24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 8

24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Þetta eru ekki góðar fréttir og sýn- ir að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa líklega meiri áhyggjur af ástandinu en þau hafa áður viljað viðurkenna,“ segir Gunnar Har- aldsson, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands, um ákvörðun bandarískra yfirvalda um að frysta tímabundið vexti á til- teknum húsnæðislánum sem borið hafa breytilega vexti. Gunnar segir aðgerðirnar geta orðið til þess að veikja fjármálafyr- irtækin vestra og að menn hljóti að spyrja sig hvort yfirvöld búi yfir vitneskju sem aðrir geri ekki. Hann bendir þó á að nýjustu fréttir sýni að staða sumra fjármálafyrirtækja þar í landi sé betri en búist var við. Gunnar segir aðstæðurnar sem myndast hafa á bandaríska hús- næðismarkaðnum ekki vera sam- bærilegar við það sem verið hefur að gerast á Íslandi. „Í Bandaríkj- unum hafa verið veitt lán til fólks sem vegna lágra tekna hefði undir eðlilegum kringumstæðum ekki fengið lán. Það er eðlisólíkt því sem einhverjir hafa áhyggjur af hér á landi, sem er að fólk hafi skuldsett sig of mikið. Hér hafa verið gerðar mun meiri kröfur til lántakenda.“ Þrátt fyrir neikvæðar fréttir af efnahagslífinu í breskum dagblöð- um undanfarna daga, segir Gunnar ástandið ekki alslæmt. „Auðvitað hefur fréttaflutningur áhrif á vænt- ingar og annað. En þegar maður les fjármálapressuna sér maður líka já- kvæðar fréttir. Það er fátt í spil- unum núna sem bendir til þess að alheimskreppa sé yfirvofandi.“ Meiri áhyggjur en látið var í ljós  Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að frysta vexti ekki góðar fréttir ➤ Bandaríkjastjórn hyggstfrysta vexti á lánum hluta húseigenda í fimm ár. ➤ Aðgerðirnar eiga að stemmastigu við lánakreppunni. FYRIRHUGAÐAR AÐGERÐIR Ástandið betra hér Þrátt fyrir að margir hafi skuldsett sig að undanförnu hafa verið gerðar meiri kröfur til lántakenda hér en í Bandaríkjunum Takmarkaðir vaxtarmöguleikar eiga stærstan þátt í því að Seltjarn- arnesbær getur haldið sköttum lág- um, segir Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Vegna land- fræðilegra takmarka er Seltjarnar- nesbær eiginlega dæmdur til að einbeita sér að núverandi íbúum og er því ekki í kostnaðarsömum útþensluverkefnum eins og mörg önnur sveitarfélög.“ Eins og fram kom í 24 stundum í gær eru skattar og föst gjöld lægri hjá Seltjarnarnesbæ en öðrum sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu. Gunnar Helgi segir ennfremur að rannsókn sem hann gerði fyrir nokkrum árum hafi leitt í ljós að hlutfallslega séu fleiri þiggjendur félagslegrar aðstoðar í Reykjavík en annars staðar á höfuðborgarsvæð- inu. hlynur@24stundir.is Ástæður fyrir lágum sköttum á Seltjarnarnesi Dæmt til að einblína á núverandi íbúa ● Botnfiskur Samkvæmt haust- mælingu Hafró á botnfiski hef- ur heildarvísitala þorsks lækkað um 20% frá mælingum í fyrra. Heildarvísitala ýsu lækkaði um 13% frá haustmælingunni 2006. Heildarvísitala grálúðu og djúpkarfa var svipuð og ver- ið hefur. ● Fíkniefni Efni, sem talin eru vera hass og amfetamín, fund- ust falin undir kodda við hús- leit í Hlíðunum. ● Ráðherrafundur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra tók þátt í ráðherra- fundi NATO í Brussel í gær. Ráðherra harmaði afstöðu rússneskra stjórnvalda til samningsins um hefðbundinn herafla í Evrópu. HEIMSBÓKMENNTIR HANDA BÖRNUM SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Þessi sígildu verk Charles Dickens og Jules Verne í myndasöguformi. Frábærar bækur handa börnum frá 10 ára aldri. LJÓÐMYNDALINDIR „Hver myndin annarri fallegri og skemmtilegri blasir við og þegar ég gríp niður í ljóðin sé ég að þar er margt áhugavert.“ Guðrún Guðlaugsdóttir, Mbl. Einstök bók þar sem Gísli Sigurðsson, fyrrv. ritstjóri, fléttar saman ljóðum og úrvali málverka sinna. KRAFTMIKIL SKÁLDÆVISAGA Afar lifandi myndir frá litríkum æskuárum í Keflavík. Bókin er skrifuð af miklum krafti, atburðarásin er hröð og textinn geislar af frásagnargleði. NÝ SÖNGBÓK GUNNARS Árið 2005 kom út bók með 40 vinsælum lögum Gunnar Þórðarsonar og seldist fyrsta prentun upp á skömmum tíma. Nú hefur Gunnar valið 40 lög til viðbótar og birtast þau í þessari bók. BÓK FYRIR ALLA TÓNLISTARMENN! STUTT Hafliði Hallgrímsson hefur verið ráðinn sem staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands til næstu þriggja ára. Hafliði mun starfa náið með hljómsveitinni á tímabilinu og mun samstarfið ná til flestra sviða starfsemi hennar. Í tilkynningu frá Sinfóníu- hljómsveitinni segir að Hafliði Hallgrímsson sé meðal fremstu tónskálda Íslands og tónverka- skrá hans ein sú viðamesta og glæsilegasta sem íslenskt tón- skáld geti státað af. Hann hafi hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Tónskáldaverðlaun Norð- urlandaráðs sem hann hlaut fyr- ir fiðlukonsertinn Poemi árið 1986. Hafliði hefur samið tónlist fyr- ir hljómsveitir og einleikara í fremstu röð og má nefna norska sellóleikarann Truls Mörk og skoska slagverkssnillinginn Eve- lyn Glennie. Stærstu verk Hafliða eru óratórían Passía og óperan Die Welt der Zwischenfälle. Hafliði mun semja verk sér- staklega fyrir hljómsveitina, auk þess sem eldri verk hans verða tekin til flutnings. Hann mun taka þátt í fræðslustarfi hljóm- sveitarinnar um leið og hljóm- sveitin mun leggja áherslu á að kynna verk hans. mbl.is Hafliði ráðinn staðartónskáld Sinfóníuhljómsveit Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.