Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 8
 JÓN Arnór Stefánsson lék lítið með þegar Dinamo St Pétursborg tók á móti Dinamo Moskvu á laug- ardaginn, í rússnesku úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Hann lék að- eins í 4,27 mínútur, reyndi ekki skot að körfu en tók eitt frákast. Moskvu- liðið sigraði 93:90 og er í öðru sæti en St Pétursborg er í fimmta sæti.  MAX Rauffer, skíðamaður frá Þýskalandi, sigraði í bruni karla í Val Gardena á Ítalíu á laugardaginn og varð þar með fyrsti Þjóðverjinn til að sigra í alpagrein í heimsbik- arnum í 13 ár. Aðstæður voru slæm- ar, hvasst og var því keppnisbrautin stytt talsvert.  AUSTURRÍSKI skíðakappinn Hans Knauss á yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann, en hann tilkynnti á föstudaginn að hann hefði mælst jákvæður í lyfjaprófi. Svo virðist sem hann hafi notað nandr- olone, en lyfjaprófið var tekið eftir að hann varð fjórði í bruni í heimsbik- armóti í Lake Louise í Kanada í síð- asta mánuði.  THOMAS Grandi vann í gær sinn fyrsta sigur í heimsbikarmótinu á skíðum þegar hann sigraði í risasvigi á Ítalíu. Grandi hefur keppt í tólf ár í mótaröðinni en ekki náð að sigra fyrr en í gær.  ALLEN Iverson gerði 54 stig fyrir 76ers er liðið lagði Milwaukee 116:97. Þetta er hæsta skor hans í einum leik í vetur og í leiknum gerði hann einnig sitt 15.000 stig í NBA. Kappinn hefur sjö sinnum gert meira en 50 stig í leik á þeim níu ár- um sem hann hefur leikið í deildinni.  EMEKA Okafor fer mikinn þessa dagana í liði Charlotte í NBA og um helgina gerði hann 23 stig og tók 17 fráköst þegar liðið lagði Houston með einu stigi í framlengingu. Þetta er tólfti leikurinn í röð þar sem Okafor er með tveggja stafa tölu í þessum leikatriðum.  SHAWN Marion gerði 36 stig og tók 14 fráköst fyrir Suns sem lagði Wizards og er þetta það mesta sem hann hefur skorað í vetur. Amare Stoudemire lenti hins vegar í villu- vandræðum og gerði aðeins átta stig, en hann hafði náð tveggja stafa tölu í stigum í 53 leiki í röð.  BRASILÍSKI knattspyrnumaður- inn Ronaldinho, sem leikur með Barcelona, segist vel getað hugsað sér að leika með Chelsea í Englandi. „Áður en ég kom til Barcelona bauðst mér að fara til Chelsea en þó svo það væru meiri peningar fyrir mig þar hafði ég ekki áhuga. Nú sé ég að það er verið að gera fína hluti hjá Chelsea og ég gæti vel hugsað mér að spila með félaginu. Mig lang- ar að leika í ensku deildinni til að sýna að teknískir og nettir leikmenn geti náð langt þar,“ sagði Ronald- inho um helgina.  ALAN Shearer, sóknarmaður Newcastle, vill að Graeme Souness fái tíma til að sanna sig hjá New- castle og hefur beðið Freddy Shep- herd, forseta félagsins, að gefa hon- um tíma til að byggja upp sterkt lið. Shepherd hefur lýst því yfir að hann vilji fá einhvern bikar á þessari leik- tíð en Shearer finnst það fullmikill ákafi í forsetanum.  „ÉG skil að forsetinn vilji titla og hann hefur sagt þetta lengi – við marga stjóra hjá okkur. En ég held að við verðum að gefa Souness smá- tíma. Hann þarf að fá fleiri sterka leikmenn og ég á ekki von á að það gerist í janúar. Souness hefur það sem þarf til að vinna titla og með fullri virðingu fyrir þeim fram- kvæmdastjórum sem hafa verið hér er það staðreynd að við höfum ekki unnið neitt. Ef Souness fær tíma og peninga – sem ég veit að hann á eftir að fá – þá mun Newcastle vinna titla,“ sagði Shearer. FÓLK Ekki þarf að hafa mörg orð umþennan leik. HK hafði nokkra yfirburði og náði 11 marka forskoti í seinni hálfleik. Sókn- ir HK voru hraðar og snarpar, leik- menn sýndu góða skottækni og fín gegnumbrot, vörnin var þétt og Hörður Flóki Ólafsson for á kostum í markinu gegn sínum gömlu fé- lögum og varði 23 skot. Augustas Strazdas skoraði að vild og Elías Már Halldórsson og Valdimar Þórs- son voru skæðir og aðrir sýndu ágæta takta. Þórsarar þoldu ekki taugaspenn- una og sóknarleikur liðsins var ákaf- lega stirður. Leikstjórnendur höfðu hvorki