti með sigri og liðið var alls ekki langt frá því, fékk nokkur upp- lögð færi sem fóru forgörðum. En vörn Arsenal hélt að þessu sinni. Scholes í miklum ham Manchester United virðist komið á rétt ról á ný og átti í rauninni ekki í erfiðleikum með Crystal Palace, vann 5:2, en menn Ian Dowies náðu að jafna í tvígang áður en United setti í næsta gír og afgreiddi þá. Paul Scholes er í miklum ham þessa dagana og skoraði tvívegis á laugardaginn þannig að hann hefur gert sex mörk í síðustu sex leikjum liðsins. Wayne Rooney misnotaði vítaspyrnu en það kom ekki að sök því Alan Smith, John O’Shea og sjálfsmark tryggði þrjú stig og Unit- ed er enn níu stigum á eftir Chelsea. Friedel hélt aftur af Everton Everton, sem hefur lagt það í vana sinn að vinna 1:0 upp á síðkastið, tókst ekki að koma boltanum í netið hjá bandaríska markverðinum Brad Friedel í marki Blackburn. Friedel varð hvað eftir annað meistaralega og getur Blackburn þakkað honum stig- ið. „Við lékum ekkert sérstaklega vel en við erum samt búnir að fá sjö stig af níu mögulegum á móti Bolton, Liv- erpool og núna Blackburn,“ sagði David Moyes, stjóri Everton. „Mér hefur fundist liðið leika vel á þessari leiktíð, en í dag náðum við ekki að leika eins vel og við hefðum átt að gera,“ sagði Moyes. Reuters en hér reynir Youssef Safri að komast fyrir skot Lampards. bell skaut nnað sætið RUUD van Nistelrooy, framherji Manchester United, verður frá næstu sex vikurnar að sögn Alex Fergusons, knattspyrnustjóra liðs- ins. Framherjinn hefur þegar misst af fjórum leikjum vegna meiðsla sinna, sem í fyrstu voru talin smávægileg tognun í kálfa. Hann var sendur í rannsókn um helgina og telja læknar að meiðslin séu ekki í kálfanum, held- ur neðar og jafnvel að hásinin sé að angra hann. „Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur. Það sem í fyrstu virtist vera smá tognun í kálfa virðist nú vera meinsemd í hásin og það er ekki gott. Hann verður frá æfingum í fjór- ar vikur hið minnsta en við erum að gera okkur vonir um að hann verði orðinn góður eftir sex vikur,“ sagði Ferguson um helgina. Nistelrooy er markahæsti leikmaður Unit- ed í vetur, hefur gert tólf mörk. Nistelrooy frá í sex vikur RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, hafi lofað sér því að hann ætli að halda áfram að leika fyrir félagið. „Ég sagði við hann að ég væri viss um að hann vildi halda áfram að leika fyrir okkur og hann sagði það rétt,“ sagði Benítez um helgina. „Ég sagði honum að ef hann hefði áhuga á að vinna titla og ef hann hefði áhuga á að Liverpool gerði það þá þarfnaðist ég hans. Ég er alveg viss um að hann vill vera hér áfram og nú verð- um við að gera liðið enn sterkara fyrir hann,“ sagði stjórinn og bætti við: „Til að vinna leiki þarf góða leikmenn en til að vinna titla þarf gott lið.“ Litlu munaði að Gerrard færi til Chelsea í sumar og að und- anförnu hefur sú umræða aftur komist af stað. Benítez segir að Gerr- ard verði hjá Liverpool Steven Gerrard Zidane með sigurmark á síðustu stundu REAL Madrid vann á í toppbaráttunni á Spáni á laugardagskvöldið, með því að sigra Racing Santander á útivelli, 3:2, á meðan Barce- lona gerði jafntefli við Valencia á heimavelli, 1:1. Real Madrid er þó enn tíu stigum á eftir Barcelona en á til góða 7 mínúturnar gegn Real Sociedad sem verða leiknar eftir áramótin, og gæti með því að knýja fram sigur þar minnkað forskotið í sjö stig. Zinedine Zidane skoraði sigurmark Real Madrid í Santander á lokamínútu leiksins en heimaliðið hafði tvívegis náð forystu í leikn- um. Michael Owen og Raúl jöfnuðu í tvígang fyrir Real. Meistarar Valencia virtust ætla að ná öllum stigunum á Nou Camp í Barcelona. Stefano Fiore kom þeim yfir á 63. mínútu og skömmu síðar fékk Victor Valdes, markvörður Barcelona, rauða spjaldið fyrir að handleika boltann utan vítateigs. En Ronaldinho krækti í mjög umdeilda vítaspyrnu á 79. mínútu og jafnaði úr henni sjálfur, 1:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.