24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 58

24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 58
Á Suðureyri búa um 300 manns, 200 Íslendingar, 60 Pólverjar og 40 frá öðrum löndum. Það er ekki síst innflytjendunum að þakka að sjávarútvegur er enn aðalatvinnuvegurinn á Suðureyri. Anna og Jaroslaw (Jarek) komu sitt í hvoru lagi til Suðureyrar ár- ið 1998. Nú eiga þau tvo drengi, báða fædda á Íslandi, og öðluðust íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur árum. Pawel, sem er fimm ára, æfir pólska þjóðdansa á Ísafirði og fjölskyldan fer í kirkju einu sinni í viku, enda kaþólsk. Þegar Anna kom fyrst til landsins fyrir níu árum voru fimm til tíu Pólverjar búsettir í bænum og margt hefur breyst síðan þá, t.d. var erfitt að verða sér úti um pólskan mat. Anna vinnur í fiskvinnslu hjá Íslands- sögu en er reyndar í fæðing- arorlofi, enda Piotr (sem þau kalla reyndar oftast Pétur) aðeins þriggja vikna gamall. Jarek vinn- ur við beitningar og hentar sú vinna fjölskyldunni vel. Brynjar Gunnarsson ljósmyndari fylgdist með degi í lífi fjölskyldunnar. Pólska fjölskyldan á Suðureyri Í upphafi dags Það er enn dimmt þegar Jarek þrammar til vinnu klukkan átta eftir að hafa fylgt Pawel í leikskólann. Gott að fá pásu Jarek tekur reykingapásu eftir að hafa beitt í fyrsta balann. Það tekur hann einungis um klukkustund að beita alla 500 króka á línunni. Í fæðingarorlofi Á meðan Jarek og Pawel eru úti við vinnu og leik, sinnir Anna Piotr litla. Trúin er sterk Fjölskyldan er trúrækin og fer til kirkju til Ísafjarðar alla sunnudaga. Eftir messuna hittast kaþólskir á Vestfjörðum í messukaffi, flestir eru þeir pólskir. Í fiskvinnslunni Stígvélin bíða þolinmóð eftir að fæðingarorlofi Önnu ljúki. Af þeim 60 Pólverjum sem búa á Suðureyri vinna um 30 hjá Íslandssögu. Í GEGNUM LINSUNA frettir@24stundir.is a Á Suðureyri búa nú um 300 manns. Laus- lega talið búa þar 200 Íslendingar, 60 Pól- verjar og 40 koma frá öðrum löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.