stjórn á sjálfum sér né öðr- um, Aigars Lazdins var dapur í skyttuhlutverkinu, línuspil var ekk- ert, vörnin brast í seinni hálfleik og Skabeikis hefur yfirleitt varið mun betur. Það var aðeins einstaklings- framtak Árna Þórs Sigtryggssonar sem gladdi augu heimamanna en hann skoraði 12 mörk. Vonbrigði Þórsara og uppgjöf breyttust í sigurvímu í lok leiksins þegar tilkynnt var að FH hefði snúið leiknum gegn Fram sér í vil og knú- ið fram sigur. Þurftum heppni og hjálp Axel Stefánsson, þjálfari Þórs, rak upp siguröskur skömmu eftir leikinn gegn HK þrátt fyrir tap og afleita frammistöðu sinna manna enda var þá búið að tilkynna að FH hefði sigrað Fram og Þórsarar voru því komnir í úrvalsdeild. „Spennustigið var út úr öllu korti og við spiluðum ákaflega illa og komumst aldrei í takt við leikinn, hvorki í vörn né sókn. Ég verð bara að þakka FH-ingum fyrir að hafa lagt Fram og hjálpað okkur áfram fyrst við gátum það ekki sjálfir. Við fórum illa með aragrúa af færum, svo sem vítaskot og hraðaupp- hlaup“, sagði Axel og hristi höfuðið yfir leiknum. „Það má hins vegar ekki taka það af strákunum að þeir hafa sýnt frábæran karakter í seinni umferðinni og þetta er fyrsta tapið okkar í seinni umferð keppninnar. Þegar sú umferð hófst trúðum við því staðfastlega að við kæmumst í úrslitakeppnina, sem var jú mark- mið okkar, og það tókst þótt við þyrftum heppni og hjálp á loka- sprettinum. En strákarnir hafa sannarlega unnið fyrir þessu,“ sagði Axel Stefánsson. Gamli Þórsarinn sá um þetta fyrir okkur Árni Þór Sigtryggsson var lang- atkvæðamestur Þórsara í leiknum og skoraði 12 mörk, þar af 9 í seinni hálfleik. Hann var samt hundfúll yfir öllum færunum sem hann klúðraði og var hvorki sáttur við eigin frammistöðu né annarra í liðinu. En hvernig leið honum undir lokin, vissi hann eitthvað um gang mála hjá Fram og FH? „Ég vissi ekkert um þann leik fyrr en svona mínúta var eftir hjá okkur. Þá sá ég á svipbrigðum áhorfenda hvernig hefði farið og mér létti stór- lega því þetta var afleitur leikur hjá okkur. Við höndluðum ekki spennu- stigið en það er afar ánægjulegt að hafa komist áfram. Eigum við ekki að segja að gamli Þórsarinn, Árni Stefánsson, þjálfari FH, hafi séð um þetta fyrir okkur?“ sagði Árni Þór kankvís. Tel mig ekki vera tilbúinn í atvinnumennskuna Stórskyttan unga hefur vakið mikla athygli í vetur og hefur breyst úr efnilegum stráklingi í stórgóðan handknattleiksmann. Árni Þór verð- ur stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri í vor og margir hafa sýnt honum áhuga. Hvað segir hann um framhaldið? „Þetta verður bara að skýrast með vorinu. Ég er ekki bú- inn að ákveða hvort ég fer í háskóla í Reykjavík eða út í atvinnumennsku. Maður hefur svo sem fengið fyrir- spurnir að utan en ég ætla ekki út nema um sé að ræða áhugavert til- boð. Ég fer heldur ekki nema ég sé tilbúinn til þess en eins og er finnst mér ég eiga töluvert í land með að vera tilbúinn í atvinnumennskuna, sérstaklega líkamlega. Núna ein- beiti ég mér að næsta markmiði með Þór en við stefnum að því að verða meðal sex efstu liða í úrvalsdeild- inni,“ sagði Árni Þór Sigtryggsson. Morgunblaðið/Kristján Ólafur Víðir Ólafsson brýst í gegnum vörn Þórs og skorar eitt marka HK í leiknum á laugardaginn. Sindri Haraldsson og Aigars Lazdins ná ekki að stöðva hann en Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður HK, fylgist með. Þór slapp þrátt fyrir skell gegn HK ÞÓR tók á móti HK í lokaumferð riðlakeppni handboltans á laug- ardaginn. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir Þórsara sem þurftu stig til að gulltryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Spilamennska þeirra var hins vegar í molum og HK hafði leikinn í hendi sér. Loka- tölur urðu 32:26 fyrir HK en þar sem Fram tókst ekki að sigra FH hirtu Þórsarar síðasta úrvalsdeildarsætið í norðurriðli. Stefán Þór Sæmundsson skrifar ■ Úrslit/B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.