24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 60

24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 200760 stundir TRÚIN OG TILVERAN Sigríður Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Landnámsseturs fædd 06.09.1950 Spurt á www.tru.is Ef maður skírist ekki, getur maður þá ekki fermst í kirkju? Bjarni Þór Bjarnason svarar: Ferming er athöfn þar sem ferm- ingarþeginn staðfestir skírn sína. Fermingin er tilkomin vegna skírn- arinnar. Ef engin væri skírnin væri fermingin þar með ekki til. Orðið „ferming“ er dregið af latneska orð- inu „confirmatio“ sem merkir m.a. „staðfesting“. Hugsunin að baki er sú, að þegar barnið hefur fengið aldur til geti það staðfest loforð foreldranna frá skírnarstundu þess, að ala það upp í kristinni trú. Fermingarbarnið fær tækifæri til að játast Kristi og leitast við að hafa hann að leiðtoga lífs síns Sum fermingarbarnanna sem sækja fermingarfræðslu eru óskírð. Í slíkum tilfellum er venjan sú að skíra þau að vori skömmu áður en þau fermast Niðurstaðan er þess vegna sú að skírn er forsenda fermingar. Ráðgjafar tru.is svara spurningum lesenda - Spurningum má koma á framfæri á tru.is og taka fram ef beðið er um svar í 24 stundum Er hægt að fermast í kirkju ef maður er ekki skírður? Draumar e ru til að láta þá rætast YFIRLÝSINGIN 24stundir/Frikki Af hverju var Guð ekki kona? Spurt á www.tru.is: Af hverju var Guð ekki kona? Kristján Valur Ingólfsson svarar: Við menn gerum okkur myndir af því sem við hugsum um. Þessar myndir eru unnar úr þeim efni- viði sem skilningur okkar ræður við. Það eru mannlegar myndir og persónulegar. Þegar við hugsum um Guð, sem er andi „sem enginn maður leit né litið getur” og „býr í ljósi, sem enginn fær til komist” (1.Tím.6.16.) gerum við okkur líka mynd af honum, þótt það sé ekki hægt. Í hugum flestra er sú mynd karlkyns. Það eru ástæður fyrir því: Jesús kenndi okkur að biðja: „Faðir vor”. Reyndar notaði Jesús orðið „Abba”, sem er arameiska og þýðir: „pabbi”. Þannig kenndi hann að Guð er ekki fjarlægur skapari heimsins, heldur nálægur eins og faðirinn sem vakir yfir börnum sínum. Það er hins vegar alls ekki þannig að Biblían noti einungis karlkenn- ingar um Guð. Jesús notar þær ekki einu sinni eingöngu um sjálfan sig, heldur líkir sér t.d. við hænu sem safnar ungum sínum undir vængi sína (Matt.23.37 og Lúk. 13.34). Guð, faðirinn, líkir sér einnig við móður: „Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður”. Jesaja 66.16. Og á öðrum stað (Jes.49.15,15) er sagt: „... ekki frekar en kona gleymir brjóst- barni sínu, gleymir Guð okkur”. Í Sálmabókinni er líka talað um Guð sem móður, t.d. Sb. 402: Drottinn vakir, Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir, ber hann þig í faðmi sér... Kærleikurinn og kristin trú Spurt á www.trú.is Hvers vegna er Guð (eða trúar- brögð almennt) nauðsynlegur til að boða kærleik? Skúli Sigurður Ólafsson svarar: Við getum kallað það kærleika sem dregur okkur hvert að öðru og hvetur okkur til þess að auka velferð hvert annars. Slíkar langanir eru blessun- arlega til staðar í öllum mönnum og birtast í margvíslegri mynd. Þótt kærleikur sé órjúfanlegur þáttur kristinnar trúar fer því fjarri að kær- leikann sé ekki að finna utan hennar vébanda. Því leyfi ég mér að umorða spurn- inguna með þessum hætti: Hvers vegna er kærleikurinn mikilvægur í kristinni trú? Svarið við þeirri spurningu er á þá leið að Guð, eins og hann birtist okkur í Jesú Kristi, leggur okkur til það veganesti að æðsti tilgangur lífs- ins sé að elska Guð og náungann. Tvö- falda kærleiksboðorðið orðar þetta svo: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 22.37-39) Kærleikurinn birtir trú okkar og í Kristi fáum við fyrirmyndina að hinni skilyrðislausu ást sem að ofan er lýst. Með kveðju, Skúli Hvernig er himnaríki? Spurt á www.tru.is Hvernig er himnaríki? Guðrún Eggertsdóttir svarar: Komdu sæll, Jesús setur fram margar samlík- ingar þar sem hann líkir himnaríki eða Guðs ríki, m.a. við: mann sem sáði góðu sæði í akur sinn; must- arðskorn; súrdeig; (Mt 13.24-33). Það hlýtur að þýða að ekki sé hægt að lýsa því á einn ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hafa menn gert sér ýmsar hugmyndir um himnaríki og séð það í hillingum sem stað þar sem allt er gott og fallegt og sem við förum til þegar við deyjum. Samkvæmt umfjöllun Jesú er himnaríkið ekki bara ákveðinn staður, heldur miklu fremur ákveðið ástand, hugarástand. Þegar farísear spurðu Jesú hve- nær Guðs ríki kæmi, svaraði hann: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.” (Lk 17.20-21) „Guðs ríki er innra með yður” þýðir í raun það að Guðs ríkið er hér og nú, ekki bara í einhverri óræðri framtíð handan þessa lífs. Þegar við hleypum Jesú inn í hjarta okkar, gerum hann að leiðtoga lífs okkar og göngum á hans vegum, þ.e. lifum samkvæmt boði hans – þá er Guðs ríki innra með okkur og við stuðlum að því að Guðs ríki verði hér á jörðu. Þegar við lifum þannig að við elskum Guð af öllu hjarta, sálu, huga og mætti og náungann eins og okkur sjálf, þá stuðlum við að því að Guðs ríki, eða himnaríki, verði að veruleika hér og nú, í þessu lífi og þurfum ekki að bíða þangað til við deyjum til að upplifa það. Kveðja, Guðrún Bridge / eik, kirsuber Steve / kirsuber, beyki Donna kirsuber, beyki, mahóniSolo / kirsuber
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.